Dagur - 29.05.1993, Blaðsíða 11

Dagur - 29.05.1993, Blaðsíða 11
Tónlist Laugardagur 29. maí 1993 - DAGUR - 11 Sönghátíð í Dalvíkurkírkju 21. maí var efnt til eftirtektarverðs tónlistarvióburðar á Dalvík. Þá var haldin þar mikil sönghátíð í kirkjunni, þar sem fram kom mik- ill fjöldi söngkrafta úr röðum heimamanna og að auki tenór- söngvarinn Oskar Pétursson og pí- anóleikarinn Guðrún A. Kristins- dóttir, bæói frá Akureyri. Fjórir kórar komu fram: Kór Dalvíkurkirkju, Kirkjukór Svarf- dæla, Karlakór Dalvíkur og kvennakór. Kirkjukór Svarfdæla flutti fjög- ur lög á hátíðinni undir stjóm Jó- hanns Olafssonar. Kórinn flutti efnisskrá sína snyrtilega. Raddir virtust góðar, sérstaklega kvenna- raddir. Best gerði kórinn í lögun- um Mcd en Primula veris eftir Ed- ward Grieg og Vomótt í Skaga- firði eftir Jón Björnsson við ljóð Rósu Blöndal. I fyrra laginu kom þó fyrir dálítið sár tónn í tenór undir lokin, en síðara lagið, þar sem söngstjórinn, Jóhann Olafs- son, söng einsöng og gerði tals- vert vel, skilaði sér skemmtilega. Karlakór Dalvíkur hefur ekki starfað mörg undanfarin ár, en var endurvakinn fyrir þessa sönghátíð. Kórinn flutti fímm lög undir stjórn Hlínar Torfadóttur; fyrst þrjú af eldri söngskrám sínum en síðan tvö, sem ekki höfðu verið á efnisskrá kórsins á fyrri tíð. Kór- inn kom furðu vel út. Hljómur var almennt vel þéttur og raddir tals- vert góðar; sérstaklega neðri radd- irnar. Samfella í hljómi var al- mennt í lagi og einnig samhæfmg í takti og tóntaki. Þá var flutning- ur yfirleitt fjörlegur og virtist knú- inn sönggleði. Fyrir kom, að fyrsti tenór varð óþarflega sterkur og allt að því skerandi á stundum. Þar kom fyrir að rödd kom fram úr og lýtti heldur. I laginu Sjá dagar koma eftir Siguró Þórðarson við ljóð Daviðs Stefánssonar söng Oskar Pétursson einsöng fallega og af þrótti og Guðrún A. Krist- insdóttir lék undir. Kórinn söng bakraddir og hefói mátt beita sér nokkuð mcira, þar sem segja má að einsöngvarinn og undirleikur- inn yfirgnæfðu hann gjaman og var þó Ijúflega leikið. I laginu Hraustir menn eftir Sigmund Romberg við ljóð Jakobs Smára var einsöngvari Helgi Indriðason. Kvennakórinn flutti tvö lög undirleikslaust undir stjóm Hlínar Torfadóttur og gerði afar snyrti- lega. Flutningur var fínlegur og yfirvegaður. Raddir féllu fallega Út er komin hjá Máli og menn- ingu ljóðabókin Safnborg eftir Geirlaug Magnússon og er þetta tíunda ljóðabók höfundar. I þessari bók yrkir Geirlaugur um snjóinn og vetrarkvöldin, haustferðir, drauga og þögnina, en einnig sumardaga og vorkomu, sætabrauðsangan og væntingar, fuglheima, álfadans og sjálfan Jónas Hallgrímsson. En þrátt fyrir saman og nutu sín. Sérlega vel tókst fyrra lagið: Ljósið kemur langt og mjótt, íslenskt þjóðlag í útsetningu Jóns Asgeirssonar, en síðara lagið: Vísur Vatnsenda- Rósu í útsetningu Jóns Asgeirs- sonar var heldur lakara en þó vel sungið. Kór Dalvíkurkirkju undir stjóm Hlínar Torfadóttur flutti þrjú lög öll undirleikslaust. Raddir kórsins eru vel skipaðar og greinilega söngfúsar. Æskilegt væri samt aó slípa nokkuð betur einstök atriði í samfellu raddanna, ekki síst sópr- an, sem er nokkuð áberandi og sár á hluta efsta sviðs síns. Kórinn er þróttmikið hljóðfæri og gerði margt fallega í öllum lögunum þrem. Lakast tókst lagið Vorið eftir Edvard Grieg við ljóð Þor- steins Valdimarssonar. Þar hefói víða mátt vera meiri fylling í flutningi og tónhæð haldast betur. Síðasta atriði kórsöngs var flutningur allra kóranna á Dögun eftir Arpád Balázs við ljóð Ingólfs Jónssonar frá Prestbakka undir stjóm Hlínar Torfadóttur og Svarfaðardal, átthagasöng byggð- arinnar, undir stjóm Jóhanns 01- afssonar, sem jafnframt var loka- atriði sönghátíðarinnar. Meiri þróttur hefði mátt vera í fyrra lag- inu og diskant í lokin hefði mátt sleppa, en hið síðara var flutt af þeim innileika, sem viö á um verk af þessu tagi. Þrír nemendur söngdeildar Tónlistarskólans á Dalvík komu fram á tónleikunum: Guðrún R. Lárusdóttir, Margrét