Dagur - 29.05.1993, Blaðsíða 21

Dagur - 29.05.1993, Blaðsíða 21
Tónlist Laugardagur 29. maí 1993 - DAGUR - 21 Bifreiðaeigendur: Mótorstillingar - Bílarafmagn. Nýkomið úrval varahluta í rafkerfi, bæði 12 og 24 volt. Nýr fullkominn rafmagnsprufubekk- ur. Bílastilling sf., Draupnisgötu 7 d, 603 Akureyri, sími 22109. Mosaeyðing. Hef til leigu nýja og öfluga vél til mosaeyðingar í görðum, sem gefur undraverðan árangur. Leigð með eða án manns. Allar nánari upplýsingar i simum h.s. 11194, v.s. 11135, 985-32282. Garðtækni. Héðinn Björnsson, skrúðgarðyrkjumeistari. Túnþökur til sölu! Keyrt á staðinn ef óskað er. Snarrótarlaust. Allar nánari upplýsingar í síma 31203. Bílasími 985-39773. Geymið auglýsinguna. Vörubíll til sölu. Bens 1624 árg. '81. Uppl. í síma 43601 á kvöldin. Gullúr tapaðist í miðbæ Akureyr- ar, eða á leið úr miðbæ i Skarðshlíð. Úrið tapaðist á tímabilinu 10.-14. maí. Um er að ræða karlmannsúr, ársgamla stúdentsgjöf sem er eig- anda sínum mjög kær. Fundarlaun. Skilvis finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 43528. Hreinsið sjálf. Leigjum teppahreinsivélar. Hjá okkur færðu vinsælu Buzil hreinsiefnin. Teppahúsið. Tryggvabraut 22, síml 25055.______________________ Gluggaþvottur - Hreingerningar -Teppahreinsun - Rimlagardínur. Tek að mér hreingerningar á íbúð- um, stigagöngum og stofnunum. Teppahreinsun með nýlegri djúp- hreinsivél sem skilar góðum ár- angri. Vanur maður - Vönduð vinna. Aron Þ. Sigurðsson. Sími 25650. Vinsamlegast leggið inn nafn og símanúmer í símsvara. Hreingerningar, teppahreinsun, þvottur á rimlagardínum, leysum upp gamalt bón og bónum. Tökum að okkur hreingerningar, teppahreinsun og bón í heimahús- um og fyrirtækjum. Þvoum rimlagardínur, tökum niður og setjum upp. Fjölhreinsun, Fjölnisgötu 6c, Inga Guðmundsdóttir, heimasími 25296 og 985-39710. Tökum að okkur daglegar ræst- ingar fyrir fyrirtæki og stofnanir. Ennfremur allar hreingerningar, teppahreinsun og gluggaþvott. Ný og fullkomin tæki. Securitas, ræstingadeild, símar 26261 og 25603. Garðaúðun. Úðum fyrir roðamaur, maðki og lús. Uppl. í símum 11172, 11162 og 985-23562. Jón Björnsson. Úðun. Tek að mér úðun fyrir roðamaur, trjámaðki og lús. Fljót og góð þjónusta. Upplýsingar í simum h.s. 11194, v.s. 11135. Farsfmi 985-32282. Garðtækni. Héðinn Björnsson, skrúðgarðyrkjumeistari. Vinna - Leiga. Gólfsögun, veggsögun, malbiks- sögun, kjarnaborun, múrhamrar, höggborvélar, loftpressur, vatns- sugur, vatnsdælur, ryksugur, loft- sugur, háþrýstidælur, haugsuga, stíflulosanir, rafstöðvar, mini-grafa, dráttarvél 4x4, pallaleiga, jarðvegs- þjöppur, steypuhrærivélar, hefti- byssur, pússikubbar, flísaskerar, keðjusagir o.fl. Ný símanúmer: 96-11172, 96-11162, 985-23762, 984-55062, símboði. Aðalfundur Gigtarfélags Norðurlands eystra verð- ur haldinn fimmtudaginn 3. júní kl. 20.30 á Hótel KEA. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Ingvar Teitsson, læknir talar um veljagigt. Sagt frá söfnunarátaki GNE til kaupa á beinþéttnimæli. Nýir félagar velkomnir. Kaffiveitingar á vægu vcrði. Stjórnin. KFUM og KFUK, ^ Sunnuhlíð. Hvítasunnudagur, hátíð- arsamkoma kl. 20.30. Ræðumaður Bjarni Guðlcifsson. Allir velkomnir. 36 i [ HVÍTASUtlHUKIRKJAM mumshiíð Hvítasunnudag 30. maí kl. 14.00, vígsla Hvítasunnukirkjunnar við Skarðshlíð. Ræðumaður Snorri Oskarsson. Mikill og fjölbreyttur söngur. Kaffiveitingar á eftir. Samkoma mánudaginn 31. maí kl. 20.00. Ræðumaður Hafliði Kristins- son, skírnarathöfn í samkomunni. Allir hjartanlega velkomnir. ÖKUKENNSLR Kenni á nýjan Galant 2000 GLSi. Útvega öll gögn sem með þarf. Bók lánuð. Greiðslukjör. JÓN S. RRNHSON Sími 22935. Kenni allan daginn og á kvöldin. Laufásprestakall. Hátíðarguðsþjónusta í ' Svalbarðskirkju hvíta- sunnudag kl. 14.00. Afmælisdagur kirkjunnar. Glerárkirkja. Hvítasuiinudagur. Hátíðarmessa kl. 14.00. Örn Birgisson syngur ein- söng. Sóknarprestur. rna Kaþólska kirkjan. Messur laugard. 