Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1994, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1994, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1994 17 ItfMÍI I vn Viðskiptalífið í hnotskurn Merming Á vængjum líknar Þeir Helgi Jóhannsson, forseti Bridgesambands íslands og Guðmundur Her- mannsson varaforseti, Friðjón Margeirsson og Valdimar Sveinsson tóku þátt í bridgemóti sem Bridgesamband íslands stóð fyrir um helgina í nýju húsnæði félagsins við Þönglabakka í Breiðholti. Mótið var mjög sterkt enda eru íslenskir bridgespilarar í fremstu röð og voru bæði heims- og Norðulanda- meistarar á meðal keppenda. Mikill fjöldi fólks heiðraði SSSól með nærveru sinni þegar hljómsveitin fagn- aði útkomu plötu sinnar Blóð nú fyrir stuttu. Fagnaðurinn var haldinn í íslensku Óperunni og á eftir tóku hljómsveitarmeðlimir á móti 500 gestum í Ingólfscafé. Þar var margt góðra gesta, m.a. þeir Einar Már Guðmundsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson sem ræddu styrki til menningarmála af miklum móð. Tónleikar á vegum íslandsdeildar Caritas voru haldnir í Kristskirkju, Landakoti, sl. sunnudag. Voru þetta styrktartónleikar þar sem söfnunarféð rann til styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, en Ca- ritas starfar innan rómversk- kaþólsku kirkjunnar og er meðal öflugustu líknarstofnana heims. Þetta góða málefni var ötullega styrkt af sumum ágætustu tónhstar- mönnum okkar, eins og berlega kom fram þegar listinn yfir fiytjendur á tónleikunum var skoðaður en aliir gáfu þeir vinnu sína. Tónleikamir hófust á fimm sálmaforleikjum eftir Bach í útsetningu Sir Harrison Birtwistle. Þau Margrét Bóasdóttir sópran og Chalumeauxtríóið fluttu og hljómaði það einkar vel í kirkj- unni sem var þéttskipuð áheyrend- um. Þetta var og vandaður flutning- ur. Svo var einnig þegar Hallfríður Tóiúist Áskell Másson Ólafsdóttir flautuleikari flutti nokkr- ar af músíkminútum Atla Heimis ofan af orgellofti, en því næst heyrð- um við nokkra unga músíknemend- ur flytja Canon eftir Pachelbel fyrir þrjár fiðlur og selló, Aríettu eftir Paul ____________Sviðsljós í hringiðu helgarinnar Koepke og Dans Plómudísarinnar úr Hnotubrjót Tsjajkovskís á flautu og kalrínettu. Var það skemmtilegt framlag til þessara tónleika. Þeir Szymon Kuran og Andrzej ipeina fiöluleikarar fluttu ásamt Úlrik Ólasyni orgelleikara Con- certo a duo í d-moll eftir Vivaldi og aðrir hstamenn, einnig af pólsk- um uppruna, þau hjón Ahna og Zbigniew Dubik, altsöngkpna og fiðluleikari fluttu ásamt Úlrik á orgelið það fagra verk Panis ang- elicus eftir César Franck. Þetta var bæði ánægjulegur og ágætur flutningur í báðum tilfell- um og kannski sérstaklega túlkun þeirra Dubik-hjóna á Franck. Tón- leikunum lauk síðan á því að leikn- ir voru tveir þættir úr Serenöðu í B-dúr, K.361 eftir Mozart. Flytjend- ur voru: Daði Kolbeinsson, óbó, Peter Tomkins, óbó, Einar Jóhann- esson, klarínett, Sigurður I. Margrét Bóasdóttir sópran. Snorrason, klarínett, Kjartan Ósk- arsson, bassett horn, Óskar Ing- ólfsson, bassett horn, Hafsteinn Guðmundsson, fagott, Rúnar Vil- bergsson, fagott, Jósef Ognibene, hom, Lilja Valdimarsdóttir, horn, og Richard Korn, kontrabassi, en Bernharður Whkinson stjórnaði. Þessi úrvals blásarasveit lauk þess- um stemningsríku og sérstöku tón- leikummeð frábærum leik, eins og reyndar vænta mátti af þeim hsta- mönnum sem hér áttu í hlut. markt TOPP 40 I HVERRI VIKU Islenski listinn er birtur i DV a hverjum fimmtudegi og á fimmtudagskvöldum á milli kl. 20 og 23 kynnir Jón Axel Ólafsson stöðu laganna á Bylgjunni og greinir frá sög- um á bakviö athyglisverða flytjendur og um á bakviö athyglisverða flytjendur og /AotjK lög þeirra. Á Bylgjunni, laugardaga milli g ' 9 kl. 16 og 19 er staða laganna 40 svo R. i l ____► * % W Jf kynnt a ny og þau endurflutt. óv EL GOÍT UTVAKP! ISLENSKI LISTINN er unninn I samvlnnu DV, Bylgjunnar og Coca-Cola ö Islandi. Mlklll fjöldl fölks tekur þátt I aö velja ISLENSKA USTANNI hverri vlku Yflrumsjön og handrlt eru I hðndum Agústs Héölnssonar, framkvæmd I hðndum starfsfólks DV en tæknivlnnsla fyrlr útvarp er unnln af Þorsteini ÁsgelrssynL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.