Dagur - 29.05.1993, Blaðsíða 17
Laugardagur 29. maí 1993 - DAGUR - 17
Popp
Magnús Geir Guðmundsson
Ánægjuleg upprisa
Pelican hefur öðlast nýtt líf og er ný plata komin út.
Hér í Poppi hefur margsinnis
verið minnst á endurlífganir
fornfrægra erlendra rokkhljóm-
sveita, enda slíkt verið tíöir við-
burðir á síðustu misserum.
Hefur kveðið svo rammt að
þessu að nánast hver einasta
sveit sem einhvern tímann hef-
ur gert það gott, en svo um
síðir lagt upp laupana ein-
hverra hluta vegna, hefur verió
endurreist í þágu fortíðardýrk-
unarinnar, eða fortíðarhyggj-
unnar sem ég kalla svo, sem
rióið hefur húsum í vinsælda-
tónlistinni að undanförnu. Það
er hins vegar ekki á hverjum
degi sem það gerist að íslensk-
ar hljómsveitir sem gert hafa
það gott fyrr á árum, en hætt
síðan, rísi úr öskustónni og
öðlist nýtt líf. Það hefur þó
gerst nú að ein af vinsælli
poppsveitum landsins á átt-
unda áratugnum Pelican, hefur
verið endurreist í nánast upp-
runalegri mynd sinni. Hljóm-
sveitin sem var stofnuð fyrir
tuttugu árum er nú, eins og
fram hefur komið áður, skipuð
fjórum upprunalegum meðlim-
unum þeim Pétri Kristjánssyni
söngvara, Björgvin # Gfslasyni
gítarleikara, Asgeiri Óskarssyni
trommara og Jóni Ólafssyni
Hin ört vaxandi breska rokk-
hljómsveit Manic Street
Preachers, sem eins og fram
kom hér í Poppi fyrir skömmu
mun koma fram á hinni nýju
rokkhátíð Phoenix, hefur líka
fleiri járn í eldinum þessa dag-
ana. Er nefnilega að koma frá
henni nýtt lag nú eftir helgina á
smáskífu sem kallast From De-
spair To Where af væntanlegri
plötu sem bera mun titilinn
Gold Against The Soul. Verður
þar um aóra plötu hljómsveitar-
innar að ræða, en sú fyrsta
Generation Terrorists sem út
kom á síðasta ári skaut henni
með látum upp á stjörnuhimin-
inn sem kunnugt er og þótti
hún og þykir enn vera ein af
efnilegri sveitum Bretlands. Til
viðbótar náði svo Manic Street
Preachers miklum vinsældum
meó útgáfu sinni á kynningar-
laginu úr M.A.S.H. sjónvarps-
þáttunum vinsælu, sem sann-
arlega skemmdi ekki fyrir. Mun
nýja platan að sögn bassaleik-
arans Nicky Wire verða mun
betri og þroskaðri en sú fyrri og
með enn ferskara yfirbragði.
„Mikil rokkplata, en jafnframt
meó aðgengilegum lögum til
spilunar í útvarpi" segir bassa-
leikarinn. Mun hann væntan-
lega hafa rétt fyrir sér þannig
að uppgangur hljómsveitarinn-
ar haldi áfram.
bassaleikara auk Guðmundar
Jónssonar gítarleikara úr Sál-
inni, sem tekið hefur sæti
Ómars Óskarssonar.
Á fyrri lífdögum naut Pelican
sem fyrr segir mikilla vinsælda
og sendi þá frá sér tvær stórar
plötur Uppteknir 1974 og Litla
flugan árið eftir auk þess sem
nokkrar smáskífur komu út
m.a. með hinu geysivinsæla
lagi Jenny darling. Er seinni
platan kom út voru þó vinsæld-
irnar farnar aó dala og var Pét-
ur ekki löngu seinna rekinn úr
hljómsveitinni. Kom Herbert
Guðmundsson í hans stað, en
entist ekki lengi og hætti Pelic-
an þá fljótlega í kjölfarið. Hafði
Pétur þá reyndar skotið fyrrum
félögum sínum ref fyrir rass
með nýju hljómsveitinni sinni
Paradís. Nú um tuttugu árum
síðar eru hins vegar öll gömul
sár löngu gróin og Pelican
komin saman á ný að sögn
þeirra sjálfra fyrst og fremst
ánægjunnar vegna. Hefur þetta
endurvakta samstarf svo borið
af sér gerð nýrrar plötu, sem
nú er nýkomin út. Það var þó
ekki á dagskrá í upphafi að
hún yrði afrakstur endurlífgaðr-
ar Pelican, heldur sólóplata
Péturs m.a. í tilefni af fer-
að er nokkuð fróðlegt að
sjá þegar breski listinn yfir
söluhæstu plöturnar er skoðað-
ur að tónleikaplötur eiga mjög
vel upp á pallborðið þar í landi
um þessar mundir og að þar
eiga hlut að máli margir af vin-
sælli tónlistarmönnum samtím-
ans. Á listanum frá síðustu
helgi eru nefnilega þrjár af fjór-
um nýjum plötum á topp tíu
tónleikaplötur sem ástæða er
til að gefa gaum. Er þar fyrst
að telja nýju tónleikaplötuna
með Dire Straits On The Night
sem beðið hefur verið eftir með
mikilli eftirvæntingu, en um
áratugur er síóan hin góða Alc-
hemy Live kom út. Fór hún
eins og við var að búast beint á
toppinn og mun að öllum lík-
indum verða viðloðandi hann
um langt skeið líkt og aðrar
plötur þessarar geysilega vin-
sælu hljómsveitar.
