Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1994, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÚNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, -blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Byrgjum brunninn Dagurinn í dag er bindindisdagur fjölskyldunnar. Ekki er þar með sagt að fjölskyldan þurfl ekki að vera í bind- indi aðra daga ársins. Dagurinn er til að minna á þá stað- reynd að reglusemi á heimilum og í fjölskyldum á að vera öflum keppikefli og markmið; tfl áminningar um óhóf í áfengisneyslu; til hvatningar fyrir þá sem vilja og geta án vímuefna verið. Ekki veitir af. Áfengi er því miður fastur heimilisgest- ur á allt of mörgum heimilum og Bakkus hefur safnað tfl sín allt of mörgum fórnarlömbum. Óregla er afar út- breidd og til hennar má rekja margháttaða og endur- tekna óhamingju. Börn horfa upp á foreldra sína ölvaða og örvinglaða og foreldrar horfa upp á böm sín verða víni og fíkniefnum að bráð. Lögreglan staðhæfír að lang- flest útköfl stafi af ölvun og óreiðu innan heimflanna, þar sem fólk er viti sínu fjær og fremur axarsköft og óhæfuverk vegna þess að það hefur enga stjóm á sjálfu sér. Fólk er jafnvel vont og viðurstyggilegt við sína ná- komnustu, sína ástvini, vegna óhóflegrar vindrykkju; fólk sem það ella vfldi síst gera mein. Sjálfsagt er að viðurkenna að vín kann stundum að vera gleðigjafi, örvun og saklaus ánægja fyrir þá sem geta stiflt neyslu sinni í hóf. En hver getur sagt um það fyrir fram að hófið haldist? Er það ekki afltaf svo að fyrsta glasið er upphafið að drykkjunni og enginn ætlar sér að verða annað en hófsemdarmaðurinn og láta við það sitja? Enginn veit sína ævina fyrr en öfl er og allir þeir sem nú standa frammi fyrir Bakkusi og yfirráðum hans töldu sig einmitt geta stjórnað neyslu sinni. Og svo standa þeir frammi fyrir þeirri staðreynd að þeir hafa ekki lengur stjóm á víninu heldur er það vínið sem stjómar þeim. Það er vínið sem stjómar fíkninni, neyslunni, æðinu og ódæðisverkunum. Það er vínið og raunar allir þeir vímugjafar, sem draga menn á tálar, sem er orsökin fyrir barsmíðunum, grátinum og óham- ingjunni sem eyðileggur heimifln og fjölskyldumar hverja á fætur annarri. Óreglan er eins og drepsótt sem leggst á fjölskyldumeðlimi og eirir engu, hvorki bömum, mökum né heldur neytandanum sjálfum. Bindindissamtök eiga ekki upp á paflborðið í þjóðfélag- inu. Stúkumenn em taldir sérvitringar og ofstækismenn sem boða bindindi og bönn gegn víni og vímuefnum. í seinni tíð hafa jafnvel heyrst raddir um að rétt sé að leyfa neyslu á vægum vímuefnum, svo sem hassi. Það bætir ástandið, segja frelsispostulamir. Sú uppgjöf gegn vímuefnunum sem þannig er lögð til hefði háskalegar afleiðingar í for með sér og yrði enn eitt sporið inn í ógæfuna. Nóg er þó af henni fyrir. Bindindismál og bindindisboðskapur er ætíð af hinu góða og hversu öfgakenndir sem menn kunna að vera í þeirri baráttu, má og á ekki að gera lítið úr henni. Bind- indisfólk er ekki endilega betra fólk en aðrir, en það ger- ir þó ekkert af sér í skjóli vímugjafanna og það skaðar varla nokkum mann að heyra áróður um reglusemi. Á bindindisdegi íjölskyldunnar á það ekki að vera ómaksins vert þótt heimilisfólkið leggi það á sig dulitla stund að ræða einmitt um gildi og kosti regluseminnar og þær hættur sem steðja að hverjum þeim sem gengur á vit víns og vímuefna. Það sama á vitaskuld að gera í skólum, enda verður vandséð að annað þarfara efni eigi erindi til æskulýðsins heldur en einmitt að vara við freist- ingunum og flöskunni. Það heitir að byrgja brunninn áður en bamið dettur ofan í hann. Ellert B. Schram „Menn sem voru sammála um hvernig leysa skyldi gömlu málin eru í grundvallaratriðum ósammála um málefni framtiðarinnar," segir Guðmundur m.a. t grein sinni. Nýtt stjórnmálaafl? Skoðanakannanir sýna miklar hræringar í íslenskum stjórnmál- um. Eðlilega spyrja menn sig hvort um sé að ræða tímabundnar breyt- ingar, hvort þessar hræringar verði gengnar yfir þegar að kosn- ingum kemur eða hvort straum- hvörf séu framundan í stjórnmál- um. Eríitt er að svara slíkum spurningum enda niðurstaðan undir mörgu komin. Er um óánægjusveiflu að ræða sem geng- ur síðan til baka eins og svo oft áður, annaöhvort fyrir kosnin’gar eða fljótlega eftir þær, eða liggja orsakimar dýpra? Vafalítið á óánægja sinn þátt í stööunni en „sú hin kalda undir- alda“ er hka til staðar. Spumingin er nefnilega líka hvort íslenska flokkakerfinu tekst að aðlaga sig nýjum breyttum aðstæðum. Grunnur