Dagur - 29.05.1993, Blaðsíða 22
22 - DAGUR - Laugardagur 29. maí 1993
BÍLAR
Volvo 850 GLE
Fyrsti Volvo bíllinn (uppnefndur
,,Jakob“) kom út úr verksmiójunni
í Gautaborg 14. apríl 1927. Það
var sama árió og Charles Lindberg
flaug yfir Atlantshafið og Ford
hætti framleiðslu á T-módelinu.
Tveir starfsmenn SKF, sænsku
kúluleguverksmiðjunnar, stóðu að
stofnun Volvo bílaverksmiðjunn-
ar. Þessir menn, Gustaf Larson og
Assar Gabrielsson, höfðu byrjað
athuganir og umræður um bíla-
framleiðslu 3 árum áður. Gabriels-
son, sem var hagfræðingur og
sölustjóri SKF, hafði fengið þá
hugmynd þegar hann starfaði í
Frakklandi, aó Svíar gætu sem
best orðið samkeppnisfærir í bíla-
framleiðslu, þar sem hann hafði
uppgötvað að sænskar kúlulegur
voru ódýrari en amerískar í Frakk-
landi. Ástæðan var ekki síst sú að
laun voru á þessum tíma hlutfalls-
lega lægri í Svíþjóð en í Banda-
ríkjunum. Gustaf Larson var verk-
fræðingur og það var hann sem sá
um hönnun og framleiðslu en Ga-
brielsson um fjármögnun. Eftir
nokkurt þóf féllust ýmsir aðilar á
að leggja fé í Volvo fyrirtækið,
þar á meóal fyrrum vinnuveitandi
tvímenninganna, SKF.
Volvo er nú alþjóðlegt stórfyr-
irtæki með mjög fjölþætta starf-
semi, svo sem matvælaframleiðslu
og smíði flugvélahreyfla, auk bíla-
framleiðslunnar.
Volvo hefur alltaf verið nokk-
uð íhaldssamt fyrirtæki í góðri
merkingu þess orðs og haldið
lengi í hverja gerð bifreiða. Fram-
an af smíðaði Volvo einkum stóra
bíla að amerískri fyrirmynd. Undir
Iok síðari heimsstyrjaldarinnar,
eða 1944, hóf Voívo smíði á
PV444, sem síóar hét PV544 og
var framleiddur í rúm 20 ár eða til
1965.
Volvo Duett, fyrsti vísir að því
sem Volvo kallaði síðar herra-
garðsvagna og íslenskufíklar
nefna langbaka nú til dags, Ieit
dagsins ljós 1953, ári eftir að und-
irritaður fæddist. Skömmu síóar
eóa 1956 kom fyrsti Volvo Amaz-
on bíllinn og var hann framleiddur
til 1970, en 4 árum áður hafói
Volvo kynnt nýjan bíl, Volvo 144,
sem síðar fékk númerin 244 og
240 og 6 strokka gerðirnar 164 og
264. Þessi bíll reyndist afar líf-
seigur, því framleiðslu á einni
geröinni hefur verið haldið áfram
fram undir þetta eða í 27 ár. Vol-
vo 760 kom svo á markað 1982 og
740 í kjölfarið, en þeir bílar eru
enn í framleiðslu, reyndar nokkuð
breyttir með númerunum 960/940.
Volvo eignaðist árió 1970 stóran
hlut í DAF verksmiðjunum í Hol-
landi og nokkrum árum síóar
meirihluta og þá var nafninu
breytt í Volvo Car B. V. Þaðan
komu bílar með númerunum
340/360, sem voru í raun og veru
uppdubbaöir DAF 66 bílar (upp-
nefndir Reima-Jóhann í Svíþjóð)
en síðar nýrri hönnun 440/460,
framhjóladrifnir bílar sem enn eru
framleiddir.
Af þessari upptalningu má sjá
að það verður að teljast nokkur
viðburður þegar Volvo hefur
smíði á nýrri gerð af bílum eins og
nýlega gerðist með Volvo 850.
Jafnframt telst það til tíðinda að
þessi nýi bíll er framhjóladrifínn,
en Volvo hefur haldið sig mjög
staðfastlega við afturhjóladrif í
þessi 65 ár ef frá er talinn 440/460
bíllinn, sem er reyndar af niður-
lenskum uppruna.
Það er rétt að nefna það áður en
lengra er haldið að undirritaöur
hefur átt eða ekið Volvo bílum að
„Mér fínnst nú samt dálítill léttir að sjá bíl eins og þcnnan, sem sker sig hressilega úr vindsleiktum og útflöttum
ökutækjum frá landi hinnar rísandi sólar. Volvo 850 hefur að minnsta kosti „karakter“ hvað sem öðru líður.
eiginleika í venjulegum akstri.
