Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1994, Síða 12
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994
Spumingin
Lesendur
Lestrarkennsla
áAlþingi?
Árni hrmgdi:
Nú þykir mér tira. Ég las í blaði
nýlega aö ein þingkona Kvenna-
listans þyrfti nánast að stafa fyr-
irspurn sína til þeirra i forsætis-
ráðuneytinu. Hún var að spyrja
um svokölluð „sérverkefni" sem
t.d. sumir hinna eldri og brott-
flognu starfsmenn ráðuneytanna
hafa fengið eftir að þeir fóru
heim. Kvennalistakonan lagöi
fram fyrirspurn fyrir rúmum
mánuði en ekkert gerðist, Og nú
er hún sögð ætla.að stafa fyrir-
spurn sína svo ekki verði um
villst hvað hún á við. En m.a.
orða. Væri ekki annars bráð-
snjallt að hafa lestrarkennslu á
Alþingi fyrir treglæsa?
Foreldravakt
aðstaðaldri
Katrín Guðmundsdóttir hringdi:
Ég vil taka undir meö Ómari
Smára Ármannssyni í grein hans
um útivistartíma barna og ungl-
ínga. Ég held að foreldravakt sé
ákjósanleg leið og ekki síst ásamt
og i samstarfi við lögregluna. Og
eins og Ómar Smári segir: Hver
hefði trúað þvi að hægt væri að
losa miðborgina að mestu við
börn og unglinga að kvöld- og
næturlagi um helgar? Það tókst
hins vegar fyrir u.þ.b. ári þrátt
fyrir úrtöluraddir. Þessir aldurs-
hópar færðust á heimaslóðir þar
sem von var til að foreldrar könn-
uðu ástand barna sinna eða vissu
af þv i
„Au pair“ í
Þýskalandi
Svlvia hringdi:
Ég varð bæði undrandi og sár
þegar ég heyrði að íslenskar
stúlkur sem færu sem „au pair“
til Þýskalands væru bæði drykk-
felldar og skemmtanasjúkar. Eitt
sinn fór ég „au pair“ til smábæjar
í Bandaríkjunum. Þar var ekkert
diskótek og ekkert félagsheimili
en þar var bar og veitingahús sem
allir hittust á um helgar. En þar
sást aldrei drukkinn maður. Ég
fékk að fara þangað á fríkvöldum
ef ég fór ekki annað. En mér var
fylgt þangað af virmuveitendum
minum og sótt aftur þegar ég vildi
koma heim. Ég held aö þetta í
Þýskalandi eigi aðeins við ein-
stakar stúlkur, ekki fjöldann.
Þjóöverjar hafa það mikinn skikk
á sínu heimilisfólki að ég trúi
ekki að þeir láti eitthvað henda
nema einu sinni.
SkoraáGuðrúnu
Helgadóttur
Ámundi hringdi:
Ráðandi öfl í Alþýðubandalag-
inu eru sýnilega að gera tilraun
til að koma Guðrúnu Helgadóttur
út af listanum hér í Reykjavík.
Með því eru þeir vísvitandi að
reyta fylgi af flokknum. Þeim er
kannski sama. Mér er hins vegar
ekki sama því ég vil frekar fá
fleiri en færri þingmenn fyrir
flokkinn. Guðrún sem virt per-
sóna og rithöfundur er einn besti
kosturinn í framlínu flokks sins.
Ég skora á Gui'únu Helgadóttur
að gefa nú hvergi eftir.
ValtýrBjörner
fræðandi
G.Þ. skrifar:
Hinn 5. des. sl. fjallar blaðamað-
ur DV um Valtý Björn Valtýsson
og telm- hann óhæfan til þess að
lýsa fótbolta í sjónvarpi vegna
þess að hann fræðir áhorfendur
sína, sem flestir eru væntanlega
áhugamenn um knattspyrnu, um
aldur leikmanna. Ég held að flest-
ir íþróttaáhugamenn telji það til
bóta þegar þeir fá viðbótarupp-
lýsingar. Valtýr Björn Valtýsson
er tvímælalaust einn af þremur
bestu íþróttafréttamönnunum á
fjósvakamiðlunum.
