Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1994, Page 10
10
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994
Hlúum að
börnum heims
- framtíðin
er þeirra
FRAMLAG ÞITT
ER MIKILS VIRÐI
Fleece fóSraSar
Neoprene
andlitsgrímur.
Verð aðeins
kr. f.690
S% sta&grei&sluafslóttur,
einnig af póstkröfum
greiddum innan 7 daga.
B1ÚTILÍFP Hffl
GLÆSIBÆ SÍMI 812922
Stálvaskar
Besta verð á íslandi
1 'á hólf + borö
Kr. 10.950
11 gerðir af eldhúsvöskum á
frábæru verði.
Einnig mikið úrval af blönd-
unartækjum. Verslun
Faxafeni 9, s. 887332
Opið: mánud.-föstud. kl. 9-18
laugard. kl. 10-16
Menning
Axlarbjörn og Sveinn
Skotti Megasar
Þetta er fyrsta skáldsaga hins kunna söngvara
og ljóðskálds. Hún segir frá feðgum tveimur,
sem frægir eru úr íslenskum þjóðsögum. Hinn
fyrri var athafnasamur ránmorðingi, pyntaður
til bana nálægt aldamótum 1600. En sonur hans,
þá ófæddur, var hengdur fyrir þjófnað hálfri öld
síðar.
Þjóðsögur og aðrar fornar frásagnir af þeim
feðgum eru stundum riíjaðar upp í bókinni. En
Bókmenntir
Örn Ólafsson
aðallega gerist hún þó í Reykjavík nú á dögum,
í samfélagshópi sem í blöðum er kallaður „góð-
kunningjar lögreglunnar". Hér ríkir samfelld
eftirsókn eftir vímu, auk áfengis er allt fljótandi
í alls konar fíkniefnum. Björn er ránmorðingi,
en Sveinn er sínauðgandi barnungum stúlkum.
Söguþráöurinn er í meginatriðum úr óperu
Mozarts, Don Giovanni sem segir frá flagaran-
um Don Juan. Endahnútur sögunnar er opinber
aftaka, þar sem áhorfendur, reykvískur al-
menningur, virðist sýnu óðgeðfelldari en glæpa-
maðurinn, enda fylgir mikil réttlætingarræða
fyrir hann frá e.k. holdgervingi kvenkynsins.
Nokkur ljóð Megasar prýða bókina, og stíll
hennar er einkar kjarnyrtur og magnaður, svo
sem vænta mátti af höfundi. Inn í textann er
fléttað tilvitnunum í kunn bókmenntaverk, að-
BJORN
OG
SVEINN
MEGAS
allega íslensk. Við þær eru svo gerð ýmis til-
brigði með rími og stuölun, þannig að þau aðlag-
ast nútímaslangri, sem er áberandi í bókinni,
enskuslettur stafsettar upp á íslensku.
Alkunna er að rithöfundar endurrita oft aftur
og aftur marga kafla í bókum sínum til að velja
svo úr það sem best fellur saman í endanlega
gerð. En þessi bók er eins og skrifborð höfundar
hafi verið tæmt, öflum drögum frásagna raðað
saman nokkurn veginn í tímaröð sögu og bunk-
inn svo verið borinn beint í prentsmiðju. Flest
atriði sögunnar eru margendurtekin með
nokkrum tilbrigðum. Verða þessar gegndar-
lausu endurtekningar bara leiðigjarnar. Eink-
um á það við um endalausar sjálfsréttlætingar
barnanauðgarans Sveins.
Þá eru og einkar þreytandi andlausar þulur
lyíjaheita (bls. 71 o.áfr.) og afbrota Björns og
Sveins, þeir eiga að hafa staðið á bak við alla
helstu atburði í sögu þjóðarinnar frá því á stríðs-
árunum (bls. 58).