Þannig fínnast varla nokkur átök í
stýrinu og bíllinn er nærri því
hlutlaus í beygjum (hvorki undir-
né yfirstýrður) á eðlilegum hraða.
Volvoinn kemst þó auóvitað ekki
undan eðlislögmálunum frekar en
aðrir bílar og skríður út að framan
ef ekið er hratt og fyrir fullu afli í
beygjum, en þá er hraðinn orðinn
meiri en gengur og gerist í venju-
legri notkun. Skýringa á þessum
ágætu eiginleikum er líklega eink-
um að leita í hjólabúnaðinum að
aftan, sem Volvo hefur fengið
einkaleyfi á og nefnist Delta-Link.
Þessi búnaður er þannig gerður að
afturhjólin hjálpa örlítið til við að
stýra bílnum og draga úr undir-
stýringu (bíllinn leitar síður út úr
beygjum). Reyndar eru allir akst-
urseiginleikar bílsins sérstaklega
góðir og öruggir, hann er mjög
rásfastur á beinu brautinni, stöð-
ugur og öruggur í beygjum og
mjög hljóðlátur. Fjöðrunin er
slaglöng og mjög þægileg vió nær
allar aðstæður og undirvagninn er
hljóðlátur og traustvekjandi.
Beygjuradíusinn er óvenju lítill í
svona stórum framdrifsbíl og því
er Volvoinn mjög lipur og þægi-
legur í snúningum og auk þess er
aflstýrið bæði hæfilega létt og
hámákvæmt. Hemlamir (ABS)
staðaldri síðan 1970, mörgum til
allnokkurar furðu. Sumir hafa
jafnvel dregið í efa smekk ritara
og jafnvel vit á ökutækjum vegna
þessarar trúfesti hans við sænsku
bryndrekana. Það kann því að
vera að ég sé eitthvað sérlega
veikur fyrir þessari gerð bíla (sem
hefur reyndar undantekningarlaust
skilað mér og mínum á leiðarenda
í þessi 23 ár) og er því rétt að lesa
skrifin hér á eftir í því ljósi.
Hinn nýi Volvo 850 var fyrst
kynntur sem 850 GLT með 2,5
lítra, 5 strokka, 20 ventla vél, sem
skilaói 170 hö. í kjölfarió fylgdi
svo örlítið ódýrari útgáfa, 850
GLE, sem hér á landi er búin 2,0
lítra, 5 strokka, 20 ventla vél, sem
skilar 143 hö en hefur talsvert
minna togafl en hin vélin.
Ég ók þessum 2 lítra bíl á dög-
unum og er skemmst frá því að
segja að hann kom mér talsvert á
óvart, þrátt fyrir það að ýmsir er-
Iendir bílasérfræðingar mættu vart
vatni halda. Ég hef alltaf dálitlar
efasmedir um stóra, þunga og afl-
mikla bíla með framdrifi. Lögmál
eðlisfræðinnar sjá þessum bílum
yfirleitt fyrir aksturseiginleikum,
sem eru mér síður að skapi en í
afturdrifnum bílum. Það kom mér
því verulega á óvart að Volvo 850
hefur ekki dæmigerða framdrifs-
„Sætin eru á Volvo vísu, þ.e. einhver þau bestu sem fáanieg eru í bílum nú
til dags bæði fram- og aftursæti. Stjórntækin eru rétt staðsett og þægileg í
notkun og allir mælar skýrir og Iæsiiegir.“
Gerð:
Volvo 850 GLE, 4 dyra, 5 manna fólksbíll, vél aó ffaman,
framhjóladrif.
Vél og undirvagn:
5-strokka, fjórgengis bensínvél, vatnskæld, 2 yfírliggjandi
knastásar, 4 ventlar vió hvem strokk, slagrými 1984 cm3,
borvídd 81,0 mm, slaglengd 77,00 mm, þjöppun 10,3:1,
143 hö vð 6500 sn/mín, 176 Nm viö 3800 sn/mín, bein
eldsneytisinnsprautun.
Drif á framhjólum. 4-þrepa sjálfskipting. Sjálfstæð fjöðr-
un að framan með þríhymdum þverörmum og McPherson
gormlegg. Jafnvægisstöng. Aó aftan samtengdir langs- og
þverarmar (Delta-link), gormar og gasdemparar. Jafnvæg-
isstöng. Aflstýri (tannstangarstýri), aflhemlar meó læsi-
vöm, diskar aö framan og aftan, handhemill á afturhjól-
um. Hjólbaróar 185/65 R 15, eldsneytisgeymir 73 lítra.
Mál og þyngd:
Lengd 466,0 cm; breidd 176,1 cm; hæó 141,5 cm; hjóla-
haf 266,5 cm; sporvídd 152,0/147,0 cm; eigin þyngd ca.
