Dagur


Dagur - 12.06.1993, Qupperneq 3

Dagur - 12.06.1993, Qupperneq 3
Fréttir Laugardagur 12. júní 1993 - DAGUR - 3 þjónustuíbúðir aldraðra á Dalvík. Fyrir liggur áætlun um byggingu fleiri húsa en óvíst hvenær ráðist verður í það verk. Myncl: GG Dalvík: Fyrstu þjónustuíbúðimar afhentar Páll Hersteinsson veiðistjóri: Grenjaleit hafin - hægt að ná allri „Qölskyldunni“ á þessum tíma Fyrstu þjónustuíbúðir fyrir aldraða sem reistar eru á Dal- vík verða afhentar væntanleg- um íbúum nk. laugardag. Hér er um fjórar íbúðir að ræða í 320 fm húsi, tvær íbúðir sem eru 90 fm og aðrar tvær 70 fm. Snorri Snorrason útgerðarmað- ur á Dalvík hefur keypt 918 fm steinhús á Böggvisstöðum, sem eru sunnan byggðarinnar á Dalvík, en það var í eigu Landsbanka íslands. Bankinn eignaðist húsið eftir að loðdýra- búið Pólarpels sem starfaði á Böggvisstöðum varð gjaldþrota. Húsinu fylgir allstór lóð. Húsið hyggst Snorri nota fyrst í stað sem geymsluhúsnæði, neta- verkstæði o.fl. sem fylgir útgerð- um en áður hafði Snorri selt bæn- um svokallaó „hænsnahús" sem hann notaði sem geymsluhús og stendur ofan Karlsrauðatorgs. Engar aðrar nýtingarhugmyndir cru enn uppi á borði varðandi húsið á Böggvisstöóum. Nýlega voru auglýstar tvær stöður við sambýli fatlaðra að Gauksmýri í Vestur-Húnavatns- sýslu sem m.a. er rekið af Svæðisskrifstofu málefna fatl- aðra á Norðurlandi vestra. AIls bárust nær 20 umsóknir um starfíð og þar af voru 14 þeirra taldar raunhæfar. Heimilið hóf starfsemi í ársbyrjun 1991. Það voru Kristín Olöf Þórarins- dóttir, Brúarholti í Ytri- Torfu- staðahrcppi og Aðalsteinn Tryggvason á Hvammstanga sem Stuðningsmenn KA: Hittast fyrir leik Félagar í stuðningsmannaklúbbi KA ætla að hittast kl. 13.00 í dag, fyrir leik KA og Tindastóls í 2. deildinni í knattspymu sem hefst kl. 14.00. Þá verður félögum boð- ið upp á kaffí í hálfleik. Eru allir féiagar í stuðningsmannaklúbbn- um hvattir til að mæta. Húsið stendur austan Dalbæjar, dvalarheimilis aldraðra á Dal- vík. Tilboð verktaka, Daltré hf. á Dalvík, hljóðaði upp á rúmar 23 milljónir króna og hefur hann af- hent byggingarncfndinni íbúðim- Fyrr á þessu ári var gengió frá sölu á togaranum Baldri, sem Snorri Snorrason á, til Rússlands en ekki hefur enn verið gengið formlega frá sölunni til Rússlands og skipið því enn í eigu Snorra og er það á bolfiskveiðum fyrir vest- an land. Reyndar tafðist málið vegna innflutningstolls og skatts sem settur var á kaup á skipum frá Vesturlöndum en því hefur nú verió aflétt en öll slík viðskipta- mál taka óhemju tíma í þessu fyrrverandi sæluríki kommúnism- ans. Jóhann Antonsson hefur kynnt í bæjarstjóm Dalvíkur hugmyndir um aö stofnað verði útgerðarfélag sem keypti skip þeirra útgerða sem þess óska og þannig yrói voru ráðinn. Kristín er stúdent af uppeldisbraut frá Kvennaskólan- um í Reykjavík en Aðalsteinn hefur starfað við landbúnaó og sjómennsku og hefur kynnst tölu- vert vistmönnum á Sólborg á Ak- ureyri vegna byggingavinnu þar. A Gauksmýri eru fimm vistmenn. GG Mýflug Flugfélagið Mýflug reis úr vetr- arhíði nú á dögunum og hefur hafið fullan rekstur. Hafnar eru daglegar áætlunarferðir til og frá Reykjavík. Rekstur flugfé- lagsins gekk vel á síðasta ári. „Sumarið leggst vel í okkur, talsvert er um pantanir í áætlunar- flugið