Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1994, Qupperneq 37
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994
49
Kristín Þorkelsdóttir, hönnuður dagatalsins, heldur hér á þvi en þess má
geta að síðastliðið vor var hún tilnefnd til Menningarverðlauna DV fyrir '94
árgang þess.
Af Ijósakri 1995
Fyrir skömmu kom út dagataliö
„Af ljósakri 1995“ frá hönnunar- og
útgáfufyrirtækinu Nýjar víddir. í
dagatalinu eru breiðmyndir eftir
Hörð Danielsson og ljóðrænn, fræð-
andi texti Páls Imslands fylgir hverri
mynd. Textinn er birtur á sex tungu-
málum: spænsku, frönsku, þýsku,
ensku, sænsku og íslensku. Kristín
segir að myndirnar séu víða að á ís-
landi en nafnið dragi dagatalið af að
myndirnar séu afrakstur ferða um
þaö sem myndhöfundurinn kalli ak-
ur ljóssins.
Leiðrétting
í umsögn Áskels Mássonar um tón-
leika Kvennakórs Reykjavíkur í DV
á mánudaginn kom fyrir villa sem
hér með leiðréttist. í umsögninni
stóð að félagar úr Karlakór Reykja-
víkur helðu sungið með kórnum en
hið rétta er að það voru félagar úr
Fóstbræðrum sem sungu á tónleik-
unum. Er beðist velvirðingar á mis-
tökunum.
Hætti störf um
fyrir tveimur
árum
Vegna fréttar í DV á þriðjudaginn
um ákæru ríkissaksóknara á hendur
lögfræðingi og fuUtrúa á göngudeild
áfengissjúklinga á Landspítalanum
er rétt að taka fram að áfengisfulltrú-
inn var látinn hætta störfum á spíta-
lanum fyrir tveimur árum þegar
umrætt mál komst upp.
Tónleikar
Djasstríó Ómars Einarssonar
í Djúpinu
Boðið verður upp á djass í Djúpinu, í
kjallara veitingastaðarins Homsins,
Hafnarstræti 15, í kvöld. Tríó Ómars Ein-
arssonar mun leika lög eftir Duke Elling-
ton, Charlie Parker, Miles Davis, A.C.
Jobein, Pat Metheny o.fl. Tríóið skipa:
Ómar Einarsson gitar, Einar Sigurðsson
bassi, Jóhann Hjörleifsson trommur. Þeir
félagar hefja leikinn kl. 22 og er aðgangur
ókeypis.
The Hafler Trio
í kvöld kl. 20.30 verða haldnir tónleikar
með bresku hljómsveitinni The Hafler
Trio á Kjarvalsstöðum. Hljómsveitin
samanstendur meðal annars af hljóð-
listamanninum Andrew McKenzie.
Andrew McKenzie hefur staðið fyrir
fjölda tónleika um allan heim auk þess
sem hann hefur gefið út tugi geisladiska.
Um þessar mundir tekur hann einnig
þátt í samsýningu í Gerðubergi þar sem
hann flytur frumsamda tónhst við verk
Erlu Þórarinsdóttur. Andrew McKenzie
vinnur algjörlega með hljóö sem hann
tengir saman á ýmsan máta.
Blús í Naustkjallaranum
Hljómsveitin „Blues Express" heldur
tónleika í Naustkjallaranum í kvöld og
hefjast þeir kl. 22.30. Hljómsveitin mun
spila hefðbundin blúslög, einnig frum-
samið efni. Allt blúsáhugafólk er hvatt
til að mæta.
Safnaöarstarf
Árbæjarkirkja: Sameiginlegir jólatón-
leikar Árbæjar- og Hjallakirkna verður
fimmtudagskvöld kl. 20.30.
Áskirkja: Opið hús fyrir alla aldurshópa
fimmtudag kl. 14-17.
Breiðholtskirkja: Ten-Sing fimmtudags-
kvöld kl. 20. Mömmumorgunn fostudag
kl. 10-12. Konfektgerð.
Fella- og Hólakirkja: 11-12 ára starf
fimmtudag kl. 17.
Grafarvogskirkja: Æskulýðsfundur í
kvöld kl. 20. Umsjón: Sveinn og Hafdís.
Hallgrímskirkja: Kyrrðarstund fimmtu-
dag kl. 12.15. Léttur hádegisverður á eft-
ir. Jólafundur Kvenfélags Hallgríms-
kirkju kl. 20.30.
Háteigskirkja: Kvöldsöngur með Taizé
tónhst fimmtudag kl. 21. Kyrrð, íhugun,
endumæring. Allir hjartanlega velkomn-
ir.
Kópavogskirkja: Starf með eldri borgur-
um í safnaðarheimilinu kl. 14-16.30
fimmtudag. Samvera Æskulýðsfélagsins
í kvöld kl. 20-22.
