Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1994, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1994 15 Frammistaða og umbun Eitt meginatriöi góðrar stjómunar er aö umbuna þaö sem vel er gert. Verðlaun fyrir vel unnin verk undir- strika verömæti þeirra og auka starfsáhuga viötakendanna. Þar sem menn hafa náö langt í að beita hvatn- ingu, verölaunum eða umbun er reynslan oflast sú hin sama. Hagnað- ur vex og afkoman batnar. Skortur á umbun Víða má sjá dæmi um velheppn- uö kerfi af þessu tagi. Viss tegund þeirra er rekin í herjum víða um heim. Soldátar sem leggja líf sitt í hættu við hvers kyns hetjudáðir fá þannig aö launum bringuskreyt- ingu úr verðlitlum pjáturdiskum eða mislitum borðum. Mér hefur ávallt fundist það ótrú- leg tilhugsun að unnt skuli að breyta tiltölulega meinlitlu fólki í harðsvíraða vígamenn með því ein- falda bragði að vekja með þeim vonir um skraut af þessu tagi. Dæmi þetta er vel til þess fallið að sýna hve mikið menn eru tilbúnir til að leggja á sig fyrir hrós og við- urkenningu þótt fjárhagslegur ávinningur sé léttvægur. Eitt af útbreiddum einkennum stjómunar hér á landi er skortur á sérstakri umbun fyrir vel unnin verk. Margir stjómendur eru svo daprir' að þessu leyti að þeir hafa ekki einu sinni rænu á því að hrósa eigin fólki smávegis þegar það stend- ur sig veL Þó kostar hrósið ekki eyri. Andleg hægðateppa af þessu tagi er sjálfkrafa yflrlýsing um van- hæfni. Sá yfirmaður sem ekki kann á helstu stjórntæki stjómandans og beitir þeim verkefni sínu til framdráttar er vanhæfur sem slík- ur. Mörg eru dæmin um fólk sem áratugum saman hefur lagt sig fram í störfum sínum, náð af- bragðsárangri án þess að yfirmenn þess hafi umbunað því á eðlilegan hátt. Stundum hafa ekki einu sinni hin minnstu hrósyrði fallið. Undir vanhæfri stjórn Nýverið var mér sögð saga af KjaUarinn Jón Erlendsson yfirverkfræöingur Upplýsinga- þjónustu Háskólans opinberum starfsmanni sem árum saman hefur eytt frítíma sínum í það lofsamlega verk að semja viða- mikið námsefni fyrir starfsfólk eig- in stofnunar. Þessi ágæti maður, sem nú er kominn á eftirlaun, hef- ur ekki fengið eyri frá stofnun sinni þrátt fyrir alla fyrirhöfnina þótt eftir því hafi verið gengið á sínum tíma. Sá sem hér um ræðir er Garð- ar Pálsson, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni. Ejölmörg önnur dæmi hefi ég heyrt um þar sem starfsfólk opin- berra stofnana og einkafyrirtækja hefur lagt sig fram langt fram yfir það sem eðlilegt getur tahst til þess eins að uppskera skeytingarleysi yfirmanna sinna. Stundum jafnvel illvilja, tortryggni eða andstöðu. Sjálfur þekki ég allmarga einstakl- inga sem hafa hrökklast frá hinu opinbera af ástæðum af þessu tagi. Og enn fleiri eru þeir sem sitja árum saman möglunarlítið undir vanhæfri stjórn. Vilji menn ná árangri í ríkis- rekstrinum þá veröur að beita þeim stjórnunaraðferðum sem duga. Ekki er nóg að hemja útgjöld. Verk- efniö er miklu fiölþættara. Ef víða er að finna vanhæfa stjórnendur sem kæfa áhuga og atorku stárfs- manna sinna með því að vanrækja eðlilega umbun þá skiptir slíkt miklu meira máh en einhver örfá prósent th eða frá í kostnaði. Af- köst starfsmanna sem vinna af áhuga eru ávallt mörgum tugum prósenta meiri en þeirra sem oru áhugalausir og vinna með hang- andi hendi. Jón Erlendsson „Mörg eru dæmin um fólk sem áratug- um saman hefur lagt sig fram í störfum sínum, náð afbragðsárangri án þess að yfirmenn þess hafi umbunað því á eðli- legan hátt.