Dagur - 29.05.1993, Blaðsíða 8

Dagur - 29.05.1993, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 29. maí 1993 „Það hefur jafnvel verið nefnt við mig að gefa kost á mér til setu í sóknarnefnd, og það gæti ég alveg hugsað mér svona síðar á ævinni,“ sagði Egill Olgeirsson, stjórnarformaður á Húsavík. Egill var aðeins 24 ára þegar hann var kjörinn bæj- arfulltrúi á Húsavík. Því starfi sinnti hann í átta ár og á hann hlóðust trúnaðarstörfín. Síðar varð hann á sama tíma stjórn- arformaður Sjúkrahúss Húsavíkur, Dvalarheimilis aldraðra í Þingeyjarsýslu sf, Kaupfélags Þingeyinga og sat auk þess í stjórn Fiskiðjusamlags Húsavíkur og ýmissa minni fyrir- tækja og félaga. Egill er enn stjórnarformaður KÞ og að loknum aðalfundi félagsins var þessi félagsmála,- samvinnu- og framsóknarmaður kallaður til helgarviðtals. Hann mætti. „í uppvextinum naut ég þeirra forréttinda aö vera í sveit í tíu sumur á sama bæ, Höskulds- stöðum í Reykjadal. Það fannst mér sá besti skóli sem ég gekk í gegnum. Að njóta upp- eldis í sveit og umgengni við skepnur og náttúru, var besti undirbúningurinn fyrir lífið og það sem ég hef verið að takast á við. Sem ungling dreymdi mig oft um að verða bóndi.“ Þá fékk ungt fólk trú á landsbyggðinni - Hver urðu tildrögin að því að þú fluttir aft- ur til Húsavíkur frá Reykjavík? „Þegar ég flutti aftur til Húsavíkur haustið 1972 var mikill uppgangur hér og vitlaust að gera. Mikið var um að vera í framkvæmdum og byggingum og engum þurfti að leióast. Mér hefur í sjálfu sér aldrei leiðst þar sem ég hef verið, en okkur hjónin langaði norður. A þessum árum eftir viðreisnartímabilið var ríkisstjóm undir forystu Olafs Jóhannes- sonar og þá fékk ungt fólk á Islandi trú á landsbyggðinni. Þá streymdi það út á land. Ég man sérstaklega eftir því að ungt fólk sem ég vann með í Straumsvík sagði sögur af vin- um sínum sem fluttu af höfuóborgarsvæðinu og út á land og kom undir sig fótunum á stuttum tíma. Fólk undraðist hve fljótt ungu fólki sem fluttist til Húsavíkur gekk að byggja yfir sig og skildi ekki þetta sérstaka fyrirkomulag hjá Kaupfélagi Þingeyinga sem hjálpaói fólki aó byggja. Menn þurftu bara aó fá sér lóð hjá bænum, ákveða aó byggja, hefj- ast handa og efnið var tekið út hjá KÞ og borgað seinna þegar eignin var orðin lánshæf hjá Húsnæðisstofnun. Þetta var háttur kaup- félagsins á að selja efni og hjálpa fólki að koma yfir sig þaki. Ég var hvattur til aö koma heim, m.a. af kaupfélagsstjóra. Ég hef alltaf haft nóg að gera síðan, og ekki síóur verió upptekinn ut- an vinnutímans.“ Ungur í öldrunarmálin - Af hverju stafar þessi mikli félagsmála- áhugi þinn? Ég hef alltaf haft áhuga á félagsmálum og tók þátt í þeim í skólunum og síðan í mínu stétt- arfélagi og var í Framsóknarfélaginu frá æsku. En 1974 var ég kjörinn bæjarfulltrúi og sat einnig lengi í bæjarráði. Eins og gerist með suma bæjarfulltrúa hlóðust á mig nefnd- arstörf. Síðan hef ég verið að hamast við aó losa mig við slík verkefni en árangurinn verið sá að enn í dag ver ég öllum mínum frítíma í félagsmál. Eg hef varið mestum tíma mínum í mál- efni Dvalarheimilis aldraðra sf, en ég varð þess aðnjótandi að veróa þátttakandi í undir- búningi að stofnun þess 1976, en það er sam- starfsvettvangur 12 sveitarfélaga í Þingeyjar- sýslu. Það verkefni var mér falió af bæjar- stjórn.