Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1994, Side 4
4
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994
Fréttir___________________________________
Yfir 900 milljóna króna verktakafyrirtæki 1 fiárhagskröggum:
Keyrir Iðnlánasjódur
Byggðaverk í þrot?
- þetta er rangt, segir Bragi Hannesson, forstjóri Iðnlánasjóðs
„Iönlánasjóður hefur mikinn
áhuga á að keyra okkur í þrot þvi
að við höfum fengið einfalda ábyrgð
hjá Hafnarfjarðarbæ upp á 70 millj-
ónir króna í framhaldi af gömlum
viðskiptasamningi við fyrri meiri-
hluta í Hafnarfirði sem bærinn hefur
ekki staðið við. Þessi ábyrgð gerir
þaö að verkum að Iðnlánasjóður ís-
lendinga þarf að keyra okkur í þrot
til að komast að bæjarsjóði. Það eru
miklar líkur á aö honum takist það
ætlunarverk sitt,“ segir Sigurður
Sigurjónsson, forstjóri Bygjgðaverks.
Samkvæmt áreiðanlegum heimild-
um DV eru verulegar líkur á því að
verktakafyrirtækið Byggðaverk
verði lýst gjaldþrota á föstudag eða
xnn það leyti sem fram á að fara fram-
haldsuppboð á nokkrum eignum fyr-
irtækisins, meðal annars á húsi við
Bæjarhraun 2 í Hafnarfirði. Sam-
kvæmt heimildum DV nema vanskil
fyrirtækisins hjá Iðnlánasjóði nú um
15-20 milljónum króna.
„Fyrri meirihluti veitti Byggða-
verki bæjarábyrgð upp á 70 múljónir
króna. Ábyrgöin stendur í 95 milljón-
um í dag. Burtséð frá því hvort veðin
standi fyrir sínu þá tapar bæjarsjóð-
ur því sem er umfram veðin nema
Iðnlánasjóður og íslandsbanki faist
til að skuldbreyta eða lengja lánin í
von um betri tíð og fleiri verkefiú
hjá fyrirtækinu. Fari fyrirtækið i
þrot reikna ég með að bæjarsjóður
tapi að minnsta kosti 25 milljónum
króna og þess vegna hef ég verið í
sambandi við fulltrúa Iðnlánasjóðs
og íslandsbanka," segir Magnús Jón
Arnason bæjarstjóri.
- En skyldi Iðnlánasjóður stefna að
því að koma Byggðaverki í þrot?
„Þetta er rangt. Við komumst ekki
hjá því að innheimta vanskil en við
gerum það ekki með glöðu geði,“ seg-
ir Bragi Hannesson, forstjóri Iðn-
lánasjóðs.
Byggðaverk var með 912 milljóna
króna veltu'á síðasta ári og var eitt
af fimm stærstu verktakafyrirtækj-
unum í landinu, næst á eftir íslensk-
um aðalverktökum, Hagvirki-Kletti,
Armannsfelli og ístaki, samkvæmt
lista yfir 100 stærstu 1993 í Frjálsri
verslun.
Sigurður Sigurjónsson forstjóri
segir að unnið sé að því hörðum
höndum að bjarga fyrirtækinu. Ekki
er búist við að það takist fyrir upp-
boðin á föstudag.
Rússamir
„hreinsuðutil“
í Kaupfélaginu
Gyffi Knstjánason, DV, Akureyii;
„Þaö má segja að þetta hafi ver-
ið góð viðbót í sölunni hjá okkur
í desember og þeir hreinsuðu
m.a. upp þaö sem við áttum af
minni heimilistækjum," segir
Garðar Halldórsson, kaupfélags-
stjóri hjá Kaupféiagi Langnes-
inga á Þórshöfn, um heimsókn
skipveija af rússneskum togara í
verslun hans á dögunum.