“ Til heilla skal haldið fram Fram undan er bindindisdagur fiölskyldunnar. Einn tiltekinn dag- ur helgaður umhugsun um ærinn vanda, þá alvöru mála sem áfengi og öðrum vímuefnum tengist á einn og annan veg. Auðvitað ættu alhr dagar ársins að vekja okkur til vitundar um vandann mikla, því varla hður sá dagur að afleiðinganna sjái ekki einhvers staðar glögg merki. Undarlegar þversagnir Við búum við undarlegar þver- sagnir í þessum málum, orðið frelsi er oft fagurlega notað til að gefa hinum göróttu veigum ljóma ein- hverrar óskhgreindrar dýrðar, en vísum um leið á brott öhu því hla sem í kjölfarið kemur, sem orðið getur óbærhegt ok áþjánar þeim sem verst verða úti og víst eru þeir margir. Við búum við þær undarlegu áherslur að th forvarna og fræðslu- starfs er varið hverfandi smáum upphæðum, en jafnvel af þeim htlu fiármunum sem þannig eru merkt- ir þó, fara æðidrjúgar upphæðir í meðferðarþáttinn. Sá þáttur mæl- ist hins vegar í hundruðum mihj- óna þegar aht er upp tahð og nær að tala um milljarða þegar öll kurl eru komin th grafar. Við búum við óvitaumræðu um Kjallarinn Helgi Seljan formaður Landssambandsins gegn áfengisbölinu það að einkavæða skuli áfengis- verslun alla, annars vegar auðvitað th að fleiri geti aö gróðahndum komið, en hins vegar th þess að fuhnægja „frelsis“skyldunni miklu, þeirri yfiralþjóðalegu sem óvitar vitna nú gjaman th. Hver borga skuh brúsann af ofurþung- um útgjöldum samfélagsins vegna neyslunnar, það ber aldrei á góma, enda hvað varðar gróðaöflin um gæfu fólks. Ef græða má á því skipt- ir upplausn fiölskyldna, ógæfuverk unglinga, ofbeldisathafnir - aht yf- ir í lífið sjálft - engu - alls engu. Hrein afsiðun Við búum við það að stjómvöld okkar hafa undirgengist þaö al- þjóðlega átak að minnka áfengis- neyslu th aldamóta um fiórðung, en jafnframt opna þau sömu stjórn- völd ahar áfengisgáttir, allt fyrir frelsi þess sama gróðalýðs, sem harðast gengur fram í að auka áfengisneyslu sem allra mest - eðh- lega. Við heyrum ýmsa tala um menn- ingu tengda áfenginu - vínmenn- ingu! - en á sama tíma berast okk- ur alls staðar að ógnvænleg tíðindi um verstu myndir ómenningar af völdum áfengisins - hreinnar afsið- unar. Þessi tvöfeldni, sem teygir sig upp th æðstu staða, stendur oft í vegi fyrir vitrænni almennri umræðu um úrlausn þess þjóðfélagsvanda sem hvað alvarlegastur er, ekki síst fyrir fiölskyldurnar í landinu, æskulýð okkar þó ahra helst. Megi þessi dagur verða til þess að dýrk- unarglýjan hverfi og alsjáandi aug- um verði til vandans htiö og vegið að rótum hans. Það er höfðað til þess homsteins sem fiölskyldan er. Þaö er höfðað th þess að á Ári fiölskyldunnar myndi fátt verða árangursríkara en ef snúa mætti vöm í sókn í vímuefnamálum. Bindindisdagur fiölskyldunnar er kjörinn til upphafs á átaki gegn áfengisbölinu. Helgi Seljan „Það er höfðað til þess hornsteins sem fj ölskyldan er. Það er höfðað til þess að á Ári fjölskyldunnar myndi fátt verða árangursríkara en ef snúa mætti vörn 1 sókn 1 vímuefnamálum.