Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1994, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1994, Qupperneq 15
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 15 Salernisskattur R-listans R-listinn hefur ákveðiö að hækka fasteignagjöld í Reykjavík um 26%. Þessi skattur er ekki tekjutengdur heldur fer hann eftir verðmæti þeirrar fasteignar sem fólk býr í. Það þýöir að aldraðir, sem búa í rúmu húsnæði og eiga erfitt með að selja, neyðast til að greiða stærri hluta en aðrir. Hinn hópurinn er bammargar fjölskyldur sem verða að búa í stærra húsnæði. Yfirvarp R-listinn segist þurfa að gera þetta vegna „fortíðarvanda“ sem sjálfstæðismenn hafi skapað. Stað- reyndin er hins vegar sú að verið er að safna 550-600 milljónum króna til að standa undir nokkrum af gylliboöunum sem R-hstinn lagði fram fyrir kosningar. Þegar borinn er saman íjárhagur Reykjavíkur og annarra kaupstaða kemur í ljós að tal um fortíðar- vanda er aðeins yfirvarp. Sam- kvæmt Árbók sveitarfélaga frá 1994 eru skuldir hvers borgarbúa 94.800 krónur árið 1993 sem er þá tæpum 11 þúsund krónum lægra en íbúar annarra kaupstaða skulda, að meðaltali, það ár. Greiðslubyrði lána Reykjavíkur- borgar er þá aðeins 23% af meðal- tali yfir landið, en aðrir kaupstaðir standa frammi fyrir 167% greiðslu- byrði lána, miðað við landsmeðal- tal sveitarfélaga. Árið 1994 hefur gert stöðuna verri fyrir langflest sveitarfélögin, þ.á m. Reykjavík. KjaUarinn Árni Sigfússon oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur Að fordæmi vinstriflokkanna í meirihlutatíð sjálfstæðismanna hafa fasteignagjöld jafnan verið lægst í Reykjavík á meðal sveitar- félaganna á höfuðborgarsvæðinu. Því til staðfestingar birtist meö- fylgjandi tafla sem ber saman fast- eignagjöld af húsnæði sem er 7 milljónir króna að fasteignamati árið 1994, eftir því í hvaða bæjarfé- lagi það er. Skattur R-listans hækkar Reykja- víkurtöluna um rúmar 10 þúsund krónur, úr rúmum 40 þúsund krón- um í yfir 50 þúsund krónur. Skatt- „Það hefur ekki verið talin þörf á skatt- lagningu vegna þeirra framkvæmda hingað til. Lántökur hafa hins vegar staðið undir stórum hluta og er það eðlilegt þegar um slíkt átaksverkefni er að ræða.“ Fasteignagjöld af sjö milljón króna fasteign — samanburður á höfuðborgarsvæðinu — o O’ V- to* <0 <o ■ i £ Í & ■$í i * <o $ Reykja- Kópa- Seltjam- Garða- Haftiar- Mosfeite- vik vogur ame$ bær Samanburður mili bæjarfélaga. - Fasteignagjöld af húsnæði sem er 7 milljónir króna að fasteignamati árið 1994. urinn þýðir að íjölskyldan þyrfti að auka tekjur sínar um 18 þúsund krónur í þessu dæmi, því hluti launanna fer beint í staðgreiðslu- skatta launa og hitt í nýja skatt R-listans. R-listinn hefur farið að fordæmi vinstriflokkanna í borgarstjórn 1978-82 þegar fasteignagjöld og út- svar voru hækkuð. Það kom í hlut sjálfstæðismanna að lækka þau að nýju er við tókum við meirihluta 1982. Uppgjöf R-listinn ber því einnig við að það þurfi salemisskattinn til að fjár- magna miklar framkvæmdir við hreinsun strandlengjunnar. Sjálf- stæðismenn hafa haft frumkvæði að þessu verkefni og nú er búið að framkvæma fyrir tæpar 1.900 millj- ónir króna. Það hefur ekki verið talin þörf