29. maí 3 kl. 18.00 og 30. maí, hvítasunnudat>. kl. 11.00. Akureyrarprestakall: Hvítasunnudagur: Hátíðarguðsþjónusta ■ III verður á F.S.A. kl. 10. Æs' Þ.H. Hátíðarguðsþjónusta verður í Akureyrarkirkju kl. 11. Sálmar: 174 - 332 - 252 - 331. Þau, sem fermd- ust fyrir 10 árum (fædd 1969), 20 árum (fædd 1959), 30 árum (fædd 1949), 40 árum (fædd 1939) og 50 árum (fædd 1929) sérstaklega vel- komin. B.S. og Þ.H. Hátíðarguðsþjónusta verður að Seli kl. 14. Þ.H. Hátíðarguðsþjónusta verður á Hlíð kl. 16. Þ.H. Stærri-Arskógskirkja. Hátíðarguðsþjónusta verður á hvíta- sunnudag kl. 11.00. Hríseyjarkirkja. Hátíðarguðsþjónusta verður á hvíta- sunnudag kl. 14.00. Sóknarprestur. Laugalandsprestakall: Grundarsókn. Fermingarmessa verður í Grundar- kirkju hvítasunnudag 30. maí 1993, kl. 13.30. Sóknarnefnd. Munkaþverárkirkja: Ferming hvítasunnudag kl. 11. Fermingarbörn eru þessi: Bergur Þorri Benjamínsson, Ytri-Tjörnum 2. Bjarni Eiríksson, Rein. Elísabet Ingunn Einarsdóttir, Austurbergi. Jón Bergur Arason, Þverá. Laufey Kristjánsdóttir, Kaupangi. Ragnar Elías Ólafsson, Tjarnargerði. Möðruvallaprestakall: Hátíðarguðsþjónusta verður í Möðruvallakirkju á hvítasunnudag, 30. maí kl. 14.00. Kór kirkjunnar syngur Hátíðasöngva Bjarna Þor- steinssonar, organisti Birgir Helga- son. Fcrming og altarisganga. Fermd verða: Hallfríður Kristín Sigurðardóttir, Brekkuhúsi 3, Hjalteyri; Harpa Þórðardóttir, Syðri-Bakka, Arnarneshr.; Jóhann Halldór Traustason, Þelamerkurskóla, Glæsibæjarhr.; Sigríður Kristín Kristþórsdóttir, Moldhaugum, Glæsibæjarhreppi; Sigrún Stella Haraldsdóttir, Vanabyggð 3, Akureyri. Sóknarprestur. Njóttu feröarinnar! Aktu eins og þú vilt að aðrir aklirvr Góðaferð! ||X™ Tónleikar í Tjamarborg Elísabet F. Eiríksdóttir, sópran, efndi til tónleika í félagsheimilinu Tjamarborg í Olafsfirði 26. maí. Undirleikari hennar var Hrefna Eggertsdóttir, píanóleikari. Efnisskrá tónleikanna var fjöl- breytt og gaf góð tækifæri til þess að kynnast mörgum hliðum Elísa- betar sem söngkonu. Hún hefur mikla rödd, sem fer vel á víðu sviói. Háir tónar Iiggja vel við El- ísabetu og getur hún flutt á því sviði jafnt af styrk sem mýkt. Einnig eru lægri svið raddarinnar vel þróttmikil. Tónvissa hennar er góð og víða naut sín skemmtilega geta hennar til lcikrænna tilþrifa í túlkun og fasi. Stundum lá þó við aö keyrói úr hófi í þessu efni, svo sem í lok aríunnar Vissi d’arte, vissi d’amore úr óperunni Tosca eftir G. Verdi. Elísabetu lætur vel að fara með ljúf lög, svo sem Barnagælu frá Nýja Islandi eftir Jón Asgeirsson vió ljóð Halldórs Laxness, en einnig getur hún náð skemmtileg- um og leikandi blæ á léttari verk, svo sem Kossavísur eftir Pál Isólfsson við ljóó Jónasar Hall- grímssonar. Píanóleikur Hrefnu Eggerts- dóttur var eftirtektarverður. Hún hefur getu til þess að lita undirleik á lipran hátt með til dæmis fínleg- um rúbatóum og snyrtilegri notk- un tenútós. Víða nær hún verulega rómantískum blæ, sem byggir vcl undir, þar sem það á við, svo sem í lögunum I dag skein sól eftir Pál ísólfsson við ljóð Davíðs Stefáns- sonar og Jeg elsker dig eftir E. Grieg við ljóð H. C. Andersens. Eitt er þaó öðru fremur, sem lýtir fluming og túlkun Elísabetar F. Eiríksdóttur. Rödd hennar leitar miklu um of aftur í hálsinn og lok- ast. Þetta