Dagur - 29.05.1993, Blaðsíða 6

Dagur - 29.05.1993, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 29. maí 1993 Frímerkjasýningin EYFRÍM 93 hefst í dag á Akureyri: T ómstundagaman allra aldurshópa Sveinn Jónsson, formaður sýningarnefndarinnar fyrir EyFRÍM 93. Aðstandendur sýningarinnar búast við góðri að- sókn enda fágætir hlutir til sýnis. Undirbúningur sýningarinnar hefur staðið lengi. Hér eru iagðar síðustu hendur á einn af þeim 260 römmum sem eru á sýningunni. Hvað kemur mönnum til að safna frímerkjum? Fyrir þá sem vilja kynnast þeirri tegund söfnunar nánar gefst kjörið tækifæri nú um hvítasunnuhelgina þegar opin verður stórsýningin Eyfrím 93 í íþróttahöllinni á Akureyri. Sýn- ingin verður opnuð almenningi í dag kl. 14 en auk þeirra 70 frí- merkjasafnara sem þar sýna verð- ur handverksfólk með kynningu og sölu á framleiðslu sinni, rekið veróur pósthús á sýningarsvæð- inu og sýnt þversnið af því sem safnarar eru aó fást við. Þar er af mörgu aó taka s.s. fingurbjarga- söfnum, happaþrennusöfnum, vasahnífasöfnum og lyklakippu- söfnum, svo fátt eitt sé nefnt. En hvemig gengur söfnurum að halda uppi áhuganum þegar sjónvarpið og margar aðrar nútímaafþreying- arleiðir sækja á? Þessa spumingu lögðum við fyrir Svein Jónsson, formann sýningamefndar Eyfrím 93. „Það er rétt að söfnunin var al- mennari áður fyrr en hefur goldið þess hve margt annað er í boði. En þó finnum við að þegar fólk hefur minna á milli handanna þá leitar það frekar í t.d. frímerkin til aó dunda sér vió. Nú er líka byrjað starf í skólum landsins til að kynna unglingum frímerkjasöfn- un. Þetta starf er fyrst og fremst fyrir áhuga einstaklinga á að kynna krökkunum þetta áhugamál og ýta þeim af stað,“ segir Sveinn. Komið víða við í söfnuninni Gjaman leiðast safnarar út á mörg svið enda sjá þeir söfnunargildi í hlutum sem fyrir almenningi em hversdagslegir. „Sumir eru í mörgu og á sýningunni ætlum við að hafa þversnið af því sem safn- aó er. Þetta gerist oftast þannig hjá fólki að þegar það hefur eign- ast margt af misjafnlega verðmæt- um hlutum þá er farið að raða því upp og hver hefur sinn hátt á því. Hver hefur sinn hátt á því að ganga frá frímerkjunum eða því sem safnað er og það er hluti af gamaninu,“ segir Sveinn. Mikill söfnunaráhugi er á Dal- vík og í nágrenni og hafa menn þar meó sér félagsskap. Sveinn er spuróur hvort hann kunni skýring- ar á því að söfnunaráhuginn getur verið misjafn eftir stöðum á land- inu. „Ég held að ástæðan fyrir þessu sé fyrst og fremst sú að þama eru áhugasamir einstaklingar sem náóu langt, t.d. Kristján Olafsson sem safnaði gömlum munum sem settir voru upp sem byggðasafn. Skýringin kann líka að vera sú að þama höfum við haft félagsskap þar sem fólk kemur saman og skiptir jafnvel á hlutum. í gegn- um það starf getur áhuginn breiðst út.“ Frímerkin alþjóðlegt söfn- unarefni Á frímerkjasöfnun má líta sem kjölfestu í söfnunaráhuganum enda stærstur hluti safnara á því sviði auk þess sem margir þeirra sem komnir eru langt í annarri söfnun hafa á sínum tíma byrjað í frímerkjunum. Sveinn segir aó frí- merkjasöfnunin sé gamalgróin. „Á tímabili var frímerkjasöfn- unin útbreidd en frímerkjasöfnun- in er líka áhugaverð vegna þess aó hún er stunduð um allan heim. Menn fengu áhuga á þessum sneplum vegna þess að mismun- andi mikið var til af hverri tegund og þegar menn uppgötvuðu að þeir áttu merki sem fáir aórir áttu þá kviknaði metnaðurinn að eiga hluti sem ekki voru á hvers manns borði. Þessari söfnun ræður fyrst og fremst áhuginn á því sem sjaldgæft er og samkeppni meðal fólks. En væri einmitt ekki þessi samkeppni og metnaður til staðar þá næðist lítill árangur.“ -Það er því ekki sjónarmiðió um verðmæti safna í peningum sem rekur menn áfram? „Nei, það er líka afstætt hvað er verðmætt. Slíkt ræðst bara af því hvort einhver er tilbúinn að kaupa og þá fyrir hve mikinn pening. Frímerki hafa heldur alls ekki haldið sér miðað við verð- bólgu þannig að söfnunin er ekki stunduð vegna verðmætisins í peningum en hins vegar geta mjög fátíðir hlutir haldist í verði.