hjá okkur og útsýnisflug sem viö bjóðum uppá verður sí- fellt stærri hluti af okkar rekstri, sem gekk vel á síðasta ári,“ sagði ar en eftir er fullnaðarfrágangur utanhúss, bæði málningarvinna og lóöarfrágangur. Ibúðimar verða almenningi til sýnis frá kl. 13.00 til 16.00 en síóan fá væntanlegir íbúar lykla- völdin. GG reynt að tryggja að skip og kvóti sem hugsanlega væri til sölu færu ekki úr héraði. Að baki þessu fyr- irtæki, ef af verður, standa nokkr- ar útgerðir á Dalvík. GG Baldvin Baldursson, bóndi á Rangá og formaður Héraðs- nefndar Suður-Þingeyinga, segir að ef í ljós komi að um upp- blástur sé að ræða á Þingey í Skjálfandafljóti, sem er á móts við bæinn Ystafell í Kinn, sé ástæða til að friða hana. A fundi Héraðsnefndar S.- Þingeyinga sl. miðvikudag var lagt fram bréf frá Óttari Indriða- syni frá Fjalli þar sem hann lýsti áhyggjum vegna eyðingar jarð- vegs á Þingey og lagði áherslu á nauðsyn aðgerða. Héraðsnefnd tók undir erindið og samþykkti að leita eftir samstarfi við Land- græðslu ríkisins um uppgræðslu Þingeyjar. „Kunnugir menn segja að þama sé frá suðvestri til norð- austurs dálítil sandalda sem er uppblástur á. Við samþykktum að snúa okkur til Landgræðslunnar í loftið Leifur Hallgrímsson, hjá Mý- flugi, þegar blaðamaður spurði hann um horfumar fyrir sumarið. Hann sagði flugfélagið bjóða uppá sex mismunandi ferðir, allt frá því að fljúga með fólk í kring- um Mývatnið og allt upp í það að fara suður á Vatnajökul og eftir Jökulsá og norður í Ásbyrgi. í þessi útsýnisflug er stöðug aukn- ing ár frá ári en eins og með margt annað er það veðrið sem spilar stærstu rulluna," sagði Leifur. SV „Þumalfíngursreglan er að byrja svona viku af júní. Ég á ekki von á miklum breytingum milli ára,“ sagði Páll Hersteins- son veiðistjóri um horfur í grenjavinnslu en grenjalægjur eru að búa sig undir að vinna á grenjum - nú á meðan hægt er að ná karldýrunum heima og yrðlingum út úr greni - þ.e. allri „Qölskyldunni“. Á Norðurlandi vestra voru í fyrra unnin 59 greni, 91 grendýr náðist - en svo nefnast fullorðin dýr sem nást á grenjunum, - 231 yrðlingur og 94 hlaupadýr sem eru þeir refir sem ekki eru unnir við greni - hvort sem er að sumri til eða að vetrarlagi. Á Norðurlandi eystra voru unn- in 46 greni, 73 grendýr, 202 yrð- lingar og 27 hlaupadýr en ekki er gert upp á milli kynja í tölfræði refaveiða. Tófugreni eru helst unnin frá því um 7. júní „og svo er þetta að mestu búið í júnílok en það er breytilegt eftir svæðum; þar sem farið er eitthvað inn á hálendið er farið nokkuð seinna vegna færðar þannig að grenjavinnsla stendur svolítið fram í júlí,“ sagði Páll Hersteinsson en tömin tekur því um mánuð. « Aðspurður um hvemig standi á þessari nákvæmu tímasetningu sagði Páll: „Það er mjög gömul hefð að byrja á þessum tíma sem hefur vafalaust skapast af því að um 7. júní er u.