Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1994, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1994, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1994 Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Birtar vinnureglur Eðlilegt er, að þeir, sem bera meiri virðingu fyrir Reykjavíkurlistanum en Sjálfstæðisflokknum, geri meiri kröfur til hins fyrra um, að hann misnoti ekki nýfengna aðstöðu sína hjá borginni til að hygla pólitískum blöðum sínum með þjónustuauglýsingum frá Reykjavíkurborg. Borgarstj ómarflokkur Sjálfstæðisflokksins er ekki í þessum hópi, enda hefur hann ekki gert athugasemdir við slíkar auglýsingar, sem birtust nýlega í blaði Reykja- víkurlistans. Stafar það auðvitað af, að hann veit, hvem- ig þessum málum var háttað á valdatíma flokksins. Upplýsingafufltrúi gamla og nýja meirihlutans í Reykjavík hefur tjáð sig um þetta mál. Hann segir, að meginreglan sé að auglýsa í dagblöðum. Lítfll hluti aug- lýsingapakkans hafi farið til pófltískra blaða, en þó ekki fyrir kosningar. Sömu reglur gfldi nú og hafi áður gflt. Þótt fyrri og nýrri meirihluti virðist þannig vera í stór- um dráttum sammála um, hvemig með svona mál skufl fara, er ekki þar með sagt, að niðurstaða þeirra sé rétt. Pófltísk öfl hafa sameiginlega hagsmuni af, að geta hjálp- að pófltísku útgáfustarfi allra aðfla á þennan hátt. Þar sem málsaðilar hafa nú tjáð sig um þetta mál, er kjörið tækifæri tfl að setja á blað reglur um meðferð slíkra mála og birta opinberlega. Það dregur úr líkum á misskilningi og bindur auðvitað um leið hendur þeirra, sem vildu fara af sporinu á ókomnum kjörtímabilum. í reglunum sé fjaflað um hefldampphæð slíkra auglýs- inga á ári, svo að borgarbúar geti hver fyrir sig myndað sér skoðun á, hvort þetta sé úr hófi fram eða ekki. Enn- fremur sé fjallað um skiptingu auglýsinganna, svo að ekki sé mismunað milli meirihluta og minnihluta. í reglunum sé líka fjallað um útbreiðslu þessara pólit- ísku blaða, svo að höfð sé hflðsjón af auglýsingahagsmun- um borgarinnar. Vegna borgarhagsmuna þarf að hafa í huga, að útbreiðsla gefinna blaða er ekki sama eðlis og útbreiðsla seldra blaða, sem kaupendur telja marktækari. Með því að birta slíkar reglur getur Reykjavíkurborg orðið fyrirmynd annarra sveitarfélaga og ríkisvaldsins. Það er einmitt hjá ríkinu, að pottur er helzt brotinn á þessu sviði, svo sem sézt hefur af vítaverðum forgangi Alþýðublaðsins að auglýsingum heilbrigðisráðuneytis. Flestar auglýsingar ráðuneytis heilbrigðismála fóm á hæsta fersentrimetraverðinu í það blað, sem hafði minnsta útbreiðslu allra. Ráðuneytisstjórinn hefur gefið um þetta marklítil svör eins og raunar um önnur mál, sem varða afkáralega stjóm hans á ráðuneytinu. Raunar á það að vera skylda valdsmanna að skrá all- ar áður óskráðar vinnureglur, er fjalla um atriði, sem kunna að vera á gráum svæðum réttlætis og góðra siða, og birta þessar reglur opinberlega, svo að alflr geti séð, hver veruleikinn er, og myndað sér skoðun á honum. Slíkt er öllum til góðs, þar á meðal stjómmála- og embættismönnum. Fyrrverandi bæjarstjóri og félags- málaráðherra hefði ekki lent í hremmingum haustsins, ef verið hefðu tfl opinberlega birtar vinnureglur