Dagur - 21.01.1995, Síða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 21. janúar 1995
100 ár liðin frá fæðingu Davíðs Stefánssonar
í kvöld verður frumsýnt nýtt íslenskt leikrit, Á svörtum Qöðrum - úr Ijóð-
um Davíðs Stefánssonar, eftir Erling Sigurðarson frá Grænavatni í Mý-
vatnssveit, kennara í Menntaskólanum og Háskólanum á Akureyri.
Leikritið er unnið fyrir Leikfélag Akureyrar í tilefni því að 100 ár eru liðin
frá fæðingu skáldsins frá Fagraskógi en Davíð var fæddur 21. janúar árið
1895 en hann lést árið 1964.
Það er sannarlega ekki á hverjum degi sem nýtt íslenskt leikrit er frum-
sýnt í Samkomuhúsinu á Akureyri en hvernig bar það til að Erlingur tók
að sér að skrifa leikrit í tilefni af aldarafmæli Davíðs Stefánssonar?
„Ég var búinn aö velta því fyrir
mér í nokkur ár hvort ekki mætti búa
ljóð Davíós til flutnings á leiksviöi.
En þaö sem hratt þessu verki af stað
lofs því að þaó varð til þess að ég
losnaói úr mínu venjubundna fari og
gaf mér tíma til að hugleiða ýmislegt.
Þetta verk er því á vissan hátt afleið-
ansi heitt á köflum. Ég var þó aldrei
svo þjakaður að mér væri innanbrjósts
eins og Davíð þegar hann orti eftir
Ítalíudvöl:
Það er mín köllun að kveða í klakans
paradís. “
- Leikritið heitir, Á svörtum
fjöðrum, með vísun til fyrstu ljóða-
bókar Davíðs. Er einhver sérstök
ástæða fyrir því?
„Mikió af kveðskap Davíðs höfð-
ar beint til fólks, sérstaklega ljóðin í
Svörtum fjöórum, enda eru þau uppi-
staðan í leikritinu en í því eru þó ljóð
úr öllum bókum hans. Á svörtum
fjöðrum kom út árið 1919. Þá var
Davíð 24 ára og á næsta áratug komu
út þrjár bækur til vióbótar og þessar
fyrstu bækur eru fyrirferðarmestar í
leikritinu.
Ljóðin í þeim eru svo einlæg, skír-
skotun þeirra er svo bein og í þeim
býr líf, þróttur og ögrun. Hann var
- Þú hefur þá raðað Ijóðum
hans saman eins og púsluspili?
„Já og nei, púsluspil er brotió upp
til að raða saman sömu myndinni aft-
ur og aftur. Ég er vissulega aó brjóta
upp en leitast við að setja stykkin
saman á nýjan hátt. Ég efast ekki um
að það veki spumingar og ótta við það
hvort verið sé að vinna spjöll á ljóðum
skáldsins en þaó er sannarlega ekki
tilgangurinn. Ætlun mín er að koma
ljóðunum á framfæri viö nýja kynslóð
með nýjum hætti. Ljóð lifa ekki nema
í vitund fólks, þau lifa ekki í lokuðum
bókum.
En það er nauósynlegt að skilja á
milli skáldsins og mannsins. Maóur-
inn Davíð er dáinn fyrir rúmum þrjá-
tíu árum og af honum gengu ýmsar
99Á svörtum Qöðrum
ílaug Kann háttu
- Kynni mín af skáldinu
- spjallað við Erling Sigurðarson í
tilefni af frumsýningu á leikritinu
Á svörtum Qöðrum
A Erlingur „með Davíð“ í
sumaryl Sváfalands.
lang heitastur í sínum fyrstu bókum.
Síðar kveður oft vió töluverðan
beiskjutón og ljóðin verða sögulegri.
Ég hafói það alla tíð að markmiði
að þetta verk væri orð skáldsins og
skrifa raunar minnst af leikritinu sjálf-
ur. Þau orð sem ég bæti inn í eru ör-
stuttir tengikaflar. Ljóðin sem Davíó
orti í fyrstu persónu eru uppistaða
verksins. Hann orti mikió í fyrstu per-
sónu, lagói fólki orð í munn, bæði
körlum og konum, og margt af því
þótti ögrandi eins og þessar ljóðlínur:
Ég hefsjálfsagt virt oflítils marga
virðulega dóma
verið mér oftar til skammar en sóma
því hœttulegtfinnst mörgum að hýsa
mig sem gest...
Fullum bikar ann ég enfyrirlít þann
tóma,
fordœmi það stundum, sem aðrir tigna
mest...
