Dagur - 29.05.1993, Side 19

Dagur - 29.05.1993, Side 19
Sakamálaþraut Laugardagur 29. maí 1993 - DAGUR - 19 Verið á undan Carter lögregluforingja að leysa þrautina. Ykkur til aðstoðar eru teikningar með mikilvægum vísbendingum... Ökumaðurinn sem nam ekki staðar - eftir Francis Clarke Pauline Masters lá föl og hreyfmgarlaus í rúmi sínu á sjúkrahúsinu en höfuð hennar var vafió í umbúðir. Þegar hún mælti var rödd hennar svo lág að Graham undirforingi þurfti að lúta yfir hana til aó heyra hvað hún var að segja. „Ég sá bara ökuljósin stefna beint að mér,“ hvíslaði hún. „Ég er sann- færð um aó þaó var kona sem ók... en svo rakst bíll- inn á mig. Ég man ekki meira.“ Carter lögreglufor- ingi var óvenju ábúðarmik- ill á svipinn þegar menn- imir tveir yfírgáfu sjúkra- húsió. „Svartur bíll... númer sem hugsanlega byrjar á HG... og hef- ur kannski töluna 7,“ tautaði hann. „Ekki mikið til að byggja á en ég er samt viss um að hinn öku- maðurinn veit að hann rakst á eitthvað.“ „Kannski var þaó kona,“ greip Graham fram í fyrir honum. „En hvað meö það; vió verðum aö athuga hvort staðarlögreglan getur aðstoðað okkur meó þetta bílnúmer. Þaö ætti ekki aó vera svo erfitt á svona litl- um stað.“ Hálftíma síðar hafði rannsókn mannanna leitt til fyrstu vísbendingarinnar... þetta var lítió, snyrtilegt sumarhús í útjaðri þorpsins Blackhamton. Steinþrepin Þeir þurftu að leggja bílnum sínum viö veg- arkantinn fyrir utan tvöfaldan bílskúr sem tilheyrði húsinu og ganga upp nokkur stein- þrep til aö komast aó útidyrahuröinni. Það hafði rignt allan daginn og því var regnið farið að vætla nióur háls Grahams undirfor- ingja þegar hann þrýsti á dyrabjölluna og bölvaði lágt á meðan hann beið þess aö einhver kæmi til dyra. Það var Douglas Henning sem Lausn á sakamálaþraut: •jjncj jsi9H uinunjoS -uddnuii jijX uipuoj pe Siuuccj ijjsuia jij jos pe luuoq pipun jnjoq unq So iuunde>ju83j jspæj>j ipjeq euo>j pn jspfjSne jea pE<j -uinun -joSEddsuq r>pj3 jAinNmOl puoj jjncj ejoa pB jjb jpjoq (§ui -puoqsiA BsofjSnB uiq) iuundB>ju8oj jsippæj>j Suiuuojj ssjgnoQ jg vísaði þeim inn í stofuna þar sem eiginkona hans, Laura tók á móti þeim. Hjónin hlust- uðu af athygli þegar Graham skýrði þeim frá slysinu. „Stúlkan var ekin niður fyrir einni og hálfri klukkustund og bíllinn ykkar -passar vió lýsinguna sem hún gaf okkur,“ útskýrói hann. „Hefur annaö hvort ykkar farið út í dag?“ Henning var afar hjálplegur. „Já ég ók til þorpsins til aö kaupa mér vindlinga,“ vióur- kenndi hann, „en ég er viss um að ég rakst ekki á neinn... og svo sagði stúlkan líka að kona hefói ekið bílnum svo varla grunió þið mig?“ Laura Henning staöfesti söguna. „Ég býst við að þið viljið fá aö sjá bílinn,“ bætti hún viö, „svo ég ætla aó segja ykkur það strax aó annað brettið ER beyglað. Það gerðist hjá Douglas í gær þegar hann var að aka inn í bílskúrinn.“ Enn blautur Að beiðni Carters lögreglufor- ingja náði Henning í bílskúrs- lyklana og fylgdi mönnunum fram. „Sjáiö þið bara,“ sagði hann og benti á blautann frakka í for- stofunni, „þetta er regnkápan mín og hún er ennþá blaut.“ Og það var hún svo sannarlega fyrir utan þurra rönd sem lá niður yfir hnappagötin. „Sko hún er blaut nema þar sem ég vatt henni aó mér,“ útskýröi Henning og Gra- ham brosti yfir nákvæmni mannsins. Bíll Hennings var stór og svartur og númerið var næstum því eins og Pauline Masters minnti að þaö væri. Þaó athyglis- veröa var beyglan á brettinu sem var nokk- uð stór. „Já mér sýnist hún vera dagsgöm- ul,“ tilkynnti Graham. „Hvaó með það, þar sem fröken Masters er sannfærð um aó kona ók bílnum skulum við snúa okkur aó næsta bíl á listanum okkar, ekki satt? En Carter lögregluforingi hristi höfuðió. „Ég er líka viss um að þetta var kona... og ég er nokkuð viss um að það var Laura Henning sem ók bílnum í dag.