Dagur - 21.01.1995, Síða 11

Dagur - 21.01.1995, Síða 11
Laugardagur 21. janúar 1995 - DAGUR -11 um konu sem svona heföi ort fyrir 60 árum? Ef til vill er það vegna skiln- ings og upplifunar af þessu tagi sem Davíð höfðaði eins sterkt til kvenna eins og raun ber vitni og sögur eru af. Davíó flaug hátt á fjöðrum svörtum, hann flaug svo hátt að það hlýtur að hafa verið erfitt aö halda því flugi en honum tókst það sannarlega í fyrstu bókum sínum. Annars er rétt að hafa þaó hugfast að það er alltaf afstætt hvað þykir gott því aó dómar eru ætíð byggðir á hefð- bundnum smekk samtíðarinnar hverju sinni.“ - Þekktir þú Davíð? „Ég sá hann aldrei. Ég var í gagn- fræóadeild Héraðsskólans á Laugum þegar Davíð dó og hafói ekki oft kom- ið til Akureyrar en ég man eftir því að þá var haldin minningardagskrá vegna andláts skáldsins. Hins vegar var ákveðin goðsögn bundin nafni Davíðs og ýmsar sögur gengu um líf hans og ástir. Valdi á Kálfaströnd í Mývatnssveit var kunn- ingi Davíós, fór meðal annars með honum til Ítalíu. Valdi var bóndi góð- ur og pössunarsamur sem hafói a!la jafna ekki áfengi um hönd en það var sagt í Mývatnssveit að um þaó bil einu sinni á ári kæmi hann til ráðs- konu sinnar og segði: „Ása, Ása, hvar er tappatogarinn? Davíð er kominn.“ En kynni mín af Davíð eru af skáldinu í gegnum Ijóóin hans. Hvar og hvenær kynntist ég þeim fyrst? Einhvem veginn finnst mér ég heyra pabba raula fyrir mig þegar hann svæfði mig á kvöldin: Rokkarnir eru þagnaðir og rökkrið orðið hljótt. Signdu þig nú barnið niitt og sofnaðu rótt. Lullu, lullu bía og láttu það ekki sjá, hvað augun þín eru yndislega blá. Seinna raulaði ég þetta ljóó svo fyrir bömin mín. En ljóð Davíðs seitl- uðu snemma inn í vitund mína, Mamma ætlar að sofna, Hrafnamóðir- in og Brúðarskómir og svo mætti áfram telja.“ - Það eru þá ljóðin sem þetta snýst um? „Já, ég var ákveðinn í því að verk- ið yrði ekki endursögn á sögum af lífi Davíðs, án þess aö ég gerói mér grein fyrir hvernig, hvorki sönnum eóa lognum eða tilraun til að endurskapa persónur. Heldur var það ætlun mín að reyna að lofa skáldinu sjálfu að tala til okkar í gegnum verkið án frekari túlkunnar af minni hálfu. I gegnum ljóðin fáum við eina tækifærið til að kynnast honum, við fáum aldrei að hitta hann sem persónu. Þessi ljóó veróa hins vegar aldrei skilin sam- ræmdum skilningi, engir tveir skilja þau á sama hátt, Ijóóin em hafin yfir staó og tíma.“ - Samt sem áður hlýtur verkið Á svörtum fjöðrum að vera þín sýn, þitt val á verk skáldsins? „Auðvitað, hjá því verður ekki komistj Davíð yrkir en ég vel úr og tengi. í ljóðum Davíðs er fjölbreyti- leiki sem mig langaði til að láta njóta sín. Annars er þaö andstætt andanum í skáldskap Davíðs að ætla aó skil- greina hann. Skilgreiningar þurfa ekki önnur skáld en þau sem fólk á erfitt með að skilja. En Davíð hitti samtíö sína í hjartastað. Davíð er nýrómantískt skáld og þar er oft skammt milli hæstu hæöa og íægsta djúps, Davíð gat verið reiður, kátur, vonsvikinn, mildur, beygður eóa bjartsýnn. Tvíeðlið togast á í sál hans. Ég erfriðlausi fuglinn seni finnur sinn villta þrótt... í hjartanu hálfu er dagur - í hálfu kolsvört nótt. Ég vona að verkið endurspegli þcssar andstæður og leikhúsgestir nái að upplifa þær. En verkið er ekki aó- eins þáttur minn og Davíðs, þar við bætist þáttur leikhússins. Sviðsetning- in, leikstjóm og túlkun leikara. Allt hlýtur þetta að hafa áhrif á þann sem nýtur. Hlutur Þráins Karlssonar Ieik- stjóra er geysilega stór í þessu verki. Sviösmyndin hans er einföld en mér fínnst hún vel við hæfi. Skáldið er í heiðurssæti, ekki maðurinn