Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1994, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1994, Page 7
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 7 DV Ágóðinn 1 metsöluvikunni í happdrættum og lottósölunni: Fréttir Um 100 milljónir til góð- gerðarmála og háskólans - íþróttastarf, Reykjalundur, dvalarheimili og öryrkjar njóta ágóðans Háskóli íslands, íþróttafélög, Rey- kjalundur, dvalarheimili aldraðra, öryrkjar og fleiri fá samtals um 100 milljónir króna greiddar vegna söl- unnar í stóru happdrættunum, lottó- inu og getraunum í metsöluvikunni sem nú stendur yfir. Eins og fram kom í DV er dregið um andvirði um 300 milljóna króna vinninga á aðeins einni viku. Lottópotturinn er fimm- faldur í fyrsta skipti og desember- mánuður er „feitur“ eins og alltaf hjá stóru happdrættunum. 40 milljónir í íþróttir og öryrkja Reiknað er með að veltan hjá lottó- inu verði um 70 milljónir króna. Þar er áætlað að fyrsti vinningur, sem verður fimmfaldur, verði tæpar 30 milljónir en rúmar 15 milljónir fara í aðra vinninga. Miðað við að fyrsti vinningur kemur frá öðrum söluvik- um, um 15 milljónir, verður hagnað- ur íslenskrar getspár því 40 milljónir króna þessa viku. Þessir milljónatugir renna beint til þriggja eignaraöila í réttum hlutfóll- um, til ÍSI, sem á 46,67 prósent, Ör- yrkjabandalags íslands, sem á 40 pró- sent, og UMFÍ sem á 13,33 prósent. 40 milljónirnar munu því styrkja íþróttastarfsemi og stofnkostnað við íbúðakaup fyrir öryrkja og rekstrar- kostnað bandalagsins. Áætluð velta íslenskra getrauna er 7,7 milljónir króna. Hagnaðurinn verður 1,7 milljónir króna en afgang- urinn greiðist í vinninga. Hér er um að ræða 23 prósenta hagnað. Ágóðinn er greiddur til þeirra íþróttafélaga sem selja miða, í réttu hlutfalh við sölu hvers félags. Ágóði Háskólans Happdrætti Háskóla íslands greiðir um 130 milljónir króna út í vinninga vegna dráttarins hinn 13. desember í næstu viku. Ekki er unnt að reikna út hagnað fyrir einn mánuð miðað við að miðar seljast allt árið en vinningar eru hæstir í desember. Áætlað er að happ- drættið fái 210 mflljónir króna í tekjur yfir árið. Þvi er raunhæft að miða við einn tólfta af þeirri upphæð í mánuðin- um í hagnað, 18 milljónir króna. Ágóð- anum er fyrst og fremst varið til ný- bygginga og viðhalds í Háskóla íslands og til tækjakaupa. Milljónir í Hrafnistuheimilin Ágóði hjá Happdrætti DAS rennur til uppbyggingar Hrafnistuheimila í Reykjavík og Hafnarfirði. Reikna má með að ágóði happdrættisins í mán- uðinum verði um 15 milljónir króna en DAS greiðir 50 milljónir króna út í vinninga sem dregnir voru í gær og á þriðjudag. Bingólottó er á vegúm DAS. Þar er veltan um 10 milljónir króna á viku. 48 prósent af þeirri upphæð fara í vinninga. Afgangiuinn, fyrir utan rekstrarkostnað, er ágóði sem renn- ur til sama málefnis og gert er vegna happdrættismiða DAS. Reykjaiundur, sjúkir og SÍBS Hjá happdrætti SÓ3S er dregið um Holræsagjaldi mótmælt Samþykkt var á fundi í Trésmiðafé- lagi Reykjavíkur nýlega að mótmæla álagningu holræsagjalds og skorað á borgarstjórn að hætta við skattlagn- inguna og afla í staðinn framkvæmd- afjár meö hagsýni og spamaöi. Þá hefur Húsaeigendafélagið skor- að á borgaryfirvöld að hætta við áform um álagningu holræsagjalds þar sem álagningin hafi í fór með sér nærri 25 prósenta hækkun á fasteig- nagjöldum í borginni. vinninga aö andvifði 82 milljónir króna. Tæpur helmingur þeirrar upp- hæðar er greiddur út. Reiknað er með að ágóðinn hjá SfeS sé á annan tug milljóna króna. Honum er varið til uppbyggingar á Reykjalundi en ný- framkvæmdir era fjármagnaðar af happdrættisfénu. Einnig er ágóðan- um varið til hins verndaða vinnustað- ar Múlalundar, sem er stærsti vemd- aði vinnustaður landsins, til Hlíða- bæjar, sem er dagvistun fyrir alzer- heimersjúklinga og Múlabæjar sem erdagvistunfyriraldraða. -Ótt TELEFUNKEN HÁGÆÐASJÓNVARPSTÆKI SURROUND STEREO Telefunken F-531 C STEREO NIC er 28" sjónvarpstæki: Black Matrix-flatur glampalaus skjór • Surround-umhverfishljóm- ur • PSI (Picture Signal Improve- ment) • ICE (Intelligent Contrast Electronic) • Pal, Secam og NTSC- video • 59 stöðva.minni • Sjólfvirk stöðvaleit • Möguleiki ó 16:9 móttöku • Islenskt texta-varp • Tímarofi • 40W magnari • A2- Stereo Nicam • 4 hótalarar • Tengi fyrir heyrnartól og sjón- varpsmyndavél • Aðskilinn styrk- stillir fyrir heyrnartól • 2 Scart- tengi • Upplýst fjarstýring o.m.fl. Verð 99.800,- kr. eða 89.900,- stgr. RAÐGRE/ÐSLUR TIL ALLT AÐ 36 MANAÐA TIL ALLT AO 24 MAIMAÐA TIL ALLT __, ^ AÐ 30 munalán MÁNAÐA Upphæðin er án vaxta, lántökukostnaðar og færslugjalds y\> Surround-hljómmögnun: Þetta er sérstök hljóöblöndun, sem eykur hljóminn og gefur möguleika é hljóöéhrifum líkt og í kvikmyndahúsum. Mono útsending fær blæ af stereo- útsendingu og stereo-útsending gefur aukin éhrif, þannig að éhorfandinn færist eins og inn í kvikmyndina. Aöeins þarf að stinga bakhátilurum í sanv band við sjónvarpið til að heyra muninn! SKIPHOLT119 SÍMI 29800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.