1.350 kg; hámarksþyngd ca. 1.810 kg.
Framleiðandi: Volvo Car Corporation, Göteborg, Sví-
þjóð.
Innflytjandi: Brimborg hf., Reykjavík.
Umboð: Þórshamar hf., Akureyri.
Verð: Frá ca. kr. 2.500.000 (reynslubíll ca. 3,0 millj. kr.).
eru einhverjir þeir öflugustu og
nákvæmustu sem ég hef stigið á,
eins og við er að búast í Volvo.
Vélin er 5 strokka, 2,0 lítra
með beinni innsprautun og með 4
ventla við hvem strokk. Hún mæl-
ist 143 hö og skilar þessum 1350
kg þunga bíl ágætlega áfram.
Reyndar þótti mér bíllinn ekkert
rosasprækur í fyrstu, en ég var
fljótur að læra að nota vélina og
skiptinguna þannig að hann virtist
allt annað en vélarvana. Vélin er
auk þess sérlega hljóðlát og þýð-
geng við allar aðstæður og því
villir hraði og afl bílsins e.t.v. svo-
lítið á sér heimildir.
Sjálfskiptingin er sérstakur
kafli. Hún er smíðuð í samvinnu
Aisin Wamer (Asíu-deild Borg-
Wamer) og Volvo og má teljast
þríein, þ.e. hún hefur þrenns konar
skiptimynstur (modes). Eitt fyrir
sportlegan akstur eitt fyrir venju-
legan akstur og eitt fyrir vetrar-
akstur. Þegar skiptingin er stillt á
vetrarakstur byrjar hún alltaf ein-
um gír hærra en venjulega og
skiptir sér hraðar upp. Bíllinn er
auk þessa búinn sérstakri spól-
vöm, þar sem ABS-hemlakerfió er
notað til að stöðva það hjólið sem
spólar og flytja þannig átakið með
hjálp mismunadrifsins yfir á hjól-
ið sem betra gripið hefur. Ekki
gafst tækifæri til að reyna þennan
búnað í snjó og hálku að nokkru
marki en kerfið virðist vinna vel.
Utlit bíla er nú bara smekksat-
riði og ég hef stundum sagt við þá
fagurkera sem hafa allt á homum
sér að bílum sé ekki ætlað að
standa í fegurðarsamkeppni. Mér
finnst nú samt dálítill léttir að sjá
bíl eins og þennan, sem sker sig
hressilega úr vindsleiktum og út-
flöttum ökutækjum frá landi hinn-
ar rísandi sólar. Volvo 850 hefur
að minnsta kosti „karakter“ hvað
sem öðm líður. Þetta kantaða
byggingarlag er hentugt, meira
rými nýtist og bíllinn verður síður
eins og gróðurhús í sólskini, þ.e.
hitnar síður að innan. Inni í Volvo
850 GLE er allt eins og það á að
vera í svona bíl og sá sem ég ók
var búinn öllum búnaði sem hugs-
ast getur. Má þar nefna leðursæti,
rafstýrð og upphituð framsæti
með þreföldu minni, innbyggðan
bamastól, upphitaða og rafstýróa
útispegla, samlæsingu, rafdrifnar
rúður og hraóastilli. Sætin em á
Volvo vísu, þ.e. einhver þau bestu
sem fáanleg eru í bílum nú til dags
bæði fram- og aftursæti.
Stjómtækin eru rétt staðsett og
þægileg í notkun og allir mælar
skýrir og læsilegir. Loftræstikerfið
er afbragsgott og það hefur sér
hitastilli fyrir vinstri hluta bílsins
og annan fyrir þann hægri (æðis-
legt, í bíl er konunni minni t.d.
alltaf annað hvort ofboðslega heitt
eóa ofboðslega kalt). Gott rými er
í bílnum og enda þótt hann sé
nokkru minni en 940/960 þá mun-
ar ekki jafn miklu á innra rými og
búast mætti við. Farangursrýmið
er stórt og opnast vel. Og að Iok-
um er það svo frágangurinn, sem
er fullkomlega sambærilegur við
það sem kemur frá Stuttgart, þ.e.
óaðfmnanlegur
Ef ég man rétt eru nú u.þ.b. 10
ár síðan ég fyrst ritaði grein af
þessu tagi í Dag. Á þessum árum
hef ég tvisvar verið afar hryggur
að þurfa að skila bílum sem ég hef
fengiö lánaða til reynsluaksturs,
en það var þegar ég skilaði BMW
520 og Citroén XM. Ég grét í
þriðja sinn þegar kom að því að
skila Volvo 850 GLE.
Úlfar Hauksson.