hjá bæ og ríki um meðferð mála, sem urðu honum að falli. Þeir valdsmenn, sem fara á undan öðrum með góðu fordæmi á þessu sviði, hvort sem þeir em borgarstjórar eða bæjarstjórar, ráðuneytisstjórar eða ráðherrar, munu uppskera aukið traust fólks. Ekki veitir valdsmönnum af að snúa vöm í sókn á tíma vaxandi vantrausts. Ráðamenn Reykjavíkurborgar hafa fremur góða að- stöðu tfl að brjóta ísinn í gráum málum á öllum sviðum og marka tímamót í annars spilltum stjómmálum okkar. Jónas Kristjánsson Forsetabarátta í Frakklandi ætlar að snúast um ESB Hvem dag úr þessu má vænta að Jacques Delors, formaður fram- kvæmdastjómar Evrópusam- bandsins, geri uppskátt hvort hann hlýðir kalli félaga sinna í Sósíal- istaflokki Frakklands og gefur kost á sér til framboðs í forsetakosning- um að vori. Lítill vafi þykir leika á að Delors svari kallinu játandi. Undir slíka afstöðu ýta í senn þörf flokksins og óbeysnar horfur hjá helstu líklegum keppinautum frá hægri. Með því að ýta undir sérframboð af hálfu alþýðuhetj- unnar og kaupsýslumannsins Bernard Tapie í kosningum til Evr- ópuþingsins í sumar, tókst Franco- is Mitterrand Frakklandsforseta að baka sínum gamla flokki slíkt af- hroð að erfðafjandi hans í þeim röðum, Michel Rocard, varð að draga sig í hlé og gefast upp við að sækjast eftir forsetaframboði. Eftir stóð hjá sósíaiistum eyða sem að- eins Delors getrn- fyllt. Síðan nafn hans komst á blað hefur hann sífellt sótt á í skoðana- könnunum og er nú kominn fram úr báðum þeim mönnum sem sýnt þykir að keppi um að komast í framboð fyrir Gaulhstaflokkinn gamla og verða þar með merkisberi fyrir núverandi stjómarflokka í úrslitaumferð forsetakosninganna. Þegar gaulUstar og miðjuflokkar náðu fjórum fimmtu þingsæta í kosningum 1993, vísaði gaullista- foringinn Jacques Chriac forsætis- ráðherraembættinu frá sér til flokksbróður sína Edouards Balladurs. Chirac hafði þá einsett sér að reyna við forsetaframboð í þriðja sinn og taldi stjómarforustu líklega til að verða sér fjötur um fót á þeirri braut. Raunin varð hins vegar að Balladur aflaði sér brátt slíkra vin- sælda að hann tók að bera af Chirac í skoðanakönnunum. Var þá ekki að sökum að spyrja að hann tók að telja sig vænlegasta forsetaefni stjómarflokkanna. Chirac brást við með því að hefja baráttu fyrir framboði snemma vetrar en hefur ekki fengið mikinn hljómgmnn, hvorki í flokki sínum né hjá almenningi. Vinsældir Balladurs hafa einnig rénað, bæði vegna þess að stjóm hans gengur erfiðlega að ná niður atvinnuleysi og þrír ráðherrar hans hafa orðið að biðjast lausnar vegna dóms- rannsókna á vafasömum fjárreið- um sínum. Nú er þvi málum svo komið að ríkisstjómarfylkingin er tvístmð í aðdraganda forsetakosninganna en óyflrlýst framboð Delors nýtur vaxandi lýðhylli. Andstæðingamir gera sér æ betur gein fyrir þvi að hann skírskotar langt út fyrir raðir sósíalista og hefðbundinna fylgis- manna þeirra. Þar hefur frá fomu Erlend tídindi Magnús Torfi Ólafsson fari ríkt kali í garö kirkju og klerk- dóms en Delors er kristilegur sós- íalisti og rækir kaþólska trú. Bæöi af þeim sökum og vegna fylgis við eflingu Evrópusam- bandsins em nú taldar horfur á aö Delors geti sótt fylgi langt inn í raðir