Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1994, Qupperneq 45

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1994, Qupperneq 45
LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1994 49 „Mér finnst kynlíf leiðinlegt!" „Stundum er fólki i kynlífs- eða samlifsvanda ráðlagt að breyta um umhverfi um stundarsakir, fara í fri eða njótast eina helgi á hótelher- bergi, fjarri simum og argaþrasi í heimabyggðum." „ Já, Nökkvi minn, þetta er svona einfalt. Mér finnst kynlíf leiöin- legt!“ Maðurinn þagnaði og leit upp. Hann hafði setið og rakið raunir sínar um stund. Hjónaband- ið var ekki gott. Kynlífið var bæði dauft og óspennandi. Fjárhagurinn ekki heldur eins og best varð á kosið. Hann fann enga aðra skýr- ingu á kynlífsvanda en leiðindi. Nökkvi sagðist kannast við þessi vandamál. Margir miðaldra karl- menn kvarta undan kynlífsleiða sem oft stafar af því að kynferðis- legur neisti megnar ekki lengur að tendra skemmtilegt ástríðubál. Kannski má kalla vandamálið vana. Heilinn hættir að æsast upp þegar ákveðið áreiti kemst upp í vana og verður leiðinlegt. Vana- bundið tilbreytingarlaust kynlíf ár eftir ár getur orðið jafn leiðinlegt Á læknavaktiimi og frasakenndar ræöur stjórn- málamanna eða áramótaræða út- varpsstjóra. Ekkert nýtt, ekkert spennandi, alltaf sama haliæris- legarútínan. litlaust kynlíf Nökkvi leit á manninn og sagði: „Litlaust kynlíf getur orðið mörg- um til ánægju í nokkur ár meðan losti og löngun er mikil hjá fólki. ^ En eftir því sem árin líða þarf meira áreiti til að koma mönnum til. í dýratilraunum hefur verið sýnt fram á að framleiðsla heilans á dópamíni minnkar með aldrin- um. Þetta boðefni er tahð bera á einhvem hátt áhyrgð á kynæsingn- um eða greddunni sem allir þekkja misvel. Margir líkja kynæsingu eða greddu við hástökk. Tvítugir karl- ar geta hoppað hátt yfir rána bæði aftur á bak og áfram, með bundið fyrir augun. Eftir því sem árin líða hækkar ráin og smám saman breytist hástökkið í stangarstökk. Menn þurfa meira áreiti og spennu en áður til að stökkva yfir slána. Þetta gerir það að verkum að til- breytingarlaust og leiðinlegt kynlíf verður jafn spennandi og hrár laukur með súkkulaðisósu. Það er því nauðsynlegt að brjótast út úr viðjum vanans.“ Nökkvi tók sér stutta málhvíld. „Öll önnur vanda- mál sambúðarinnar setja svip sinn á kynlífið enda er erfitt að skapa sér ástríðuþrungið kynlíf í tilfinn- ingalegri fry stikistu. “ Hann hélt áfram: „Ég las eitt sinn um rann- sókn sem gerð var á hópi karl- manna sem horfðu á spennandi klámmynd. Þeir voru neyddir til að horfa á sömu myndina nokkmm sinnum. Eftir því sem sýningum fjölgaði minnkaði allur æsingur. Stunur sem heyrðust í fyrstu sýn- ingunni breyttust í geispa og þreytt blístur. Smábreytingar á myndinni gátu þó gert hana spennandi á nýj- an leik. Stundum er fólki í kynlífs- eða samlifsvanda ráðlagt að breyta um umhverfi um stundarsakir, fara í frí eða njótast eina helgi á hótelherbergi fjarri símum og argaþrasi í heimabyggðum. Stund- um var mælt með því að breyta til í svefnherberginu, færa rúmið, skipta um myndir á veggj um eða hætta að klæöast grámuskulegum náttfötum." Maðurinn horfði á Nökkva gleðisnauðum augum. Fleiri úrræði Nökkvi færöist allur í aukana. „En þetta dugir ekki alltaf. Stund- um þarf að grípa til einhverra ann- arra úrræða til að vekja áhuga fólks að hoppa yfir rána. Konan getur tekið á sig gervi Rauðhettu, vændiskonu, skólastúlku, stöðu- mælavarðar eða æstrar nunnu til að örva mann sinn til dáða. Maður- inn þarf stundum að leika ástríðu- fullan ítalskan smákrimma eða bandarískan slökkvihðsmann til að æsa konu sína til trylltra kyn- maka.