Þessi bók er nær 400 bls., þéttprentaðar. Ef
flestallar endurtekningarnar hefðu verið fjar-
lægðar, þá hefði hún styst um helming, á að
giska, og líklega orðið lesandi. Ekki þó góð, til
þess er textinn of einsleitur. Sögumaður yfir-
gnæfir hvarvetna með sínar útskýringar, at-
hugasemdir og sérkennilega málfar, en söguper-
sónur verða aldrei lifandi. Þær eru alltaf sömu
einhliða rissmyndirnar, séðar úr fjarlægð.
Margt er Megasi til lista lagt, en ekki sagna-
gerð, enn að minnsta kosti. Útgáfan geröi honum
engan greiða með því að gefa ritið út í þessari
mynd.
Megas: Björn og Sveinn eða Makleg málagjöld
Mál og menning 1994, 384 bls.
Líf, dauði og eilífð
...það er ekki tjl neins / að sofa lengur - / fyrst ég er ekki dáinn“,
segir Jónas Þorbjarnarson í nýrri ljóðabók, Á bersvæði; upptekinn af lifi
og dauða sem löngum fyrr.
Á bersvæði er í þrem íúutum. Sá fyrsti segir á hógværan hátt frá slagn-
um viö veruleikann. Stundum er eina hlutverk manns að láta ógert það
sem aðrir vetja ævinni í, það er að segja að lifa („Borg við sjó“), og þó að
rofl til í „Uppstyttu" er undiraldan enn þung. Honum er raun að nútíman-
um og reynir að flýja inn í drauminn („Eldsnemma") og inn á gamla ljós-
mynd („Vinnudagur"); tekst loks að flýja austur fyrir fjafl. I Álftaveri
hefur syndafall ekki enn oröið, þar er tíðindaleysi, friður og eilíft líf eins
og lesa má í „Hleöslu". Þar verðum við nútímamenn skelfing einangrað-
ir eyjarskeggjar miðað við eldri kynslóðir sem þekkja forfeður sína aftur
í tröll og æsi og sjá þá Jafn berlega og álfa í klettum / og mig og þig“.
í miðhlutanum liggur leiðin til Mexíkó þar sem skáldið er einmana
þrátt fyrir mergðina; mannlíf er dapurlegt, fátt lifandi fólks og landslagið
tilbreytingarlaust og fyrirsjáanlegt. Þó er lyginni líkast hvað himinninn
er blár („Utlendingur") og hitabeltisnóttin í þessu landi ævafomrar menn-
ingar er nærri áþreifanleg í „Náttkirkjunni".
I þriðja hluta eru fáein bemskuljóð, full af söknuði eftir liðnum tíma
þegar enn var langt til fullorðinsáranna með sínum lygna kulda milli
Bókmenntir
Silja Aðalsteinsdóttir
fólks. „Strákar" lýsir vel tilfinningum þess sem strýkur að heiman og
finnst hann vera týndur. Allir eru vísir nema hann vegna þess að enginn
veit hvar hann er. Svo verður hverfulleikinn ágengur. „Að endingu
hvorki lífs né liðin" segir frá letrinu sem er „bráðum ólæsilegt" á aðeins
mannsaldursgömlum leiðum, „bráðum / ekkert eftir af dauðanum". Og
síðustu fjögur ljóð bókarinnar eru frásögn af raunverulegum dauða; djörf
ljóð á sinn kurteisa hátt og frumleg þó að yrkisefnin séu aldagömul: dauði
nákomins ættingja („og ég sem er sagður svo líkur honum") og jaröarfór
(„Síðan lokar maður að sér / með hinu ártalinu: / kistuloki"). Erfiljóðið
„Á lágþrepum tónstigans" grípur á snjallan hátt utan um viðfangsefnið
á þeirri stund þegar það hefur víða og óvænta skírskotun. Dauði og eilífð
verða eitt.
