Dagur - 29.05.1993, Blaðsíða 2

Dagur - 29.05.1993, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 29. maí 1993 Fréttir Handverkskonur milli heiða Byggt yfir Goðafossmarkaðinn Goðafossmarkaður hf. hefur fest kaup á rúmlega 30 fm. húsi frá Mógilsá sem sett verður upp við Fosshól um mánaðamótin. Um miðjan júní verður opnaður markaður í húsinu, þar sem seldir verða handunnir munir, fjölbreytt íslensk framleiðsla úr ull, tré, grjóti, leðri og fleiru. Handverkskonur milli heióa eru samtök sem stofnuð voru í mars í fyrra. Nú starfa 94 konur sem búa milli Fljótsheiðar og Húsavík: Rækjuvinnsla gengur vel Rækjuvinnsla gengur vel hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur. í fyrra fór meira magn í gegnum vinnsluna en nokkru sinni fyrr en vinnslan er svipuð í ár og rækjuafli betri. Fimm heimabátar eru í við- skiptum vió rækjuvinnsluna, auk þess sem hún kaupir vinnslurækj- una af Júlíusi Havsteen ÞH. Súlan EA er einnig í viðskiptum við rækjuvinnsluna og tveir minni bátar frá Patreksfirði og úr Eyja- firði. Unnið er á tveimur vöktum hjá rækjuvinnslunni og oft á þremur vöktum. Fastráðið fólk er um 30 manns og einnig vinnur lausráðið fólk á þriðju vaktinni, en þó kom- ast færri að en vilja, að sögn Tryggva Finnssonar, fram- kvæmdastjóra. IM Vaðlaheióar í samtökunum. Mark- mió samtakanna er aö efla atvinnu kvenna á svæðinu. I apríl stofnuðu sömu konumar hlutafélagið Goðafossmarkað, sem sjá mun um sölu á heimaunnu ffamleiðsluvörunum. „Þetta er bú- ið að vera heilmikið mál, en það er mjög góð samstaða,“ sagói Helga Erlendsdóttir, ein hand- verkskvennanna, aðspurð um hús- bygginguna. I fyrrasumar var gerö tilraun með slíkan markað við Fosshól og eftir að segl á sölu- tjaldi hafði rifnaó og fokið var lít- ið hús frá Mógili fengió aó láni. Markaóurinn þótti ganga það vel aó ákveðið var að kaupa hús fyrir hann. Helga sagði að sveitarfélög- in styrktu þetta framtak myndar- lega. IM Haraldur Bessason rektor og Hallgrímur Jónasson forstjóri Iðntæknistofnunar undirrita samstarfssamning að við- stöddum Jóni Sigurðssyni iðnaðarráðherra og Sigfúsi Jónssyni stjórnarformanni Iðntæknistofnunar. Mynd:GG Samstarf hafið milli Iðntæknistofnunar og Háskólans á Akureyri: Stuðlar að nýsköpun og nýrrí tækni í samkeppnisaðstöðu fyrirtækja Iðntæknistofnun íslands mun hefja starfsemi á Akureyri í ág- ústbyrjun í samstarfi við Há- skólann á Akureyri og má segja að tímabært hafi verið orðið að iðnaðarbærinn Akureyri fengi hluta af starfsemi stofnunar- innar í bæinn. Ráðinn hefur KEA Byggðavegi 98 HELGARTILBOÐ Rauðvínslegin læri kr. 699 kg Coca Cola 2 I kr. 139 Fanta 2 I kr. 139 TILBOÐ Gasgrill m/kút og fyllingu kr. 13.989,- OPNUNARTÍMI Föstudagur og laugardagur til kl. 20. Sunnudagur lokað. Mánudagur kl. 10-20. Frá og með 1. júní verður opið til kl. alla daga vikunnar KEA Byggðavegi 98 verið einn starfsmaður, Krist- ján Björn Garðarsson véla- verkfræðingur sem verið hefur framkvæmdastjóri Iðnþróunar- félags Norðurlands vestra, en hann mun starfa að framleiðslu- tækni. Ekki hefur verið gengið frá ráðningu starfsmanns á sviði matvælatækni. í gær skrif- uðu Haraldur Bessason rektor og Hallgrímur Jónasson, for- stjóri Iðntæknistofnunar, undir samstarfssamning að viðstödd- um ýmsum framámönnum í at- vinnulífinu, þ.m.t. iðnaðarráð- herra, Jóni Sigurðssyni. Starfsmenn Iðntæknistofnunar munu hafa starfsaðstöðu við Há- skólann og vinna að rannsókna- og ráðgjafastörfum auk þess sem kennsla verður hluti af þeirra starfi. Gert er ráð fyrir að starfs- mennimir byggi upp tengsl við sem