Dagur - 29.05.1993, Blaðsíða 23

Dagur - 29.05.1993, Blaðsíða 23
í UPPÁHALDI Laugardagur 29. maí 1993 - DAGUR - 23 Höróur Geirsson vinnur á Minjasafn- inu á Akureyri og hefur þar umsjón með gríðarmikilli ljósmynda- deild sem geymir hafsjó af fróðleik. Ljósmyndun er eitt helsta áhugamál hans en hann hefur líka látið að sér kveða hjá íbúasamtökum og er for- maður Innbæjarsamtakanna. Hörður hefur verið í fréttum vcgna mótmæla við fyrirhug- aða líkhúsbyggingu á brekku- brúninni fyrir ofan Aöalstræti en umferðarmál og öryggi vegfarenda hafa þó verið stærstu málin á borði Innbæj- arsamtakanna. Um önnur hugðarefni hans fáum við að fræðast í eftirfarandi spjalli. Hvað gerirðu helsí ífrístundum? „Það gefast ósköp fáar frí- stundir og þær tengjast þá oft- ast ljósmyndun, sem er mitt aðal áhugamál, og söguskoð- un ýmiss konar.“ Hvaða matur er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Það er engin spuming, heimamatreitt hreindýrakjöt.“ Vppáhaldsdrykkur? „Ætli það sé ekki bara vatn, jafnt dags daglega sem við önnur tækifæri.“ Ertu hamhleypa til allra verka á heimilinu? .„Ég sé algjörlega um þvotta- vélina, enda er ég rafvirki og <6 •• segir Hörður Geirsson Hörður Geirsson. vanur þvottavélaviðgerðar- maður. Svo gríp ég í uppvask- ið af og til.“ Spáirðu mikið í heilsusamlegt líf- emi? „Já, svona frekar. Ég reyni að passa upp á mataræðió. Helst vildi ég vera grænmetisæta en mér finnst kjöt svo gott að það gengur ekki. En ég legg áherslu á ávcxti og grænimeti í mataræðinu.“ Hvaða blöð og tímarit kaupirðu? „Eina blaðið sem er keypt á heimilinu núna er Aeroplane Monthly, tímarit sem tengist áhuga mínum á flugi.“ Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? „Síðast var það Benjamín dúfa eftir Friðrik Erlingsson, verð- launabók sem stendur fyllilega undir nafni. Þetta er ftmagóð bók.“ Hvaða hljómsveitltónlistarmaður erí mestu uppáhaldi hjá þér? „Ætli það sé ekki Mozart.“ Uppáhaldsíþróttamaður? „Ég myndi ráðleggja þér að sleppa þcssari spumingu í mínu tilfelli.“ Hvað horfirðu helst á í sjónvarpi? „Fréttir." Á hvaða stjómmálamanni hefurðu mestálit? „Þessa stundina er það Þor- steinn Pálsson. Það hefur reyndar ekkert meó pólitík að gera heldur tengist því að hann lét Clinton heyra það.“ Hvarálandinu vildirðu helst búa fyrir utan heimahagana? „Einhvers staðar á Austur- landi.“ Hvaða hlut eðafasteign langar þig til að eignast um þessar mundir? „Það koma nokkur gömul hús til greina, sem væri gaman að eiga ef ég ætti nóg af pening- um, og þar á meðal er Höepfn- er.“ Hvernig hyggstu verja sumarleyf- inu? „Bara á heimaslóðum við garðrækt og góða siði.“ Hvað œtlarðu að gera um helgina? „Á laugardaginn fer ég í brúð- kaup systur minnar cn annars verð ég aóallega að vinna.“ SS EFST í HUGA Geir Guösteinsson Brestir í hetjudýrkun Sturlungaaldarinnar Það hefur ekki mikið farið fyrir bitastæðu efni í dagskrá Ríkissjónvarpsins í vetur og vor þar til hafnar voru sýningar á þáttum Baldurs Her- mannssonar, Þjód í hlekkjum hugarfarsins. Þá risu menn upp í löngum röðum og mótmæltu þeirri söguskoðun sem haldið er fram í þáttun- um án þess að hafa í raun önnur rök fyrir mót- mælunum en þau að ástandið væri ekkert betra í dagl. Vissulega brast í stoðum hetju- dýrkunar okkar á forfeðrunum frá Sturlungaöld við áhorf þáttanna en þessir forfeður okkar urðu þess valdandi að við fslendingar urðum ósjálfstæð þjóð öldum saman. Það viröingar- leysi sem þá ríkti fyrir lífi og eignum einstak- linga virðist ekki mega draga fram í dagsljósið og eru bændur öðrum fremur sárir, telja á óskiljanlegan hátt að að þeim sé vegið þótt að- eins hafi verið rætt um framferði „höfðingj- anna" sem aðeins voru 3% þjóðarinnar en drottnuðu yfir 