“ Reykingarí kvikmyndahúsum Halldóra Bjarnadöllir, formaöur Tóbakevama- nofndar íslands. Löginskýr „í tóbaks- varnalögun- um er skýrt kveðið á um að alls staðar þar sem al- menningur leitar sér þjónustu skuli vera reyklaust. Margar kvartanir hafa borist frá bíógest- um í gegnum tíðina. í þriðja lagi er þama um aö ræða sameigin- legt raál kvikmyndahúsaeigenda og tóbaksvarnanefndar að fara eftir þessum lögum. Það hefur verið í umræðunni í að minnsta kosti tvö ár. Mér finnst kjöriö að nota lýöveldisárið th aö taka þetta þjóðþrifamál fyrir. Þarna er leiö fyrir kvikmyndahúsaeig- endur th að koma til samstarfs við tóbaksvarnanefnd vegna vandamála sem snúa að auknum reykingum unghnga. Það hefur komið í ljós í könnunum að reyk- ingar unghnga hafa aukist. í kvikmyndahúsum koma ungl- ingar mikiö saman. Það er því lag núna að koma þessu í fram- kvæmd. Nú hafa reykingar verið bannaðar á þijúbíóum i vissum kvikmyndahúsum á þessu ári - slíkt er í samræmi við tóbaks- varnalögin - aö reykingar séu alfarið bannaðar á skemmtunum eða samkomum sem ætlaðar eru börnum og unglingum undir 16 ára aldri. Eg held aö þar sem sam- komulag hefur náðst aö lag sé að koma reykbanni í kvikmynda- húsum á núna. Auk þess er þetta fyrir löngu komið í lög en þeim hefur hins vegar ekki verið fram- fylgt Ég vænti þess að bíógestir sýni okkur samstöðu og taki thht th þeirra sem ekki reykja." Boð og bönn leysa ekkert „Mér finnst sjálfsagt að reykja í Ihéi og þá er jafn- sjálfsagt aö tíl þess sé ein- hver staður í viðkomandi kvikmynda- húsl Það er sjáifsagt að reykja ekki meðan á kvikmynd stendur. En ef menn á annað borö hafa hlé og lögin kveða ekki á um annaö en að fólk skuli ekki þvinga tó- baksreyk upp á aöra á opinherum stöðum, þá fari þeir á aðra staöi svo þeir geri það ekki. Það er í valdi eigenda kvikmyndahús- anna hvort þeir taka tillit til aUra. Ef þeir vilja eingöngu taka mið af þörfum sumra, þá þeir um það, en það er vissulega ekki barrnað að hafa afdrep fyrir þá bersynd- ugu. Varðandi unglinga og reyk- ingar í bíóum hef ég margsagt að mál verða ekki leyst með boðum og bönnura. Ég held að við, fólkið í landinu, verðum að komast aö vitrænni niöurstöðu hvað þaö varðar. Hitt leysir engan vanda. Fólk á að ræöa saman af skiln- ingi, vinsemd og virðingu fyrir öhum. Þannig næst árangur. Óneitanlega eru reykingar í bíó- um í dag á sameigiihegu svæðl. Ég tel að það þyrfti aö hafa tvo sah og sæmilega huggulegt af- drep fyrir þá sem vilja reykja. Síöan er eitt ráö fyrir þá sem reykja - að fara yfir höfuð ekki í bíó. Þetta er ein leið en ég held að bióeigendur geti leyst þetta með sæmilega liölegum hætti.“ Guórún Helgadóttir al- þinglsmaóur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.