“ - Hvað kom til að ungur maður fékk svona mikinn áhuga á málefnum aldraðra? „Ég umgekkst gott aldraó fólk og hafói gaman af að taka á málum fyrir það. Hér í sýslu var þá veruleg þörf og geysilegur áhugi á að koma góðu til leiðar í öldrunarmálum. Það var ekki til staðar nein teljandi þjónusta í þessum geira. Styrktarfélag aldraóra var starfandi áður en sveitarfélögin tóku málefnin að sér og það var áhugavert að taka við þeirra verkefni. En ég hef stundum velt því fyrir mér eftirá að það hafi verið merkilegt aó vera valinn þetta ungur til forystu í þessum félags- málum, úr hópi sveitarstjómarmanna í héraði. En mér fannst þetta ekkert merkilegt á sínum tíma. Ég er enn formaður og það er ekki hægt aó verða þreyttur í þessum málaflokki. Það eru alltaf nóg verkefni. Þaó hefur verið gam- an að vinna að þessum málum og alltaf sam- staða í héraði um hvað gera ætti. A bæjarstjómarárunum starfaði ég í bygg- inga- og veitunefnd, sem var nær minni ménntun og vinnu. Þegar ég hætti í bæjar- stjóm hélt ég frekar þessum félagsmála- eða svokölluðu vandamálaflokkum. Eg var nokk- uð lengi í heilbrigðismálum, tvö kjörtímabil formaður sjúkrahússstjómar. Þetta er skemmtilegur málaflokkur og hér var mikil uppbygging á þeim tíma. Það var þörf fyrir hana bæði í sjúkrahúss- og heilsugæslu, og einnig að bæta þjónustu út um sveitir.“ Hef þroskast alveg helling „Arið 1978 voru samþykkt lög um málefni þroskaheftra og það kom í hlut samtaka sveit- arfélaga að skipa tvo menn af sjö í svæðis- stjómir. Ég var annar þeirra hér á Norður- landi-eystra og hef setið þar nánast óslitið síðan. Én 1983 breyttust lögin og síðan heitir stjómin Svæðisstjóm um málefni fatlaðra, og á aó hafa með málefni bæði líkamlega og andlega fatlaðra að gera. Frá þessum tíma hefur orðið bylting í þessum málum á Islandi, þjónustan hefur verið færð verulega út á landsbyggðina og sérfræðiþjónusta aukist verulega. Fatlað fólk er í dag alls staðar á meðal okkar í þjóófélaginu en ekki bundið á stofnunum. Þarna ber hæst þróunina í sam- býlaforminu og að fatlað fólk eigi kost á sjálfstæðri búsetu og geti sótt almenna vinnu og þjónustu. Þaó hefur verið gaman að taka þátt í þessu. Egill Olgeirsson, rafmagnstæknifræðing- ur er fæddur 24. ágúst 1949. Hann er Húsvíkingur í húð og hár í báðar ættir, sonur hjónanna Ragnheiðar Jónasdóttur og Olgeirs Sigurgeirssonar, einn af bræðr- unum 10 frá Skálabrekku. Hann héit hefðbundna leið í barna- skóla, gagnfræðaskóla, lauk landsprófi og fór í Menntaskólann á Akureyri, eftir einn vetur þar fór hann í undirbúnings- deild Tækniskólans á Akureyri, og hafði þá stundað rafvirkjanám hjá Grími og Arna á Húsavík á sumrin og í fríum. Hann fór síðan til náms í Noregi þar sem hann lauk tæknifræðinámi 1970, og mun Norðmönnum hafa þótt íslenski tækni- fræðingurinn ungur er hann lauk slíku námi rúmlega tvítugur. Eftir heimkomuna hóf Egill störf í heildsölu með rafmagnsvörur í Reykjavík, en um haustið fór hann til starfa við upp- byggingu álversins í Straumsvík og starfaði