Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1994, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1994, Síða 17
16 FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1994 FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1994 25- íþróttir____________________ Opna GoHheimamótið Opna Golfheimamótið verður haldið hjá Golfklúbbnum Keili í Hafharíirði á morgun. Keppnis- fyrirkomulagið er 18 holu högg- leikur og verða veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Skráning í mótið er í golfskálanum í síma 653360. Lalas skoraði mark Bandaríski landsliösmaðurinn í knattspyrnu, Alexi Lalas, sá með geitaskeggið, skoraði sitt fyrsta mark fyrir Padova þegar liðiö vann 1-0 sigur á Inter Milano í itölsku bikarkeppninni í fyrrakvöld. Þessi sigur dugði þó skammt því Inter vann fyrri leik- inn, 3-0, og fer áfram. Þjálfari Toríno rekinn Þjálfara ítalska 1. deildar liðs- ins Torio, Rosario Ramptanti, var í gær vikiö frá störfum. Stoichkov og Bebeto Búlgarski landsliðsmaðurinn Hristo Stoichkov hjá Barcelona og brasilíski landsliðsmaðurinn Beberto hjá Deportivo leika sína fyrstu leiki á keppnistímabilinu með félögum sínum um helgina. Stoichkov kemur úr þriggja leikja banni og Bebeto er kominn eftir frí sem hann tók eftír HM. Vesturlandsmótið Síðarí leikur Vesturlandsmóts- ins í körfuknattleik fer fram á Akranesi í kvöld klukkan 20. Akranes og Skallagrímur mætast þar en Skallagrímur vann fyrri leikinn, 84-64, og má því tapa með 19 stigum í kvöld. Snæfell tók ekki þáttí mótinu aö þessu sinni. Öruggt hjá Njarðvik Njarðvíkingar unnu öruggan sigur á Haukum, 88-68, í Reykja- nesmótinu í körfuknattleik í gær- kvöldi. ÍS vann Leikni ÍS sigraði Leikni, 93-75, í Reykjavíkurmótinu í körfuknatt- leik í gærkvöldi. Allteftirbókinni Víkingur vann Ármann, 24-19, Fram vann Fylki, 30-22, og KR vann ÍR, 26-18, í Reykjavíkurmóti kvenna í handbolta í gærkvöldi. ÓvænttapÖrebro íslendingahðið Örebro, sem er efst í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, tapaði óvænt fyrir 1. deildar hðinu Brommapojk- ama, 2-1, í sænsku bikarkeppn- inni í gærkvöldi. Povlsenúrleik Flemming Povlsen, danski landsliðsmaöurinn hjá Dort- mund. er með rifin krossbönd í hné og leikur ekki knattspyrnu næsta hálfa árið. TBR sigraði TBR sigraði Nadir frá Spáni, 4-3, í fyrsta leik sínum í Evrópu- keppni félagshða i badminton sem nú stendur yfir í Tékklandi. TBR mætir Gautaborg frá Sví- þjóð og Liuilin frá Búlgaríu í dag. Styrktarleikur á ísafirði ísfirðingar mæta Keflvíkingum í körfuknattleik á fsafirði klukk- an 14 á morgun en ágóöinn af leiknum rennur til fsafjaröar- kirkju og Egils Fjeldsted, leik- manns KFÍ, sem nýlega slasaðist alvarlega í bilslysi. Leikið í Hafnarfirði Leikur Vals og Hauka í Nissan- deildinni í handknattleik á sunnudagskvöldið verður leikinn í Strandgötu í Hafnarfiröi, en ekki á Hlíðarenda eins og til stóð. DV DV Meistarar Vals í barningi gegn nýliðunum - sigruðu HK1 Austurbergi, 20-17 Víðir agurðsson skrifar: íslandsmeistarar Vals lentu í meiri barningi með nýliða HK en flestir bjuggust við í lokaleik fyrstu umferð- ar Nissan-dehdarinnar í handknatt- leik sem fram fór í Austurbergi í gærkvöldi. Valsmenn höfðu þó und- irtökin nánast allan tímann og sigur þeirra var ekki í teljandi hættu í seinni hálfleik, en djúpt var á meist- aratöktunum gegn baráttuglöðum Kópavogsbúunum. Lokatölur urðu 20-17. „Ég er fegnastur því að hafa sigrað því viö höfum alltaf átt í erfiðleikum með HK-liðið. Það spilar langar