Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1994, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1994 Fréttir Er Jóhanna Sigurðardóttir að skapa sér stöðu til uppgjörs við Alþýðuflokkinn? Lýsir refskap Olaf s Ragn- arsaðdetta þetta í hug - segir Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður „Ég verð að játa aö ég hef ekki svona mikið hugmyndaflug. Mér finnst það lýsa best refskap Ólafs Ragnars Grímssonar aö láta sér detta svona lagað í hug. Auðvitað er eng- inn fótur fyrir þessu. Ég er að stofna hér til nýrrar hreyfingar sem er byggö á öðrum áherslum en gömlu stjórnmálaflokkamir og mér dettur ekki í hug að vera aö fá fólk til liðs við mig á fölskum forsendum. Á ég svo að segja við þetta fólk, gangið í Alþýðuflokkinn? Þetta er firra,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir við þeirra fullyrðingu Ólafs Ragnárs Grímssonar, formanns Alþýðu- bandalagsins, að hún hafi aðeins ver- ið að skapa sér stöðu til lokauppgjörs við Jón Baldvin Hannibalsson og Alþýðuflokkinn þegar menn héldu að hún væri að mynda fylkingu fé- lagshyggjuflokkanna. Nokkur titringur er innan Alþýöu- bandalagsins vegna þess að tveir kunnir alþýðubandalagsmenn, Ragnheiður Jónasardóttir og Sveinn Allan Morthens, hafa sagt sig úr flokknum og lýst yfir stuöningi við Jóhönnu Sigurðardóttir. Olafur Ragnar hefur verið harðorður í garð Jóhönnu og sagt hana hafa dregið sig og aðra forystumenn Alþýðubanda- lagsins á asnaeyrunum í sumar og haust. Hún sé því aðeins að skapa sér stöðu til lokauppgjörs viö Jón Baldvin. Jóhanna sagði að það hefði hrein- lega ekki hvarflað að sér að fara í eitthvert lokauppgjör við Jón Bald- vin og Alþýðuflokkinn. „Ef það verður stofnuð hér ný hreyfing sem hefur fylgi fólksins má vel vera að þessir gömlu félags- hyggjuflokkar gangi til liðs við shka hreyfingu. Ég ætla ekki að útiloka þaö. Það sér enginn inn í framtíðina með slíkt,“ sagði Jóhanna Sigurðar- dóttir. Flokksstofnim Jóhönnu: KEA og AKO-plast og POB: Kemur við alla flokka Viðræður í gang um - segir Stemgrímur J. Sigfússon, varaformaöur Alþýöubandalagsins ,Eg held að þaö eigi ekki að gera of mikiö úr þessu. Það eru þarna til- teknir einstaklingar að skipta um stjómmálaflokk og velja sér annan samastað í póhtísku starfi. Það er auðvitað eftirsjá að þessu fólki en það er alltaf einhver hreyfing á fólki. Jóhanna Siguröardóttir er aö fá til hðs við sig fólk úr flestum ef ekki öhum stjómmálaflokkunum. Menn mega ekki gleyma þvi að það er líka hreyfing í hina áttina," sagði Stein- grímur J. Sigfússon, varaformaður Alþýðubandalagsins, í samtali viö DV, aðspurður hvort Jóhanna Sig- urðardóttir væri að höggva meira í raðir Alþýðubandalagsins en ann- arra flokka. Hann sagði að í sjálfu sér væri hér ekkert meira að gerast en við var að búast. Það gæfi augaleið að tilkoma nýs framboðs mundi hafa einhverjar hræringar í fór með sér og mundi snerta alla flokkana. - Það hefur komið fram allmikil gagnrýni á þingflokkinn innan Al- þýðubandalagsins, síðast á mið- stjórnarfundi á dögunum. Hahn er sagður orðinn gamah og þreyttur. Hverju svarar þú þessari