Jónas er ungur maður, en þó stendur á bak við ljóðin gömul sál sem
man „þúsund ár allglöggt", er jafnvel „fimm þúsund ára“ eins og segir í
„Arfinum". Lífið er því aðeins einhvers virði að maður hafi djúpar rætur
í fortíðinni. Hann kaflar auðveldlega á vettvang gamalt fólk, bæði dáið
(eins og Elínu gömlu sem las Nietzsche og lét skáldinu eftir innbú sitt)
og lifandi (bræðuma í Skálmarbæ). Hann sökkvir sér í nýliðna og löngu
liðna fortíð, en þekkir fáa lifendur. Skáldið er einfari í samtímanum, tal-
ar úr sínu víðfeðma einrúmi við lesanda sinn, segir honum sögur eða
sýnir honum myndir á máli sem virðist einfalt talmál en er þegar nánar
er aö gáö margrætt og spennandi. Lætur okkur í té varanleg vopn í bar-
áttunni við tómið.
Jónas Þorbjarnarson:
Á bersvæðl
Forlaglð 1994
Byggjum
tónlistarhús
- djasstónleikar í Perlunni
Föstudagskvöldið 2. desember voru haldnir djasstónleikar í Perlunni
til styrktar byggingu tónlistarhúss á íslandi. Komu þar fram ýmsir af
okkar fremstu djasstónlistarmönnum þótt ekki væru það alveg sömu
nöfnin og birt voru í fréttatilkynningu fyrir tónleikana. Fyrst á sviðið
var hljómsveit Guðmundar Steingrímssonar, en auk hans spiluðu þar
Þórir Baldursson á píanó, Ólafur Sigurðsson á tenórsaxófón og Bjöm
Thoroddsen á gítar. í fyrsta laginu, Take the A-Train, sem Andrea Gylfa-
dóttir söng, spilaði Þórður Högnason á kontrabassa, en síðan tók Róbert
Þórhallsson við bassaleiknum á rafbassann sinn í síðari lögunum tveim-
ur, Yesterdays og St. Thomas. Róbert hélt svo áfram með næstu sveit en
þar var kominn Sigurður Flosason með hrynsveit úr FÍH-skólanum. Auk
Róberts léku þeir Agnar Már Magnússon á píanó og Tómas Jónsson á
trommur. Þeir léku lög eftir Sigurð, fyrst „Flug 622“ sem allir þekkja af
plötunni „Gengið á lagið“. En síðan kom frumflutningur á þremur nýjum
lögum frá Sigurði. „Heim“, sem er falleg ballaða, „Tíminn drepinn", sem
er blúsættar, og svo lag sem mér heyrðist hann nefna „Upptekinn hátt-
ur“, skemmtilegt lag í hrööu tempói, sveifluhrynur og suðuramerískur
til skiptis. Það er alltaf gaman að heyra Sigurö blásá og er virðingarvert
hjá honum að gefa ungu drengjunum tækifæri til að taka þátt í þessu
verkefni með sér, en þeir stóðu sig ágætlega.
Tórúist
Ársæll Másson
Næst kom sú hljómsveit sem ég hygg að hafi höfðað mest til við-
staddra, en þar var kominn Tómas R. Einarsson djassskáld með sína
sveit, Gunnar Gunnarsson á píanó, Hilmar Jensson á gítar og Matthías
M.D. Hemstock á trommur. Þeir fluttu efni af Landsýnarplötunni. Eftir
tvö lög bættist Óskar Guðjónsson í hópinn með tenórinn og blés titillag
plötunnar, og lokalag þeirra, „Þú ert“, söng Guðmundur Andri Thorsson.
Flutningur þeirra var verulega góður og húmorískur, og tilbreyting í því
að heyra gítarista eins og Hilmar spila tónlist af þessu tagi.
Síðasta orðið átti Niels Henning 0rsted-Pedersen, en með honum var
fenginn Björn Thoroddsen. Þeir spiluðu Au Privave, eina ballöðu og Oleo.
Egill Ólafsson bættist síðan í hópinn og söng frasa eftir Irving Berlin og
aö lokum Ain’t Misbehavin’. Þessi uppákoma var greinilega óundirbúin
og er skemmst frá því aö segja að hún misheppnaðist gersamlega, því
miður. En Niels á þakkir skildar fyrh’ að koma hingað til þess að styrkja
okkur í þeim góðu áformum aö byggja tónlistarhús.