Dagur - 29.05.1993, Blaðsíða 10

Dagur - 29.05.1993, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 29. maí 1993 DÝRARÍKI ÍSLANDS Fuglar 24. þáttur KRÍA (Sterna paradisaea) Krían er af ættbálki fjörunga (strandfugla), en tilheyrir svo þernuættinni, ásamt 42 öörum teg- undum. Þemur eru náskyldar mávum, en eru þó venjulegast töluvert minni og spengilegri, með langa og mjóslegna vængi, klofið stél, veikbyggða fætur og mjótt nef. Þá er fæðuval þernanna einnig sérhæfðara. Áóur fyrr var þernum reyndar skipað í mávaætt, samkvæmt þró- unarrökum, enda sumir litlu máv- anna augljóslega líkir þessum frænkum sínum, eins og t.d. hettu- mávur, dvergmávur og þernumáv- ur, sem allir eru með dökka hettu. En nú á tímum eru menn yfirleitt sammála um, að draga þemur út úr í sjálfstæða ætt, enda skilur þarna ýmislegt á milli. Til forna (m.a. í lögbókum þjóðveldisaldar) nefndist þessi litli og knái fugl reyndar þerna, eins og líka mörg ömefni hér á landi gefa til kynna (sbr. Þernuvík við Isafjaróardjúp), en sú nafngift gleymdist einhvem tíma á 18. öld, eða þar um bil, og upp var tekió núverandi heiti. Trúlega er þar á ferðinni hljóðlíking eftir gargi fuglsins, „krí-krí.“ Þemuheitið varðveittist áfram í hinum Norðurlandamálunum, þ.e.a.s. færeysku, dönsku, sænsku og norsku, auk ensku. Krían er 33-35 sm á lengd, 80- 145 g á þyngd, og með 75-85 sm vænghaf. Hún er dæmigerð þerna að líkamslagi og útliti. I sumar- búningi er hún mestan partinn ljóssteingrá (dekkst þó á baki, herðum og vængjum), en svört á kolli og aftur á hnakka. Vangar eru hvítir, og stélið einnig. Nef Og fætur rauð. Vetrarbúningurinn er að mestu eins, nema það, að rauður litur nefs og fóta verður svartur og fremri hluti kollhettunnar víkur fyrir hvítum lit. Krían er hánorræn, verpir um nyrstu strandir jarðarinnar, eins og t.d. í Alaska, Kanada, Grænlandi, á Svalbarða, Frans Jósefslandi og meófram allri Síberíu. Og hún er líka sunnar, eða við Eystrasalt, Norðursjó, Ermarsund og á Ný- fundnalandi og Nýja Englandi. Auk þess hefur krían orpið í Pól- landi, Tékkóslóvakíu, Austurríki, Sviss, Italíu, Tyrklandi, Kýpur og Alsír. Útbreiðslusvæðið hefur þó dregist eitthvaö saman, noróur á bóginn, á síðari árum. Á Grænlandi er vitað til, að krí- an hafi orpió aðeins 720 km frá Norðurpólnum (á Morris Jessup- höfða, á 83°40’N). Mun enginn fugl annar, að tildrunni undanskil- inni, verpa svo norðarlega. Krían á líka annað met, því hún er talin mesti ferðalangur dýrarík- isins. Að meðaltali flýgur hún næstum 40.000 km á ári, á milli búsetusvæðanna nyrst og syðst, en hún dvelur nefnilega á veturna á hafsvæðinu umhverfis Suður- heimskautslandið, og þá ýmist Atlantshafs- eða Kyrrahafsmegin. Er hún þannig á beinu flugi í 8 af 12 mánuðum ársins. Og ef við gefum okkur að meðalævi kríunn- ar sé 25 ár, sem mun ekki vera fjarri lagi, jafngildir það flugi aó tunglinu og heim aftur! Með þessari árlegu ferð sinni heimskauta á milli, nýtur krían meiri sólarbirtu en nokkur önnur lífvera