Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1994, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1994, Blaðsíða 36
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJORN - AUGLYSINGAR - ASKRIFT - DREIFING: 63 27 00 BLAÐAAFGREIÐSLA 0G ASKRIFT ER OPIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 63 27 77 KL. 6-8 LAUGARÐAGS' OG MÁNUDAGSMORGNA Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1994. Iðnlánasjóður: Tengsl fram- kvæmda- stjóra við Stöð2 könnuð Cable Ace-verðlaunin: íslendingur tilnefndur Egill Egilsson, 28 ára gamall íslend- ingur, hefur verið tilnefndur til svo- nefndra Cable Ace-verðlauna sem afhent verða í Los Angeles þann 15. janúar næstkomandi. Verðlaunin eru fyrir kvikmyndatökur í Banda- ríkjunum. Þeim svipar til Emmy- verðlaunanna en eiga eingöngu við um kapalsjónvarp. Egill hefur búið erlendis síðastliðin sex ár og starfað við kvikmyndatök- ur eftir að námi lauk. Mest hefur hann starfað fyrir fyrirtækið New Line Cinema við tökur á þáttunum Rauðu skórnir sem sýndir hafa verið á Stöð 2. Að sögn föður Egils, Egils Ásgríms- sonar bólstrara, hefur hann einnig tekið upp mörg tónhstarmyndbönd, t.d. fyrir Fleetwood Mac og Ma- donnu. Hann var nýlega við tökur í Prag á kvikmynd sem heitir Delta of Venus undir leikstjórn Salamon Kings sem m.a. leikstýrði kvikmynd- inni 9 /i vika. Sú mynd verður frum- sýnd í janúar. Egill er kvæntur bandarískri konu sem er förðunarmeistari og er að sögn föður hans ekkert á leiðinni heim. LOKI Þæreru margaraukabúgrein- arnar hjá bændum jandsins! „Það er ljóst að Iðnlánasjóður brýt- ur engin lög með því að lána Stöð 2 en þessar upplýsingar um tengsl á milli stofnananna eru mér nýjar fréttir og ég þori ekkert um þær aö segja. Ég mundi vilja kynna mér málið betur áður en ég svara þvi en mun hins vegar ræða við formann sjóðsstjórnar um þessi mál,“ sagði Sighvatur Björgvinsson viðskipta- ráðherra aðspurður hvort honum * þætti eðlileg sú fyrirgreiðsla sem Útvarpsfélagið hefur fengið hjá Iðn- lánasjóði, í ljósi vensla Braga Hann- essonar, framkvæmdastjóra sjóðs- ins, og fjármálastjóra íslenska út- varpsfélagsins, Bjarna Kristjánsson- ar. Bragi er tengdafaðir Bjarna en Út- varpsfélagið fékk nýlega 250 milijón króna lánsloforð hjá Iðnlánasjóði vegna myndlyklaátaksins sem stend- ur yfir. Veð vegna lánsins verður hugsanlega tölvubúnaður og mynd- —-lyklamir. Ekki náðist í Braga í morgun. Samstaða um að allir gangi út 1. febrúar Ríflega 40 hjúkrunaríræðingar Samkvæmt heimildum DV líta og ljósmæður á sjúkrahúsinu á þessir Starfshópar svo á að þeím Akranesi eru samtaka um að ganga hafi hreinlega verið sagt upp störf- út af sjúkrahúsinu 1. febrúar vegna um og uppsagnarfresturinn renni þess aö sérkjarasamningi við þessa út 1. febrúar. Þá sé ekki annað að starfshópa var sagt upp i október. gera en að ganga út. Uppsögnin Hafa hjúkrunarfræðingar og Ijós- snertir alls 43 á sjúkrahúsi og mæður sent stjórn sjúkrahússíns heilsugæslustöð Akraness sem bréf þar sem tilkynnt er að jrær hafa, auk aðalkjarasamnings, gert hafi móttekið uppsögn á sérkjara- sérkjarasamning við sjúkrahúsið. samningnum við sjúkrahúsið. Álíta hjúkrunarfræðingar og Ijós- Jafnframt er þess krafist að