Langholtskirkja: Vinafundur fimmtu-
dag kl. 14-15.30. Samvera þar sem aldrað-
ir ræða trú og líf. Leiðbeinandi Sigrún
Gísladóttir, framkv.stj. Ellimálaráðs
Reykjavíkurprófastsdæma. Aftansöngur
kl. 18.
Laugarneskirkja: Kyrrðarstund
funmtudag kl. 12. Orgelleikur, altaris-
ganga, fyrirbænir. Léttur málsverður 1
safnaðarheimilinu að stundinni lokinni.
TTT starf kl. 17.30.
Tilkynningar
íþrótta- og tómstundaráð
Yfirumboðsmaður jólasveinanna, Ketill
Larsen, hefur nú eins og oft áður frétt frá
Askasleiki, foringja jólasveinanna, um
komu þeirra til borgarinnar. Eins og áður
vill svo einstaklega vel til að þeir birtast
í fullum skrúöa þegar kveikt verður á
jólatré firá Óslóborg á Austurvelli sunnu-
daginn 11. des. Munu þeir koma fram á
þaki Nýja Kökuhússins strax þegar at-
höfninni við jólatréið er lokið, en hún
hefst kl. 16. Lúðrasveit Reykjavíkur leik-
ur jólalög á Austurvelli frá kl. 15.30.
Bjartmar með nýja plötu
í dag kemur nýr 14 laga diskur með
Bjartmari Guðlaugssyni í verslanir. í
sumar lék Bjartmar með skandinavísku
hljómsveitinni Nord-Mix. í þeirri hljóm-
sveit kynntist Bjartmar sænska rokk-
söngvaranum Steffan Sundström og var
þaö kveikja að þvi að Bjartmar fór til
Svíþjóðar og hóf að starfa með sænsku
hljómsveitinni Bad Liver. Harrn fór síðan
í Silence-stúdíó í Koppom í Svíþjóð ásamt
Bad Liver og fleiri sænskum hljóðfæra-
leikurrun. Dagana 25.-30. okt. 1994 voru
síðan tekin upp „live“ 14 ný lög.
Sport-Hollt hf.
Ný sportverslun hefur verið opnuð að
Skipholti 50c, 105 Rvík. Eigendur eru
Guðmundur Þ. Gunnlaugsson og Sigurð-
ur H. Jónsson. Verslunin sérhæfir sig í
skíðavörum þar sem boðiö er upp á fag-
lega ráðgjöf í vali á skiðabúnaði. Guð-
mundur og Sigurður eru með 15 ára
reynsluvið skiðakennslu, söluogþjálfun.
Boðið er upp á slípun og viðgerðir á skíð-
um. Vörumerki sem eru hjá versluninni
eru: Atomic-skíði, Salomon-skíðaskór,
Koflach-skór, Ess-bindingar og margt fl.
Verslunin Stíll
sem hefur veriö til húsa í Bankastræti
8, er nú flutt í glæsilegt húsnæði á Skóla-
vörðustíg 4a. Hinn nýja Stíl hannaði
Guðjón Bjamason arkitekt. Stíll flytur
inn tískufatnað fyrir konur á öllum aldri,
mest frá þýsku fyrirtækjunum Comma,
KS og Karl Lagerfeld. Stfll er í eigu Elín-
ar Ágústu Sigurgeirsdóttur og Vigdísar
Bjarnadóttur.
Jólakort Barnaheilla
Barnahefll hafa gefið út jólakort til
styrktar samtökunum, en þetta er í fyrsta
sinn sem þessi fjáröflunarleið er farin af
þeirra hálfu. Jólakortin eru unnin í sam-
vinnu við systursamtök Bamaheilla í
Noregi. Nú hafa allir félagar fengið send
jólakort Bamaheilla og er treyst á góð
viðbrögð þeirra. Þá er hægt að panta jóla-
kort Bamaheilla á skrifstofu samtak-
anna, í s. 91-610545.
Áheit til Strandarkirkju
DV hefur borist áheit til Strandarkirkju,
Reykjabraut 22, Þorlákshöfn, að upphæð
kr. 6.000. Sá sem heitir á kirkjuna er
J.M.L.
Félag eldri borgara
í Rvík og nágrenni
Bridgekeppni, tvímenningur í Risinu kl.
13 í dag.
Ný verslun á Fáskrúðsfirði
Nýlega opnaði Helgi Ingason rafeinda-
virki verslun og verkstæði í Fáskrúðs-
firði þar sem áður var verslunin Þór. í
versluninni er hægt að fá sjónvörp og
myndbandstæki auk annama heimilis-
tæHja. Einnig er Helgi með tæki í báta
og skip. Starfsmenn verkstæðisins verða
þeir Helgi Ingason og Jón Hauksson raf-
eindavirki. Þeir munu veita bátum og
skipum þjónustu sína auk þess að starfa
á verkstæðinu.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirtöldum
eignum verður háð á þeim sjálf-
um sem hér segir
Engihjalli 3,6. hæð E, þingl. eig. Ingi-
björg Hauksdóttir, gerðarbeiðendur
Byggingarsjóður ríkisins og Ghtnir
hf., 12. desember 1994 kl. 14.45.
