Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1994, Blaðsíða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 23. NÖVEMBER 1994
Sviðsljós
^Au palr'
Bandaríkjann
895 kr. a næsta sölustad
og ennþa ódýrari i áskrii
i síma 632 700
Ars-
hátíðin
aftur
á Hótel
Ocj Ltinoy, som citti budina moð Kate,
vcii okkí roll Vor þotta Clllt oðlilogt?
Ocj lcmoy hafði sincii cjrunsomctir ...
Sögu
Janme var sannkölluð himna-
sending - góð við börnin, hjálpsöm
og snyrtileg.
En allt i einu fór allt að ganga á
verri vog hjcí Kate. Hún var síþreytt
og gat okki lialctíð sór vakandi.
Samt voru allit svo góðir við hartö:
Matk koknir, maðurinn honnar, Janine ..
„Þetta var feiknagott opið hús hjá
okkur fyrir skömmu, þaö fyrsta á
þessum vetri, það mættu á milli 80
og 90 manns," sagði Jóhann Steins-
son í skemmtinefnd Stangaveiðifé-
lags Reykjavíkur í samtali. En með
honum í nefndinni eru líka Bjarni
Ómar Ragnarsson formaöur, Árni
Eyjólfsson og Jón Ingi.
„Rafn Hafníjörð fór á kostum á
þessu opna húsi og var með
skemmtilega frásögn og góðar mynd-
ir. Næsta opna kvöld verður 2. des-
ember og þá mun Ingvi Hrafn Jóns-
son verða með Laxalottó og þar verð-
ur líka Laxastigi. Tungufljótið verð-
ur líka rætt eitthvað. Árshátíðin
verður svo haldin á Hótel Sögu 3.
febrúar en ekki í Perlunni eins og í
fyrra,“ sagði Jóhann enn fremur.
Johann Steinsson með 15 punda lax úr Laugardalsá í Isafjarðardjúpi i
sumar sem leið. DV-mynd Bjarni
Menning_______________________________pv
Kristinn boðskapur í
óvenjulegum búningi
Hugvekjusafn þaö sem hér er til umsagnar er vissulega óvenjulegt.
Hugvekjurnar eru í formi prósaljóöa. Þær eru á einföldu máli og óhætt
er einnig að segja aö boðskapur þeirra sé einfaldur enda segir höfundur-
inn í viðauka að kristin prédikun eigi aðeins einn tilgang: að gera Jesú
Krist vegsamlegan og leiða menn til trúar á hann.
Hugvekjurnar munu flestar hafa birst áður á síðum Morgunblaðsins
og minnast margir hins sérstaka forms þeirra þaðan. Ekki er vafi á því
að formið hefur orðið til þess að fleiri hafa lesið þær en ella. Hins vegar
er hætt við aö ýmsir setji spurningarmerki við listrænt gildi „ljóðanna".
Ljóst má vera að sá er ekki tilgangur liöfundarins að búa til ljóð sem lifa
vegna listræns búnings heldur fyrst og fremst að leita nýrra leiöa til að
ná athygli lesenda með boðskap sinn. Þannig leggur sr. Jónas álierslu á
það í leiöbeiningum sínum um prédikunina i bókarlok hversu mikilvægt
sé að ná strax athygli áheyrandans (eða lesandans).
Enginn efast um einlæga trú þess sem hér flytur boðskap sinn með orð
Páls postula að leiðarljósi: „Ég ásetti mér að vita ekkert á meðal yðar,
nema Jesú Krist og hann krossfestan" (1. Kor. 2:2).
Hugvekjurnar eru flestar því marki brenndar að höfundur þeirra gerir
Bókmenntir
Gunnlaugur A. Jónsson
sér mjög far um að bryggja brú frá hinum fornu textum Biblíunnar yflr
til daglegs lífs nútíma Islendings. Nöfn á nokkrum hugvekjunum sýna
þaö vel: Áramótabrennur, Er Guð gjaldþrota?, Silli og Valdi!, þykir Guöi
vænt um vonda stráka?, Fer Guð í sumarfrí?, Umferðarreglur Guðs.