þar við eftirlit með framkvæmd- um raflagna í tvö ár. Haustið 1972 flutti hann til Húsavíkur, vann við hönnun raf- lagna og kennslu. Síðan hjá Tækniþjón- ustunni hf sem hann endurreisti ’79 ásamt fleiri félögum. í 11 ár rak Egill út- gerð ásamt Aðalgeir bróður sínum. Egill er kvæntur Pálínu Stefánsdóttur frá Djúpavogi og eiga þau fimm börn, fjóra pilta og eina unga prinsessu. Um síðustu áramót varð sú breyting að framkvæmdavaldi svæðisstjórnanna var breytt í eftirlitshlutverk en þjónustuskrifstof- urnar í hverju kjördæmi gerðar ábyrgar fyrir framkvæmdanefnd laganna og heyra beint undir Félagsmálaráóuneytið. Ég er ekki að öllu leyti sáttur við þessa breytingu en vona að hún sé til góðs, en þegar ég tek eitthvað að mér vil ég fá að vasast í því á fullu. Ég er því farinn að nýta þá reynslu sem ég hef öðlast í þessum málaflokki til að umgangast sem mest þessa einstaklinga í lífi þeirra og starfi. Upp á síókastið hef ég tekið þátt í því hér á Húsavík, m.a. með Kiwanishreyfmgunni að reyna að efla þeirra íþróttastarf. Það er reglu- lega gaman og ég vona að ég fái tækifæri til að starfa áfram að þessu á næstu árum.“ - Hvað hefur umgengni við þessa ágætu meðborgara gefió þér sjálfum? „Hvað varðar þátttöku í félagsmálum sem varða ákveðna hópa í þjóðfélaginu, hvort sem við erum að tala um aldraða eða fatlaða, þá halda þeir sem kynnast þessum málefnum oft lengur áfram en sumum finnst eðlilegt. Ekki vegna þess að þeir séu svona ómissandi, heldur vegna þess aó þeir fá eitthvaó út úr því. Ég segi fyrir mína parta að ég hef ekki aðeins þroskast mikið vegna þátttöku í þessu starfi, heldur alveg helling. Samskipti við aldraða hafa gefið mér geysi- lega mikið. Eins er að umgangast fatlaða ein- staklinga og geta orðið þeim að liði. Maður skynjar umhverfi sitt, mannfólkið og mannfé- lagið á allt annan hátt. Það er hverjum og ein- um hollt að kynnast þessu fólki. Samskipti við það, bæði sem foreldris fatlaðs einstak- lings og ekki síður að öðru leyti, hefur gefió mér geysilega margt. Þroskaheftir einstak- lingar eru beinir og innilegir, og þar finnur þú hvar hjartaslögin eru. Þetta fólk er ekki að leyna þig einu eða neinu og er ákaflega þakk- Iátt fyrir allt sem fyrir það er gert. Ég hef ekki annars staðar í þjóöfélaginu rekist á starfsfólk sem hefur gefið eins mikið í þau störf sem það vinnur.“ Konan kom mér í Kiwanis - Hefur þú ekki starfaö mjög lengi í stjóm Kiwanis? „A stað eins og Húsavík þar sem mörg fé- lög eru starfandi og klúbbstarfsemi öflug þá er manni boðið í hina ýmsu klúbba. Ég varð- ist fimlega til að byrja með, fannst ég svo margskiptur og víóa. En konan kom mér í Ki- wanisklúbbinn Skjálfanda. Hún var boðin þar á fjölskylduhátíð og þar með var inngangan frágengin. Síðan hef ég mætt á flesta fundi í Kiwanisklúbbnum. En ég sé ekki eftir því, þessi klúbbstarfsemi hefur gefið mér mikið og sérstaklega svolítió annan snertiflöt en ég hef verið að fást við. Það sem mér finnst vera mikilvægast er að umgangast félaga í klúbbn- um, sem margir eru menn sem ég ekki um- gengst dags daglega. Þeir eru að fást við aðra hluti en ég í sinni vinnu og hjá þeim fæ ég annað sjónarhom á mitt umhverfi. Menn úr ólíkum störfum sem búa við ólíkar aðstæður njóta þess að vinna saman og láta gott af verkum sínum leiða. Því er ég ekki tilbúinn að hætta í Kiwanisklúbbnum á næstunni.