Dagur - 29.05.1993, Blaðsíða 5

Dagur - 29.05.1993, Blaðsíða 5
Fréttir Laugardagur 29. maí 1993 - DAGUR - 5 Niðurstöður samræmdra prófa liggja fyrir: Undir landsmeðaltali á Norðurlandi - nema árangur í íslensku á Norðurlandi eystra í vor þreyttu nemendur 10. bekkjar í grunnskólum lands- ins samræmd próf í stærðfræði, íslensku, dönsku og ensku. Á þriðjudag birti Rannsóknar- stofnun uppeldis- og mennta- mála niðurstöður þessara prófa þar sem annars vegar eru birt- ar tölur um meðaltalseinkunn í hverju fræðsluumdæmi fyrir sig og hins vegar Iandsmeðaltal. Rétt er þó að taka vara vió að oftúlka slík meðaltöl, því for- sendur geta verið ansi misjafnar. Á Vestfjörðum eru t.d. tíðari kennaraskipti en í öðrum fræðslu- umdæmum og eins er hlutfall réttindakennara þar lægra en í öðr- um kjördæmum. Ástand kennara- mála endurspeglast kannski í einkunnum nemenda því að hvergi er hærra hlutfall réttinda- kennara en í Reykjavík og þar er líka aó finna öll hæstu meðaltöl í einstaka fræðsluumdæmum. Á Norðurlandi vestra er meðaltal allra greina lægra en landsmeðal- tal þó hvergi muni miklu og sömu sögu er að segja á Norðurlandi eystra að undanskildri íslensku sem er 0,1 hærri en landsmeðal- talið og aðeins 0,1 lægri en meðal- tal Reykjavíkur. Einnig getur það haft áhrif ef semjendur prófanna búa í Reykjavík og hafa ákveðinn borgarþanka því þá höfða prófín frekar til þeirra sem eru með sam- bærilega þanka. Frægasta dæmið um þetta er úr samræmdu prófi í íslensku fyrir nokkrum árum þar sem birtist mjög myndauðugt og skemmtilegt ólesið ljóð en það fjallaði um malbikunarvél á leið- inni upp Hverfisgötuna og henni líkt við ungamömmu og starfs- mönnunum við unga. Þetta höfð- aði að sjálfsögðu til reykvísku nemendanna en ekki til þeirra sem bjuggu t.d. í Skagafirði eða austur í Kelduhverfi. I meðfylgjandi töflu má sjá Vcrkið Togað í Norðurhöfum hefur fengið afbragðs viðtökur og það á að vera auðskiljanlegt þótt áhorfendur kunni aðeins hrafl í cnsku. Þessi gesta- leikur verður þrívcgis á fjöluni Samkomuhússins í boði Leikfélags Akureyr- ar. Samkomuhúsið á Akureyri: Togað í Norðurhöfum - einstakur gestaleikur frá Hull Remould leikhópurinn frá Hull sýnir leikverkið Togað í Norð- urhöfum (The Northern Trawl) í Samkomuhúsinu á Akureyri þriðjudaginn 1. júní, miðviku- daginn 2. júní og fimmtudaginn 3. júní. Leikhópurinn fer síðan til Dalvíkur, Húsavíkur og Seyðisfjarðar. í þessu vinsæla verki er sögð saga úthafstog- veiða frá Hull og Grimsby með orðum sjómannanna sjálfra. „Fimmtán árum eftir að úthafs- togveiði í Bretlandi lagðist niður lenda togveiðimenn að nýju í ís- lenskum, norskum og færeyskum höfnum. En nú reyna þeir að veiða áhorfendur í stað fískjar, því hér eru lcikarar á ferö með hríf- andi leikrit með tónlistarívafi, sem rekur sögu togveiða frá Hull og Grimsþy á hin fjarlægu fiski- mið útaf Islandi, Grænlandi og Noregi," segir í fréttatilkynningu frá Leikfélagi Akureyrar. Verkið Togað í Norðurhöfum var frumsýnt haustið 1985 og hlaut framúrskarandi viðtökur. Það var sýnt um allt England í tvö ár. Vegna fjölda áskoranna og með styrk frá borgaryfirvöldum í Hull voru sýningar teknar upp aftur og hefur verkið verið sýnt 100 sinnum frá því í haust. Þá kviknaði hugmynd að leikferð um ísland, Noreg og Færeyjar þar sem efni sýningarinnar tengist þessum löndum. Ekki þarf mikla enskukunnáttu til að skilja gang leiksins. Sagan er mörkuð harðræði og slysförum en ljúfar minningar tengjast henni einnig. Sýningin er skemmtileg þrátt