sókn- ir, við vorum því mikiö í vörn og þaö reynir á þolinmæðina. Okkar spila- mennska bar líka keim af því að við höfum æft í þröngu húsnæði að und- anförnu og það var eins og hugsunin væri of þröng fýrir vikið,“ sagði Þor- björn Jensson, þjálfari Vals, við DV eftir leikinn. Þó Valsliðið hafi verið langt frá sínu besta er greinilegt að þaö verður ihsigranlegt í vetur. Það er með góða breidd af sterkum útispilurum og ekki amalegt að eiga Júhus Gunnars- son að fyrst Ólafur Stefánsson er frá fram eftir vetri. Guömundur Hrafn- kelsson er samur við sig í markinu. HK á án efa erfiðan vetur framund- an en getur strítt flestum liðum. Þar vakti ung skytta, Gunnleifur Gunn- leifsson, mesta athygli, ásamt horna- manninum Hjálmari Vilhjálmssyni, og Óskar Elvar Óskarsson er mið- punkturinn í leik liösins að vanda. Valur - HK (11-9) 20-17 0-1, 2-3, 5-3, 8-5, 9-8, 10-9, (11-9), 13-9, 15-11, 16-13, 19-14, 20-15, 20-17. Mörk Vals: Valgarö Th. 5, Julíus G. 5, Jón Kr. 4, Geir Sveins. 2, Dagur Sig. 2, Finnur J. 1, Frosti G. 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 12/1. Mörk HK: Gunnleifur G. 8/3, Hjálmar V. 4, Már Þ. 2, Óskar Elvar 1, Jón Bersi 1, Alexander A. 1. Varin skot: Hlynur Jóh. 8, Baldur Baldurss. 5/2. ' , Dómarar: Egill Már og Örn Markússynir, sæmilegir. Áhorfendur: Um 300. Maður leiksins: Guðmundur Hrafnkelsson, Val. Jón Kristjánsson, Valsmaður, er stöðvaður af HK-ingunum Jóni Bersa Ellingsen og Eyþóri Guðjónssyni fylgist Igor Knec, hinn tékkneski þjálfari HK, með sínum mönnum. i leik liöanna i Austurbergi í gærkvöldi. Á litlu myndinni DV-myndir ÞÖK Ný bók í tilefni af 50 ára afmæli ÍBR: íþróttir í Reykjavík Komin er út bókin íþróttir í Reykjavík sem íþróttabandalag Reykjavíkur hefur gefið út í tilefni 50 ára afmæhs ÍBR sem var 31. ágúst síðastliðinn. Höfundur bókarinnar er Sigurður Á. Friðþjófsson, blaða- maður, en hann var fenginn til að vinna bókina og skrá sögu iþrótta- hreyfingarinnar i Reykjavík og þátt ÍBR í þeirri sögu fyrir tveimur árum. í bókinni er saga íþróttahreyfing- arinnar á íslandi rakin frá upphafi til dagsins í dag. Sagt er frá frumherj- um hreyfingarinnar, nánum tengsl- um íþrótta við sjálfstæðisbaráttu þjóöarinnar, hvemig einstakar íþróttagreinar bárust til landsins, afreksfólki á leikvangi innanlands sem utan, grettistaki sem íjölda- hreyfing áhugafólks lyfti þegar það skapaði íþróttaaðstöðu í höfuðborg- inni og bjó í haginn fyrir komandi kynslóðir svo eitthvað sé nefnt. Þá er fjallað um setningu íþróttalaga árið 1940 og stofnun ÍBR í kjölfar þeirra árið 1944. í bókinni er skrá yfir íþróttafélög í Reykjavík frá því að Skotfélag Reykjavikur var stofnað 1867 th dagsins í dag. íþróttir í Reykjavík er 537 síður að lengd og hún prýdd fjölda mynda úr íþróttasögu Reykjavíkur. Bókin skiptist í níu kafla, auk ávarpa borg- arstjóra, forseta ÍSÍ og formanns ÍBR. í ritnefnd voru Ari Guðmundsson, formaður ÍBR, Þórður Jónsson gjald- keri ÍBR og Sigurgeir Guðmannsson, framkvæmdastjóri ÍBR. Bókin kostar 6.000 krónur og mun hún fást í stærstu bókaverslunum Reykjavíkur auk þess sem hægt er að nálgast hana á skrifstofu ÍBR í Laugardal. , v'ÞRúrnR í REVKJAVÍK Björgvin Sigurbergsson fær stiga- meistaratitilinn i golfi. Sigurpáll missti af stigameistaratitlinum - síöari dagurinn 1 Eyjum ógildur Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii Stjóm Golfsambands íslands hefur kveðið upp þann úrskurð að síðari dagur stigameistaramótsins, sem fram fór í Vestmannaeyjum 4. sept- ember, gildi