Dagur - 29.05.1993, Blaðsíða 9
m
Laugardagur 29. maí 1993 - DAGUR -
Egill Olgeirsson á Húsavík:
„Pegar ég tek eittkvaé
aé mér vil ég fá aé
vasast í því á fullu “
mcstan og bestan árangur. Markmióið var að
selja framleiðsluvörur á sem hæstu verói og
kaupa vörur til heimilis og búrekstrar á sem
bestu verði.
í dag eru félagsdeildir í hverjum hreppi
þar sem menn geta komið skoðunum sínum á
framfæri og til aóalfundar félagsins, sem fer
meó æðsta vald. Sumum finnst þetta gamal-
dags og úrclt fyrirkomulag, en ég leyfi mér
ekki að taka undir það. Eg er viss um að þessi
grunnur hefur komið félaginu gegnum öldu-
rótió. Mcnn verða að hlusta á félagsmennina
og reyna að taka tillit til óska þeirra. Kannski
hafa menn á árum áóur teygt sig of langt. Á
þeim árum er fjármagn kostaði ekki mikið
var reynt að gera eitthvað fyrir alla, og síðar
— þcgar þurfti að borga af lánunum stóð rekst-
urinn ekki undir sér og þá komu erfiðlcikam-
ir. Á síðustu árum hefur hugarfarið brcyst. Þó
menn geri kröfur til kaupfélagsins, bæði um
góðar framleiðsluvörur, lágt vöruverð og fé-
lagslega uppbyggingu á öðrum svióum svo
sem í atvinnumálum og menningarmálum,
gerir fólk sér betri grein fyrir því í dag að
kaupielagið er ekki sjóður cða sveitarfélag
sem lagt getur álögur á fólk og þannig leyst
máliö. Afgangur verður að vera af rekstri til
að geta sinnt þessum þáttum. í dag finnst mér
félagsmenn gera kröfur um að félagið standi
sig í því sem það hefur tekið að sér, að gera
framleiðsluvörur úr landbúnaðarafurðum,
skila sem hæstu afurðaverði og útvega vörur
á sanngjömu verði.“
Myndir og texti:
Ingibjörg Magnúsdóttir
Tíminn fer ekki verst með
ákvarðanirnar
- Heyrst hafa þær raddir að stjómarform
kaupfélagsins sé of hæggengt og seint að taka
viö sér, en samt hefur KÞ siglt í gegnum
verstu erftðleikana. Er þá vitleysa að stjóm-
unin sé of hæggeng?
„Stjóm í svona samvinnufyrirtæki er sein-
virkari en stjóm í einkafyrirtæki þar sem einn
maður getur gefið skipun að morgni sem búið
er að framkvæma að kvöldi. En það eru ekki
mörg mál sem þurfa að ganga það hratt aó
ekki megi skoða þau frá fleiri hliðum. Stund-
um vildi ég að hlutir gengju hraðar fyrir sig,
en þegar þess hefur þurft hefur ekki staðið á
stjóminni að vera samstíga um að láta málin
ganga eftir. Eg vil því ekki taka undir aó
stjórnarformið hái samvinnufélögum. Ef
rekstur samvinnufélaga gengur viðunandi við
eðlilegar aðstæður hlýtur það að vera venja
hjá stjómum aó fela framkvæmdastjóra að
fara með framkvæmdavald.
Það sem mér hefur þótt vænst um varð-
andi rekstur KÞ er að þó að við höfum þurft
að taka óvinsælar ákvarðanir, þá hefur starfs-
fólkið skynjað hvað færi best og lagst á eitt
um að láta það ganga eftir. Þetta er góö til-
finning, að vera í stjóm fyrirtækis þar sem
starfsfólkið virðist vera reiðubúið að leggja
sitt að mörkum og finna hvað félagsmennim-
ir þjappa sér saman þegar um erfiðleika er að
ræða. Ef þetta hefði ekki verið til staðar á
þessum árum hefði ekki náðst sá árangur sem
orðinn er.
í dag er meginmálið að fylgjast með púls-
inum, hvemig hver rekstrareining gengur og
grípa inní ef eitthvað ætlar að fara úrskeiðis.
Umhverfió er svo erfitt að það má eiginlega
ekkert mistakast í dag.
- Er hinn almenni kaupfélagsmaður ekki
nógu virkur að sækja deildarfundi og koma á
framfæri sínum hugmyndum eftir réttum
leiðum?
„KÞ er byggt upp af 10 félagsdeildum og
það er aðalfundur í hverri deild. I félaginu
eru yfir tvö þúsund félagar. Ef 10% mæta á
félagsfundum þá er það ekki mikil virkni sem
slík, en í hvaða félögum er betri mæting?
Hvergi í atvinnurekstri er meira aðhald frá
viðskiptavinum en í kaupfélögum. I fámenn-
ustu deildunum koma jafnvel yfir 50% fi
lagsmanna á deildarfundi og þar fara frai
mikil skoðanaskipti, komið er með ábendinj
ar um hvað betur megi fara og það er þakka
sem vel er gert. Hver fundarmaður á deildai
fundum rekur kannski erindi fyrir fleiri fc
laga og ræðir einnig við þá eftir fund. Þes:
félagslega uppbygging má því ekki missa sí
og ég vil halda áfram að halda fundi í hver
deild, en ekki hafa einn sameiginlegan funi
eins og stungið hefur verið upp á.
