Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1994, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNUSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÖLFURT3. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr, m/vsk.
Verð I lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk.
Lygin er ekki ókeypis
Guörún Helgadóttir alþingismaður sagðist í fyrradag
hafa skrökvað að fjölmiðli þá um morguninn. Hún hafði
sagzt ekki ætla að gefa baráttulaust eftir sæti sitt á fram-
boðshsta Alþýðubandalagsins í Reykjavík. í rauninni var
hún þegar búin að ákveða að gefa þetta sæti eftir.
Alþingismaðurinn taldi henta sér betur, að sannleikur-
inn kæmi ekki í ljós fyrr en síðar um daginn. Þetta fannst
honum eðhleg málsmeðferð. Sannleikurinn er í augum
hans ekkert annað en verkfæri, sem stundum má nota
og stundum ekki, aht eftir hentugleikum hverju sinni.
Síðan ætlast sami þingmaðurinn th þess, að fólk trúi
honum, þegar hann segist hafa tekið þessa ákvörðun að
eigin frumkvæði. Af þvi að reynsla er fyrir því, að þing-
maðurinn segir satt og ósatt eftir hentugleikum hverju
sinni, verður honum ekki trúað í þessu frekar en öðru.
Þvert á móti verður haft fyrir satt, að þingmaðurinn
hafr aðeins átt tveggja óþægilegra kosta völ. Annar var
sá að gefa eftir sætið og fara niður í það fjórða. Hinn
var, að flokksbræður hans mundu reyna að koma honum
alveg út af listanum, ef hann makkaði ekki rétt.
Með lækkuninni er þingmaðurinn búinn að missa
þingsætið og það er gott. Það er þó einum pólitíkusnum
færra, sem segir ósatt. Og einum færra, sem er svo blygð-
unarlaus, að hann talar um það eins og hvem annan
sjálfsagðan hlut. Vonandi er brottfórin endanleg.
Þingmaðurinn ósannsögh er ekki einn um hituna. Það
hefur færzt í vöxt á undanfömum árum, að stjómmála-
menn og embættismenn fari vísvitandi með rangt mál í
viðtölum við íjölmiðla. Þessir valdamenn telja hag-
kvæmnisástæöur heimha sér að fara með rangt mál.
Nýlegt dæmi er ráðuneytisstjóri utanríkismála. Hann
laug því, að menningarfuhtrúinn í London hefði þá
diplómatísku stöðu, að hann gæti orðið sendiherraíghdi.
Síðar kom í ljós, að í kjölfar lyginnar þurfti að breyta
stöðu fuhtrúans, svo að hann gæti orðið íghdi.
Sá, sem lengst hefur gengið á þessu sviði upp á síðkast-
ið, er hrakfallabálkurinn Guðmundur Ami Stefánsson.
Hann hefur sjálfur gefið fjölmiðlum rangar upplýsingar
og jafnvel haft samráð við embættismenn um, hvemig
þeir eigi að reyna að ljúga sig út úr vondum málum.
Hverjum eiga fjölmiðlamenn og almenningur að
treysta, þegar svo er komið, að tilgangurinn helgar með-
ahð hjá viðmælendum fjölmiðla? Ein leið er að trúa aldr-
ei neinu, sem frá stjórnmálamönnum og embættismönn-
um kemur. Sú afstaða er skiljanleg, en erfið í raun.
Önnur leið er, að fjölmiðlar venji sig á að fylgjast
með, hvort reynslan leiði í ljós, að ákveðnir stjómmála-
menn og embættismenn hafi logið sér th þægindaauka;
og setji lygna valdamenn á hsta yfir þá, sem hvorki beri
að trúa né treysta. Þessi vöm er raunar þegar hafin.
Flest fólk fer aðra leið. Það áttar sig smám saman á,
að sannleikur er eins og lygi bara eitt verkfæri af mörg-
um 1 hentistefnukassa stj ómmálamanna og embættis-
manna. Þetta veldur vantrausti á valdamönnum al-
mennt, bæði þeim, sem ljúga og hinum, sem segja satt.