flokkakerfisins íslenska flokkakerfið er mótað á forsendum veraldar sem var. Menn hafa skipað sér í flokka á forsend- um sem eru ekki lengur til staðar. Þegar taka þarf afstöðu í veröld nútímans eiga menn oft ekki sam- stöðu meö nema hluta flokkssystk- ina sinna. Menn skipuðu sér í gömlu flokkana eftir afstöðu til ut- anríkismála horfins heims, eftir afstöðu til kjaramála og stéttabar- áttu sem hefur breyst í grundvall- aratriðum, eftir afstööu til atvinnu- vegaskipulags sem heyrir til liðn- um tíma. Átökin milli Bandaríkjanna og heimskommúnismans eru hluti fortíðar og þeir sem byggðu stjórn- málaafstööu sína á þeim standa á flæöiskeri nú. Kjarabaráttan ' stendur ekki lengur nema aö hluta við atvinnurekendur, oft miklu fremur milh kjarafélaga og stétta. Hún stendur um launamun hópa að bihð breytist ekki. Enginn hópur sættir sig við að annar fari fram úr sér, að bihð breikki. Frelsi grunnatvinnuveganna er horfiö. KjaUarinn Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur Framleiöslan er reyrö í kvóta. Niðurstaðan er einfaldlega sú að flokkamir sem voru heilsteyptir með tilliti til vandamála fortíðar- innar eru margir hverjir klofnir í herðar niður í afstöðu til vanda- mála framtíðarinnar. Tökum nokkur mál: Með eða móti inngöngu ,í Evrópubandalag- ið, kvótakerfi í fiskveiðum eða veiðileyfagjald, einn maður eitt at- kvæði eða óbreytt kosningakerfi, aukinn innflutningur landbúnað- arvara eða óbreytt ástand o.s.frv. - Flestir flokkarnir eru klofnir í herðar niður í þessum málum og þannig mætti lengi telja. Menn sem voru sammála um hvernig skyldi leysa gömlu málin eru í grundvall- aratriðum ósammála um málefni framtíðarinnar. Þannig verða flokkamir ónothæfir til þess að leysa mál framtíðarinnar. Hið und- arlega er að margir fylgja gamla flokknum sínum þó þeir séu ósam- mála nær öhum baráttumálum hans. Uppstokkun - Þegar máhn eru skoðuð þannig niður í kjöhnn sést að straumhvörf eru hugsanleg í íslensku flokka- kerfi. Þau verða hins vegar ekki nema með mikilli skipulagningu og málefnavinnu. Ljóst er að fari Alþýðubandalagið í samvinnu með Jóhönnu og fengi Kvennalistann með er komið fram gríðarlegt afl. En hvort sá flokkur yrði til lengdar nægilega samstæður er önnur spimúng. Shkt framboö gæti orðið upphaf straumhvarfa jafnvel þótt það lifði ekki straumhvörfin af sjálft. Ólafur Ragnar hefur allt frá upp- hafi síns póhtíska ferils verið trúr þeirri hugsjón sinni að sameina vinstri menn og gæti haft mikil áhrif á gang mála. Kvennahstanum gæti reynst dýrkeypt að neita sam- vinnu. Fjölmiðlar og skoðanakann- anir gætu ráðið úrslitum í þessum málum. - Hvað sem öðru líður er undir- aldan sterk og aht getur gerst. Guðmundur G. Þórarinsson „Ljóst er að fari Alþýðubandalagið í samvinnu með Jóhönnu og fengi Kvennalistann með er komið fram gríðarlegt afl. En hvort sá flokkur yrði til lengdar nægilega samstæður er önn- ur spurning.“ Skoðanir annarra Alþjóðleg samkeppni „Fyrirtæki, sem ekki huga aö fjárfestingu til þess að mæta tækniframforum og viðhaldi, hljóta að drag- ast aftur úr, ekki síst í því samkeppnisþjóðfélagi sem nú er. íslensk fyrirtæki eiga aö meirihluta til í harð- vítugri alþjóðlegri samkeppni, sem harðnar með hverju árinu sem líður. Það veldur hins vegar mikl- um áhyggjum að framleiðni íslenskra fyrirtækja er miklu lægri en í nágrannalöndunum og er í mörgum fyrirtækjum á núhi.“ Úr forystugrein Timans 22. nóv. Foreldrar unglinganna „Mér virðist að foreldrafélögin séu nú að verða virkari en áður og vil ég því skora á þau að taka til hendinni og drífa foreldra á vakt út í sjoppurnar og miðbæinn um helgar. ... Foreldrar, verið ekki hræddir við unglingana því þeir eru hið besta fólk þótt hópamir séu stundum hávaðasamir. Hikið ekki við að tala við þá og grípa í taumana þegar þið sjáiö upphaf óheihaþróunar, seinna gæti það orðiö of seint.“ Ásdís Ólafsdóttir íþróttakennari í Mbl. 22. nóv. Fortíðarvandi borgarinnar „Fortíðarvandinn sem Reykjavíkurlistiim tekur í arf frá Sjálfstæðisflokknum er hrikalegur. Áratugum saman hafa sjálfstæðismenn haldið því fram að ein- ungis þeir gætu stýrt borginni á ábyrgan hátt. ... Nú ríður á að leita leiða til spamaðar og forgangs- raða á verkefnum. Reykjavíkurlistinn var kjörinn vegna kröfu borgarbúa um aðra forgangsröðun. Komið hefur í ljós að stefnumörkun í atvinnumálum var í molum hjá síðustu borgarstjórn, enda arð- lausar framkvæmdir þar efst á óskalistanum." Ör forystugrein Alþbl. 22. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.