Rússamir, sem hafa veriö að
veiðum í Barentshafi, lönduðu
160 tonnum af þorski til vinnslu
á Þórshöfn og síðan lá leiöin i
kaupfélagið þar sem þeir versl-
uðu grimmt og borguðu með doli-
urum. Garðar segir að þeir hafi
m.a. keypt upp ýmsa vöru sem
ekki hafi hreyfst lengi í verslun-
inni og þeir voru sérstaklega
hrifnir af kaffikönnum, brauð-
ristum og vöfflujámum. „Þeir
keyptu einnig mikið af fafiiaði,
s.s. gallabuxum og ýmsum bama-
leikföngum.“ segir Garöar. í ís-
lenskum krónum nemur verslun
Rússanna hundruðum þúsunda
króna.
Suöumes:
Aukin harka i mynd-
bandaleigustríðinu
- 70 fyrirtæki hætta aö styrkja íþróttahreyfinguna 1 Keflavik
Ægir Már Kárasan, DV, Suöumesjum:
„Þeir eiga effir að tapa miklu meira
en myndbandaleigan mun gefa þeim.
Við viljum að þeir loki leigunni og
snúi sér að annarri fjáröflun," sagði
Þórir Tello, eigandi myndbandaleig-
unnar Studeo í Keflavík, við DV.
Myndbandaleigueigendur kærðu
knattspymudeildina til samkeppnis-
stofnunar. í svari kemur fram að
stofiiunin sér ekkert athugavert og
taldi upplýsingar, sem komu frá
knattspymudeild, fullnægjandi.
Myndbandaleigustríðið var rætt í
bæjarstjóm Suðumesjabæjar 6. des.
Þar mættu eigendur myndbanda-
leiga í Keflavík með lista tæplega 70
fyrirtækja á Suðumesjum sem þeir
afhentu bæjarstjóm. Þar kom fram
að meðan þetta ástand varir muni
fyrirtækin ekki styrkja íþrótta- og
ungmennafélag Keflavikfir. Það á við
í öllum greinum íþrótta þvi yfirstjóm
hreyfingarinnar tók endanlega af-
stööu í málinu að leyfa knattspymu-
deildinni að opna myndbandaleigu.
Þetta er orðiö mikið hitamál hjá
íþróttafélögunum í Keflavík. Fyrir-
tækin em í startholunum og munu
næstu daga taka niður auglýsinga-
skilti sem þau hafa komið fyrir til
styrktar hreyfingunni. „Við munum
senda þeim annaö bréf og munum
safna gögnum um hvað þeir borga í
húsaleigu og hvað þeir fá mikið fi-á
bæjarsjóði á ári,“ sagöi Þórir.
DV-mynd Ægir Már
Myndbandaleigueigendur i Keflavík á bæjarstjórnarfundinum.
í dag mælir Dagfari
Sigurför Davíðs
Davíö Oddsson forsætisráðherra
hefur nýlokið heimsókn sinni til
Kína. Ungir jafnaðarmenn sáu eitt-
hvað athugavert við þessa heim-
sókn og fordæmdu hana en það
tekur enginn mark á jafnaðar-
mönnum lengur og allra síst Davíð
Oddsson og það fer heldur ekki á
milli mála að ferö Davíðs til Kína
hefur vakið gífurlega athygli og
mun valda straumhvörfum. Al-
gjörum straumhvörfum.
Morgunblaðið hefur skýrt svo frá
þessari heimsókn forsætisráöherra
tíl Kína „að ferð hans hafi vakið
mikla athygli þar í landi og henni
hafi verið gerð dagleg og góð skil í
fjölmiölum landsins".
Og Davíð sjalfur segir af sinni
alkunnu hógværð:
„Þessi mikla viðhöfn og athygli,
sem þeir hafa sýnt okkur hér, er
jákvaeður boöskapur fyrir okkur
um að hér getum viö átt innhlaup
um viðskipti og samskipti sem við
eigum að rækta og megum alls ekki
missa af.“
Af þessu má ráða að öll kínverska
þjóðin, rúmlega mifljarður, eða
hvað þeir eru nú margir Kínveij-
amir, hafi staðið agndofa og heilluö
þegar Davíð birtist í landi þeirra.
