Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1994, Síða 6
Fréttir
Slysagildra í grjótvamargarði við Faxaskjól:
Níu ára drengur fastur í
djúpri og þröngri gjótu
- staðurinn vinsælt leiksvæði bama og fleiri gj ótur í flæðarmálinu
„Drengurinn virtist alveg lokaður
niðri í þessari gjótu. Það virtist úti-
lokað að ná honum upp. Lögreglan,
sem kom þarna, kallaði til hans og
baö hann að reyna að koma upp á
sama stað og hann fór niöur en hann
kvaðst alveg lokaður inni og ekki
komast upp. Eftir talsverðan tíma
tókst lögreglunni á óskiljanlegan
hátt að smokra piltinum upp um
þetta litla op,“ sagði sjónarvottur að
því þegar 9 ára piltur festist í gjótu
sem varö til þegar gijótvamargarður
var hlaðinn utan um dælustöð
Reykjavíkurborgar við Faxaskjól.
Við vettvangskönnun kom í ljós
þröng gjóta í gijótvarnargarðinum
við norðurhlið stöðvarinnar. Gjótan
er um þriggja metra djúp og stallur
í henni á um tveggja metra dýpi. Lít-
0 börn eru oft að leik þarna og geta
þau hæglega fallið niður í hana eða
fest sig í henni ef þau skríða niður í
hana. Umrædd gjóta er ofan sjávar-
máls en við nánari skoðun komu í
ljós fleiri gjótur í fjöruborðinu og ef
barn festist í þeim þyrfti ekki að
spyija að leikslokum.
„Þaö hefur áður verið kvartað und-
an þessu og það er nauðsynlegt að
ráða bót á þessu því þetta er lífs-
hættulegt. Þarna eru börn að leik og
þetta er ekki í fyrsta skipti sem við
erum kallaðir til aðstoðar þarna,“
sagði Gylfl Jónsson lögreglufulltrúi
í samtah við DV.
Guðbjartur. Sigfússon, yfirverk-
fræðingur hjá gatnamálastjóra, sagði
í samtali við DV að gijótvarnargarð-
urinn væri nýlegur og hann hefði
verið hlaðinn undir eftirliti. Þess þetta. Hann sagðist ætla að kanna koma málum þannig fyrir að hætta
vegna væri erfiðara en ella að skilja málið og að sjálfsögðu yrði reynt að stafaöi ekki af.
piltinum upp um þetta litla op,“ sagði sjónarvottur að því þegar 9 ára
drengur festist í gjótu i grjótgarði sem umlykur dælustöð Reykjavíkur-
borgar við Faxaskjól. Á myndinni sést hve gjótan er djúp og þröng en
blaðamaður DV seig niður í hana og átti í miklum vandræðum með að
komast upp aftur. Á innfelldu myndinni sést dælustöðin og umhverfi
hennar. DV-myndirSveinn
Stjórn Félags islenskra bókaútgefenda og framkvæmdastjóri, f.v.: Bragi
Þórðarson, Hörpuútgáfunni, Arnbjörn Kristinsson, Setbergi, Halldór Guð-
mundsson, Máli og menningu, Jóhann Páll Valdimarsson, Foriaginu, Frið-
rik Friðriksson, Almenna bókafélaginu, Jóhannes Oliversson, Skuggsjá,
Anna Sverrisdóttir, Vöku-Helgafelli, Ásgeir Guðmundsson, Námsgagna-
stofnun, og Vilborg Harðardóttir framkvæmdastjóri. DV-mynd ÞÖK
Útlit fyrir samdrátt og verðhækkun í bókaútgáfu:
Farið verður varlega
í allar verðhækkanir
- segir formaður Felags íslenskra bókaútgefenda
„Það kom fram eindreginn vilji
allra bókaútgefenda að stilla bóka-
verði í hóf á komandi vertíð. Þó ein-
hver hækkun eigi sér stað verður
farið mjög varlega í allar verðhækk-
anir,“ sagði Jóhann Páll Valdimars-
son, formaður Félags íslenskra bó-
kaútgefenda, við DV.