jarðarinnar; eilíf sól er á varpstöðvum hennar á norður- hveli, sem og í heimkynnunum á suðurhveli á vetuma. Það mun samt ekki vera birtan ein, sem lað- ar kríuna í þessar ferðir, heldur auðugt smádýralíf eða áta heim- skautshafanna beggja megin. Annars er aóalfæða kríunnar smáfiskar (homsíli, sandsíli, loðna, og smásíld), fiskaseiði (ufsa-, laxa-, og silungs-), ýmis svifdýr (m.a. ljósáta), auk skor- dýra og orma. Krían birtist hér á landi venju- lega um mánaðamót apríl og maí, yfirleitt í smáhópum, og fer undir eins að huga að varpi og maka. Hún er mjög algengur varpfugl um land allt. Aðalvarptíminn er fyrri helmingur júnímánaðar, en tíðarfar getur þó ráóið miklu í því efni. Stærstu vörp hennar eru í grennd við sjó, eins og t.d. í Vík í Mýrdal, á Hellissandi, við Máná á Tjömesi og í Hrísey á Eyjafirói. Kríur verpa þó mun dreifðar en aðrir sjófuglar, og oft langt frá hafi, eins og t.d. við Mývatn og jafnvel í Þjórsárverum við Hofs- jökul. Kjörlendið er einkum sjávar- strendur, en þó kann hún einnig við sig nærri ám og vötnum fjarri sjó (allt að 100 km inni í landi í Noregi). Hún verpir upp af lágum og sendnum fjörum, í hólmum, eða eyjum og þá ýmist í snöggu graslendi eða mýri. Bæði kynin eru hávær, einkum um varptím- ann. Varpsetrið er hringlaga skiki umhverfis hreiðurstæðið, og ver hún það af einurð og hörku. Sjald- gæft þykir, að minna en 2 m séu á milli kríuhreiðra. I stærstu vörpum hafa talist yfir 10.000 hreiður. Eggjunum, sem eru venjulegast 2-3, mosagræn eða ljósbrún, meó svörtum eða brúnum dílum, er yfirleitt orpið beint á jörðina og sinna bæði foreldri hreiðurstörfun- um. Útungun tekur um 3 vikur og eru ungamir hreiðurfælnir. Þeir verða fleygir á u.þ.b. mánuði. Krían verpir oft í sambúð með öðrum fuglum, eins og t.d. önd- um, gæsum, hettumávum, lund- um, teistum og vaðfuglum, sem þá njóta góðs af því, hversu árásar- gjöm hún er gagnvart óboðnum gestum í varpi. Kríuegg hafa löngum verið tal- in góð til átu og hafa kríubyggðir af þeim sökum oft farið illa og jafnvel eyðilagst gjörsamlega vegna stöðugrar tínslu, einkum í grennd við þéttbýlisstaði. I lögum eru þó ákvæði, sem heimila aðeins töku eggja úr fyrsta varpi. Endurheimtur á kríum, sem merktar hafa verið á Islandi í gegnum árin, benda til, að þær haldi sig mest við SV-Afríku á vetuma. Krían getur orðið býsna gömul. Mörg dæmi eru um 20 ára fugla og þar um kring; í þeim hópi er t.d. kría, sem merkt var sem ungi á Grímsstöðum við Mývatn, og náðist 21 ári síðar í Nígeríu, á vesturströnd Afríku. En elsti, merkti fugl, sem menn þekkja til, náði því aó veröa 34 ára gamall. Fullorðin kría (merkt) í sumar- búningi. (Alan Richards: Sea- birds of the northern hemispherc. Limpsfield 1990). Matarkrókurinn Fiskur í öndvegi hjá Ingu og Davíð Það eru lnga Eydal, söng- konan góðkunna og maður hennar Davíð Valsson sem leggja til uppskriftir í mat- arkrókinn að þessu sinni. Þau bjóða upp á 3 girnilega rétti sem Inga sagði hafa reynst vel á sínu heimili. Lesendur Dags œttu