í öðru lagi er það tónleikaplat-
an hans Morrissey Beethoven
Was Deaf, sem áður hefur ver-
ið fjallaö um hér og síðan í
þriðja lagi og það ekki síst Blu-
es Alive með Gary Moore sem
er þriðja verk þess ágæta gít-
arleikara á blúslínunni og sem
eflaust margir hafa beðið
spenntir eftir. Fór hún beint í
níunda sæti sölulistans, en
plata Morrissey gerói enn betur
og fór beint í það fimmta.
tugssafmæli hans á síóasta ári.
En þegar Ijóst varð að nær allir
upprunalegu meðlimir hljóm-
sveitarinnar myndu koma við
sögu á plötunni var ákveðið að
hún yrði undir nafni Pelican og
þeir myndu fylgja henni eftir í
sumar með spilamennsku um
landið. Mun nú sú yfirreið vera
hafin af krafti og verður hljóm-
að hefur ekki farið fram hjá
neinum hið mikla svokall-
aða „Unplugged æði“ sem nú
geysar í tónlistarheiminum fyrir
tilstilli tónlistarsjónvarpssins
MTV þ.e. að láta fræga lista-
menn spila órafmagnað í þátt-
um sínum (á því var þó undan-
tekning í tilfelli Bruce Springs-
teen eins og sjá mátti í Sjón-
varpinu á föstudaginn fyrir
viku). Hafa þessar upptökur
MTV notið gríðarlegra vin-
sælda og þær síðan verið
ómældur gróðavegur í plötu og
myndbandaútgáfu. Er Eric
Clapton að sjálfsögðu besta
dæmið um það, en enn sér
ekki fyrir endann á velgengni
sveitin t.a.m. hér á Akureyri um
næstu helgi.
En svo vikið sé að plötunni
sjálfri þá er um fjórtán laga grip
að ræða þar sem melódískt
gítarrokk og það býsna kraft-
mikið á stundum.ræður ríkjum.
Minnir þar óneitanlega sumt á
fyrri daga Pelican, en þó ekki á
þann hátt að manni finnist það
hans með Unplugged plötu
sína. Er hún t.a.m. ennþá með-
al þeirra tíu best seldu í
Bandaríkjunum og þeirra tutt-
ugu best seldu í Bretlandi. Eftir
um hálfan mánuð bætist svo
annar gamall jöfur í órafmagn-
aða hópinn, en það er hann
Neil Young. Kemur þá út fjór-
tán laga plata sem að mestu
leyti var tekin upp í þætti hjá
MTV í febrúar sl., en einnig eru
lög á henni sem ekki voru með
í honum. Meðal þessara fjórtán
laga eru Harvest oon, Like an
animal og Needle and the da-
mage done, sem gefið verður
út á smáskífu.
vera stælingar eða beinar end-
urtekningar. Til þess sá tilkoma
Guðmundar, sem semur bróð-
urpart laganna eða heil átta og
sú staðreynd að nú er árið
1993 með allri sinni tækni sem
ekki var fyrir hendi á fyrri dög-
um Pelican. Hvort nýja sam-
nefnda platan er svo betri eóa
verri en eldri plöturnar tvær
skal hins vegar ekki dæmt um,
en ég held að það sé þó óhætt
að segja að hún eigi fullt erindi
jafnt við gamla a<yáendur Pel-
ican sem aðra yngri tónlistar-
unnendur t.d. þá mörgu sem
hrifist hafa af Sálinni (það skal
þó haft á hreinu að ekki er um
neinar stælingar á Sálinni að
ræða, þótt auðvitað fari ekki
hjá því að sumt hjá Guðmundi
hér minni á verk hans þar).