Svíar ná ekki glæpamönnum
Steinn skrifar:
íslenska lögreglan er ótrúlega fljót
að ná til þeirra sem gerast brotlegir
við lögin. Það helgast kannski af því
hve fámennir við íslendingar erum
og lögreglan hefur komist í kast við
allflesta okkar einhvern tíma. Svo
ólöghlýðnir erum við nú einu sinni.
- En þetta með Svíana, maður nær
því varla. Að þeir skuh nánast aldrei
hafa hendur í hári Stórglæpamanna
í sínu landi, hvemig má það vera?
Þeir náðu aldrei þeim seka í máli
Olofs Palme, fyrrum forsætisráð-
herra, og þó hljóp sá seki brott af
morðstað. Og núna finna þeir engan
þótt dyravörður hafi borið kennsl á
einn glæpamannanna sem myrtu
þrjá í næturklúbbi. Ég held að
sænsku lögreglunni sé bara ekki
sjálfrátt. Hún er líka svo kauðsk í
klæðaburði. Getur hugsast að t.d.
þessir gamaldags „bátar“, pokalegu
vaðmálsbuxurnar og bítlahárið, sem
enn viðgengst innan lögreglunnar,
standi í vegi fyrir frumkvæði og
skarpleika í hugsun?
Jólahlaðborð - jólasteik
Kristrún Dröfn: Já, ég heffengiðjóla-
sveinasúkkulaði og mandarínur.
Egill Jónsson skrifar:
Jólahlaðborð, jólasteik, eða dauð-
inn og djöfullinn. - Þetta eru slagorð-
in sem eru uppi á borðinu þessa dag-
ana. Hótel og veitingastaðir auglýsa
grimmt hlaðborðin sín, verslanirnar
jólasteikurnar og ákveðinn hluti
þjóðarinnar er svo í því að harma
hlutinn sinn og sér ekkert nema
eymd og volæði.
Það er staöreynd aö til eru þær fjöl-
skyldur hér sem etja ofurkappi við
að ná saman endum. Sumir ná því
ekki. Enn aörir bera fátækt með
reisn og er það einkar lagið. - Því er
það að „ljós og myrkur vegast á“ eins
og einn ráðherra okkar lagði m.a.
út af í jólaboðskap fyrir stuttu.
En mér er spurn: hverjir eru orðn-
ir svo aðþrengdir af skorti á kræsing-
um að þeir leggi ofurkapp á að sitja
jólahlaðborð, og oft fremur fleiri en
eitt? Og svo kemur jólasteikin! Er
hún þá nokkuð sérstök eftir öll jóla-
hlaðborðin? Eða láta menn beinlínis
ginnast af auglýsingunum? Mikið
ofboðslegt ósjálfstæði er þar á ferð-
inni. Og það í öllu krepputalinu.
Ég sá nýlega hóp fólks sitja við jóla-
hlaðborð og þar á meðal mann einn
sem er landsþekktur „kvartari" yfir
öllu því „óréttlæti“ sem viðgengst í
þjóðfélaginu. Og þama vora einnig
konur sem eiga í verkfalli þessa dag-
ana. Var þá engin kreppa hjá þessu
fólki? hugsaði ég með mér. - Jú, mik-
il ósköp, ég var þarna líka, en ég hef
bara aldrei kvartað um óréttlæti í
íslensku þjóðfélagi, því það er ekki
til með raun og sann.
Það eru hins vegar til láglaunahóp-
ar, t.d. einstæðar mæður með börn á
framfæri. Varla margir aörir sem
hægt er að telja í hópum. Þessu fólki
ber að koma til hjálpar meö ríflegri
launahækkun. Þá geta allir étið sig
sadda við jólahlaðborð og af jólasteik
þessi jól eins og öll önnur sl. 50 ár.
Ætlarðu að
setja skóinn
út í glugga?
Ragnar Guðmundsson: Já.
