Dagur - 13.03.1993, Blaðsíða 10

Dagur - 13.03.1993, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 13. mars 1993 UTBOÐ Landgræðsla ríkisins óskar eftir tilboðum í gerð 7 km langrar rafgirðingar á Reykjanesi, frá Kleif- arvatni að Sýslusteini. Útboðsgögnin fást afhent hjá Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti og í héraðsmiðstöð Landgræðslunnar í Reykjavík, Laugavegi 120, gegn kr. 1.500 gjaldi. Tilboðum skal skila til Landgræðslu ríkisins, Gunn- arsholti, 850 Hellu, fyrir kl. 14.00 þann 20. apríl 1993. Tilboðin verða opnuð í Gunnarsholti kl. 14.15 sama dag. Frekari upplýsingar eru veittar í símum 98-75500 og 91-29711. LANDGRÆÐSLA RÍKISINS GUNNARSHOLTI, 850 HELLU. Stefánsstyrkur Auglýst er eftir umsóknum um Stefánsstyrk, sem Félag bókagerðarmanna og Menningar- og fræðslu- samband alþýðu veita til minningar um Stefán Ögmundsson prentara og fyrsta formann MFA. Tilgangur styrkveitingarinnar er að veita einstakling- um, félagi eða samtökum stuðning vegna viðfangs- efnis, sem lýtur að fræðslustarfi launafólks, menntun og menningarstarfi verkalýðshreyfingarinnar. Heimilt er að skipta styrknum milli fleiri aðila. Styrk- fjárhæð er 230.000. Umsóknir þurfa að berast skrifstofu FBM, Hverfis- götu 21, eða MFA, Grensásvegi 16a, eigi síðar en 5. apríl nk., á sérstökum eyðublöðum sem fást afhent á skrifstofum FBM og MFA. Áformað er að afhenda styrkinn 1. maí nk. Nánari upplýsingar veita: Svanur Jóhannesson á skrifstofu FBM, sími 91-28755 og Ásmundur Hilmarsson á skrifstofu MFA, sími 91-814233. Reykjavík, 11. mars 1993. MFA MENNINGAR- 0G FRÆÐSLUSAMBAND ALÞÝÐU félag bókageröar manna Framsóknarvist Spilakvöld Þriggja kvölda keppni Þriðja spilakvöld. Framsóknarvist að Hótel KEA miðvikudaginn 17. mars kl. 20.30. Kvöldverðlaun fyrir hvert kvöld. Góð heildarverðlaun fyrir öll þrjú kvöldin. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Akureyrar. VÍSNAÞÁTTUR Arni Jónsson Nú er svo komið að vísna- brunnur Jóns heitins frá Garðs- vík er þorrinn, og skyldi engan undra þar sem langt er liðið frá andláti hans. En mér eins og mörgum öðrum fyndist snautt þetta blað, ef enginn væri vísnaþátturinn. Er komið var að máli við mig um forsjá þessa þáttar, fann ég strax til mikils van- máttar gagnvart forveranum, Jóni heitnum frá Garðsvík. Því bið ég ykkur lesendur góðir að gera ykkur strax grein fyrir því að hér eftir verður allt með fátæklegri brag en áður var. Heimagerðar vísur sem Jón kaus að kalla sínar vísur, voru nokkuð stór hluti efnisins. Heimagert efni verður héðan í frá mun minna fyrirferðar, þó fortek ég ekki að ein og ein „sjálfgerð vísa“ fljóti með. En til að gera skaðann minni eftir lát skáldsins frá Garðsvík, heiti ég á alla þá er hafa í fór- um sínum snjallar vísur eða bragi að senda mér það efni bréflega og freista þess þannig að glæða þáttinn lífi og gera hann betri en annars yrði. Mik- ils er um vert að allar vísur og bragir sem hér birtast séu rétt eftir hafðar, með nafni höfund- ar og helst getið um tilefnið. Utanáskrift þáttarins er: Vísnaþáttur Dags, c/o Ámi Jónsson Fremstafelli I, 641 Ljósavatnshreppur. Með von um að vinsældir þáttar- ins haldist, Árni Jónsson. I framhaldi af því sem fyrr var drepið á, þ.e.a.s. að vísur séu rétt feðraðar en ekki eignaðar öðrum höfundi, þá hafa verið ortar snjallar vísur um slíkan bragþjófnað. Eg minnist þess að í vísnaþætti í útvaipi var vísa eignuð Baldri á Ofeigs- stöðum sem reyndist vera eftir Jón í Garðsvík. Af því tilefni orti Jón þessa vísu: Þekkist enn á okkar jörð ófrjálst takið sauða. Inn íBaldurs björtu hjörð barst þú lamb hins snauða. Um illa fenginn auð var þessi vísa ort sem ég þekki ekki höf- und að: Illafenginn auðinn þinn áður en lýkur nösum, aftur tíni andskotinn upp úrþínum vösum. Um áþekkt tilefni yrkir Hannes Guðmundsson þessa velþekktu vísu: Hans var jafnan höndin treg að hjálpa smœlingjonum. Gekk þó aldrei glœpaveg en götuna meðfram honum. Áfram í líkum dúr yrkir Þor- móður frá Njálsstöðum: Víst mun engu á þig logið um það flestum