miðflokkanna sem standa að ríkisstjórninni með gaullistum. Fangaráð forsetaefnanna tveggja sem þar takast á um framboð er að draga Evrópumálin inn í barátt- una. Af Frakklands hálfu vom það Delors og Mitterrand sem mest lögðu af mörkum til gerðar Ma- astricht-sáttmálans um nánari Evrópusamrana. Franskir kjós- endur samþykktu hann í þjóðarat- kvæðagreiðslu í september 1992 með naumum meirihluta. Meðal áköfustu andstæðinga sáttmálans í þeirri baráttu vora áhrifamenn úr röðum gaullista. Chirac hefur nú riðið á vaðiö að skírskota til þess fylgis með því að halda því fram að nýtt þjóðarat- kvæði þurfi til að framkvæma ákvæði Maastricht, til dæmis um sameiginlega mynt ESB. Balladur vill ekki ganga svo langt, en á fundi æðstu manna Frakklands og Þýskalands í Bonn forðaðist hann að taka undir um- mæh Mitterrands að ESB stefndi í átt að æ nánara ríkjsambandi. Og í grein í Le Monde þvertók hann fyrir að stækkað Evrópusamband gæti nokkra sinni orðið sambands- ríki. Þá ræðir Balladur um að styrkja tengslin innan ESB við Bretland, Spán og Ítalíu, og þá ber- sýnilega á kostnað sérsambands Frakklands og Þýskalands. Með þessu eru keppinautarnir um forsetaframboö af hálfu gaul- Usta greinilega að draga víglínu í forsetakosningunum gagnvart Del- ors, manninum sem fyrir löngu er orðinn táknmynd ESB og nánari Evrópusamruna. En kosningaspá- menn era farnir að segja að fái enginn hægri frambjóðenda yfir fimmtung atkvæða í fyrri umferð forsetakosninganna 23. apríl, sé Delors sigur vís í þeirri síðari 7. mai. Jacques Delors (t.h.) ræðir við John Hume, foringja Sósíaldemókrata- flokksins á Norður-írlandi, á fundi foringja evrópskra sósialistaflokka í Brussel í fyrradag. Simamynd Reuter Skoðanir aimarra Bentsen saknað „Afsögn Lloyds Bentsens flármálaráðherra er slæm tíðindi fyrir þegar illa haldið Hvita húsið. Bentsen veit best hvað framkvæmdavaldið þarf nauðsynlega að læra, en það er hvernig umgangast á þingið þegar repúblikanar stjóma því. Málamiðl- unarradddar hans mun verða sárt saknað meðal ráögjafa sem enn ekki skilja hvaða skilaboðum kjós- endur vora að koma á framfæri þegar þeir höfnuðu demókrötum." Úr forystugrein New York Times 8. desember. Evrópa skelfur „Fyrir sex mánuðum átti fundurinn í Essen að vera tími stórra ákvarðanna í Evrópusambandinu. Forsæti Þýskalands í ESB seinni hluta árs 1994 og Frakklands fyrri helming næsta árs átti að tryggja að þessi tvö stórveldi sambandsins beindu Evrópu á rétta braut inn í nýja öld. Það hefur ekki gerst.“ Úr forystugrein International Herald Tribune 8. des. Kaldur friður „Forsetar Bandaríkjanna og Rússlands skildu ekki eftir nokkurn efa í Búdapest um að veldin tvö era ekki sammála um spuminguna um öryggismál Evr- ópu. Jeltsin talaði um að hætta væri á að kaldur friður tæki við af kalda stríðinu. Clinton reyndi hins vegar að sannfæra menn um að Vesturveldin reyndu að útmá gamlar aðskilnaðarhnur án þess að draga nýjar. En hann gerði Rússum það jafnframt ljóst að Atlantshafsbandalagið áskilji sér rétt til að víkka umráðasvæöi sitt í austurátt, í átt að landamæram Rússlands. Það gengur þvert á óskir Rússa.“ Úr forystugrein Politiken 7. desember.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.