Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1994, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1994, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1994 Framhaldsaðalfundur Lögmannafélags íslands Fimmtudaginn 8. desember 1994, kl. 17.00, verður haldinn framhaldsaðalfundur Lögmannafélags Islands í stofu 101 í Lögbergi, Háskóla islands. Dagskrá: 1. Endurskipulagning á húsnæði félagsins að Álftamýri 9. 2. Önnur mál. Stjórn L.M.F.Í. Ob FJÁRFESTINGARFÉIAG ÍSLANDS HF. Aðalfundur/hluthafafundur Aðalfundur/hluthafafundur Fjárfestingarfélags íslands hf. árið 1994 verður haldinn að Hótel Sögu, A-sal, fimmtudaginn 15. desember nk. kl. 17.00. Dagskrá 1. Aðalfundarstörf skv. 1., 2., 3., 6., 7. og 8. tl. 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um samruna félaganna Fjárfestingarfélags íslands hf., Takmarks hf. og Féfangs hf. í framhaldi af samþykkt skv. 2. dagskrárlið fari fram kjör stjórnar hins sameinaða félags og kosning endur- skoðanda. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á fundinum, skulu vera komnar skriílega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir fundardag. Fundargögn félagsins verða afhent á skrifstofu Fjárfestingarfélags- ins að Lágmúla 7, 5. hæð, Reykjavík, þrjá síðustu daga fyrir aðalfund og á fundardegi. Stjórnin BÆKUR /////////////////////////////// AUKABLAÐ BÆKUR Miðvikudaginn 14. desember nk. kemur út Bókahandbók DV með upplýsingum um þær bækur sem gefnar eru út fyrir jólin'. í bókahandbókinni verða birtar allar tilkynningar um nýút- komnar bækur ásamt mynd af bókarkápu. Birting þessi er útgefendum að kostnaðarlausu. Æskilegt er að þeir sem enn hafa ekki sent á ritstjórn nýútkomna bók og tilkynningu geri það fyrir 7. desemb- er svo tryggt sé að tilkýnningin birtist. Verð þarf að fylgja. Umsjónarmaður efnis bókahandbókarinnar er Haukur Lárus Hauksson blaðamaður. Þeir auglýsendur sem hafa hug á að auglýsa í Bókahand- bók DV vinsamlega hafi samband við Björk Brynjólfsdótt- ur, auglýsingadeild DV, hið fyrsta í síma 63 • 27 • 23. Vinsamlega athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 8. desember. Símbréf auglýsingadeildar er 63 ■ 27 ■ 27. 63 27 00 - skila árangrí UÚönd DV Gro Harlem sökuð um að ætla að smygla Noregi inn 1ESB: Sækist eftir aukaaðild - ljóst að samstarf Noregs og ESB nær út fyrir samninginn um EES Gísli Kristjánsson, DV, Ósló: „Ég get ekki á þessari stundu sagt til hvaöa atriða samstarfið við ESB tekur, aðeins aö hugmyndum okkar hefur verið tekið með mikilli vin- semd,“ sagði Gro Harlem Brundt- land, forsætisráðherra Noregs, í kvöldfréttum norska sjónvarpsins í gær. Gro er á Ráðstefnunni um ör- yggi og samvinnu í Evrópu í Búda- pest og hefur átt viðræður við marga af leiðtogum ESB-ríkjanna um nán- ara samstarf en samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) ger- ir ráð fyrir. Óstaðfestar heimildir eru fyrir því að fulltrúar Noregs fái að sitja fundi þar sem ESB-þjóðunum er einum ætluð sæti. Einkum er talið að þetta varði utanríkis-, öryggis- og um- hverfismál. í Noregi sætir Gro gagn- rýni fyrir að ætla að smygla landinu inn í ESB bakdyramegin eftir að þjóðin hafnaði aðild í þjóðarat- kvæðagreiðslunni þann 28. nóvemb- er. Noregur fái þannig eins konar aukaaðild að sambandinu og verði hafður með í ráðum í öllum mikil- vægum málum. í raun muni því aðeins skorta at- kvæðisréttinn upp á