Mörg laga plötunnar eru nefni-
lega hinar bestu smíðar og get-
ur hún ekki talist annað en í
góðu meðallagi gæðalega.
Sem dæmi um lög sem
gæla vel við hlustirnar má
nefna Tjáðu mér, Hvað veit ég,
Minningar og Beggja hagur,
auk í vígahug og Gefðu grið,
sem einna mest hafa verið spil-
uð í útvarpi. Enn er þó ótalið
það lag sem mér finnst betra
en öll hin fyrrnefndu, en það er
ósvikið meistarastykki upp á
rúmar þrjár mínútur úr smiðju
Björgvins Gíslasonar sem ein-
faldlega kallast Pelican og er
fyrsta lag plötunnar jafnframt
sem það er það eina sem er
ósungið. Er það í senn seið-
andi og dulúðugt og rígfestir
sig í hugskoti manns. Eitt af
þessum lögum sem lifa með
manni um langa hríð.
Aó þessu sögðu verður end-
urkoma Pelican með þessari
plötu að teljast ánægjuleg og
hið besta mál hvað sem svo
síðar gerist eða gerist ekki.
Verður sömuleiðis fróðlegt að
sjá hvort enn lifir í gömlum
glæðum hjá hljómsveitinni
hvað varðar framgöngu á sviði,
en hylli hennar fyrr var ekki
hvað síst að þakka frískleika í
þeim efnum.
Gott byrjendaverk
A allra síðustu árum hafa ekki
margar nýjar hljómsveitir náð
að festa rætur og næla sér í
samninga við stóru útgáfurn-
ar. Eins og menn vita er ís-
lenski markaðurinn ekki stór
þannig að það er ekki pláss
fyrir of marga. Er það eflaust
ein af ástæðunum fyrir því að
ekki fleiri sveitir nái fótfestu en
raun ber vitni auk þess sem
útgefendur hafa ekki viljað (og
það á vissan hátt skiljanlega)
taka of mikla áhættu í þeim
efnum. Jet Black Joe, KK
Band o.fl. eru þó undantekn-
ingar, en þróunin hefur orðið
sú og virðist ætla að verða
þannig áfram, að menn fara
meira og meira út í að gefa út
sjálfir með hjálp góðra manna
og dreifingaraðila. Þannig
taka menn á sig alla ábyrgð ef
illa fer, eða hirða allan gróð-
ann ef vel gengur.
Ein af þeim hljómsveitum
sem farið hefur þá leið í út-
gáfu (reyndar með stuðningi
frá Steinaútgáfunni sem nú er
orðin að Spor hf.) er Lipstick
Lovers, en ný plata frá henni
og jafnframt sú fyrsta, hefur
nú litið dagsins Ijós og nefnist
My Dingaling. Er sú nafngift
væntanlega fengin frá sam-
nefndu lagi rokkkóngsins
Chuck Berty, en áhrifa frá
honum gætir í tónlist hljóm-
sveitarinnar m.a.. Er Lipstick
Lovers ættuð af stór-Reykja-
víkursvæðinu og mun hafa
verið til í um eitt og hálft ár.
Björk fær góða dóma í Bretlandi
fyrir nýja lagið Human Behaviour.
Skipa hana fjórir menn þeir
Bjarki Kaikumo söngvari,
Sævar Þór bassaleikari,
Ragnar Ingi trommuleikari og
Anton Már gítarleikari. Geymir
My Dingaling samtals 12 lög
sem öll eru eftir þá félaga auk
þess sem fyrrum meðlimir í
hljómsveitinni hafa komið þar
eitthvað við sögu. Auk frá
Chuck Berry kennir áhrifa úr
svo ólíkum áttum sem frá am-
erísku sveita/hipparokki og
Bítlunum í lagasmíðunum og
eru þær sumar hverjar bara
glettilega góðar og bera vott
um ágæta sköpunarhæfileika
þeirra Lipstick Lovers félaga.
Eru dæmi um það lög á borð
við Lets make hate, Been
tented, Wayward son og Poi-
sonous love. Kemur My
Dingaling annars í heild þægi-
lega á óvart sem ágæt og vel
unnin plata hjá ungri hljóm-
sveit.
Það má reyndar finna að
því eins og stundum áður að
íslensk hljómsveit skulj vera
að syngja á ensku fyrir íslend-
inga, en sem fyrr þá er það þó
ekki atriði sem skiptir megin-
máli að mínu mati. Aðalatriðið
er að tónlistin sómi sér vel og
að metnaður sé lagður í hana.
Um það er líka óhætt að full-
yrða hjá Lipstick Lovers. Pat-
an þeirra er að vísu ekkert
meistarastykki, en stendur vel
fyrir sínu sem byrjendaverk
Ur ýmsum áttum