í einni þeirra er þannig komist að orði:
Hjá kirkjunni
stendur
grænn Skódi.
Sækið hann!
Ef einhver spyr,
þá svarið:
Herrann
þarf hans við.
Hér er um að ræða boðskap 1. sunnudags í aðventu, þ.e. um innreið Jesú
í Jerúsalem. Höfundurinn leggur sig hér eins og endranær fram um að
nota mjög einfalt mál og forðast skrúðmælgi. í því sambandi verð ég þó
að segja þá skoðun mína að óneitanlega stingur gegnumgangandi notkun
tvítölunnar „vér“ og „oss“ mjög í stúf við hinn einfalda stíl aö öðru leyti.
Sr. Jónas Gíslason á að baki óvenjulega fjölbreytilegan starfsferil í þágu
kirkjunnar. Um langt árabil hafði hann með höndum kennslu í kirkju-
sögu við guöfræðideild. Áður hafði hann meðal annars verið sendiráðs-
prestur í Kaupmannahöfn. Hann var kjörinn vigslubiskup í Skálholts-
stifti árið 1989. Heilsa hans leyfði þó ekki aö hann sæti eins lengi í því
embætti og vonast var til. En hug sinn til Skálholts sýnir hann með þess-
ari hugvekjubók, sem velunnari Skálholtsstaðar kostar, þannig að allt
sem kemur inn fyrir sölu bókarinnar rennur óskert til Skálholts.
Kristnir prédikarar þurfa stöðugt að leita nýrra leiða til aö ná eyrum
samtíðar sinnar. Sr. Jónas Gíslason á þakkir skildar fyrir athyglisverða
tilraun sína til þess.
Jónas Gíslason
Hver morgunn nýr
Stuttar hugleiðingar
á helgidögum ársins
Reykjavík 1994
Bridge_____________________________________________________
Vetrar-Mitchell BSÍ
Föstudaginn 11. nóvember var spilað síðasta spilakvöld Vetrar-Mitc-
hells í Sigtúni 9. Næstu fóstudaga verður spilað i nýja húsnæði Bridgesam-
bandsins að Þönglahakka 1. Umsjónarmenn Vetrar-Mitchells viþa þakka
öllum spilurum þátttökuna og vonast til aö sjá sem flesta áfram í Þöngla-
bakka. Þann 11. nóvember mættu 28 pör til leiks og voru spilaðar 10
umferöir með þremur spilum á milli para. Miölungur var 270 og bestum
árangri í NS náöu eftirtaldir:
1. Rúnar Hauksson-Benedikt Gústafsson 318
2. Eyþór Jónsson-Steinberg Ríkharösson 317
- og hæsta skor í AV:
1. Guðrún Jóhannesdóttir-Sigurður B. Þorsteinsson 326
2. Helgi M. Gunnarsson-ívar M. Jónsson 305
Bridgedeiid Rangæinga
í annarri umferð hraösveitakeppninnar fengu eftirtaldar sveitir hæsta
skorið:
1. Baldur Guömundsson 595
2. Indriöi Guömundsson 570
- staöa efstu sveita er þá þannig:
1. Baldur Guðmundsson 1159
2. Loftur Pétursson 1140
Bridgefélag SÁÁ
Þriðjudaginn 15. nóvember var spilaður eins kvölds tölvureiknaður
Mitchell og spiluð voru tölvugefm spil. Þátttaka var ágæt, 23 pör mættu
til leiks og voru spilaðar 10 umferöir með þremur spilum milli para.
Meðalskor var 270 og bestum árangri í NS náðu:
1. Bjöm Bjömsson-Nicolai Þorsteinsson 328
2. Björn Guðmundsson-Haukur Baldursson
- og hæsta skor í AV:
1. Magnús Torfason-Guöni Kolbeinsson 338
2. Magnús Þorsteinsson-Guðmundur Sigurbjörnsson
Alia föstudaga fram að 13. desember verða spilaöir eins kvölds tvímenn-
ingar en 20. desember verður jólaeinmenningur. Aðalsveitakeppni-félags-
ins veröur núna spiluð á sunnudegi, nánar tiltekið 11. desember og verð-
ur þá einnig spilað um silfurstig.