Og ráðamenn sömuleiðis. Viðræð-
umar vom umfangsmiklar og kín-
verskir ráðamenn gáfu sér góðan
tíma til að tala við Davíö, sem undr-
aði hann mest
Það er reyndar óþarfi hjá Davíð
Oddssyni. Kínveijar hafa alla tíð
gert sér grein fyrir aö íslendingar
era stórveldi í milliríkjasamskipt-
um. íslendingar hafa boðið Evr-
ópusambandinu birginn en Evr-
ópusambandið hefur stefnt að því
grímulaust að innbyrða ísland í
sambandið og gleypa fullveldi ís-
lensku þjóðarinnar. En Davíð hef-
ur barist á móti og gefið ESB langt
nef og þetta kunna Kínveijar aö
meta og öll kínverska þjóðin og hún
hyllir íslenska forsætisráðherrann
þegar hann kemur í heimsókn.
Davið segir að honum hafi þótt
athyglisvert að fá tækifæri tíl að
kynnast viðhorfúm Kínverja.
Hingað til hefur hann talið Kín-
veija forstokkaða ofbeldismenn og
kommúnista af verstu gerð en svo
sá hann sér tíl mikillar ánægju að
þetta var fólk sem tók á móti hon-
um og talaði við hann og var kurt-
eist. Þeir gáfú sér meira að segja
góðan tíma til að tala viö hann!
Davíð varð svo glaður aö hann tel-
ur þessa heimsókn vera tímamót í
sögunni og það sé eins víst og tvisv-
ar tveir era fjórir að hér eftir muni
Kínverjar vera vinsamlegir við ís-
lpndinga og verða stórveldi í við-
skiptum innan nokkurra ára.
Allt vegna heimsóknar Davíðs og
að hann skyldi hafa gert sér grein
fyrir því. Hvað ef Davíð hefði aldr-
ei verið bóðið eða þá að Kínveijar
hefðu ekki gefiö sér góðan tíma til
að tala við Davíð? Þá hefði hann
áfram vaðið í villu og Kinveijar
verið útskúfaðir á heimsmarkaðn-
um.
Þess vegna er þessi heimsókn
Davíðs ekki aðeins uppljómun fyrir
hann einan, heldur er ferðin sigur
fyrir Kínveija sem loksins gátu
sannfært vestrænan þjóðarleiðtoga
um að þeir væra á réttri leið. Nú
verður ekki lengur þeim hviksög-
um trúað að Kínverjar fari illa með
sitt fólk eða þá að þeir virði ekki
mannréttindi. Davíð hefur sann-
færst um að Kínverjar séu gott fólk
sem geri engum mein og þeir
töluðu við hann og gáfu sér góðan
tíma og það hlýtur að boða gott eitt
Sigurför Davíðs mun fara sigur-
fór um veröldina. Hún hafði já-
kvæð áhrif á kínversku þjóðina
sem fylgdist með aðdáun og virð-
ingu með íslenska forsætisráðherr-
anum meðan hann dvaldi í landinu
og fagnaði því hve vel hann skildi
allt það sem Kínveijamir sögðu við
hann. Hann gerði meira heldur en
að skilja. Hann trúöi því öllu og það
finnst Kínveijum mest til um. Þeir
hafa hingað til ekki fengið neina til
að trúa því að þeir virði mannrétt-
indi en Davíð trúði þvi og í því er
sigurinn fólginn.
Eða eins og Daviö segir sjálfur:
Þetta var jákvæður boðskapur. Nú
munu íslendingar geta boðið ESB
birginn með fullri reisn og djörfung
því Kínveijar munu opna land sitt
fyrir íslenskri framleiðslu og okkur
era allir vegir færir. Kina er fyrir-
heitna landið. Ekki síst eftir þá við-
höfn og virðingu sem Davíð Odds-
syni var sýnd meö því að tala við
hann og gefa sér góðan tíma til
þess.
Dagfari