“ Fæddur Framsóknarmaður - Ertu pólitískur? „Auðvitað er ég pólitískur. Ég er fæddur framsóknarmaður og hef alltaf verið mjög stoltur af því. Sem unglingur tók ég þátt í starfi ungra framsóknarmanna og þar öðlaðist ég mína fyrstu félagsmálareynslu sem ég hef notið góðs af alla tíð. Þegar ég kom heim aft- ur fór ég að starfa með Framsóknarfélaginu og hef verið þar með eins mikið og ég get. Mín megin lífssýn er að fólk leysi betur verkefnin og bæti umhverfi sitt með því að vinna saman en vinna sundraðir. Ef menn leggja saman eru flestir hlutir auóleystir. Ég hreifst snemma af samvinnuhugsjón- inni, bæði á heimili og í sveitinni. Eg hef miklar taugar til kaupfélagsins og samvinnu- hreyfingarinnar. Auðvitað er ég stoltur af því að vera á svæði elsta kaupfélagins, þar sem það allt hófst. I sveitinni litu menn á þaó sem sjálfsagðan hlut aó öll viðskipti færu fram í gegnum kaupfélagið og þar fengju menn allt sem þeir þyrftu til heimilis og búrekstrar. Menn ætluðust til að kaupfélagió kæmi af- urðum og öðru til skila. Mér fannst þetta hið besta fyrirkomulag og er þeirrar skoðunar enn. Stjórnarformaður kaupfélagsins Fyrstu árin eftir aö ég kom heim aftur var ég nokkuð virkur í kaupfélaginu. Ég mætti á deildarfundum og reyndi að vera málsvari kaupfélagsins. Ég varð deildarstjóri Húsavík- urdeildar og 1986 var ég kjörinn í stjóm fé- lagsins og I988 varð ég formaður og hef ver- ið það síðan. A okkar mælikvarða er Kaupfé- lag Þingeyinga stórt og margbrotið fyrirtæki, þannig að þar er alltaf mikið um að vera. Þetta hafa verið erfió en skemmtileg ár. Þeg- ar ég kom inn í stjómina var kaupfélagið að fara í gegnum þrengingar, eins og flest undir- stöðufyrirtæki í landinu. Á ámnum 1988- 1990 gengum við af mikilli festu fram í því að bæta reksturinn á sem flestum sviðum. Hann var skoðaður niður í kjölinn og sá hluti hans sem menn töldu að ætti ekki framtíð fyrir sér var skorinn af eða minnkaður en annað var eflt. Á þessum árum hefur félagið tekið miklum breytingum og er orðið öflugt framleiðslufyrirtæki. Verslun hefur dregist saman, í færri rekstrareiningar en ekki í heildina. Skýr dæmi um aukna og fjölbreyttari framleiðslu er í kjötvinnslu, brauðgerð og mjólkurvinnslu. Það er aó segja vinnslu í fleiri vöruflokkum og það hefur kallað á aukna fagþekkingu. I dag höfum við góðu fagfólki á að skipa. Það er okkur dýrmætt og eins sá metnaður þess að skila góðri fram- leiðsluvöru. Viðleimi til að framleiða gæða- vöru hefur skilað árangri. En mikla áherslu þarf að leggja á sölustarfsemi og það verður næsta átak hjá kaupfélaginu. Það er ljóst að kaupfélagið byggir á traust- um grunni og reynslu, sem elsta fyrirtæki landsins. Það er gaman að vera í forsvari fyrir fyrirtæki sem hefur staðist allar raunir til þessa í 111 ár. í mínum huga er nokkuð skýrt að sá grunnur sem lagður var í sveitasamfé- laginu hér var traustur, byggður á þörf til að vinna saman og að út úr því hafi menn fengið

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.