ekki í stigakeppni Golf- sambandsins og þýðir þessi ákvörð- un það að íslandsmeistarinn Sigur- páh Sveinsson frá Akureyri verður af stigameistaratitlinum en hann fer til Björgvins Sigurbergssonar, GK. Ástæðan er sú aö veður í Vest- mannaeyjum þennan dag var mjög slæmt og sem dæmi um það er að erfiðleikastuðull dagsins var ll höggum hærri en erfiöleikastuðuU vaUarins. Spilurum mótsins var gerð grein fyrir því fyrirfram að 18 hol- urnar, sem leiknar væm þennan dag, ghtu ekki í stigameistarakeppn- inni, en þó varð úr einhver misskUn- ingur og gefið var út að Sigurpáll væri stigameistari. Björgvin Sigur- bergsson, GK, er hins vegar stiga- hæstur karla með 348 stig, Sigurpáll Sveinsson, GA, með 343 og Birgir Leifur Hafþórsson, GL, þriðji með 339 stig. í kvennaflokki hlaut Karen Sæv- arsdóttir, GS, 271 stig, Þórdís Geirs- dóttir, GK, 239 og Herborg Amars- dóttir, GR, 238 stig. spáir í leiki 18. og síðustu umferð- ar TrópídeUdarinnar í knatt- spymu sem fram fer á laugardag- inn og heíjast aUir leikimir klukkan 14. Akranes-ÍBV 3-1 Skagamenn sýna þarna og sanna að þeir séu verðugir Islands- meistarar og vinna ömggan sig- ur. Þór-Keflavík 2-2 Því miður duga þessi úrslit skammt fyrir Þórsara. Það er margt sem hefur spilað inn í hjá þeim í sumar en þeir ná sér von- andi á strik sem fyrst. Valur-KR 1-1 Það mun vanta marga fastamenn í bæði hð en ungir, efnilegir og frískir strákar fá þá að spreyta sig og þetta gæti orðið mjög skemmtUegur leikur. Stjarnan-UBK 1-1 Ég hef trú á að Stjaman muni bíta vel frá sér og þegar endan- lega er ljóst að hðið er falUÖ spila leikmenn Uðsins undir minni pressu. Það kæmi mér ekki á óvart efStjörnumenn ynnu þenn- an leik. Fram-FH 2-3 FH hefur haft ágætt tak á Fram og Framararnir hafa verið í vandræðum með vörn sína í allt sumar en skorað mörk jafnframt. FH vinnur nauman sigur en ekki er ósennUegt að jafntefli verði niðurstaðan. Verkefni fyrir íslenska körfuboltadómara: Helgi og Leifur dæma Evrópuleiki Tveir íslenskir körfuboltadómarar þeir Helgi Bragason og Leifur S. Garðarsson, sem báðir hafa FIBA-réttindi eða alþjóðleg körfuboltadómararskírteini, hafa fengið úthlutað dómaraverkefnum í Evrópu- keppnunum í körfuknattleik. Helgi mun dæma tvívegis í Frakklandi. Fyrri leikurinn er 5. október og er það viðureign Racing Basket París frá Frakk- landi og SC Beira-Mar frá Portúgal í Evr- ópukeppni félagsliða i karlaflokki. Daginn eftir mun hann dæma leik US Orchies frá Frakklandi og Fide Finanz frá Sviss í Evr- ópukeppni bikarhafa í kvennaflokki. Leifur mun dæma tvo leiki í Belgíu sem báðir eru í Evrópukeppni félagshða í karlaflokki. Fyrri leikurinn er 27. sept- ember og viðureign belgíska liðsins Boigé- lot og Ulken Genclik frá Tyrklandi og sá síðari er viðureign GO Pass Pepinster frá Belgíu og Casa San Fernandez frá Spáni og fer hann fram daginn eftir. Upphaflega átti Kristinn Albertsson að dæma þessa leiki en vegna anna í starfi átti hann ekki heimangengt. Pétur Hrafn fyrsti alþjóðlegi eftirlitsmaðurinn íslendingar eignuðust á dögunum fyrsta alþjóðega eftirhtsmanninn í körfuknatt- leik en það er Pétur Hrafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri KKÍ. Pétur sótti nám- skeið á Kýpur og er yngsti starfandi eftir- litsmaðurinn í dag. Þrjárá HMíhálfu maraþoni Þrjár íslenskar frjálsíþróttakonur, þær Martha Ernstdóttir, Anna Coss- er og Hulda Pálsdóttir, ahar úr ÍR, taka þátt í heimsmeistaramótinu í hálfu maraþoni sem fram fer í Ósló í Noregi á laugardaginn. Taka