saman ber. Hvar sem gastu smugu smogið smánin skreið á hœla þér. Og einnig Sighvatur Svan- laugsson: Lastagróið lygahrip líkur bófa verstum. Hefur þjófa svartan svip sem að óarflestum. Nú breytum við ögn um yrkis- efni. í undangenginni bleytutíð minntist ég oft þessarar snjöllu vísu Sigurjóns Jónssonar: Ekki er votra veðra slot vœtur blota hreysi. Hafa otað öllu á flot út í notaleysi. Ekki eru alltaf glögg skil milli þess að vera þjófur og þess að „frelsa“ hluti úr forsjá annarra verri. Því varð þessi sjálfgerða vísa til: Honum flest til lasts er lagt, í lyndi frekar grófur. Frelsa gerði furðumargt fráleitt var samt þjófur. Og er fyrst farið að tæpa á þjófnaði, þá greinir sagan svo að Leirulækjar-Fúsi hafi eitt sinn verið fenginn til að gæta bams meðan heimilisfólk gekk til tíðasöngs. Var Fúsi sérstak- lega beðinn þess að hafa gott eitt fyrir óvitanum. Fólkið var ekki fyrr komið úr hlaði en Fúsi kvað: Varastu þegar vitsfœr gœtt til vonds að brúka hendur. Það er gjörvöll þjófaœtt það sem að þér stendur. Og áfram hélt Fúsi: Faðir þinn var furðukvinn frændur margir bófar. Ömmur báðar og afi þinn allt voru þetta þjófar. Þannig má víða sjá dóm sam- tíðarinnar um menn og málefni. Gissur Jónsson frá Valadal yrk- ir svo um samferðamann: Unir best við annars neyð afhrak mesta, skitið. Hvar semfestir kjaft á sneið kennaflestir bitið. Eftirfarandi vísu um þrotlausa úrkomu lærði ég en veit ekki höfund að: Er á regni engin þurrð alla fyllir dunka. Fast að stöfumfelli ég hurð fallega pissar Brúnka. Og áfram: Starir hissa hreint mín önd. Hrafnar og rissur krúnka. Fjallgrimm hissa áfurðuströnd fallega pisssar Brúnka. Haraldur Hjálmarsson Kambi bregst þannig við hrakandi heiðarleika manna: Núfer ég að lesa lög og lœra um svik og pretti. Því lítið gagnar höndin hög og heiðarleikinn ekki. Og fleiri góðar eftir Harald: Byrðar lífsins ber ég lágt brattan stika hjalla. Reyni að sýna með því mátt meðan ég er aðfalla. Tölumfagurt tungumál teygjum stutta vöku. Lyftum glasi, lyftum sál, látum fljúga stöku. Fagrar ræður fögur Ijóð frjálsmannlegur andi er eitt sem hœflr okkar þjóð og okkar kœra landi. Hjá mér stendur flaskanfull fjörs ég drykkinn kenni. Það er ekkert samlagssull sem að er á henni. Epnþá get ég á mig treyst Ólínu frá mér hrundið. En þetta er orðið eins og þú veist erfiðleikum bundið. Haraldur er á því enn þótt enginn geti séð-það. Það eru fremur fáir menn sem fara betur með-það. Þórir Baldursson yrkir um óreglumann: Við fylliróna leggur lag líkafullur oftast nœr. Fullur varstu ífyrradag, fullur komstu heim í gœr. Jón frá Garðsvík orti svo um málaferli Snæbjamar á Grund í Eyjafirði, en Snæbjöm var mik- ill Njáluunnandi: Snæbjörn brjálar búastétt brögð í Njálu sœkir. Hann við skálar Hœstarétt höfðarmál ogflœkir. Bjöm Leví Gestsson yrkir svo: Eg erfallinn að mér skilst, andans hallar snilli. Hefí gallagljúfur villst gæfufjalla milli. Ort í gestabók í skála við Álfta- krók á Amarvatnsheiði eftir að hafa villst á heiðinni, - sjálf- gert: Attavillan okkur tók útafvegi dyggða. Aðum við í Alftakrók á okkar leið til byggða. Og þessa sjálfgerðu vísu er að finna í gangnamannakofa á Bleiksmýrardal er Bleikur heit- ir: Er á kreiki allt í vofum okkar leikjum svipifá. Inn íBleik þá sœtt við sofum svo þær reiki okkur frá. Jón Jónsson í Fremstafelli yrkir svo um gildi mannlegra sam- skipta: Við skulum meðan tími er til taka stund úr degi, og minnka þetta millibil manna áförnum vegi. Ekki má gleyma góðum vísum kvenna. Osk Skarphéðinsdóttir á Blönduósi yrkir svo að haust- nóttum: Kvöldin lengjast, vantar vor vakir þrengjast, bilar þrekið. Samt mín gengin gœfuspor getur enginnfrá mér tekið. Og hún yrkir ennfremur: Oft þó hafi illu kynnst á það hiklaust treysti. Að búi íhvers manns eðli innst einhver góður neisti. Að lokum ein vísa frá þeim bragsnjalla manni, Rósberg G. Snædal, um komu vetrar: Hœgt égfeta hálan veg heldur letjastfætur. Kuldahretum kvíði ég komnar veturnætur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.