Dagur - 29.05.1993, Blaðsíða 18

Dagur - 29.05.1993, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 29. maí 1993 LVIKMYNDIR Jón Hjaltason Spielberg; í sauðaJitunum Þessa dagana er nýjasta sköpunarverk leikstjórans Stevens Spielbergs í þann veginn aö birtast almenningi vestan hafs. Jurassic Park heitir það, hlaðið risaeðlum og öðrum fomaldardýrum. Óstaðfestar fréttir herma að tölvuköllum hafi aldrei áóur tekist jafnvel upp og í Jurassic Park, það sé rétt eins og risaeðlumar séu lifandi og í þann veginn að brjóta af sér fjötra hvíta tjaldsins. Kostnaður við myndina varð líka umtalsverður, eóa í kringum 40 milljarða íslenskra króna. En nú virðist Spielberg hafa yfirgefið ævintýrið, að minnsta kosti í bili. í svart hvítu Varla var Spielberg fyrr búinn að leggja lokahönd á Jurassic Park en hann flaug yfir til Evrópu að mynda metsölubók Thomas Keneally um þýska iðnjöfurinn Schindler sem bjargaði yfír 1000 gyóingum frá gasklefum þýskra nasista. Við þetta verk glímir hann nú og leggur mikið undir. Myndin á að verða þriggja klukkustunda löng og í svart-hvítu. Með þessum hætti vill Spielberg reyna aó nálgast drunga þessa ægilega tíma í sögu mannkyns, jáfnframt því að gera hana meira í ætt við heimildamynd en leikna. Mógúlamir hjá Universal reyndu að fá leikstjórann ofan af þessari ætlan sinni en án árangurs. Því ekki að mynda í lit og gera síðan svart-hvíta kópíu, sögu þeir auðvitað meó það í huga að geta síóar sýnt myndina í lit og kannski ekki síst selt hana í sjónvarp. En Spielberg varð ekki haggað, þessa mynd ætlaði hann að filma í svart- hvítu - og hver deilir við Spielberg? “Við hugsum ekki allir um gróða í þessum iðnaði,” sagði leikstjórinn aóspurður um þessa þráhyggju sína í viðtali við bandaríska stórblaðið Newsweek. “Ef til er ég eigingjam og geri þessa mynd fyrir sjálfan mig, fyrir þá sem komust af, fyrir fjölskyldu mína - og fyrir allan almenning sem ætti að skilja inntak orðsins Holocaust, helfarar gyðinga.” En þessi orðabókarskýring er ekki alveg frí. Aætlaður kosmaóur við Schindler's List, sem er heiti myndarinnar, er eitthvað örlítið á fjórtánda milljarð íslenskra króna. í leit að upprunanum Spielberg þótti ekki annað tækt en að myndin um Schindler yrði filmuð í sama umhverfi og hún Liam Neeson leikur Schindier. Embeth Davidtz lcikur þernu fangabúðarstjórans. Úr Schindler's List. Gripavagn á leið til Auschwitz. gerðist upphaflega. Á þröngum strætum hinnar pólsku Krakowborgar, í gyðingahverfinu, við verksmiðju Schindlers, í sveitinni í kring og jafnvel í Auschwitz; alstaðar er Spielberg á kreiki með hinum þekkta kvikmyndatökumanni Januzs Kaminski. þeir brjóta allar meginreglur tökumanna; filma í gegnum tómlega glugga, í gegnum rifur á gluggatjöldum og opnar dyr. „Eg veit að tæknilega er þetta rangt en útkoman er frábær", segir Kaminski. “Til þessa hefur öll kvikmyndin verið tæknilega röng - það er hið góða vióþetta allt saman.“ Áður en lengra er haldið verð Útkeyrsla úr Macintosh og PC tölvum á H filmur eða pappír * Skönnum myndir rtffl og merki (Ca [M' Flytjum texta úr AKj í PC og PC í Macintosh ég aö leiðrétta sjálfan mig; Spielberg fékk ekki að filma í Auschwitz vegna mótmæla samtaka gyóinga gegn því. En hann dó ekki ráðalaus, í snarheitum lét hann byggja eftirlíkingu af sviðinu nánast í hliðinu að hinum illræmdu fangabúðum. Það skipti Spielberg Ben Kingsley á tali við Spielberg. Kingsley er gyðingurinn sem sér um bókhaldið fyrir Schindler. töluverðu máli að myndin væri filmuð í Póllandi og því mátti ekki flytja Auschwitz-tökumar í upptökuver