þær þátt í sveitakeppni héimsmeistara- mótsins auk þess sem þær keppa sem einstaklingar. Martha á íslandsmetið í hálfu maraþoni 1:12,01 klst. sem hún setti í Reykjavíkurmaraþoni í ágúst. Birgir Guðjónsson, læknir og for- maður laga-og tækninefndar FRÍ, sér um skipulag og eftirlit með lyfjapróf- Martha Ernstdóttir keppir á HM í Noregi um um á mótinu fyrir hönd Alþjóða- helgina ásamt tveimur öðrum úr ÍR. frjálsíþróttasambandsins. ______________________________________________Iþróttir Holland-ísland í Evrópukeppni kvenna í knattspymu: Kemst íslenska liðiðáfram? Ingibjörg Hinriksdóttir, DV, Hollandi: íslenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu hélt utan til Hollands í gær- morgun þar sem þaö mun spila síð- ari leik sinn gegn Hollendingum í Evrópukeppni kvennalandsliða á morgun, laugardag, í Rotterdam. Leikurinn gegn Hollendingum er gríðarlega mikilvægur fyrir íslenska liðið. íslensku stúlkurnar sigruðu Hollendinga hér heima 2-1 og Grikki 3-0. Með sigri á Hollendingum tryggja þær sér sigur í riðlinum og leika gegn Englendingum um sæti í úrslitakeppni Evrópukeppni kvennalandsliða á næsta ári. Hollendingar og Grikkir hafa leikið báða leiki sína og sigruðu Hollend- ingar í þeim 2-0 og 4-0. Möguleikar íslenska liðsins eru því ekki úr sög- unni þó svo að leikurinn gegn Hol- lendingum tapist með minnsta mun því meö góðum sigri gegn Grikkjum má knýja fram sigur í riðlinum. Leikurinn verður áreiðanlega þungur fyrir íslenska hðiö enda er hohenska liðið tahð vera meðal sex bestu í Evrópu. Mikilvægúr leikur fyrir íslenskan kvennafótbolta „Það er annaðhvort að duga eða drepast gegn Hollendingum. Sá leik- ur skiptir meira máli fyrir íslenskan kvennafótbolta heldur en nokkur annar hingað th. Ef viö töpum gegn Hollendingum verðum við aö vinna Grikkina þannig aö markatalan verði okkur í hag. Annars er ég bjart- sýn fyrir Hohandsleikinn, leikurinn gegn pressuliðinu um síðustu helgi vakti okkur og það er bara vonandi að liðið nái úr sér þessari þreytu sem virtist hrjá það í þeim leik. Við ætlum okkur ekkert annað en sigur og ef við náum öllum mann- skapnum heilum þá er það raunhæf- ur möguleiki og ég spái því að við vinnum, 2-1,“ sagði Asta B. Gunn- laugsdóttir við DV. Logi Ólafsson landsliðsþjálfari tók 17 leikmenn með í ferðina eða einn leikmann aukalega fyrir utan 16 manna hóp. Ástæðan er sú að meiðsli hrjá nokkra leikmenn auk þess sem Ásthildur Helgadóttir er með gult spjald á bakinu og fái hún annað spjald gegn Hollendingum þá verður hún i banni gegn Grikkjum á mið- vikudaginn. Guðrún Jóna Kristjánsdóttir er meidd og ólíklegt er að hún verði í byrjunarliðinu gegn Hollandi. Þá er Sigfríður Sophusdóttir markvörður veik en ætti að vera leikfær. Fylgst með íslensku stúlkunum - þjálfari Fortuna Hjörring vill annan leikmann frá íslandi Ingibjörg Hmriksdótlir, DV, Hollandi: Á meðal áhorfenda á Evrópuleik Hollands og íslands í Rotterdam á morgun verður þjálfari danska úr- valsdeildarliösins Fortuna Hjörring. Hann er að leita að öflugum varnar- manni eða miðjumanni og hefur mikinn hug á að fá einhverja af ís- lensku landsliðsstúlkunum th hðs við sig. Auður Skúladóttir úr Stjörnunni byrjar aö leika með Fortuna um næstu mánaðamót, eins og áður hef- ur komið fram, og þjálfarinn vill endilega fá aðra íslenska stúlku við hlið hennar. „Komið ekki með Cantona“ - mlkil spenna fyrir leik Galatasaray og Man. Utd Manchester United og Galatasaray frá Tyrklandi leika í Evrópukeppni meistaraliöa í knattspyrnu