því að sannreyna hvort þeir bragð- ist ekki einnig vel í þeirra eldhúsi. Inga sagöi fjölskyldu sína vera minna gefna fyrir kjöt og þau hefðu því sótt meira í fisk- inn. Aðalrétturinn er saltfisk- bollur en einnig er boðið upp á sparisúpu með rækjtim og kókos og vínbcrjabaka á eftir. Réttimir eru að sögn Ingu fljótlagaðir og á allra færi en það væri helst vín- berjabakan sem tæki dálítinn tíma í undirbúningi, en það væri líka vel þess virói að bíóa eftir því. Inga sagðist ekki syngja mikið við matargerðina, þó ávallt heyrðust kvartanir frá feðgunum þar að lútandi. „Kannski er þetta ómeðvitaó en ég er ekki beinlínis aó æfa mig.“ En þá eru það upp- skriftimar. Sparisúpa með rœkjum og kókos (fyrir 6 sem forréttur eða 4 sem aðalréttur) 100 gr smjör 1 dl hveiti 1 dl kókosmjöl 1 tskkarrý 7-8 dl bragðmikið fisksoð (Toro) 'A / rjómi 300-400 gr afþýddar rœkjur Skvetta afhvítvíni Bræðið smjörið í potti og bætið kókosmjöli og karrý útí. Látið krauma í 1-2 mínútur og hrærið í á meðan. Stráió hveitinu yfir og hrærið vel. Þynnið nú smátt og smátt með fisksoði og síðan rjóma og hrærið vel í á milli. Látið suðuna koma upp aftur og sjóðið við vægan hita í 5 mín. Bætió rækjunum í og saltið ef þarf. Allt látió hitna vel í gegn og að síðustu má bragöbæta með hvítvíni ef vill. Borið fram með heitum beyglum (bugles) og smjöri. Saltfiskbollur (f 4-6) 600 gr útvatnaður saltfiskur 6 stórar kartöflur 1 laukur 4-5 geirar hvítlaukur pipar eftir smekk 3-4 egg olía til steikingar Stappið soðinn og hreinsaðan saltfiskinn vel saman við soðnar kartöflumar. Laukurinn og hvít- laukurinn saxaður smátt og öllu blandað vel saman (má nota blandara ef vill). Eggin eru þeytt í hrærivél þar til þau eru létt og síðan sett varlega út í deigið. Hit- ið olíu á pönnu og setjið deigió á pönnuna með skeið. Steikió bollurnar þar til þær eru gylltar. Með þessu finnst okkur besta að bera fram soóin hrísgrjón og hræra út í þau einni krukku af Uncle Bens sæt-súrri sósu með grænmeti, eða heimatilbúinni sæt-súrri sósu ef fólk hefur tíma til. Vínberjabaka (fi 4-6) 200 gr hveiti 100 gr smjör 1 egg 1 lítil krukka aprikósumarmelaði 1 klasi blá vínber og 1 klasi grœn vínber Krem: 1 egg, 1 eggjarauða, 1 msk syk- ur, 1 dl rjómi og 50 gr saxaðar möndlur. Myljið smjörið í hveitinu. Bætió egginu í og hnoðið. Klæðið bökuform (26-30 cm í þvermál) að innan með deiginu. Bakið í ca. 10 mín við 200 C. Takið botninn út úr ofninum og dreifið marmelaðinu yfir hann. Kljúfið vínberin, takið steinana úr og raðið berjunum þétt yfir botninn, gjaman blá og græn til skiptis. Þeytið saman allt sem fara á í kremið og hellió yfir vínberin. Bakið áfram í ofni þar til kremið er stíft. Borið fram volgt með þeyttum rjóma. Þá er bara að drífa sig fram í eldhús aó prófa. Inga og Davíð skomðu á Ásdísi Gunnlaugsdótt- ur og mann hennar Rolf Hannén aó draga fram úr pússi sínu upp- skriftir handa lesendum Dags sem birtast munu að hálfum mánuói liðnum. HA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.