fulla aöild Nor- egs. í efnahagsmálum veröi samn- ingurinn um EES látinn duga en þeg- ar honum sleppi taki við samstarf sem ekki geti kallast annað en auka- aðild. Öllu þessu neitar Gro en staðfestir í sömu svifum að viðræður um sam- starf standi yfir og eigi sérlega mikl- um skilningi að mæta í Þýskalandi. Mjög kært var með Gro og Helmut Kohl, kanslara Þýskalands, á ráð- stefnunni í Búdapest. Denise Brown, systir Nicole Brown Simpson, kynnir sjóð sem ber heiti Nicole. Fjölskylda Nicole stofnaði sjóðinn eftir að Nicole var myrt síðasta vor og er markmiðið að berjast á móti ofbeldi gegn konum. Símamynd Reuter Fjóröa fómarlamb skotárásarinnar látið í Stokkhólmi: Var heyrnarlaus og beygði sig of seint Gísli Kristjánsson, DV, Ósló: Fjórða fómarlamb skotmannanna í Stokkhólmi lést í gærkvöldi. Það var 22 ára gömul heymarlaus stúlka sem kunn var sem táknmálstúlkur í sænska sjónvarpinu. Vegna fótlunar sinnar heyrði hún ekki þegar skot- hríðin hófst og var því seinni til að kasta sér til jaröar en aðrir í biðröð- inni fyrir utan staðinn. Hún fékk skot í gegnum höfuðið. Læknar reyndu að bjarga lífi hennar með sí- endurteknum skurðaðgerðum en það tókst ekki. Sænska lögreglan sætir nú harðri gagnrýni fyrir að hafa ekki lokaö öllum undankomuleiöum fyrir skot- mennina. Mennimir voru fjórir og þeir leika enn lausum hala þrátt fyr- ir umfangsmikla leit. í gær voru enn engar ráðstafanir gerðar til að hefta fór mannanna úr landi. Landamæraverðir höfðu eng- ar lýsingar fengið á mönnunum en gátu séð myndir af þeim í blöðunum. Lögreglan telur að fjórmenningarnir séu enn í Stokkhólmi en hefur ekk- ert í höndunum til að staðfesta það. í Svíþjóö hallast margir að því að mennirnir hafi komið sér úr landi og finnist því aldrei. Vitni segja að skotið hafi verið úr tveimur byssum en lögreglan segir að aðeins einn mannanna hafi verið vopnaður. í Stokkhólmi hafa „góðkunningjar" lögreglunnar gengið í hð með rétt- vísinni og reynt að hafa uppi á öllum mögulegum upplýsingum um skot- mennina. Það hefur þó engan árang- ur borið. Stuttar fréttir Viljaburt Sameinuðu þjóöirnar hafa beð- ið um leyfi Serba til að fara burt með gæslusveitir sínar frá Bihac. Majorauðmýktur John Major varð fyrir miklu áfalli þegarfrumvarp um hækkun skatta á gas og rafmagn til heimilisnota var fellt í breska þinginu i gær. AdamsiHvítahúsinu Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, hitti öryggisráögjafa Clint- ons Bandaríkjaforseta í gær. StórslysíAndorra Níu létust og 50 slösuðust þegar flutningabíU ók inn í verslun í smáríkinu Andorra. íranirifangelsi Franskur dómstóll hefur dæmt tvo írani í fangelsi fyrir að myrða Shapúr Bakhtiar, síðasta forsæt- isráðherra keisarans. Volontelátinn ítalski kvikmyndaleikarinn Gian maria Volonte lést í Grikk- landi i gær, 61 árs. Stöðva hernað Rússar og Tsjetsjníja hafa kom- ist að samkomulagi sem útilokar frekan hernaö í Tsjetsníju. Kreppa á írlandi Pólistísk kreppa magnast á ír- landi vegna máls um misnotkun barns. Það mál hefur nú fellt eina ríkisstjórn og hindrar myndun aimarrar. ChristophertilGaza Warren Christopher ut- anríkisráð- herra er á leið- inni til Gaza til að sýna fram á að Bandaríkin vilja halda heimastjórn NýAsíu-stefna Leiðtogar Evrópusambandsins hyggjast móta nýja stefnu gagn- vart Asíu þegar þeir hittast i Ess- enumhelgina. Beúter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.