Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1994, Qupperneq 13
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994
13
Bridge
Bridgesamband íslands:
Happamót
Bridge-
sambands
íslands
Helgina 3.-4. des. var haldið mót í
Þönglabakka 1, nýju og glæsilegu
húsnæði Bridgesambands íslands, til
fláröflunar vegna kaupanna.
Vegleg verðlaun voru í boði, þar á
meðal ferð fyrir tvo á Evrópumót í
tvímenningi sem haldið verður í Róm
í mars nk. auk annarra ferðavinn-
inga og fjölda happavinninga sem
dregnir voru út í hverri lotu.
Auk þess voru flokkaverðlaun í
flokki yngri spilara, kvenna, para og
eldri spilara.
58 pör spiluðu fyrstu lotu á laugar-
deginmn og 54 pör í lotu tvö. 16 efstu
pörin komust áfram í úrslitabaró-
meter sem hófst kl. 11 á smmudag,
en einungis 23 pör komu í þriðju
Mitchell-lotuna sem spiluð var kl. 13
á sunnudeginum. Barómeterúrshta-
keppnin var spennandi allan tímann
en Sigurður B. Þorsteinsson og Gylfi
Baldursson, sem unnu undankeppn
ina á laugardeginum, enduðu einnig
sem sigurvegarar í aðalkeppninni
með 43 stig og hlutu þar með farmiða
og þátttökugjald á Evrópumeistara-
mótinu í Róm.
2.-3. sætið var hníflafnt að stigum,
þeir hlutu 40 stig og þar var það inn-
byrðis seta sem réð úrshtum um að
Kristján Blöndal og Stefan Guðjohn-
sen hlutu aimað sætið og helgarferð
til Dublin með Samvinnuferðum en
Hallgrímur Hallgrímsson og Haukur
Ingason hlutu þriðja sætið og ferð
innanlands með Flugleiðum í verð-
laun.
í flórða sæti voru Guðmundur Páll
Amarson og Þorlákur Jónsson með
38 stig.
í flokki 25 ára og yngri unnu Stein-
ar Jónsson frá Siglufirði og Magnús
Magnússon og þar með ferð með
Flugleiðum á yngri spilara mót í
Hollandi í byijun janúar 1995.
í flokki eldri spilara unnu Símon
Símonarson og Bjöm Theódórsson
ferð með Flugleiðum innanlands.
Í kvennaflokki unnu Guðlaug
Jónsdóttir og Dröfii Guðmundsdóttir
ferð með Flugleiðum á Schiphol-
mótið í Hollandi næsta vor.
í paraflokki varð að draga um sig-
urvegara þar sem työ pör, Guðrún
Jóhannesdóttir og Björgvin Már
Kristinsson og Ólöf H. Þorsteinsdótt-
ir og Sveinn R. Eiríksson, vom ná-
kvæmlega jöfii að stigum, Ólöf og
Sveinn urðu þar hlutskarpari, drógu
tígulsexu en Guðrún og Björgvin tíg-
ulfjarka!
Þau hlutu ferðavinning í leiguflugi
Samvinnuferða að verðmæti 30.000
kr.
Kristján Hauksson og Jóhanna
Katrín Kristjánsdóttir sáu um
keppnistjóm og útreikning og Helgi
Jóhannsson, forseti Bridgesambands
íslands, og Elín Bjamadóttir, fram-
kvæmdastjóri Bridgesambands ís-
lands, afhentu verðlaun í mótslok.
Stjóm Bridgesambands íslands vill
þakka þeim spilurum sem mættu og
sýndu í verki stuðning við húsakaup-
in en þeir hefðu vissulega mátt vera
fleiri.
GALINA
(l50 cm /42% búmuM/58% hör) fi
erslun IKEA
GULLRIPS
(púðar/48x48cm)
790 kr.
úrval af álnavöru
hagstæðu verði.
Líttu inn og þú
finnur örugglega það
sem þig vantar.
GANJA
(l50 cm/100% bómuil)
595 kr.
JEDDY
( 140 cm/100% bómull )
445 kr.
GILDA
(l50 cm/100% bómull)
445 kr.
LENA
i cm/100% bómuli
445 kr.
GISELLE
(púðar 50x50 cm)
595 kr.
Nýtt kortatímabil
cm/100% bómull
)
195 kr.
fyrir fólkið í landinu
Holtagörðum við Holtaveg / Sfmi 68 66 50 / Grænt númer 99 68 50
Fógetans er hláðið krásum
Milli kl. 18.00 og 22.00 er upplagt áð gæða sér á Ijúffengum
jólaréttum á aðeins kr. 1.700,- fyrir manninn.
Aðaistræti io ■ sími 16323 Jólaglögg og piparkökur ki'. 300,- glasið. Sérlagaður jólabjór kr. 200,- glasið