fyrir alvarlegan undirtón og frásagnaraðferðin opin og glað- vær. Leikarar eru ýmist sögu- menn sem fræða áhorfendur um innviði togarasjómennskunnar eða þeir bregða sér í hlutverk sjó- mannanna sjálfra og leika raun- veruleg atvik, auk þess sem brugðið er upp mynd af lífinu í landi og samfélaginu. SS meðaltalseinkunnir í öllum fræðsluumdæmum auk staðalfrá- viks sem er eins konar meðalfrá- vik, seiling frá meðaltalinu. Stað- alfrávik í íslensku er 1,5 sem þýð- ir að um 60% nemenda eru með einkunnina frá 4,0 og upp í 8,0. Sé staðalfrávik t.d. 1,0 þá eru um 60% nemenda með einkunnina frá 5,0 til 7,0 en dreifingin er hins vegar alltaf á öllum skalanum, þ.e. frá 0,0 og upp í 10,0. Þetta þýðir með öðrum orðum að staðafrávik 1,0 telst vera nærri meðaltali þ.e. dreifing einkunna hefur þar orðið meiri þ.e. færri eru með mjög lága eða mjög háa einkunn, þ.e. stærst- ur hlutinn er með einkunn nærri meðaltalinu og einkunnakúrfan verður því brattari. Nokkur afföll hafa verió í sam- ræmdum prófum í sumum skól- um og skólamir famir að meta það sem gæðastimpil á sig að fá sem hæsta meðaleinkunn úr próf- unum og slökum námsmönnum jafnvel verið bent á það að sækja um undanþágu frá prófinu. Stærri skólar hafa einnig bmgðið á það ráð að auka vemlega kennslu í þeim fögum sem samræmd próf em tekin í sem auðvitað kemur niður á öðrum fögum. Samræmd próf mæla þó aldrei nema örlítið af því sem skólinn á að kenna á heilum vetri. Skóli sem t.d. legg- ur áherslu á aðra þætti eins og fé- lagslegt uppeldi, sjálfstæða sköp- unargáfu o.s.frv. gæti skilað betri þjóðfélagsþegnum en sá skóli sem skilar hæstu einkunnunum á sam- ræmdum prófum. GG Heildareinkunn á saniræmduni prófum vorlð 1993 ntáU. 1993 n. . kf _. m bueroiræoi fslenika Dandra Enska M SF M SF M SF M SF Reykjavík 63 23 6,3 13 6,7 23 7,1 Zfl tteykjanes 5,8 23 6,1 13 6,4 2,1 6,8 1,9 Vesturland 5.3 23 5,8 13 5.9 23 5,8 23 Vestfiröir 4,8 2,4 5,6 13 5,1 23 53 2,4 NorB.I. Vestra 5,1 23 6,0 1,4 6,2 2,1 5,9 23 NorB.1. Eystra 5,6 2,4 63 13 63 23 63 23 Austuriand 53 2.4 6.1 M 63 23 53 23 SuBurtand 5,4 2,5 5.9 1.6 5,9 23 5,7 2,1 LandiB allt 53 2.4 6.1 13 6,4 2,1 63 2.1 Meöaltöl eru reiknuB út frú stigttfjðlda nemenda en ekki uppreUmuOum einkunnum. M=meðaltal; SP=staðaifrávík. Fijrirtœki, einstaklingar og félagasamtök á Akuregri - Styrkir til nýrra verkefna. Atvinnumálanefnd Akureyrar lýsir hér með eftir hugmyndum að nýjum verkefnum fyrirtækja, einstaklinga og félagasamtaka, sem Atvinnu- leysistryggingasjóður væri reiðubúinn til að styrkja sbr. reglugerð nr. 31/1993. Til að verkefnið teljist styrkhæft þarf það að vera: A. Skýrt afmarkað og tímabundið (hámark 6 mán.) B. Nýtt viðfangsefni, sem er ekki í samkeppni við aðra starfsemi á svæðinu. C. Unnið af fólki af atvinnuleysisskrá á Akureyri. Þeir sem lengst hafa verið á atvinnuleysisskrá hafa forgang. Styrkhæf verkefni yrðu unnin á vegum umsækjenda en á ábyrgð Akureyrarbæjar. Fjárhæð styrks yrði jafnhá þeim atvinnuleysisbótum er ella hefðu verið greiddar þeim einstaklingum, sem falla af atvinnuleysisskrá vegna þátttöku í verkefninu. Nánari upplýsingar og ráðgjöf veita: Atvinnumálanefnd Akureyrar sími 21701 Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar sími 26200 Umsóknir skulu sendar: Atvinnumálanefnd Akureyrar Geislagötu 5 - 600 Akureyri Umsóknarfrestur rennur út 15. júní 1993 en um framhaid getur orðið að ræða. Verður það nánar auglýst síðar. Atvinnumálanefnd Akureyrar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.