Ný stjórn félags bókaútgefenda hélt
sinn fyrsta fund á fimmtudag. Á
fundinum var samdráttur í bókaút-
gáfu ekki ræddur sérstaklega en ef
marka má hljóðið í mönnum virtist
heldur vera útlit fyrir samdrátt en
hitt.
„Á næstunni mun félagið snúa sér
til allra bókaútgefenda til að kanna
umfang Bókatíöinda. Fyrst eftir að
svör hafa fengist getum við fullyrt
eitthvað um samdrátt og þá hversu
mikill hann verður.“
Varðandi verðhækkanirnar sagði
Jóhann Páll að útgefendur gætu ekki
tekið virðisaukaskattinn á sig aö
fullu annað árið í röð, auk þess sem
verð á pappír hefði hækkaö erlendis
frá. Þess bæri þó að gæta að fram-
leiðsluverð bóka væri mismunandi
og því misjafnt hvaða bækur hækk-
uðu.
íþróttarásin Eurosport dottin út:
Næst einungis með
mjög stórum diskum
íþróttarásin Eurosport næst ekki
lengur með notkun hefðbundinna
gervihnattamóttakara, þ.e. diskum
sem eru.1,2 til 3 metrar í þvermál.
Til að ná stöðinni á eigin vegum þarf
nú mun stærri og dýrari disk. Sá
möguleiki er svo opinn sem fyrr að
gerast áskrifendur að Fjölvarpinu
sem sendir Eurosport út.
Hjá fyrirtækinu Elnet, sem hefur
sérhæft sig í gervihnattasjónvarpi,
örbylgjusendingum og tengdum bún-
aði, fengust þær upplýsingar að
Eurosport væri nú sent frá öðrum
gervihnetti, Astra C í stað Astra A
áður. Þótt báðir hnettirnir séu á
sömu breiddargráðu er útilokað að
ná Europsortsendingum Astra C þar
sem sendigeisla hans er beint að Suð-
ur-Evrópu.
Eurosport er einnig sent frá gervi-
hnöttunum Eutelsat 2F1 og Thor. Sá
fyrrnefndi beinir geisla sínum hins
vegar að austurhluta Evrópu og sá
síðarnefndi sendir þröngan geisla á
Skandinavíu. ísland er því úti í kuld-
anum í öllum tilvikum nema notast
sé við um 7 metra diska eða stærri.
Milliuppgjör Granda:
103 milljóna
króna hagnaður
Á fyrstu sex mánuðum þessa árs
varð ríflega 103 milljóna króna
hagnaður af rekstri Granda hf. Það
er um 52 milljóna króna meiri
hagnaður en á sama tíma í fyrra
þegar hann nam 51 milljón. Brynj-
ólfur Bjarnason forstjóri sagði við
DV að þessi útkoma væri aðeins
lakari en áætlanir hefðu gert ráð
fyrir en væri engu að síður viðun-
andi.
Áætlanir Granda gera ráð fyrir
að fyrirtækið skili um 200 milljóna
króna hagnaði eftir þetta ár. Brynj-
ólfur sagði að það ætti að nást und-
ir eðlilegum kringumstæðum.
Rekstrartekjur Granda fyrstu sex
mánuðina voru 1850 milljónir sem
er 18% aukning frá sama tíma í
fyrra. Heildarskuldir eru 3,3 millj-
arðar og hafa aukist um 440 millj-
ónir frá áramótum. Munar þar
mestu um frystitogarakaup og
hlutabréfakaup í Þormóði ramma.
Eigið fé Granda eftir fyrstu sex
mánuðina er 1554 milljónir, þar af
er hlutafé upp á rúman 1 milljarö.
Markaðsvirði hlutaíjár er í kring-
um 2 miUjarðar króna.
MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 1994
Sandkom dv
spila
Framkvæmda-
stjóri Sjallansá
Akureyrihefur
séðástasðutil
aðbiðjastopin-
tKTleuaafsök-
unaráfram-
komubassa-
leikarahljóm-
svcitarinnar
Nýdönskeftir
aö hljómsveitin
lék þar í húsinu um verslunar-
mannahelgina. Bassalcikarinn var
mjög ósáttur við aö fá ekki gistíngu
á hóteli en hij ómsveitin hafði fengið
imii á góðu gístiheimili í bænum.
Framkvæmdastjórinn segir að
ástand mannsins iiafi verið þess eðlis
þegar Ieið á dansleikinn að engu tauti
hafi verið við hann komið og setti
bassalcikarim punktinn yflr i-ið mcð
því að yfirgefa sviðið löngu áður en
dansleiknum átti að Ijúka og skUdi
hljóinsveitina eftír óstarfhæfa. Held-
ur eru þeir að vcrða, .flottir á því'
poppararnir sumir, þykir manni.
I ruslafötuna
Þjónustuskráin
1994erheitiá
símaskrásom
gefinhefurver-
iðútáAkur-
eyriaffélags-
skapþaríbæn-
um. Ljóst virð-
istaðhöndum
hafiveriðkast-
aðtilþessarar
útgáfuþvítvö
fyrstu símanúmerin sem sandkorns-
ritari leitaði uppi í skránni reyndust
vera röng. Þjónustuskráin á að gilda
fyrir allt 96-svæði Pósts og síma en
ekki tók betra við þegar leita átti að
ákveðnu simanúmeri sem heyrir
undir Kópasker. Þá kom í ljós að
símanúmer á Kópaskeri voru ekki i
skránni. Nú var tekin upp rannsókn-
arblaðamennska og þá kom í Ijós að
í skrána vantaði eínníg símanúmer á
Raufarhöfn og Þórshöfn. Þetta hlj óta
aö þykja undarleg vinnubrögð því
ekki er vitað til annars en þessi sveit-
arfélög tilheyri enn 96-svæði Pósts og
síma. Og þjónustuski'áin hafnaði í
ruslafótunni.
Allir alkóhólistar
Húsvíkingar
áttutilskamms
tímaíhinum
mestuerfið-
leikumhygðust
þeírfásér
áfengi. Engin
áfengisútsaia
varástaðnum
og barinn á hót-
eh bæjarins
nkkiopinn
nema af og til og menn oft þyrstir. í
15 ára afmælisblaði Víkurblaðsins á
dögunum voru endurbirt ýmis um-
mæh sem áður höiðu hirtst í blaðinu
og þar sagði Snaídis Gunnlaugsdóttir
(systir Hrafns) um vínsölubann á
dansleikjum á Húsavík: „Mér varð á
að spyrjaeinn veislugesta(Húsvíking
i 7 ættliði) hvers vegna ekki væri
hægtaðkaupavinábarnum. „Ertu
alveg vitlaus manneskja, þá yrðu all-
ir Húsvíkingar alkóhólistar," drafaöi
i viðmælanda mínum um leið og
hannhikstaði.“
bruggstöðin
Snædisergill
SigurjóniBene-
diktssyni,
rannlækni á .
Húsavík.sem
léiunhvcrju
>umi hafaefiir
scraðllúsavík
værimesta
bruggstoð
norðanAlpa-
ftaha.Bæjar-
fuhtrúar voruekkipar hrifnir og
gagnrýndu þessi ummælí Sigurjóns.
Að því loknu birti Víkurblaðiö svo
ummæli Maríu Krisftánsdóttur sem
var óhress með gagnrýni bæjarfuh-
trúanna: „Ogaðþað skuh gerast í bæ
þar sem ákveðnir sýslumenn hafa
jaftivel verið teknir í dýrölingatölu
vegna umburðarlyndis gagnvart
bruggurum finnst mér ansi skond-
ið,“ sagði María. - Svona hafa þeir
haft það í gegnum tíðina, Þingeying-
ar. Þeir kunna að koma orðum að
hlutunum og skafa ekkert utan af
þeím.