í Tyrklandi í næstu viku og bíöa menn eftir leiknum með mikilli eftirvæntingu. Ldðin drógust saman í fyrra og þá höfðu Tyrkimir betur. Eric Cantona var í kjölfarið dæmdur í fjögurra leikja bann í Evrópukeppninni en hann fékk óblíðar móttökur í leiknum og effir hann hjá tyrkneskum lögreglu- þjóni sem sló th hans. Tyrkirnir eru ævareiðir og segja það betra að Eric Cantona verði heima við er hðin leika í næstu viku. Svo almenn er reiöi Tyrkja i garð Frakkans að einn af forráðamönnum tyrkneska knattspyrnusambandsins hefur blandað sér í umræður í fjölmiðlum um leikinn og atað Can- tona auri með ótrúlegum svívirðingum. Tyrk- irnir segja að Cantona hafi líthlækkað leikmenn Galatasaray inni á leikvellinum. Þeir séu honum bálihir og vegna framkomu hans beinist reiði leikmanna tyrkneska hðsins nú einnig að öhu Uði Manchester United. „Það er vissara fyrir Manchester United að koma ekki hingaö meö Cantona imianborðs. Hann verður í leikbanni og ég myndi ekki hafa hann með í flugvélinni hingað ef ég væri Alex Ferguson. Ef hann kemur þá myndi ég ráðleggja honum að vera ekki einn úti á götu innan um almenning hér í Tyrklandi," sagði einn stuðningsmanna Galatasaray á dögunum. Annar sagði; „Við viljum að lið sem hingað koma taki ósigri eins og um sanna íþróttamenn sé að ræða. Eric Cantona er ekki sannur íþrótta- maður og hreint ótrúlega rætinn knattspymumaður. Þaö hafa komið hingað stórlið og tapað og engin vandamál skotiö upp kohinum í kjölfar- ið. En þegar Manchester United kom hingað kom í ljós aö leikmenn liðs- ins kunnu ekki að tapa. Og fremstur í flokki var Eric Cantona. Ég vona að hann hafi vit á þvi aö verða eftír heima í næstu viku.“ Jankovic íslenskur? Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: Mhan Jankovic, hinn öflugi serbneski knattspymumaður úr hði 2. deildar- meistara Grindavíkur, hefur í hyggju að sækja um íslenskan ríkisborgara- rétt. Það myndi gefa Grindvíkingum svigrúm til að fá th sín tvo erlenda leik- menn fyrir 1. deildar keppnina á næsta ári, en samkvæmt heimhdum DV hafa þeir hug á að styrkja hð sitt verulega. EM í götubolta: ísland náði sjöunda sæti Evrópumótið í Adidas Street- ball, götubolta í körfuknattleik, fór fram á dögunum í Berlín. 20 þjóðir sendu lið til keppninnar og lék hvert hð 8 leiki. íslenska hðið hafnaði í 7. sæti á mótinu sem er mjög góður árang- ur. Þjóðverjar sigruðu, Spánverj- ar komu næstir og í þriðja sæti varð lið Frakka. íslenska hðið sem lék á mótinu skipuðu þeir Helgi Guðfinnsson, Bergur Már Emilsson og Baldvin Johnsen, en þeir skipuðu sigurliðið á Adidas Streetball sem fram fór í Reykja- vík 4. júní sl. Grantsamdivið Orlando Magic Horace Grant hefur skipt um félag í NBA-deildinni í körfu- knattleik. Grant lék síðustu árin með Chicago Bulls en er nú geng- inn th liðs við Shaquhle O’Neal og félaga í Orlando Magic. Grant lék með Ah-Star liðinu í fyrra og er geysilega öflugur leik- maður sem mun styrkja hð Or- lando mikið. Fyrir flutninginn fékk Grant um 1,4 mhljarða eða um 470 milljónir á ári. Vilja losna við Trevor Francis Gengi Sheffield Wednesday hef- ur verið slakt í ensku knattspyrn- unni þaö sem af er sparktíöinni ensku og nú þegar er farið að hitna undir afturendanum á Tre- vor Francis framkvæmdastjóra. í enskum fjölmiðlum hafa leik- menn hðsins sagt að best sé fyrir félagið að Francis fari, og það sem fyrst. Þessir leikmenn hafa hins vegar ekki þorað enn að ræða viö fjölmiðla undir nafni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.