sérkj- mæður að ekki sé hægt að segja arasamningurinn taki gildi á ný. upp hluta samninga þeirra við sjúkrahúsið án þess að það varði heildarkjarasamninga. í viðtah við framkvæmdstjóra sjúkrahússins kom fram að það ætti eftir að reyna á hvort gengið yrði út 1. febrúar. Launaskrifstofa fjármálaráðuneytisins telji upp- sögn sérKjarasamnings ekki upp- sögn á aðalkjarasamningum, sérkjarasamningur sé sérstök gerð sem fordæmi séu fyrir að sagt hafi verið upp. Sigríður Sverrisdóttir var önnum kafin við að koma fyrir bókum í Þjóðarbókhlöðunni þegar Ijósmyndari DV átti þar leið um í gær. Vígsluhátíð Þjóðarbókhlööunnar verður 1. desember og daginn eftir verður opnað fyrir almenning. DV-mynd GVA Veðrið á morgun: Hlýjast á Austurlandi Á morgun verður suðvestlæg átt, víðast kaldi. Súld eða rigning sunnan lands og vestan en skýjaö með köflum norðaustan til. Hiti verður á bilinu 5-11 stig, hlýjast austast á landinu. Veðrið í dag er á bls. 52 Veðrið kl. 6 í morgun Ibúðir við Tjamargötu: Engum verið sagt upp Engum íbúum í íbúðunum tólf við Tjarnargötu í Reykjavík, sem voru til ráðstöfunar borgarstjóra, hefur verið sagt upp eftir að íbúðirnar komust í ráðstöfun starfsmanna Fé- lagsmálastofnunar í október. Sömu reglur gilda um búseturétt í íbúðum á vegum Félagsmálastofnunar og íbúða á vegum húsnæðisnefndar Reykjavíkur. Lára Björnsdóttir félagsmálastjóri segir að starfsmenn stofnunarinnar séu langt komnir með að fara yfir búseturétt íbúanna í íbúðunum við Tjarnargötu og verði þeirri vinnu að öllum líkindum lokið í desember. Þá verði tekin ákvörðun um hvort ein- hverjum verði sagt upp eða ekki. Birtingarfélagar: íhuga stuðning viðJóhönnu „Við höfum sagt að við séum að skoða málin. Sveinn Allan Morthens er gamall Birtingarfélagi og svona yfirlýsing frá honum vekur umhugs- un. Hins vegar tel ég að í bili sé ekki meira í þessu hjá okkur, hvorki til einnar né annarar áttar. Prófkjörs- mál Alþýðubandalagsins eru svo auðvitað inni í þessari umræðu hjá Birtingarfélögum," sagöi Mörður Árnason, einn af stofnendum Birt- ingar, sem er fullgilt alþýðubanda- lagsfélag í Reykjavík, um hugsanlega aðild þess að framboði Jóhönnu Sig- urðardóttur. í gær gerðist það svo að Ágúst Ein- arsson prófessor sagði sig formlega úr Alþýðuflokknum og lýsti yfir stuðningi við samtök Jóhönnu. Alþingi: Spurtumkostnað viðsérverkefni „Ástæðan fyrir þessari fyrirspurh er sú að í umræðunni hefur margoft komið upp að menn sem láta af störf- um hjá ríkinu eru settir í sérverk- efni. Það væri afar fróðlegt að fá að vita í hve ríkum mæli þetta er, hvaða verkefni þetta eru og hvað þetta kost- ar,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir, þingmaður Kvennahstans. Fyrir nokkrum vikum lagði Kristín fram fyrirspurn á Alþingi um sér- verkefni sem unnin hafa verið fyrir stjórnarráðið frá 1989. Fyrirspum- inni var beint til forsætisráðherra sem aftur hefur óskað eftir upplýs- ingum um máliö hjá öðram ráðu- neytum. í morgun var ekki hægt að fá upplýsingar um það í forsætis- ráðuneytinu hvar málið væri á vegi statt. I baksturinn Á morgunmatinn í heita og kalda drykki Brjóstsykur Skemmir ekki tennur L#TT# alltaf á Miðvikudögu]

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.