Einarsdóttir og Gunnhildur Ottósdóttir. Hver flutti tvö lög og tókst margt nokk- uð vel. Annað var lakara og mega söngkennarar minnast þeirrar skyldu sinnar, að etja ekki nem- endum sínum of snemma út í söng á almennum tónleikum. A sönghátíðinni á Dalvík kom fram karlasöngflokkur, sem kall- aður er kvartett, en er skipaður fnnm söngvurum. Flokkurinn flutti þrjú lög. Best tókst lagið ís- lands hrafnistumenn eftir Inga T. Lárusson við ljóð Amar Amars. Þar var samfella raddanna allgóð, svo að allar nutu sín nokkuð vel. I hinum tveim var fyrsti tenór nokk- uð áberandi og sár. Oskar Pétursson, tenór, söng einsöngslagið Zueignung eftir Ri- chard Strauss við undirleik Guð- rúnar A. Kristinsdóttur og gerði vel. Einnig söng Óskar tvo dúetta með Jóni Helga Þórarinssyni. fjölbreytileg yrkisefni og aðgengi- legri ljóð en oft áður eru höfund- areinkenni jafnan skýr og tónn Geirlaugar auðþekktur. Meðlimir í Ljóðafélagi Máls og menningar fá bókina með umtals- verðum afslætti, en hægt er að gerast meðlimur í því með því að hringja í síma 91-677755. Út úr búð kostar bókin 1690 krónur. Bókin er 65 síður. Raddir söngvaranna féllu heldur illa saman, enda Jón Hejgi ekki í essinu sínu. Loks söng Óskar dú- ett með Jóhanni Daníelssyni í lag- inu Ég sé þig aðeins eina eftir Askel Jónsson við ljóð Daníels Kristinssonar. Raddir féllu vel saman og flutningur var fallegur. Jóhann Ólafsson lék undir á orgel í fyrstu tveim lögunum á efnisskrá Kirkjukórs Svarfdæla. Undir önnur lög, sem ekki vora flutt án undirleiks, lék Guðrún A. Kristinsdóttir á píanó. Undirleikur hennar var fágaður og nær ævin- lega við hæfi. A fáeinum stöðum hefði litlu meiri þróttur ekki sak- að, en aó öðru leyti studdi Guðrún flytjendur af kostgæfni og smekk- vísi. Kynnir á sönghátíðinni var Jó- hann Daníelsson. Hann var léttur og þægilegur í hlutverki sínu, en hefði mátt mæla heldur hærra eða vera með míkrófón. Kynningar Jóhanns gáfu þessum mikla tón- listarviðburði ljúfan blæ, sem var vel við hæfi. Hann hafði anda mikillar ættarsamkomu, þar sem byggðin kom saman til þess að njóta þess, sem hún hafði sjálf fram að færa. Ýmislegt hefði bet- ur mátt fara, eins og fram hefur komið. Þetta er fyrsta tilraun í þessa veru og vonandi engan veg- inn hin síóasta, heldur fyrsta söng- hátíðin í röð samskonar samkoma, sem munu sýna og sanna sívax- andi þrótt söngmennta í byggð- inni. Hátíðin, sem nú er að baki vísar veginn og gefur ljóslega til kynna, að kraftamir eru fyrir hendi og að unnt er að virkja þá til eftirtektarverðra verka. _ Haukur Ágústsson. Sumarið er komið! Enn er óráðstafað þremur stórglœsi- legum sumarhúsa- lóðum í Stekkjar- hvammi í Bárðardal. Lóðirnar eru 7 km sunnan Fosshóls, afgirtar og fullfrágengnar. Rafmagn er á svœðinu. Eigum fullbúin og fokheld hús til < afhendingar strax. Komið og sjáið hvað við höfum upp á að bjóða það getur borgað sig. .TRÉSMIÐJAN MOGIL SF. SVALBARÐSSTRÓND S 96-21570 Knattspyrna yngri flokkar Æfingar í öllum flokkum hefjast 1. júní. Þaö eru 3., 4., 5., 6. og 7. flokkur drengja og 3. og 4. flokkur stúlkna. Skráning verður í Hamri frá 1. júní, sími 12080. Unglingaráð Knattspyrnudeildar Þórs. Safnborg - ný ljóðabók eftir Geirlaug Magnússon Til sölu Oddfellowhúsið Brekkugötu 14, Akureyri Húsiö er samtals 547 fm. Tvær hæöir, rishæö og kjallari. Glæsilegt hús á góöum staö. Fasteianasalan hf., Gránufélagsgötu 4, Akureyri. Sími 96-21878, fax nr.: 96-11878. Opið frá kl. 10-12 og 13-17. Hermann R. Jónsson sölumaður kvöld og helgarsfmi 96-25025. Lykillinn aö framtiö þinni ÆVINTYRI SUMARSINS Hestasumarbúði r sumarið 1993 Ytri-Vík Árskógsströnd Eyjafirði INNRITUN ER HAFIN Námskeið nr. 1 hefst 1. júní. Námskeið nr. 2 hefst 8. júní. Námskeið nr. 3 hefst 15. júní. Farið verður á hestbak tvisvar sinnum á dag. Hestaútilega, sjóstangaveiði, kvöldvökur, vei'ði, sund og margt fleira. Upplýsingar og pantanir í síma 96-61630 og 96- 61982 alla daga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.