Davíó, umhverfi hans eða lífsmynstur heldur ljóðið. Leikritið er ein heild, samfelld sý'ning byggð á tuttugu og einu atriði. Ég hef fylgst með æfingum og hef haft mikla ánægju af því að fylgjast með persónunum lifna vió túlkun leik- aranna. Nú veit ég aö þaó er ekki aó- eins þolinmæöisverk að skrifa, hvaó þá að reyna aó koma hugsunum ann- ars manns á framfæri í gegnum sig, heldur er leikstjóm og leikur gífurlegt þolinmæðisverk og ögun. Mér sýnist að þau ætli að koma þessu mjög vel til skila. Auðvitaó er hægt að gefa ákaflega misjafna tilfinningu fyrir skáldi með þessu móti. Þessi sýning er ekki hugs- uð sem úrval eða sýnisbók úr ljóðum Davíðs heldur er ætlunin að sýna ákveóinn sálarspegil, sem engan veg- inn má skiljast svo þröngum skilningi sem brot úr persónulegu lífi Davíðs heldur sem ákveðið viðhorf til lífsins. Annars er það áhorfenda að skynja og skilja. Ég ætla ekki aó troða upp á þá neinum ákveðnum skilningi og allra síst fyrir fram. Ef þeir ná að lifa sig inn í sýninguna og njóta henn- A Leikstjórinn og höfundurinn ráða ráðum sinum. Þráinn Karlsson og Erlingur Sigurðarson. ar þá er það vísbending um að sæmi- lega hafi til tekist að koma anda skáldsins og ljóðum á framfæri. Ljóð- um um... ástina... Ég get verið ástfanginn út ífingur- gónia, - einkanlega á vorin: Það er best. gleðina... Ég gleðst, því að gleðin er mín. Eg geng ekki í munkanna spor. Eg elska ástanna vín og œskunnar hlœjandi vor. útþrána... Ég vilfarajara eitthvað langt langt í burt. Svo enginn geti að niér sótt, enginn til mín spurt. og einveruna... Eg á ekki lengur leið nteð neinum, - lífsþrá mín dofnar vinir hverfa sýn. þess vegna vonleysið... Við kofadyrnar sér dauðinn hreykir og dinglar yfir ntér Ijánum. En kringum mig ótal drýsildjöflar dansa á tánum. og vonina... Framundan finnst mér ég inn í fagra heinia sjál... Sé ég, sé ég, til Logalanda þar seni vorsins englar anda í óslökkvandi glœður og krýnd og heilög ástin eina öllum löguni rœður. Þetta em tilfinningar sem blunda í hverri sál. Hver og einn hlýtur því að mæta sjálfum sér þegar hann sest nið- ur í Samkomuhúsinu og ætti aó finna samhljóm með skáldinu í eigin sál.“ - Leikrit sem byggt er nær eingöngu á ljóðum hlýtur að hafa nokkra sérstöðu? „Já, það segir sig sjálft að þetta er ekki „venjulegt“ leikrit með ákveðinni framvindu og fléttu. Þá komum við enn og aftur að því að þetta á ekki að vera endursköpun á persónu Davíðs eða endursögn á at- burðum úr lífi, heldur tilraun til að túlka á sviói þaó líf sem ljóðin geyma, því að ljóðið er líf, og lífið er ljóó.“ KLJ Aðalfundur Golfklúbbur Akureyrar boöar til aðalfundar laugardaginn 28. Janúar nk. að Jaðri ki. 14.00. Auk venjulegra aðalfúndarstarfa samkvæmt lögum félagsins, verður tekin fyrir tillaga til lagabreytinga sem liggur frammi á fundarstað. Stjórnin. Kaffihlaðborð alla sunnudaga PKafiBrlv Lindin við Leiruveg sími 21440. _____________________r Húsavíkurkaupstaður Leikskólastjóri Staða leikskólastjóra við nýjan leikskóla sem verið er að koma á fót hjá Húsavíkurkaupstað er hér með auglýst laus til umsóknar. Leikskólastjóra er ætlað að koma til starfa sem fyrst og taka þátt í að skipuleggja hinn nýja leikskóla. Sam- kvæmt lögum nr. 78/1994 um leikskóla skal leikskóla- stjóri hafa menntun leikskólakennara. Laun samkvæmt kjarasamningum leikskólakennara. Umsóknum skal skila á bæjarskrifstofuna á Húsavík, Ketilsbraut 9, 640 Húsavík fyrir 1. febrúar nk. Upplýsingar veita bæjarstjóri eða bæjarritari í síma 96- 41222. Bæjarstjórinn á Húsavík. unnat 16) 22214. Krónunni,

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.