^ Skáldið er á sviðinu að baki en
Erlingur með handritið í höndunum
á ieikhúsbekknum.
var að í fyrra haust skrafaðist þetta
upp á milli okkar Þráins Karlssonar
leikara og Þráinn sagði Viðari Egg-
ertssyni leikhússtjóra frá þessum hug-
myndum mínum. Viðar fékk áhuga á
málinu og hafði í framhaldi af því
samband við mig og á vordögum varð
úr aó ég tók þetta verkefni að mér.“
- Hefur þú fengist við eitthvað
þessu líkt áður?
„Nei aldrei, það er nú það sem ger-
ir þetta svo ögrandi og skemmtilegt.
Þaó má eflaust virða mér það til stæri-
lætis aó reyna mig á slíku en löngunin
var fyrir hendi. Löngunin til aó gera
mitt til að koma á framfæri því ólg-
andi lífi sem í Ijóðum Davíðs býr en
hefur leynst allt of mörgum upp á síð-
kastið. Enda hefur verið óþægilega
mikil þögn um nafn hans ef þaó er
haft í huga sem hann orti sjálfur í
sinni fyrstu bók.
Þá verður eilífþögn um minning mína
um mínar ástir Ijóð og strengjaspil.
Það var ekki langur tími til stefnu
því ég varó að skila handritinu í haust.
Ég byggói auðvitað á ákveðnum
grunni þar sem ég þekkti til ljóða
Davíðs en samt sem áður varð ég að
lesa mig enn og aftur inn í þennan
heim ljóöa hans.“
- Á svörtum fjöðrum var þá
skrifað í sumar?
„Já, sumarið átti ég meó Davíð
suður í Schwaben í Þýskalandi, í ná-
grenni Stuttgart, en þar dvaldi ég
ásamt fjölskyldu minni um nokkurra
vikna skeió. Við höfóum íbúðarskipti
við þýsk hjón. Þama vorum viö á
gömlum slóðum því að fyrir þremur
árum dvöldum við í Þýskalandi í eitt
ár í orlofi. Ef til vill má rekja verkið,
Á svörtum fjöðrum, óbeint til þess or-
ing af því að rjúfa sinn vanahring.
Ég held að þaó hafi verið nauðsyn-
legt fyrir mig að komast burt frá dag-
legum erli hér á heimavelli til að geta
unnið að þessu verkefni án truflunar
enda var skammur tími til stefnu.
Vikumar meðal Sváfa áttu að
verða sumarfrí meó fjölskyldunni og
voru það vissulega en með nokkmm
öðrum hætti en upphaflega var ætlað
þar scm Davíð var meö í för.
Ég sat meó „Davíð“ úti á svölum í
30-35 stiga hita og það var vel vió
hæfi því Davíð orti vissulega af hita
en sá hiti kom að innan og því var mér
sögur. Nú fækkar þeim sem muna
hann sem persónu en svo framarlega
sem verk hans eiga aðgang að fólki þá
lifir skáldið Davíð. Þaó gerist hins
vegar ekki af sjálfu sér til þess þarf að
opna bækumar.“
- Það er skáldið sem þú ætlar að
kynna leikhúsgestum?
„Já, eða öllu heldur lofa því aó
kynna sig í gegnum ljóðin, þau em
svo heit og tær og í þeim er iðandi líf,
hvort sem skáldið er ástfangið...
Að ungur sveinn og djarfur hjá
ástmey sinni rekki
er ekki nema sjálfsagt efþannig
stendur á...
Þaðfinnst mér jafn eðlilegt og þyrstur
maður drekki...
reitt...
Nú skeyti ég hvorki um skömm né
heiður,
Nú skora ég drottin á hólm.
Nú vil ég glíma.
Nú er ég reiður.
eða vonlaust.
Krunk, krunk, krá.
Sumum hvíla þau álög á,
aldrei fögrum tóni að ná,
þó að þeir eigi enga þrá
aðra en þá að syngja.
Krunk, krunk, krá.
í kuflinum svarta hann krunka má
uns krummahjartað brestur.
Davíð er ögrandi skáld, til dæmis
þegar hann mælir fyrir munn kvenna.
Okkur er ef til vill óskiljanlegt að þaó
hafi verið mikil ögmn á fjórða áratug
aldarinnar að leggja konu þessi orð í
munn...
í nótt gekk ég nakin til hvílu
og naut þess að vera til.
eftir að hafa áður sagt:
Það er eitthvað sem logar í brjósti
mér...
Þá vaknar hjá mér hin villta þrá.
Öll veröldin fer að kalla...
og nóttin hún skilur alla...
Hvað ætli hefói verið álitið og sagt