Þetta er ein af orsökum þess, að fólk á erfitt með að
gera upp hug sinn mihi stjómmálaflokka og -manna og
er þar á ofan reiðubúið að setja traust sitt á ný stjóm-
málaöfl, að minnsta kosti meðan ekki er enn komið í ljós,
hvort þau séu eins ómerkileg og eldri öflin hafa reynzt.
Þannig er lygin ekki ókeypis frekar en hádegisverður-
inn frægi. Hún er hvorki ókeypis fyrir þjóðfélagsgerðina
í hehd né fyrir þann, sem telur hagkvæmt að beita henni.
Jónas Kristjánsson
Viljum við kynna land okkar sem ímynd hreinleikans getum við ekki látið útrás holræsanna enda í fjöruborð-
inu, segir borgarstjóri m.a. i grein sinni. - Frá framkvæmdum við Ánanaust.
Af hverju holræsagjald?
Þegar Reykjavíkurlistinn tók viö
búi af Sjálfstæöisflokknum nú í vor
blasti við ófogur sjón.
Allar tekjur borgarinnar á þessu
ári fóru í reksturinn og afgangur
til framkvæmda var enginn. Sjálf-
stæöisílokkurinn ákvað að taka lán
fyrir öllum sínum framkvæmdum.
Engin lán höföu þó enn verið tekin
þegar Reykjavíkurlistinn tók viö
heldur var framúrkeyrslan fjár-
mögnuö meö yfirdrætti í Lands-
bankanum.
Þaö beið Reykjavíkurlistans að
breyta 2.000 milljón króna skamm-
tímaskuldum í langtímalán. Á ár-
inu 1993 fóru 90% af tekjum borgar-
innar í reksturinn og þaö áriö nam
framúrkeyrslan 2.725 milljónum
króna. Svona hefur fjármálastjórn
Sjálfstæðisflokksins veriö undan-
farin fjögur ár.
„Við tókum lán“
Á borgarstjórnarfundi sl.
fimmtudag var holræsagjald til
umræöu. Viö þaö tækifæri sagði
Árni Sigfússon aö sjálfstæðismenn
heföu ekki hækkaö skatta til að
standa undir holræsaframkvæmd-
um. - „Við tókum lán,“ sagöi hann
stoltur. En lán þarf aö borga og nú
er komið aö skuldadögunum. Á
næsta ári nema afborganir og vext-
ir af lánum sem tekin voru í tíð
sjálfstæöismanna 2.000 milljónum
króna. Þær 2.000 milljónir hggja
ekkert á lausu.
Fjármunir til holræsafram-
kvæmda liggja heldur ekkert á
lausu. í þeim málaflokki blasir við
okkur kostnaður upp á 8.500 m. kr.
á næstu 10-12 árum, eða um 700
m. kr. á ári að meðaltali. Þegar all-
ar þessar tölur eru hafðar í huga
hlýtur mönnum aö veröa ljóst að
550 m. kr. holræsagjald hrekkur
afskaplega skammt. Þaö verður
ekki notað til aö fjármagna hol-
ræsaframkvæmdir, greiða niður
skuldir sem sjálfstæöismenn söfn-
uðu og eins og sjálfstæðismenn
segja - til að standa undir gylhboð-
um Reykjavíkurlistans. Það er ekki
KjaUaxiim
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
borgarstjóri í Reykjavík
hægt að nota sömu krónuna mörg-
um sinnum.
Skattbyrði næstlægst
í Reykjavík
í nær öllum kaupstöðum á land-
inu er lagt á holræsagjald sem
nemur 0,1-0,2% af fasteignamati.
Reykjavík. það sveitarfélag á land-
inu sem stendur andspænis
stærstu verkefnum í holræsamál-
um, hefur ekki lengur efni á því
að sleppa þessari gjaldtöku. Þökk
sé ríkisstjóm Davíðs Oddssonar
sem hefur gengið ötullega fram í
því að skerða tekjustofna borgar-
innar og þökk sé sjálfstæöismönn-
um í borgarstjórn Reykjavíkur sem
um langt árabil hafa skrifað út úr
heftinu án þess að athuga hvort það
væri innstæða fyrir því.