gagnrýni? „Eg tek ekki undir þessa gagnrýni. Fyrir það fyrsta er meðalaldur þing- flokks Alþýðubandalagsins í lægri kantinum. í öðru lagi varð allnokkur endumýjun á þingflokknum við síö- ustu alþingiskosningar. Þá komu tveir nýir þingmenn inn. Þetta geng- ur í bylgjum eins og menn hljóta að sjá. Þess vegna held ég að þessi gagn- rýni sé ekki sanngjörn og að benda á Alþýðubandalagið öðrum flokkum fremur í þessu efni tel ég rangt,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon. Nýtt bankaráð Seðlabankans Nýtt bankaráð Seðlabanka Islands tíl næstu fjögurra ára var kjörið á Alþingi í gær. Áöalmenn voru kjömir Ólafur B. Thors forstjóri, Davíð Scheving Thorsteinsson forstjóri, Davíð Aðal- steinsson bóndi, Kristín Sigurðar- dóttir framkvæmdastjóri og Þröstur Glafsson hagfræðingur. Varamenn vora kjörnir Hahdór Ibsen, Erla B. Hahdórsdóttir, Leo Löve, Jóhanna Eyjólfsdóttir og Margrét Heinreks- dóttir. sölu á Dagsprenti - sem er útgáfufyrirtæki dagblaösins Dags Gylfi Knstjánsson, DV, Akureyri: Viðræður Kaupfélags Eyfirðinga og fyrirtækisins AKO-plast og POB hf. á Akureyri um kaup síðar- nefnda fyrirtækisins á Dagsprenti á Akureyri, sem er útgáfufyrirtæki dagblaðsins Dags, munu hefjast nú í vikunni samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV. Kaupfélag Eyfirðinga er meiri- hlutaeigandi í Dagsprenti en aðrir stórir eigendur eru framsóknarfé- lögin á Akureyri og i Eyjafirði og er vitaö um áhuga KEA-manna að losna út úr fyrirtækinu. Rekstur Dagsprents er reyndar mjög erfið- ur vegna ofljárfestinga á síðasta áratug sem hefur farið langleiðina meö aö setja fyrirtækið í gjaldþrot og fyrirtækið á nú um tvo mánuði eftír af framlengdri greiðslustöðv- un sinni. Eigendur AKO-plast og POB munu hafa gert tilboð i Dagsprent fyrir skömmu, eða eftir að gefið var í skyn að fyrirtækið væri falt. Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga mun hafa haft þetta thboð til skoðunar og hefur stjórnin nú samþykkt að gengið verði th viðræðna við AKO- plast og POB. Ekki er ljóst hvort AKO-plast og POB vflja kaúpa Dagsprent eða koma inn í reksturinn með núver- andi eigendum eöa hluta þeirra. Skuldir Dagsprents munu vera um 80 mhljónir króna og er talið að KEA sé í ábyrgðum fyrir um helm- ingi þeirrar upphæðar. í dag mælir Dagfari Sameining í augsýn Alþýðubandalagiö og Ólafur Ragn- ar Grímsson réðu sér ekki fyrir kæti þegar Jóhanna Siguröardóttir sagði skhiö við Alþýðuflokkinn. Þaö var gott á Alþýðuflokkinn og það var gott fyrir Alþýðubandalag- ið. Nú mundi Alþýöuflokkurinn hðast í sundur og veröa að engu, meðan Alþýðubandalagið styrkti stöðu sína sem stærsti flokkurinn th vinstri. Alþýðubandalagið hefur lengi dreymt um að verða stærsti flokk- urinn th vinstri og helst að sameina aha vinstrimenn undir sínum hatti. Það hefur verið draumur vinstri- manna um árabh að sameinast undir einu merki og í einum flokki og vandamálið hefur í rauninm snúist um það eitt hvaða flokkur ætti að verða fyrir vahnu. Saga vinstriflokkanna er löng og ströng en aldrei hafa þeir gefist upp á því að sameina. Hannibal reyndi að sameina, Vhmundur reyndi