“ Viðmælandi Nökkva horfði á hann furðuaugum. „Ertu genginn af göflunum, Nökkvi?" sagði hann. „Þú ert ekki í neinum tengslum við veruleikann." En Nökkvi hélt áfram: „Kannski þarft þú að taka meira frumkvæði og láta andartak- ið bera þig á vængjum sér. Koma við frúna í eldhúsinu, hvísla að henni ástarorðum og strjúka henni um bakið og rassinn." Maðurinn hafði nú sannfærst um það að Nökkvi væri genginn af vitinu. „Ef ég gerði eitthvað slíkt yfir eldhús- vaskinum mundi konan mín reka mig í gegn með brauðsaxinu." Nökkvi lét sem hann heyrði þetta ekki. „Þið verðið bæði að vinna ykkur út úr viðjum kynhfsvanans þar sem allt gengur sinn þreytta gang eins og sjónvarpsþáttur þar sem ahir eru löngu búnir að átta sig á atburðarásinni marga þætti fram í tímann. Stundum þarf kon- an að taka frumkvæði og sýna meiri áhuga á kynlifi. Það nægir í fæstum tilvikum að haha sér aftur á bak, loka augunum og velta fyrir sér helgarinnkaupunum í Bónusi meðan kalhnn athafnar sig. Slíkt kveikir engan neista hjá manni sem er að reyna aö tendra ástarbál með rennandi blautum eldspýtum í hífandi roki.“ Þeir horfðust í augu nokkra hríð. „Máhð er að vinna sig út úr rútínunni. Endurnýja kynn- in, kveikja bál, vinna í sambandinu og finna aftur þennan grunn sem' allt byggðist á eitt sinn í árdaga.“ Maðurinn horfði á Nökkva. Það var gaddavír í augum hans. „En hvað á að gera þegar sambandið var eins og skýjaborg, byggö á sandi? Hvaö á að gera við kynlíf sem hkist mest 2005ta þættinum í Húsinu á sléttunni?" Hann reis á fætur og gekk á dyr. „Vertu sæh! Nökkvi kynlífsexpert. Þú hefur engar lausnir nú fremur en venju- lega. Réttast væri að kæra þig fyrir landlækni!" „BÚKOLLA44 Orðsending til áskrifenda Bókin Sveitir og jarðir í Múlaþingi, 5. bindi, kemur ekki út fyrir jól. Boðið er upp á gjafa- kort fyrir áskrifendur og aðra sem höfðu hugsað sér að hafa bókina í jólapakkann. Áskrifendum stendur einnig til boða að fá fleiri eintök á áskriftarverði. Upplýsingar í s. 97-11161 og 11226 (Freyja). Búnaðarsamband Austurlands Rýmingarsala í cptll Vegna skipulagsbreytinga höf- um við rýmingarsölu laugardag- inn 10. desember, kl. 10-18, og sunnudaginn 11. desember, kl. 13-17, og næstu viku. 20—40% afsláttur á flestu sem til er á lager. • Stakir stólar, sófar, fatahengi og fleiri húsgögn. • Stokke Balans stólar með 20% afslætti. • Allir lampar á lager með 25% afslætti. • Afmælislampar Poul Henningsen á kostnaðarverði. • Værðarvoðir frá kr. 3.500. • Hewi baðherbergisvörur: snagar, slár, pappírshaldar- ar o.fl. í hvítum lit. Uno form skápar og fylgihlutir, stakir. • Bútar, bútar, mikill afsláttur. Faxafeni 7, sími 687733 DANWEAR 5.Stræti KRINGLUNNI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.