Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1994, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1994, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 47 Fréttir Bjartari tímar í I útgerð á Blönduósi - nýr grjótgarður vígður þar 1. desember una útifyrir. DV-mynd Magnús Magnús Ólafsson, DV, Blönduósi: „Þaö er meö ólíkindum hvaö þessi framkvæmd, ekki dýrari en raun ber vitni, hefur oröiö aö miklu bitbeini manna á meöal,“ sagði Óttar Ingv- arsson framkvæmdastjóri þegar nýi grjótgarðurinn viö Blönduóshöfn var formlega tekinn í notkun 1. des. Garðurinn, sem er 301 m á lengd og allt að 8,5 m á hæö yfír sjávar- mál, kostaði 116 millj. kr. í hann fóru 100 þúsund m3 af grjóti. Stærstu steinar 15 tonn á þyngd. AUs óku flutningabílar 350 þús. km og fóru 11 þúsund ferðir. Næsta skref viö hafn- arframkvæmdir á Blönduósi verður að gera viö viðlegukant bryggjunnar og setja stálker viö enda hennar. Það var snjómugga þegar fólk safn- aðist saman viö grjótgarðinn og hlýddi á Skúla Þórðarson bæjar- stjóra og Kára Snorrason, formann hafnarnefndar, lýsa framkvæmdum. Kári kveikti innsighngarljós á er.da garösins sem tákn um að nú væri hann formlega tekinn í notkun. Menn höfðu á orði að öh él birti um síðir og oft hefðu menn orðið að tak- ast á við erfið öfl áður en þessi fram- kvæmd var samþykkt og varð að veruleika. Nú sjá menn bjartari tíma fram undan í útgerð frá Blönduósi. Á samkomu á Hótel Blönduósi sagði Pétur Arnar Pétursson, forseti bæjarstjórnar, að tekjusamdráttur í mjólkur- og kindakjötsframleiðslu í A.-Hún. væri slíkur að 1978 hefðu bændur í héraðinu haft 300 millj. kr. meiri tekjur en á síðasta ári miðað við verðlag þess árs. Á sama tíma hefðu veiðar og vinnsla sjávarfangs á Blönduósi vax- ið úr 50 mihj. kr.í 700 mihj. Mikil- vægt væri fyrir atvinnuuppbyggingu í héraði að halda áfram að styrkja höfnina og fá af henni full afnot. Guðbjartur Ólafsson tæknifræð- ingur lýsti framkvæmdum og kom fram í máh hans að kostnaðaráætlun hefði verið 196 millj. kr. en thboð V. Brynjólfssonar á Skagaströnd var 114 millj. kr. Heildargreiðslur vegna verksins urðu 116 millj. kr. og er það vegna þess að garöurinn var hækk- aður frá upphaflegum hugmyndum. I ) I Norðmennirnir leika tyrir börnin. DV-mynd Örn Gjöf frá norsku konungshjónunum Öm Ragnaisson, DV, Eiðum: „Þetta er gjöf frá Haraldi Noregs- konungi og Sonju drottningu th ís- lenskra skólabarna í tilefni af 50 ára afmæh ísl. lýðveldisins," segir Þór- unn Guðmundsdóttir hjá íslenskum skólatónleikum. „Við vonumst th að læra af þessum ágætu norsku hljóm- hstarmönnum. Þeir eru vanir að fara í skóla og spila fyrir böm og með bömum. íslenskir tónlistarmenn taka síðan við og halda starfinu áfram.“ „Við erum búnir að ferðast saman og spha í norskum skólum í 10 ár,“ sagði Arild Seim. í hátíðarsal Alþýðuskólans á Eið- um kunnu Norðmennirnir, Ulf Prestö kontrabassaleikari, Olaf Dale saxófónleikari og Arhd Seim gítar- leikari, svo sannarlega tökin á börn- unum sem komu frá Borgarfirði eystra og úr grunnskólanum á Eiö- um. Einkum var það Olaf Dale sem hélt uppi fjörinu. Á tónleikunum spiluðu þeir félagar fjölbreytta músík og fengu börnin með sér, bæði í söng og hljóðfæra- leik. í lokin þakkaði Olaf fyrir hve ahir höfðu verið sthltir og prúðir, sérstaklega kennararnir. 63 27 OO - skila árangri ÞÚ TAPAR EKKIÁTTUM MEÐ SIL¥A ÁTTAVITA! Í jeppann, vélsleðann, bátinn eða fjórhjólið Kr. 3.950 stgr. Innbyggt Ijós og leiðréttingarseglar Litir: blár, hvítur og svartur TÍTANhf Lágmúla 7 - 108 Reykjavík Simi 814077 - Fax 813977 DRÍFA í 1 SÆT I Reynsla - Þekking - Forysta Veljum Drífu Sigfúsdótt- ur, forseta bæjarstjórnar Keflavíkur-Njarðvíkur- Hafna, í 1. sæti í próf- kjöri Framsóknarflokks- ins í Reykjaneskjördæmi 10. des. nk. Metum þekkingu hennar og reynslu í stjórnmálum. Stuðningsmenn Prófkjörsskrifstofur: Keflavík, Hafnargötu 45, símar 14025 og 14135, Kópavogur, Hamraborg 10 (gengið inn baka til), símar 644744 og 644734 Teg. 2327 ítalskir leðurskór, skinnfóðraðir og með slitsterkum sólum. Litur: antik-brúnn. Stærðir: 36-42. 3.895 TILBOÐ! Ath. Nýtt kortatímabil ecco Laugavegi 41, sími 13570 PÓKÐAK fyæð U oty pjóYUAúfrU' KIRKJUSTRÆTI8 S í M I 14 18 1 Bolungarvík: Áhugi á hlutabréf um Ósvarar Sigurjón J. agurðsson, DV, ísafirði: „Það linnir ekki símhringingum hjá mér vegna áhuga manna á að eignast hlut í útgerðarfélaginu Ósvör hf. Það eru bæði einstaklingar og fyrirtæki sem sýna þessu áhuga og þá kannski sérstaklega fyrirtæki hér innan fjórðungsins. Næsti leikur er að nota Ósvör til að tryggja atvinnu- öryggið á staðnum og því verðum við að taka því thboði sem verður hag- stæðast fyrir Bolvíkinga," sagði Ólaf- ur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bol- ungarvík, í samtah við blaðið. Bæjarstjórn Bolungarvíkur er reiðubúin að selja meirihlutaeign í Ósvör gegn ákveðnum skilyrðum er lúta aö atvinnuöryggi bæjarbúa. Fyrirtækin Bakki Hnífsdal, Þuríð- ur og Gná í Bolungarvík hafa sameig- inlega verið að skoða þann mögu- leika að kaupa hlut bæjarsjóðs í Ós- vör en nú virðist sem fleiri fyrirtæki verði um hituna. „Við höfum fengið tilboð og vitum að fleiri eru á leið- inni. Þessi mál skýrast vonandi inn- an skamms," sagði Ólafur en vildi ekki nefna nöfn í þessu sambandi. Á NÆSTA SÖLUSTAÐ ^ m AA EÐA í ÁSKRIFT í SÍMA Qltb/uU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.