kom fyrir á tónleikum hennar í Tjamarborg í sem næst hverju einasta lagi og spillti víða verulega flutningi, sem annars var á margan veg góður. Þessi lokun raddarinnar hefur á sér óþægileg- an, þrúgandi blæ og kemur í veg fyrir það, að röddin njóti sín sem skyldi. Annað, sem öðru hvoru henti var þaó, aó fylling raddarinnar líkt og hvarf, svo sem í laginu í dag skein sól. Einnig kom gjarnan nokkur skjálfti í röddina á neðan- verðu raddsviðinu svipað og stuðning skorti. I heild tekið voru tónleikar El- ísabetar F. Eiríksdóttur og Hrefnu Eggertsdóttur í Tjamarborg í Ól- afsfirói ánægjulegir. Sönggleði Elísabetar var smitandi og píanó- leikur Hrefnu gerði sitt til að laða fram blæ verkanna, sem flutt voru, hvort heldur þau voru hæg og rómantísk eða hröð og magn- þrungin. Tónleikagestir vom talsvert margir og gerðu góðan róm að frammistöðu listamannanna. I lok- in fluttu þeir nokkur aukalög. Þar á meðal var endurtekið lagið Svanasöngur á heiói eftir Sigvalda S. Kaldalóns við ljóð Steingríms Thorsteinssonar. Blær lagsins var talsvert annar en í fyrra skiptió, og afturlega raddarinnar miklu minni. Ef Elísabetu tækist að minnka hana eða helst eyða henni, gæti hún sannarlega gert vel. Haukur Ágústsson. Fjorar nýjar kiljur - frá fslenska kiljuklúbbnum íslenski kiljuklúbburinn hefur sent frá sér fjórar nýjar kiljur. íslenski draumurinn er skáld- saga eftir Guðmund Andra Thors- son. Höfundur kveður margar per- sónur til sögunnar, sem gerist á mörgum sviðum og ólíkum tím- um. Hún fjallar um hina sameigin- legu drauma íslendinga, hvort sem þeir snúast um frægð, frama og skjótfenginn auó eða strit í þágu föðurlandshugsjónar. En umfram allt er þetta saga um vináttu, ást og svik. Bókin er 182 bls. Makbeð er eitt af þekktustu leikritum Williams Shakespeares. Það fjallar um blóðuga valdabar- áttu og ill örlög skoska hershöfð- Húseigendur - Húsfélög Eru sprungur? Laus múrhúö? Flögnuð málning? Er leki? Kemur saltlausn út á veggjum? Tökum aö okkur múrviö- geröir, sprunguviðgerðir, háþrýstiþvott og sílanbööun. Hafiö samband og leitið upplýsinga. Greiðslukjör til allt að þriggja ára. B. Bjarnason og Co., Glerárgötu 14, sími 27153. ingjans Makbeðs og lafði hans. Helgi Hálfdanarson þýddi. Bókin er 93 bls. Föðurland er ný spennusaga eftir Robert Harris. Sögusviðið er Berlín í apríl 1964, hátíðahöldin á 75 ára afmæli Hitlers ríkiskanslara nálgast. Lík af karlmanni á gamals aldri frnnst í stöðuvatni í útjaðri borgarinnar, og lögreglan kemst fljótlega að því að ekki er allt með felldu. Þessi hraðskreiða spennu- saga hefur komið róti á hugi manna á tímum umdeildrar sam- lögunar og sameiningar í Evrópu. Guóbrandur Gíslason þýddi bók- ina sem er 368 bls. Ofvitinn er ein ástsælasta bók Þórbergs Þórðarsonar. Haustið 1909 hóf Þórbergur nám við Kennaraskólann. Lærifeðurnir ollu honum sárum vonbrigðum og reyndust ófærir um að leysa lífs- gátuna. Námi sínu, félögum í Bergshúsi, skáldagrillum, stúku- standi, fyrstu ástinni og þorpslíf- inu í Reykjavík þessara ára lýsir Þórbergur eftirminnilega í bók- inni. Hún er 354 bls. Leiðrétting Búast má vió að talsvert hafi verið spurt eftir hlutabréfum í Iðnþró- unarfélagi Norðurlands vestra, eftir að Dagur greindi frá því í fyr- irsögn í gær að hagnaóur af rekstri félagsins á síóasta ári hefði reynst tveir milljarðar króna! Eins og sást í sjálfri fréttinni var hér um að ræða villu í fyrir- sögninni. Hagnaðurinn reyndist tvær milljónir króna, þótt hitt hefði eflaust komið Norðlending- um vel!. Við biðjumst velvirðing- ará þessum mistökum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.