í Hollywood. „Þetta hefur verið besta reynsla ævi minnar við kvikmyndagerð. Mér finnst ég aldrei hafa komist í jafn- mikla og góða snertingu við efnið, söguna, og núna“, segir hann. Schindler „Hann var enginn engill að upplagi“, segir Liam Neeson sem leikur Schindler. Hann var nasisti sem reyndi að græða á stríðinu, kvennaflagari og hneigður fyrir sopann. Heldur ósennileg lýsing á dýrlingi, ekki satt. Hann réði gyðinga til vinnu í glerverksmiðju sinni er hann hafði komist yfir í Krakow í krafti stöðu sinnar innan nasista, bauð þeim lífvænlegan aðbúnað, tefldi á tæpasta vað með mútugjöfum og smjaðri til að forða verkamönnum sínum frá gasklefanum og tókst jafnvel aó frelsa gyðinga úr Auschwitz. Spielberg hefur boðið gyðingum, er dvöldu á sínum tíma hjá Schindler, að koma í heimsókn til kvikmyndafólksins. Komið hvenær sem þið viljið dyr okkar standa ykkur ávallt opnar, hefur hann sagt. Sumir hafa þegið þetta boð. Bronislawa Karakulska, fékk að sjá endursköpun þess á hvíta tjaldinu þegar hún 11 ára gömul færði Schindler afmælisköku. Hann brást við með því að kyssa hana á báðar kinnar sem gat svo sannarlega verið hættulegur verknaóur í þá daga. Karakulska, sem enn á heima í Krakow, féll næstum því í grát þegar minningamar voru svo ljóslifandi dregnar upp úr fortíðinni. “Þessi kvikmynd mun hitta alla þá er lifðu þessa atburði beint í hjartastað", sagði pólska konan. Það er ekki að furða þó að Spielberg fmni til nálægðar við söguna þegar hann fjallar um útrýmingarbúðir nasista í Póllandi. Allt frá bamæsku hefur hann hlustað á sögur um ættingja sína er létu lífið í fangabúóum Þjóðverja. Glíman við Schindler hefur dregið upp myndina sem hann hafði ekki aldur til að upplifa sjálfur. Maóurinn sem gert hefur fjórar af tíu ábatasömustu kvikmyndum sögunnar (þeirra á meðal Jaws og E.T.) er nú í fyrsta sinnið að gera kvikmynd sem fyrirfram er talin vonlaus á mælikvarða peningahyggjumanna Hollywood. Söngkonan Amina Ég veit ekki hvort hún er komin á það stig að kalla megi hana Islandsvin en sjálfsagt er hún óframfærin og elskuleg - og til íslands hefur hún komið í tvígang ef ég man rétt. Þetta er söngkonan Amina Annabi, sú sem flutti lag Frakka í Evróvisjón í fyrra. Amina er ekki við eina fjölina felld, hún hefur meðal annars spreytt sig á hvíta tjaldinu. Bíógestir muna hana helst í hlutverki skækjunnar í Sheltering Sky þar sem hún var að segja eini ljósi punkturinn. Hinn lukkulegi John Malkovich fékk í þeirri sömu mynd að sænga hjá Aminu. Amina hefur nú tekið upp þráðinn á nýjan leik í myndinni The Hour of the Pig, ástarsögu frá miðöldum. Amina leikur konuna sem ekki fellur inn í hópinn, hún er sígauni, á skjön við allt og alla vegna uppruna síns. Colin Firth er lögmaður sem tekur að sér aö verja hana þegar bæjarbúar sækja að henni. Sakarefnið kemur lögmönnum 20. aldar eflaust einkennilega fyrir sjónir. Firth ver ekki konuna, heldur svín sem hún á. Ákæran er morð. Verði Amina Annabi, franska söngkonan sem sló í gegn á Islandi í fyrra, lætur ekki deigan síga. Nú megum við eiga von á henni í nýjustu kvikmynd Lesley Megahey um sígaunakonuna sem þarf að verja svín sitt gegn morðákæru. svínið sakfellt er ekki ósennilegt að eigandinn verði látinn gjalda þess á líkama sínum og ef til vill fjöri. Höfundur handrits og leikstjóri myndarinnar, Lesley Megahey, segir mál sem þetta ekki hafa verið óalgeng á miðöldum, þau hafi í raun verið einn útbrots- háttur kynþáttafordóma. Um örlög Aminu er hann hins vegar þögull sem gröfin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.