82% allra jarða. Það að troða á almúga þessa lands er ekkert nýmæli og á sér enn stað. Sú söguskoðun sem okkur hefur ver- ið innprentuð gegnum skólakerfið er ekkert endilega sú rétta og gott að skoðanir fleiri komi fram jafnvel þótt þær séu ekki settar fram af sagnfræðingum. Okkar ástkæru landsfeður hafa nú rétt okkur aumum launþegum kjara- samninga á silfurfati sem okkur er eins gott að kyngja eða éta það sem úti frýs. Þrátt fyrir að þessi samningur eigi að gilda í hálft annað ár er ekki stafkrók þar að finna um launahækkun heldur á ríkisstjórnin að „redda" þessu með ýmsum hætti. Þar með er talinn óbreyttur fisk- veiðikvóti en þorskveiðikvótinn er nú 205 þús- und tonn en Hafrannsóknastofnun hefur lagt til 150 þúsund tonna kvóta og ef það gengur eftir eru forsendur kjarasamninga brostnar. ( pakka ríkisstjórnarinnar felst einnig lækkun á matvæl- um um næstu áramót, en þá á virðisaukaskatt- urinn að lækka um 30% en bitur reynsla laun- þega hefur kennt þeim að það sem stjórnvöld hafa einu sinni komið á verður ekki svo glatt tekið af aftur. Gott dæmi um það er þegar við- lagasjóðsgjaldið var lagt á landslýð, tímabund- ið að sagt var, vegna náttúruhamfaranna í Vestmannaeyjum en síðan var það notað til hjálpar Norðfirðingum vegna snjóflóðanna þar en síðan sameinaðist það virðisaukaskattinum. Einum milljaröi ætla landsfeðurnir að verja í atvinnuátak enda löngu orðið tímabært að gera eitthvað markvisst í atvinnumálum, styöja við bakið á nýjum atvinnugreinum en fækka að sama skapi öllum þessum aragrúa ráðstefna um atvinnumál sem kosta sitt en ekkert kemur út úr. Á sl. hausti var haldinn fundur á Akureyri um atvinnumál þar sem ýmsir forráðamenn fyrirtækja og stofnana í bænum ræddu um hið bága ástand og sumir hverjir lögðu fram tillög- ur til úrbóta. Ekkert hefur síðan verið að frétta, rétt eins og vandamálið hafi aðeins verið til staðar þessa kvöldstund sem fundurinn stóð yfir. Hingað hafa hins vegar komið þrír Rússar sem kynnt hafa sér starfsemi sjávarútvegsfyrir- tækja á Eyjafjárðarsvæðinu en ansi virðist það nú langsótt að ætla að það skapi einhver aukin verkefni fyrir þjónustufyrirtæki hér og þar með aukin atvinnutækifæri í nánustu framtíð, sér- staklega ef litið er til hins bága ástands í heimalandi gestanna. Ljóst er því að kjarabæt- ur eru háðar geðþóttaákvörðunum ríkisstjórn- arinnar en ekki framsýni og dugnaði verkalýðs- forkólfa og aukin atvinnutækifæri eru í svipinn aðeins slagorð sem sögð eru við hátíðleg tæki- færi. Kaffihlaðborð Narfastöðum, Reykjadal Kaffihlaðborð sunnudaginn 30. maí og mánu- daginn annan í hvítasunnu 31. maí frá kl. 14.00-18.00 báða dagana. Bjóðum upp á eingöngu heimabakað brauð, Narfastaðir er upplagður viðkomustaður þeg- ar farð er í bílferð um helgina. Njótið góðra veitinga í „fjárhúsunum" að Narfastöðum. Verið velkomin. Ferðaþjónusta bœnda, Narfastöðum, sími 43102. Opið laugardag og annan hvítasunnudag frá kl. 10.00-22.00. TILBOÐ Allar heildósir af ávöxtum og grænmeti á kr. 99,- Hálfdósir af grænmeti á kr. 70,- ★ Viðskiptavinir athugið! Lokað vegna breytinga þriðjudag og miðvikudag. Opnum aftur kl. 10.00 fimmtudaginn 3. júní. Verið velkomin. LUNDARKJÖR, Hlíðarlundi 2, sími 11082 Lundarkjör = glæsileg hverfisverslun austan við „stóru gulu blokkina“. Laus er til umsóknar staða aðstoðarmanns sjúkraþjálfara sem fyrst. Um er aö ræða fullt starf til frambúöar. Vélritunar- og enskukunnátta er æskileg. Einnig vantar aðstoöarmann sjúkraþjálfara í sumar afleysingar hálfan daginn frá 1. júlí-15. ágúst. Upplýsingar um stöðurnar veitir yfirsjúkraþjálfari í síma 30844. Umsóknir sendist skrifstofu F.S.A. fyrir 7. júní 1993. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.