á skattlagningu vegna þeirra framkvæmda hingað til. Lántökur hafa hins vegar staðið undir stórum hluta og er það eðli- legt þegar um slíkt átaksverkefni er að ræða. Reykjavík þolir vel að standa undir þeim aíborgunum. Skatt- heimtuleiðin er uppgjöf. Það er auðvelt að vera í pólitík þegar seilst er í vasa borgarbúa til þess að fjár- magna gylliboð. Það er leið vinstri- ílokkanna og samtaka þeirra í R- listanum. Árni Sigfússon Markaðssetning á íslenskum vörum Fyrir tveimur árum létust fjögur ung börn í Seattle í Bandaríkjunum eftir að hafa borðað hamborgara. í kjötinu, sem var notað í hamborg- arana, voru svokallaðir kóligerlar (E-coli). Fyrir ári lágu hundruð íbúa Milwaukee-borgar rúmfóst eftir að hafa drukkið vatnið úr krönunum heima hjá sér. Á hverju ári sýkjast þúsundir manna í Bandaríkjunum af völdum matar- eitrunar og á kjötpakkningum þar í landi eru nú sérstakar leiðbein- ingar um hveraig fara eigi með kjötvörur. Rétt markaðssetning íslendingar gera sér ekki alltaf grein fyrir hversu ómengaðar mat- vörur þeirra eru. íslensk matvæli eru tvímælalaust í mjög háum gæðaflokki og einmitt vegna þeirr- ar staðreyndar ættu þau að eiga greiða leið inn á borð hjá fólki alls staðar í heiminum. í Bandaríkjunum eru neytendur t.d. orönir mjög meðvitaðir um aukaefni í matvælum og eru reiðu- búnir aö borga hærra verð fyrir vöru sem þeir vita að er laus við aukaefni, hvort sem það eru horm- ónalyf eða eitthvað annað. Með réttri markaðssetningu væri hægt að koma íslenskum matvör- um á borð bandarískra neytenda í ríkara mæh en nú er. Gæta verður þess að varan sé merkt íslandi því komið hefur fram að í einum pakka Kjallaiinn Jf 1 * > !|h| "11 cBEo Imim Guðbjörg Hildur Kolbeins doktorsnemi í fjölmiðlafræði við Wisconsin-háskóla af hakki getur verið kjöt frá fjórum löndum. í Wisconsin-fylki er framleitt 35% af öllum mjólkurvörum Banda- ríkjamanna. Þrátt fyrir það er úr- val af ostum og öðrum mjólkurvör- um fremur takmarkað í saman- burði við mjólkurkælinn í íslensk- um verslunum. Hver segir að Bandaríkjamenn kunni t.d. ekki að meta skyr? Mörgum útlendingum, sem komið hafa til íslands, finnst skyr hið mesta lostæti og aðrar ís- lenskar mjólkurafurðir ekki síðri. Skondnar fullyrðingar íslenskt vatn (Thorspring) sést viða í hillum matvöruverslana í Madison, Wisconsin og viröist selj- ast sæmilega. Á miðanum utan á Thorspring-flöskunum kemur fram aö á íslandi búi fámenn þjóð sem lifi fábrotni lífi og hafi viður- væri sitt af fiskveiðum. Nánast engin mengun sé á íslandi og mjög fáar bifreiðar (hvað segja íbúar Miklubrautar við þessu?). Einnig er tekið fram að iðnaðarmengunin frá Evrópu og Norður-Ameríku nái ekki til Islands. Að lokum er neyt- andinn fullvissaður um að íslenskt vatn sé það besta í heimi. Fyrir þá sem til þekkja eru þessar fullyrðingar um ísland fremur skondnar. Vissulega erum við fá- menn þjóö en ég held að enginn geti sagt að við lifum fábrotnu lífi. íslendingar eru jafn miklir, ef ekki meiri, efnishyggjumenn eins og Noröur-Ameríkubúar og hvað bíla- íjöldann varðar man ég ekki betur en að ísland sé í öðru sæti á eftir Bandaríkjamönnum hvað varðar bílafjölda miöað viö höföatölu. Sú mynd sem er dregin upp