“ Engir tveir safnarar eins Sveinn segir að í raun séu engir tveir frímerkjasafnarar eins. Þeir beri sig mismunandi aó við söfn- unina, setji söfnin upp á mismun- andi hátt og geta haft mismun- andi áherslur. „Það er mismunandi hvaða listfengi menn sýna í upp- setningunni og ekki síður mis- jafnt hve mikil öflun fræðilegra hluta liggur að baki söfnuninni. Frímerkjafræðin er ákaflega víð- feðm og bundin bæði löndum og söfnunarsviðum. Þeir sem t.d. ætla sér að ná árangri á sýningum verða að hafa yfirgripsmikla þekkingu á því efni sem þeir eru að sýna. Slíkar upplýsingar verða þá aó koma fram í skýringum með merkjunum sem verið er aó sýna og þær eru eitt af því veiga- mesta í dómstiganum." -En má þá ekki skipta frí- merkjasöfnurunum í tvo hópa, annars vegar þá sem sökkva sér í fræðin og keppa og hins vegar þá sem bara safna frímerkjum upp á gamla mátann? „Jú, það er alveg rétt. Það eru fáir útvaldir sem sökkva sér í fræðin en almenningur vill frekar safna merkjunum út frá fegurð þeirra. Persónulega fmnst mér fræðimennskan ekki mega yfir- taka ánægju almennra borgara í að njóta þess sem fallegt er við frímerkin og hafa gaman af aó raða merkjunum upp á mismun- andi vegu. En það er með þetta eins og ættfræðina, sumir láta sér nægja að vita um ömmur sínar og afa en aðrir vilja ganga miklu lengra í vitnsekjunni." Frímerkjanotkunin minnk- andi Allt er breytingum háó og ósjálfr- átt kemur sú spuming upp í hug- ann hvort frímerki geti ekki á einhverjum tímapunkti horfíð af sjónarsviðinu, vikið fyrir einhverju öðru. Leitar þessi spum- ing ekki á safnarana? „Jú, notkun frímerkja hefur breyst mikið á síðustu ámm. 011 þessi stimplanotkun og kortanotk- un gengur í þessa átt. Það setur því mikið niður þegar mörg fyrir- tæki nota aldrei frímerki heldur aðeins stimpla. En staðreyndin er líka að vemlegur hluti frímerkja sem gefinn er út í hinum sið- menntaða heimi fer beint til safn- ara og er þess vegna aldrei notað- urí póstþjónustu.“ Sögulegt hlutverk frímerkj- anna Fagurfræóilegi og sögulegi þáttur frímerkjanna er stór. Sveinn bendir á að frímerkin komi inn á marga þætti í daglega lífínu og ennfremur sé í frímerkjunum oft höfðað til íslandssögunnar. „Það er mjög mikið um það í Evrópu að frímerkin séu tengd sögu landanna og í Bandaríkjun- um eru frægar persónur gjaman á frímerkjum. En það sem er ein- kennandi núna er litagleðin í merkjunum sem líka hefur með að gera framþróun í prenttækni. Þetta hefur gerst jafnframt því að á merkin er notað listrænt mynd- efni í bland vió myndir af frægum persónum og sögulegum stað- reyndum. Byrjaði snemma í frímerkja- söfnuninni Hver safnari á sínar skýringar á söfnunaráráttunni og aðspurður segist Sveinn hafa byrjað snemma að safna. „Ég get svarað því fyrir mitt leyti að ég byrjaði á þessu sem krakki en þá var ekki margt við að vera. Systir mín var þá á faraldsfæti og benti mér á að margir söfnuðu frímerkjum af bréfum eins og hún var að senda. Ég tók hana á orðinu og byrjaði að safna. Ég hafði mikið yndi af þessu tómstundagamni og sinnti því sérstaklega á vetuma ef ekki var hægt að fara á skíði. Nú geri ég þetta ekki vegna þess aó mig vanti eitthvað að gera í tómstund- um heldur er þetta frekar árátta, þá sjaldan að ég get sest yfir frí- merkin. Mikil breidd á sýningunni um helgina Á sýningunni um helgina verð- ur í mörg hom að líta. Sýningin verður opin milli kl. 14 og 22 í dag, milli kl. 13 og 22 á morgun og milli kl. 13 og 17 á mánudag, annan í hvítasunnu. „Gestir koma til meö að sjá þama mikla breidd. Þama verður sýnd söfnun unglinga af margs konar toga á öllum Norðurlönd- unum en einnig nær sýningin til Færeyja og Grænlands en söfn þaðan hafa sjaldan verið sýnd. Sýningin verður líka víðfeðm vegna þess hve hún nær yfir marga þætti frímerkjasöfnunar og aðrar tegundir söfnunar.“ JOH --------------------------------— AKUREYRARB/CR Útboð Bæjarverkfræðingurinn á Akureyri, fyrir hönd bæjarsjóðs Akureyrar óskar hér með eftir til- boðum í byggingu göngu- og reiðbrúar yfir Glerá við Súluveg. Tilboðið nær til jarðvegsframkvæmda og bygg- ingar á 14 m langri og 3 m breiðri göngu- og reið- brú. Brúin er gerð úr stálbitum með timburgólfi á steyptum stöplum og handrið er sérsmíðað úr málmi með stöðluðum leiðaraeiningum. Skila- frestur verksins er til 20. júlí 1993. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Tækni- deildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, Akureyri frá og með þriðjudeginum 1. júní 1993 gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða fer fram á sama stað miðvikudag- inn 9. júní kl. 11.00 fyrir hádegi. Bæjarverkfræðingurinn á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.