Pétur Grímsson: Ég læt takkaskóna
út í glugga.
Smári Gunnarsson: Já, og ég hef
fengið körfuboltamyndir.
Jolahlaoborðio. - Slagorðin eymd og volæði víðs fjarri.
Tómas Guðmundsson: Já, og ég hef
fengið kubba og nammi.
Valur örnólfsson: Já, ég set stígvélið
mitt út í glugga.
íslenskur handbolti eða hnefaleikar:
Eiga dómarar
sökina?
Guðmundur Guðmundsson skrifar:
íslenskur handbolti líkist nú æ
meir hnefaleikum, alla vega hjá sum-
um liðum og einstaklingum, og virð-
ast dómarar vera famir að leyfa
meira og meira ofbeldi en áöur. -
Þetta á gjaman við þegar slakari lið
eru að tapa leik að ofbeldi er beitt
sem lokasvari í vonlausri baráttu
gegn þeim betri liðum.
Dæmi um þetta er þegar lið HK,
sem vermir fallsæti deildarinnar,
spilaði gegn Val á dögunum. HK-
mönnum tókst þar að nef- og kinn-
beinsbráka einn leikmann Vals-
manna og handarbrjóta annan. Bæði
atvikin voru mjög augljóslega vilj-
andi frá áhorfendum séð og sætti það
mikilli furðu og gremju áhorfenda
að ekki skyldi vera tekið strangar á
þessum brotum.
Þetta hátterni virðist þó ekki ein-
göngu fylgja leikmönnum slakari
liða. Að fylgjast með ákveðnum KA-
manni og öðrum Stjörnu-leikmanni
spila vörn mætti halda að þeirra ein-
asta markmið í varnarspúi væri að
koma höggi á andht andstæðings.
Þetta vekur þá spurningu hvort
handbolti yfirleitt sé að breytast í
blóðuga hnefaleika - eða hvort þetta
sé einungis svona á íslandi.
Einnig mætti draga fram Haukana.
Það gleymist þeim seint sem fylgdust
með handboltaleik Vals og Hauka
laugardaginn 3. desember sl. þar sem
Haukar sýndu ofbeldi eins og það
gerist verst. Voru gerðar markvissar
tilraunir til að koma höggi á bólgið
andht Jóns Kristjánssonar, leik-
manns Vals, sem sphaði með brákað
nef- og kinnbein. Það tókst í þrígang
Viljum sjá skemmtilegan handbolta, ekki kýlingar eða ofbeldi.
og alltaf var þess gætt að það væri
ekki sami maður sem kýldi. Það var
ótrúlegt að fylgjast með þessu. Dóm-
ararnir leyfðu að Jón væri kýldur í
tvígang í andlitið áður en þeir veittu
þeim þriðja tvær mínútur fyrir þriðja
kjaftshöggið. - Til aö kóróna allt þá
veittu þeir Jóni, sem sýnilega var
orðinn mjög reiöur, og þjáður í and-
liti, rautt spjald fyrir að skeyta skapi
sínu á stólræfli utan leikvallar. -
Hvílíkur dómarasirkus!
Að sjálfsögðu eru það dómararnir
sem bera ábyrgð á þessari þróun og
það er á þeirra ábyrgð að snúa henni
við. Dómarar sem lengi hafa verið í
þessum bransa þekkja þessa menn
og þeim ber að fylgjast betur með
þeim. Dómarar verða að taka harðar,
miklu harðar, á vhjandi líkamsmeið-
ingum þannig að þeim verði útrýmt
úr íslenskum handbolta.
Við áhorfendur vhjum sjá
skemmtilegan handbolta, leikkerfi
og leikfléttur, falleg mörk, glæshega
markvörslu og öfluga varnarmúra,
en ekki þessar kýlingar og þennan
óþverraskap sem tröhríður íþrótt-
inni nú og eyðileggur ánægjuna af
að sjá handbolta leikinn.
Hringiö 1 síma
63 27 00
milli
kl. 14 og 16
eða skrifið