að-- sameina og á sínum tíma fóra þeir Ólafur Ragnar og Jón Baldvin í fundaherferð um landið undir slag- orðinu: á rauðu ljósi og ekki komst hnífurinn á mihi þeirra. Samein- ingin var í augsýn. En einhvem veginn hefur sam- einingin dregist og það er ekki vegna þess að vinstrimenn vhja ekki sameinast. Þvert á móti. Það er mikih sameiningarhugur í því hði. Spumingin er bara sú hver sameinast hverjum og þar stendur hnífurinn í kúnni. Svo kemur Jóhanna fram á sjón- arsviðið og segir sig úr Alþýðu- flokknum og ætlar að bjóða fram sér og segist ætla að sameina vinstrimenn. Þetta er gamla góða aðferðin sem felst í því að bjóða fram sér th að bjóða fram samein- að. Vinstrimenn hafa nefnhega th- einkað sér þá aðferð aö sundrast th að sameinast. Jóhanna hefur farið um landið eins og hvítur stormsveipur og vih ekki bjóða fram með Alþýðu- flokknum. Hún hélt hins vegar marga leynifundi meö Ólafi Ragn- ari tíl að skoða sameiningu með sér og Ólafi og Ólafur var himinlifandi yfir þessum viðræðum. En Jóhanna var ekki öll þar sem hún var séö og meðan hún hélt leynifundi með Ólafi Ragnari hélt hún aðra leynifundi með fólki Ól- afs í Alþýðubandalaginu og nú hef- ur komiö í ljós að hún hefur fengið fylgismenn úr röðum Alþýðu- bandalagsins tíl aö sameinast sér th að sameina vínstrimenn. Þetia hkar þeim í Alþýðubandalaginu hla og skhja ekki hvernig Jóhanna gat gabbaö þá með sameiningu og sameiningartah undir merkjum Alþýðubandalagsins á sama tíma og hún var að sameinast fólki úr Alþýðubandalaginu, án þess að Alþýðubandalagiö væri með. Sameiningarmálin standa nú þannig að Jón Baldvin segir að sameining vinstrimanna standi mönnum til boða innan Alþýðu- flokksins. Galhnn er bara sá að það er enginn eftir í Alþýöuflokknum th að sameinast með. Ólafur Ragn- ar vih að sameiningin eigi sér staö undir merkjum Alþýðubandalags- ins, en gahinn er bara sá að fólkiö í Alþýðubandalaginu vih frekar sameinast Jóhönnu heldur en sjálf- um sér í Alþýðubandalaginu, enda verður þar brátt enginn eftir th aö sameinast þegar þeir sem vhja sameinast era famir. Jóhanna vih sameinast og sam- eina vinstrimenn og það gerir hún með því að stofna enn einn nýjan flokkinn th að fá fólk úr Alþýðu- flokknum og Alþýðubandalaginu th aö bjóða fram gegn sínum gömlu flokkum til að geta sameinast þeim. Eins og ahir sjá er sameiningin í augsýn. Hún er rétt innan seihng- ar.' Vinstrimenn hafa komið fram úr felum og segja sig unnvörpum úr sínum gömlu flokkum th að sameina þá. Jóhanna er um það bh að sameina vinstraliðið með því að segja sig úr Alþýðuflokknum og fara aftan að Alþýðubandalaginu. Það ríkir mikhl einhugur meðal þeirra sem eftir eru í þessum flokk- um. Þeir vhja sameinast allir sem einn. Hinir sem era farnir vhja sameinast, ahir sem einn. Þannig munu vinstrimenn ganga tvístrað- ir th kosninga undir því kosninga- loforði að vinstrimenn sameinist, svo framarlega sem það sé ekki undir merkjum annarra en þeirra sjálfra og undir merkjum þeirra sem hafa sagt skhið við vinstri- flokkana tíl að geta sameinað þá. Dagfari í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.