Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1994, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1994, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVKMBER 1994 47 Fréttir Réttarhöld vegna togvíraklippinga Norömanna: Bíðum dóms hæstarétt- ar í Hágangsmálinu „Viö munum bíöa átekta með málssókn þar til hæstiréttur í Nor- egi hefur fellt dóm í Hágangsmál- inu. Því er ekki aö leyna aö dómur- inn í undirrétti vekur okkur bjart- sýni um framhald málsins. Viö - segir útgeröarmaður togarans Blika höfum rætt saman, þeir útgerðar- menn sem áttu skip á Svalbarða- svæöinu í júnímánuði, um aö setja málið á fulla ferð ef hæstiréttur kemst aö svipaðri niöurstööu og undirréttur," segir Ottó Jakobsson, útgeröarmaöur Blika EA á Dalvík, vegna fyrirhugaðrar málssóknar útgerðar hans á hendur norsku strandgæslunni vegna togvíra- klippinga á Svalbarðasvæðinu í júní sl. Ottó segir aö þaö taki 2 til 4 mán- uði frá því dómur féll í undirrétti þar til hæstiréttur fellir dóm í mál- inu. „Viö hægðum á þessu í samráöi við lögmanninn okkar í Noregi þar sem viö töldum rétt aö bíöa niður- stööu í þessu máli Hágangs. Það er nauðsynlegt aö fá úr þessu skorið svo stjórnmálamenn okkar hafi eitthvað til aö standa á,“ segir Ottó. Akranes: Stóraukinfjár- hagsaðstoð Garðai Guðjónsson, DV, Akranesi: Fjárhagsaðstoð Akranesbæjar við fjölskyldur og einstaklinga jókst verulega milli áranna 1992 og 1993 og aö sögn Sólveigar Reynisdóttur félagsmálastjóra er ekki útlit fyrir að dragi úr þörf- inni í ár. Fram undan er erfiðasta tímabilið hvað þetta snertir. 74 einstaklingar og fjölskyldur hafa fengið aðstoð þaö sem af er árinu. „Enginn leitar til okkar nema í neyð. Þörf fólks fyrir aðstoð er mismikil og oftast er um að ræða tímabundið ástand," segir Sól- veig. Fjárhagsaðstoðin er tvenns konar, annars vegar húsaleigu- styrkir, hins vegar Iramfærslu- styrkir. 1992 nam þessi aðstoð um 5 millj. króna. í fyrra jókst hún um nær 30% og fór í 6,7 miltjónir. Sjóklæðagerðin: Starfsfólki fjölgar stöðugt Gaióar Guðjónsson, DV, Akrane3i: Ólafsfjörður: Byggja til að komaívegfyr- ir uppsagnir Helgi Jónsson, DV, Ólafefírði: Stærsta byggingafyrirtækið hér á Ólafsfirði, Tréverk hf„ hefur ráðist í að reisa stórt einbýlishús á eigin vegum til aö koma í veg fyrir uppsagnir hjá fyrirtækinu. Vigfús S. Gunnlaugsson, ffam- kvæmdastjóri Tréverks, segir að staða byggingamála i bænum sé slæm um þessar mundir, engin stór, fóst verkefni. Þvi greip hann til þess ráös aö byggja 150 m2 ein- býlishús án þess að vera öruggur um sölu. Reyndar hefur húsnæðisnefhd Ólafsfiarðar óskaö eftir að fá fleiri íbúðir í félagslega kerfinu en það verður þó ekki fyrr en eft- ir tvö ár. Vigfús er mjög óánægð- ur með þann seinagang sem orðið hefúr á afgreiðslu nefndarinnar. Getspakur Garðar Guðjónsson, DV, Ækranesi: Starfsmönnum Sjókleeöagerö- arinnar á Akranesi hefur fiölgað úr 12 í 32 síðan fyrirtækið hóf starfsemi sína í bænum fyrir 4 árum og þeim á enn eftir aö fiölga, að sögn Hrannar Norödahl fr ain- kvæmdasfióra, „Að undanfómu höfum við fiölgað starfsmönnum um 8 meö tilstyrk Atvinnuleysistrygginga- sjóðs. Styrkur sjóðsins nær til næstu sex mánaða sem geta talist eðlilegur