Hjallabrekka 47, þingl. eig. Tómas
K. Þórðarson, gerðarbeiðandi Búnað-
arbanki íslands, 12. desember 1993 kl.
14.00.
Sýslumaðurinn í Kópavogi
dv Leikhús
ÞJÓDLEIKHÚSID
Sími 11200
Stórasviðiðkl. 20.00
VALD ÖRLAGANNA
eftir Giuseppe Verdi
Fid. 8/12, uppselt, næstsióasta sýning, Id.
10/12, uppselt, síóasta sýning.
GAUKSHREIÐRIÐ
eftir Dale Wasserman
Föd. 13. jan. Ath. Sýningum fer fækkandi.
GAURAGANGUR
eftir Ólaf Hauk Símonarson
Föd. 6. jan. Ath. Sýningum fer fækkandi.
SNÆDROTTNINGIN
eftir Evgeni Schwartz
Byggt á ævintýri H.C. Andersen
Mvd. 28/12 kl. 17.00, sud. 8. jan. kl. 14.00.
Litla sviöiö kl. 20.30.
DÓTTIR LÚSÍFERS
ettir William Luce
Aukasýning fid. 8/12 kl. 20.30.
Smiöaverkstæðið kl. 20.00.
Gjafakort í leikhús -
sigild og skemmtileg gjöf.
Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla
daga nema mánudaga frá kl. 13-18
og fram að sýningu sýningardaga.
Tekið á móti símapöntunum alla virka
dagafrá kl. 10.00.
Græna linan 99 61 60. Bréfsimi 6112 00.
Símil 12 00-Greiðslukortaþjónusta.
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
Litlasviðkl. 20.00
ÓSKIN (GALDRA-LOFTUR)
eftir Jóhann Sigurjónsson
Föstud. 30. des.
Laugard. 7. jan.
Stórasviókl.20.
LEYNIMELUR 13
eftir Harald Á. Sigurðsson, Emil
Thoroddsen og indriða Waage.
Föstud. 30. des.
Laugard. 7. jan.
Litla svið kl. 20:
ÓFÆLNA STÚLKAN
eftir Anton Helga Jónsson.
Fimmtud. 29/12, sunnud. 8. jan. kl. 16.
Söngleikurinn
KABARETT
frumsýning i janúar.
Miðasala er opin alla daga nema
mánudaga frá kt. 13.00-20.00. Miða-
pantanir i síma 680680 alla virka daga
frá kl. 10-12.
Gjafakortin okkar
eru frábær jólagjöf!
Greiðslukortaþjónusta.
Leikfélag Reykjavíkur -
Borgarleikhús
MÖ6ULEIKHÚSIÞ
vii Hlemm
TRÍTILTOPPUR
barnasýning eftir Pétur Eggerz
Hm. 8/12, kl. 10, upps., og 14, upps.
Fös. 9/12, kl. 10, upps., og 14, upps.
Aukasýning lau. 10/12, kl. 15,
fá sæti laus.
Sun. 11/12, kl. 14, upps., og 16, upps.
Mán. 12/12, kl. 10, upps., og 14.
Þri. 13/12, kl. 10 og 14.
Mið. 14/12, kl. 10 og 14.
Flm. 15/12, kl. 10.30, upps., og 14.
Fös. 16/12, kl. 10 og 14.
Miðasala allan sólarhrlnglnn, 622669
Laa|«va|i 105 -105 Raykjavík
9 9*1 7*00
Verö aðeins 39,90 mín.
AJ Fótbolti
2 j Handbolti
3j Körfubolti
4| Enski boltinn
5 j ítalski boltinn
J3j Þýski boltinn
; 7 j Önnur úrslit
8 NBA-deíldin
lí Vikutilboö
stórmarkaöanna
Uppskriftir
1\ Læknavaktin
2 j Apótek
_3J Gengi
. 1 j Dagskrá Sjónv.
_2J Dagskrá St. 2
l 3) Dagskrá rásar 1
4j Myndbandalisti
vikunnar - topp 20
Myndbandagagnrýni
ísl. listinn
-topp 40
: 7 j Tónlistargagnrýni
5wsiænimffisffE
;1} Krár
2| Dansstaðir
: 3 j Leikhús
4 I Leikhúsgagnrýni
Qbíó
6 j Kvikmgagnrýni
a «-ottó
‘2j Víkingalottó
3 j Getraunir
9 9 • 1 7 • 0 0
Verö aðeins 39,90 mín.