flest atvinnufyrirtæki, jafnt í hefðbundnum iðnaði, útgerð, fær jeppum Lágheiði var opnuð fyrir um- ferð í gær, en samkvæmt upp- lýsingum Vegagerðarinnar á Sauðárkróki er hún ekki fær nema jeppum. „Eins og er er heióin aóeins fær jeppum og ég ræð ökumönnum á bílum aðeins búnum til sumar- aksturs frá því að fara yfir heið- ina,“ sagði Gísli Felixsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Sauðárkróki í gær. Hann sagði að á háheiðinni væri svolítill snjór, að minnsta kosti nægilega mikill til þess að óráðlegt væri fyrir ökumenn illa búinna bíla að reyna að fara þarna yfir. Miðað við veð- urspána í gær verður að ætla að þessi tilmæli Vegagerðarinnar gildi fyrir alla hvítasunnuhelgina. óþh © HELGARVEÐRIÐ Yfir helgina verður nokkuó stíf norðaustanátt um allt Norðurland. Búast má við slydduéljum og hitastig veróur rétt yfir frostmarki. fiskvinnslu og fullvinnslu sjávar- afurða og efli nýsköpun með hag- nýtum rannsóknum og vöruþró- un. Áherslur í starfi stofnunarinn- ar eru því hagnýtar rannsóknir, vöruþróun, ráðgjöf, þjónusta og fræósla. I samstarfi við Iðnlána- sjóð vinnur Iðntæknistofnun að sérstöku verkefni sem kallast frumkvæði - framkvæmd þar sem greiddur er helmingur ráðgjafa- kostnaðar við stefnumótun, fjár- hagslega endurskipulagningu, fjármálastjómun, vöruþróun og markaðsaógerðir, framleiðslu- skipulagningu og gæðastjómun. Háskólinn mun fá aðgang að sér- fræðingum Iðntæknistofnunar og aukast þá möguleikar hans til að bæta þjónustuna við atvinnulífið á landsbyggðinni auk þess að geta stuðlað að nýsköpun og nýrri tækni til aó bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja. Áður hefur Háskólinn á Akur- eyri tekið upp samstarf við Haf- rannsóknastofnun og Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins. GG Vegagerðin: Samiðvið Amarfell og Borgarverk Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki hefur gengið frá samningum við Arnarfell á Akureyri um efnis- vinnslu á Norðurlandi vestra. Einnig hefur Vegagerðin samið við Borgarverk hf. í Borgarnesi um klæðingar á Norðurlandi vestra. Fjögur tilboð bárust í efnis- vinnslu á Norðurlandi vestra, frá Amarfelli, Króksverki á Sauóár- króki, Borgarverki i Borgarnesi og Taki í Búðardal. Tilboð Amarfells var 62,3 milljónir, 98,4% af kostnaðaráætlun, um 400 þúsund krónum lægra en tilboð Króks- verks. Tvö tilboð bárust í klæðingar, frá Klæðingu í Garðabæ og Borg- arverki. Tilboó Borgarverks var um 2 milljónum króna lægra, 34,47 milljónir, 78,1% af kostn- aðaráætlun. óþh Reykleysi í grimnskólum landsins: Tveir bekkir á Norður- landi fengn verðlaun Krabbameinsfélag Reykjavíkur og Tóbaksvarnanefnd höfðu samvinnu um það síðastliðinn vetur, eins og í fyrra, að verð- launa nokkra reyklausa 8., 9. og 10. bekki í grunnskólum lands- ins. Staðfest yfirlýsing um reyk- leysi barst frá samtals 217 bekkj- ardeildum á landinu, þar af 33 á Norðurlandi eystra og 8 á Norður- landi vestra. Einn 8. bekkur á Norðurlandi, 8.c í Glerárskóla á Akureyri, fékk verðlaun fyrir reykleysi, háskóla- bol á alla í bekknum. Einnig fékk einn 9. bekkur á Noröurlandi, í Grunnskólanum á Blönduósi, Söguatlas - mannkynssögu í máli og myndum, handa öllum í bekkn- um. Jafnframt var dregið um 15 vinninga meðal allra þeirra nem- enda í 10. bekk sem sendu stað- festa yfirlýsingu um að þeir neyttu ekki tóbaks og var ekki skilyrði að bekkur þeirra hefði reynst reyklaus. I hópi þessara nemenda var íris Ósk Blöndal, Gagnfræða- skóla Akureyrar, og fékk hún að launum Söguatlas. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.