þjálfunartími en ég geri ráð fyrir að þessir starfsmenn hafi hér áfram vinnu að því loknu," segir Hrönn. Stuðningur sjóðsins gerir það að verkum aö hægt verður að bjóða starfsfólki upp á námskeið sem veitir rétt til launahækkun- ar. Sjóklæðagerðin, sem einnig er með starfsemi í Reykjavík og á Selfossi, er hreinræktaður kvennavinnu8taður á Akranesi. ■■ > * Sjóklædagerðin á Akranesi er hreinraektaður vinnustaður kvenna. Njáll Vikar Smárason, 11 ára, var ótrúlega nærri þvi að geta sér rétt til um innihald krukku sem stillt var út, fullri af peningum, í tilefni af afmæii útibús Lands- bankans á Akranesi. Njáll Vikar giskaði á aðl krukkunni væru 35.875,15 krónur en rétta upp- hæðin var 35.580,75 krónur. Mis- munurinn var aðeins rúmlega 298 krónur. Alls giskuðu 600 manns og vanmátu fiestir inni- haldið. Njáll Vikar tekur við slgurlaunum sínum úr hendi Ólafs I. Jonsson- ar, starfsmanns bankans. DV-mynd Garðar Strandaparket í stáss- stofum höf uðborgarinnar Guðfirmur Finnbogason, DV, Hólmavflc Mikið hefur verið unnið við leit að nýjum atvinnutækifærum, ekki síst vegna samdráttar í landbúnaði, segir í skýrslu sem framkvæmdastjóri Héraösnefndar Strandasýslu, Stefán Gíslason sveitarstjóri, flutti á aðal- fundi nefndarinnar nýlega. Samráð og samstarf hefur verið haft við aðila utan héraðs í því skyni. Kannaðir hafa veriö möguleikar á ferðaþjónustu, bleikjueldi, nýtingu rekaviöar, nytjahstar og heimilisiðn- aðar svo fátt eitt sé nefnt. Þetta hefur þegar skilað því að styrkur fékkst til kaupa á stórviðarsögum í Árnes- hrepp. Þær eru famar að skila m.a. parketi úr rekaviði í stássstofur höf- uðborgarbúa. Hafin er endurbygging á Riishúsi á Borðeyri sem á merka sögu frá því Borðeyri var voldugur verslunarstaður. Mest gróska hefur þó verið í heimihsiðnaðar- og hand- verkshópnum sem Karl Sigurgeirs- son á Hvammstanga veitti forstöðu. I vega- og samgöngumálum var á fundinum fagnað andlitslyftingu við innkeyrsluna í Strandasýslu við Fjarðarhorn í Hrútafiröi aö Laugar- holti utan Borðeyrar. Þá var minnt á að vegabætur í Árneshreppi þyldu enga bið vegna sífellt aukins ferða- mannastraums þangað. Samþykkt var að kanna hvort ekki mundi vera hægt að hafa uppi á öllum gögnum sem varða sögu sýslufunda Stranda- sýslu með það í huga að hún verði skráð og síöan gefin út. wwwwwww Þverholti 11 - 105 Reykjavík Sími 91-632700 Bréfasími 91 -632727 Græni síminn: 99-6272 Akranes: Andstaðan við brennslu spilliefna magnast Garðar Guðjónsson, DV, Akranesi: Kavíar- og hrognaframleiðandinn Vignir G. Jónsson hf. á Akranesi hefur skorað á bæjaryfirvöld að beita öllum ráðum til að koma í veg fyrir að starfsleyfi fyrir brennslu spilli- efna í Sementsverksmiðjunni hf. verði veitt. Þetta kemur fram í bréfi sem fyrirtækið sendi bæjarráði í síð- ustu viku. í bréfinu er tekin mjög eindregin afstaða gegn starfsleyfinu. Vignir G. Jónsson telur að mengun muni stafa af brennslu spilliefna hvað sem líði yfirlýsingum sérfræð- inga um annað. Niðurstaða Vignis G. Jónssonar er sú að fyrirtækið I muni verða af viðskiptum komi til ,• brennslu spilliefna. , Unnið við rekavið á Ströndum. DV-mynd Guðtinnur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.