af landi og þjóð á Thorspring-umbúð- unum er í litlu samræmi við raun- veruleikann og það er vissulega spuming hvort slík markaðssetn- ing á íslenskri vöru sé þjóðinni til hagsbóta. Við markaðssetningu á íslensk- um vörum á erlendri grundu er mikilvægt og reyndar bráðnauð- synlegt að leggja áherslu á sérstöðu íslands og hreinleika landsins, en það er engum í hag að gefa útlend- ingum rangar hugmyndir um land- ið. Guðbjörg Hildur Kolbeins „Sú mynd sem dregin er upp af landi og þjóð á Thorspring-umbúðunum er í litlu samræmi við raunveruleikann og það er vissulega spurning hvort slík markaðssetning a íslenskri vöru sé þjóðinni til hagsbóta.“ Skuldbreyting hjá bændum Gjaldþrot blasavið „Það mjög staða í búnaöinum. Gjaldþrot blasa við mörgum bú- um um allt land og í öll- um greinum HelaaGuSrúnJónai með tilheyr- andl kostnaðl landbúnaOarins, fyrir þjóðarbúið í heild. Með þe um aðgerðum er stefnt að þvi hjálpa arðvænlegum búum sem fariö hafa illa út úr vísitölubind- ingunni. Stífar kröfur um veð og greiðslugetu eiga að koma í veg fyrir að aðilar með vonlausan rekstur fai aðstoð. Hugmynda- fræðín að bakl þessu er einfald- lega að reyna að flýta fyrir hag- ræðingu i landbúnaði og reyna jafnframt aö koma í veg fyrir íjöldagjaldþrot sem óumfiýjan- lega mundi hafa í fór með sér mikinn kostnað fyrír þjóðfélagið í heild. Meiningin er sú að veita fólki fyrst og fremst aðstoð til að grynnka á lausaskuldum. Ef þú hjálpar arðvænlegu búi sem farið hefur illa út úr visitölubinding- unni, þá er mögulegt að það bú geti aukið framleiöslu sina og lækkað þar með framleiöslu- kostnað sinn og aukið framleiðni. Forsendan er auðvitað sú að þetta fari ekki til einhverra vonlausra búa sem þá fengju aðeins lengri gálgafrest. Það er mat manna að þetta sé langódýrasta leiðin og hún kostar ríkissjóð ekki krónu auk þess að þessar aðgeröir eíga ekki að háfa neinar óæskilegar aíleiðingar í fór með sér IVrir heildina." Þarfannað og meira „Þrenging- arnar í land- búnaði stafa af því aö af- köst hafa aukist og það þarf þess vegna ekki sama mann- afla í grein- Ínni Og þÖrf MartósMöllwhaglraift- var á fyrir ln«ur- nokkrum áratugum. Þá er lykill- inn sá að aöstoöa við aðlögunina með því að koma því vinnuafli sem er í greininni, sem i rauninni er ekki þörf á, yfir i aðra vinnu. Þau atvinnutækifæri er að vísu ekki einfalt að finna á þessum tímum. Ef við horfum á þetta tak- mark þá þarf sennilega eitthvað annað og meira að koma til en skuldbreytingar. Þá þarf að létta af skuldum með beinum styrkj- um meö einhverjum hætti. Ef um er ræða skuldbreytingar sem vit er í þar sem mn tíma- bundinn vanda er að ræða og ef fé er handbært til að standa aö þeim, þá er ákaflega erfitt aö standa á móti því. Slíkar skuld- breytingar, sem fleyta mönnum yfir tímabundinn vanda, eru af hinu góða og mjög skynsamlegar. Ef hins vegar er bara um þaö aö ræöa að lengja i hengingarólum þá þarf klárlega eitthvað annað að gera en að lengja í skuldum. Það eru alltof mörg dærni um það í landbúnaði og öðrum greinum að menn hafa einmitt verið að fresta því að taka á raunveruleg- um vanda í staðinn fýrir aö taka á málum af festu."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.