Auðvitað eru þaó vonbrigði samvinni
fólks að samvinnurekstur hefur ekki gengi
vel á höfuðborgarsvæðinu, og einnig það a
Sambandið skuli hafa liðast sundur að mest
leyti og eigur þess seldar. Þessi fyrirtæki er
mörg enn í rekstri og reynt er að stýra þv
þannig að sem minnst skakkaföll verói. En a
þessu má læra að menn hafa gengið of langt
því að taka þátt í verkefnum sem ekki var al
veg nauðsynlegt að takast á við á slíkum vett-
vangi. I stað þess að vera samtök þar sem
menn skiptust á og miðluðu upplýsingum
fóru menn út í flókna og mjög yfirgripsmikla
starfsemi sem hreinlega óx þeim yfir höfuð
og fjarlægðist upprunann. Menn fóru að
skipta sér af allt of mörgu sem kostaði of
mikla peninga.
Eg held að nú séu tímamót hjá samvinnu-
fólki á Islandi, það þarf að endurskoða sam-
starf samvinnufélaga í ljósi reynslunnar, og
byrja kannski ekki mjög langt frá upphafinu.
Samvinnufólk í kaupfélögum hafi með sér
samstarf og samvinnu til aó geta skilað betri
árangri en eitt og eitt félag gæti gert eitt sér,
og þannig sannað kosti samvinnustarfs.“
Framtíð kaupfélagsins er björt
- Eru tengsl á milli Framsóknarflokksins og
kaupfélagsins?
„Eg hef oft heyrt kastað fram að tengsl séu
milli Framsóknarflokksins og samvinnu-
hreyfingarinnar, og þá yfirleitt í neikvæóri
merkingu. Það eru góðir samvinnu- og kaup-
félagsmenn í öllum flokkum. Hins vegar er
ekkert óeðlilegt við það að félagsmálahreyf-
ingar, eins og samvinnuhreyfingin annars
vegar og Framsóknarflokkurinn hins vegar,
eigi margt sameiginlegt þar sem að þær að-
hyllast svipuð lífsviðhorf. Það er því ekki
óeðlilegt að fólki finnist vera þama meiri
samskipti en milli annarra stjómmálaafla.
Þetta er ekki óeðlilegt þegar litið er á að mál-
svarar samvinnuhreyfingarinnar á hinu háa
Alþingi og víðar hafa verið Framsóknarmenn
öðrum fremur. Eg tel líka að það sé mikið
samasemmerki milli verkalýðshreyfingar og
samvinnuhreyfingar. Málsvarar launþega
hljóta að vera samvinnumenn.“
- Stefnir þú á þingmennsku í framtíðinni?
„Það hefur aldrei hvarflað að mér. Enda
eru raðir framsóknarmanna í okkar kjördæmi
skipaðar einvalaliði.“
- Hver verður framtíð Kaupfélags Þingey-
inga?
„Framtíð Kaupfélags Þingeyinga er björt.
KÞ hefur þann grunn sem auðvelt er að
byggja á: gott starfsfólk og félagsform og
mjög meðvitaó félagsfólk. Framtíðin er björt
þó að nú um sinn blási ekki byrlega vegna
aðstæðna í þjóðfélaginu, bæði stjómarfars-
legra og kreppu sem er á Islandi og í ná-
grannalöndunum. Kaupfélagið kemst fram úr
því eins og önnur öflug fyrirtæki. Þetta er fé-
lag sem varðar öll heimili á félagssvæðinu.
Eg hef trú á að það sé það mikið afl og mátt-
ur í Þingeyingum að þetta félag blómstri
næstu 100 ár eins og það hefur gert í 111 ár.“
Hef aldrei kunnað að segja nei
- Nú kemur þú meiru í verk en margir aðrir,
ertu svona duglegur og afkastamikill?
„Mér finnst ég allt of sjaldan hafa tíma til
að gera það sem mig langar til að gera og
ætla að gera. Það er í tísku í dag að segja að
mann langi að gera meira fyrir sig og sitt
fólk, og það er það sem ég hef svolitla bak-
þanka af. Ég er enn í þeirri stöðu að mér
finnst ég vera að hefja verkið en miklu enn
ólokió. Eg hef aldrei kunnað að segja nei við
neinu sem ég hef verið beðinn um í félags-
málum og hef því samviskubit af að hafa
ekki sinnt fjölskyldu minni betur í gegnum
árin. Ég var svo heppinn að eignast fyrst fjóra
stráka og svo eina dóttur á seinni árum. Hún
nýtur kannski þess sem strákamir fengu ekki
og í stuttu máli sagt þá „fíla ég í botn“ þær
stundir sem við eigum saman.
Vonandi sjá bömin seinna að ég hef verið
að gera eitthvað, þó ég væri ekki alltaf að
sinna þeim. Vió erum ekki enn farin aó taka
sumarfrí á hverju ári, en ég finn að ég fer að
taka ákvarðanir um slíkt. Ég er að spekjast,
en það er þó enn margt sem gaman væri að
takast á við.“