Af ummælum ýmissa aöila um
holræsagjaldið í Reykjavík hefði
mátt skilja að það væri verið aö
leggja meiri álögur á Reykvíkinga
en aðra landsmenn. Því er alls ekki
þannig farið. Eftir þessa breytingu
greiða Reykvíkingar lægri fast-
eignagjöld en Garðbæingar, Kópa-
vogsbúar og Hafnflrðingar. Ef litið
er svo á heildarskattbyrðina, þ.e.
bæði fasteignagjöld og útsvar,
veröur hún næstlægst í Reykjavík
á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins Sel-
tirningar greiða lægri skatta.
ímynd hreinleikans
Það breytir auðvitað ekki þeirri
staðreynd að holræsagjaldið felur
í sér nýja gjaldtöku af Reykvíking-
um. En borgarstjórn Reykjavíkur
er nauðsynlegur þessi kostur. Viö
viljum draga úr nýjum lántökum
eins og okkur er framast kostur,
en við treystum okkur ekki til að
hætta öllum framkvæmdum, allra
síst í holræsamálum.
Ef við íslendingar viljum kynna
land okkar sem ímynd hreinleik-
ans þá getum við ekki látið útrás
holræsanna enda í fjöruborðinu.
Þá verðum við að uppfylla þær lág-
markskröfur sem settar eru á al-
þjóðavettvangi. Þetta ætlum við að
gera í Reykjavík og meðan ríkis-
valdið tekur ekkert á í þessum
málum með sveitarfélögunum þá
verðum við að leggja á holræsa-
gjald.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
„A árinu 1993 fóru 90% af tekjum borg-
arinnar 1 reksturinn og það árið nam
framúrkeyrslan 2.725 milljónum
króna. Svona hefur Qármálastjórn
Sjálfstæðisflokksins verið undanfarin
Qögur ár.“
Skoðanir annarra
Guðrún skal út
„Steingrímur J. Sigfússon og Svavar Gestsson hafa
nú öh ráð Ólafs Ragnars í hendi sér, og þeir eru í
reynd teknir við stjórnartaumum Alþýðubandalags-
ins. ... Hið opna prófkjör sem Alþýöubandalagið
boðaði meö pompi og pragt verður aldrei haldið, af
þvi tilgangi þess er þegar náð: Að losna við Guðrúnu
Helgadóttur af þingi. Hún hefði ekki átt nokkra
möguleika á að halda 2. sæti í prófjöri, rúin trausti
fyrrum félaga og í harðri anstööu við Svavar Gests-
son og aðra „handhafa hinnar sögulegu arfleifðar"
flokksins." Úr forystugrein Alþbl. 7. des.
Fram til skattalækkunar!
„Eftir því sem hið opinbera seilist dýpra niður i
vasa einstaklinganna er mikilvægara fyrir þá að
þekkja rétt sinn og þá möguleika sem lög og reglur
bjóða upp á vð að lækka tekjuskatt. Þar eru ýmsar
leiðir færar, þótt ríkið hafi skert þá möguleika á
undanfórnum árum, samhhða hækkandi skattpró-
sentu.... Svigrúm einstaklinganna er stöðugð skert.
Eini möguleikinn sem einstaklingar eiga, þegar ekki
er kosningaár, er að kynna sér öh lög og allar reglur
og nýta sér allar leiðir til að lækka skattana."
Úr forystugrein Viðskiptablaðsins 7. des.
Verkkaupinn ríkisvaldið
„Afleiðingar versnandi atvinnuástands í landinu
birtast í ýmsum myndum, og ein af þeim er sú aö
launafólk er þvingað til verktöku í vaxandi mæli. í
mörgum tilfellum þýðir þetta stórlega skerðingu á
launum og réttindum þess.... Það hefur viðgengist
aö opinber verkefni eru undirboðin af fyrirtækjum
sem hafa þennan hátt á gagnvart starfsfólki sínu.
Verkkaupi, sem í þessum tilfellum er ríkisvaldið,
lætur sér þetta vel líka. Hér þarf að verða breyting á.“
Úr forystugrein Timans 7. des.