“ Hvers vegna sagói Carter þetta? Kinn af þcssum hlutum lijálpar yklcur við að lcysa þrautina. AðaJfundur Hins ís- lenska þjóðvinafélags Aóalfundur Hins íslenska þjóð- vinafólags var haldinn í Alþingis- húsinu, fundarsal Alþingis, mið- vikudaginn 24. mars. Salome Þor- kelsdóttir, forseti Alþingis, setti fundinn og stjómaði honum. Eiður Guónason umhverfisráðherra var fundarskrifari. Jóhannes Halldórsson, forseti félagsins, sat fundinn af hálfu stjórnar þess, flutti skýrslu forseta og stjórnar og skýrði frá reikning- um félagsins. I skýrslunni kom fram, að á árinu 1991 hefði tekist að ljúka útgáfu 3. bindis Bréfa til Jóns Sigurðssonar með nafnaskrá allra bindanna. I skýrslunni kom einnig fram, að í árslok 1991 lauk rúmlega hálfrar aldar samstarfi Þjóðvinafélags og Bókaútgáfu Menningarsjóðs um bókaútgáfu. Þjóðvinafélagið var þá í vanda statt, skorti húsnæði og aóra að- stöðu til skrifstofuhalds, fé var ekki handbært til neinna stórræða. Stjórnin vildi þó freista þess að halda áfram útgáfu hinna föstu ársrita, Almanaks og Andvara, sem félagið hefur gefiö út síðan 1874. Leitað var á náðir forsætis- nefndar Alþingis, sem brást vel við, og tók Skrifstofa Alþingis að sér umsjón með fjárreiðum Þjóð- vinafélagsins, aðskildum frá fjár- reiðum Alþingis og án ábyrgðar á fjárskuldbindingum félagsins. Hins vegar tókust samningar við Sögufélag, Fischersundi 3, um söluumboð og afgreiðslu á bókum félagsins. Guörún Helgadóttir, fyrrver- andi forseti sameinaðs Alþingis, kvaddi sér hljóðs og fagnaði því, að samstarf hefði tekist með Þjóð- vinafélaginu og Alþingi, og hvatti til stuðnings við félagið. Salome Þorkelsdóttir, forseti Alþingis, tók undir hvatningarorð hennar. Stjóm Hins íslenska þjóðvina- félags var öll endurkjörin. Hana skipa: Jóhannes Halldórsson, for- seti; dr. Jónas Kristjánsson, vara- forseti; forstööumaður Stofnunar Arna Magnússonar; meðstjóm- endur: Dr. Guðrún Kvaran, orða- bókarritstjóri; Heimir Þorleifsson, menntaskólakennari, og Ólafur Ásgeirsson, þjóöskjalavörður. Endurskoðendur voru endurkjöm- ir þeir Halldór Ásgrímsson, al- þingismaður, og Ólafur Ólafsson, varaskrifstofustjóri Alþingis. Stjóm Þjóðvinafélagins hélt fund 28. apríl. Ákveðið var að halda áfram útgáfu Almanaks og Andvara. Áskriftarkerfi félagsins frá fyrri tíð er í molum. Stefnt er að fjölgun fastra áskrifenda að ársritum félagsins og aukinni út- breiðslu ritanna með örðu móti. Fastur þáttur í Almanaki er Árbók Islands, undanfarin ár tekin saman af Heimi Þorleifssyni. I Árbókinni er gagnort yfir lit um marga helstu þætti í lífi og störfum þjóðarinnar á liðnu ári. Andvari er undir rit- stjórn Gunnars Stefánssonar. í Andvara birtast einkum greinar um íslenska menningu, bókmennt- ir og sögu. Flest árin síðan árið 1880 hefur í upphafi Andvara ver- ið ævisaga merks íslendings. Síð- ustu ár hefur verið ritað þar um eftirtalda menn: Ólaf Jóhannesson forsætisráðherra, Pétur Benedikts- son sendiherra og bankastjóra, vísindamennina Þorbjöm Sigur- geirsson og Bjöm Sigurðsson, Jón Leifs tónskáld og Siguró Guð- mundsson skólameistara. í ár er fyrirhugaó að birta í Andvara grein um Geir Hallgrímsson for- sætisráðherra samda af Davíð Oddssyni forsætisráðherra. (Fréttatilkynning) Rýmingarsala 1., 2., 3. og 4. júní leiktöng á hei Idsöluverði Barbie dúkkur. Taio fjarstýröir bílar. Fisher-Price þroskaleikföng og margt margt fleira. Opið kl. 13-18 daglega. Rýmingarsalan er í kjallara Leikfangamarkaðurinn París sími 27744. it Þökkum af alhug alla þá samúð og vináttu er okkur var auð- sýnd við andlát og útför, RAGNHEIÐAR BRYNJÓLFSDÓTTUR, Holtagötu 4, Akureyri. Bryndís Björnsdóttir, Halldór Pétursson, Ragnheiður Halldórsdóttir og Þórdís Halldórsdóttir.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.