þ.b. helmingur yrðlinga orðinn svona 3ja vikna gamall - en meðaltími gots er um miójan maí - þegar grenjavinnsl- an hefst. Þriggja vikna gamlir eru þeir yfirleitt orðnir færir um að koma sér sjálfir út úr greni þegar um hvað gera skuli í þessu,“ sagði Baldvin. Hann sagði að þeg- ar Skjálfandafljótið væri vatnslít- ið kæmist sauðfé auðveldlega út í Þingey að austanverðu. „Auðvitað þyrfti að friða eyjuna, sérstaklega ef þessi uppblástur er raunveru- Sútunarverksmiðjan Loðskinn hf. á Sauðárkróki hefur um skeið átt við örðugleika að etja og hefur verið að endurskipu- leggja reksturinn. Að sögn Birg- is Bjarnasonar rekstrarstjóra er tíðinda að vænta um mánaða- mótin, en hann segir ljóst að fyrirtækið lifi ekki við óbreyttar aðstæður. íslenskur skinnaiðn- aður stendur höllum fæti og í maímánuði skipaði landbúnað- arráðherra fimm manna nefnd til að skoða málefni skinnaiðn- aðarins. Aðeins tvö fyrirtæki starfa í skinnaiðnaði á landinu, Loðskinn hf. á Sauðárkróki og íslenskur skinnaiðnaður hf. á Akureyri. Hjá Loðskinni hf. starfa milli 50-60 manns. Fyrirtækið hefur um skeið átt við fjárhagsörðugleika að stríða og að sögn Birgis eru viö- ræður við lánardrottna nú í gangi og vonast hann eftir niðurstöðum nú um mánaóamót. Hjá íslenskum skinnaiðnaði hf. á Akureyri starfa skyttan kallar á þá - hermir eftir foreldrunum - kallar á þá út úr greninu. Þá eru þeir famir að éta kjöt sem þýðir að foreldramir koma meira heim en meðan þeir eru ekki famir að éta kjöt sækir steggurinn ekki mjög stíft heim. Þetta er praktískt val.“ GT Kirkj ugarðsbyggingar- málið: Endanlega tíl lykta leitt í bæjarstjórn Umdeilt deiliskipulag af kirkju- garðssvæðinu á Akureyri, sem gerir ráð fyrir nýbyggingu á syðri brún Búðargils, mun koma til staðfestingar á fundi bæjarstjórnar Akureyrar 22. júní nk. Eins og fram kom í Degi í gær samþykkti meirihluti skipulags- nefndar Akureyrar á fundi sínum sl. fimmtudag að staðfesta deili- skipulagið. Málið var ekki rætt á fundi bæjarráðs á fimmtudag og mun því koma til endanlegrar staðfestingar eða synjunar í bæj- arstjóm 22. júní nk. Verði deiliskipulagið staðfest má ætla að byggingaframkvæmd- ir hefjist mjög fljótlega, en eins og fram hefur komið í Degi er þegar búið að opna tilboð í bygg- inguna og reyndist Trésmíðaverk- stæði Þorgils Jóhannessonar á Svalbarðsströnd eiga lægsta til- boðió, 39 milljónir króna, 77,7% af kostnaðaráætlun. óþh leiki,“ sagði Baldvin. Þess má geta aó Þingey er sögufrægur staður. Til foma var þar jafnan haldið vorþing, svokall- að Þingeyjarþing. í Reykdæla sögu var það hins vegar kallað Eyjarþing. óþh um 200 manns. Ein af þeim hættum sem steðjar að íslenskum skinnaiðnaði er sú að sláturleyfishafar og bændur telja sig geta fengið mun betra verð með því að selja óunnin skinn beint á erlenda markaði. Ef sláturleyfishafar ákveða að selja beint til útlanda er ólíklegt að skinnaiðnaður innanlands haldi velli. Fimm manna nefndin lagði til að bændum verði greitt 25% hærra verð fyrir skinnin, sem yrði þá gert með niðurgreiðslum frá ríkinu. Ef bændur og sláturieyfishafar samþykkja 25% niðurgreiðsluleið- ina þá verða skilyrðin væntanlega þau að innlendur skinnaiðnaður fái öll óunnin skinn, þau verði ekki seld beint á erlendan markað. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin. Að mati Birgis mun Loð- skinn hf. fá næg skinn, þar sem þau eru keypt af Sláturfélagi Suð- urlands og Slátursamlagi Skag- firðinga, sem jafnframt eru hlut- hafar. sþ Dalvík: Togaraútgerð kaupir Böggvisstaðahúsið Sambýli fatlaðra að Gauksmýri: Héraðsnefnd Suður-Þingeyinga: Ahyggjur af uppblæstri á Þingey Loðskinn hf.: Enn verið að meta stöðuna

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.