Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1995, Blaðsíða 14
14
MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 1995
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JONAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÚNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700
FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91 )563 2999
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
(SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk.
Verð i lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk.
Hinn nýi stíll Davíðs
Á fjögurra ára fresti er efnt til alþingiskosninga. Þjóð-
in fær að velja sér talsmenn, flokka og stefnur. Ekki er
það val alltaf auðvelt í ljósi þeirrar óljósu flokkaskipunar
sem hér er til staðar. Og ekki bætir úr skák að innan
flestra þessara flokka er hver höndin upp á móti annarri.
Einkum á þetta við um A-flokkana báða og nýtt afl,
Þjóðvakinn, er sprottinn upp úr þeim jarðvegi. Kvenna-
listinn á sömuleiðis við innbyrðisvandamál að stríða en
þar virðist eldmóður frumherjanna hðinn hjá og við hef-
ur tekið karp um framboðsmál í stíl við heföbundna
flokkadrætti.
Jafnvel í Framsóknarflokknum gætir óróa. Á Vest-
fjörðum og á Norðurlandi vestra berast frambjóðendur
á banaspjótum og í Reykjavík eru framsóknarmenn enn
að sleikja sárin eftir forval á frambjóðendum.
í þessu sambandi er það athyghsvert að Sjálfstæðis-
flokkurinn er nánast eini flokkurinn sem stendur nokkuð
heih og óskiptur ef frá eru taldar vangaveltur Eggerts
Haukdals um sérframboð á Suðurlandi. Enginn vafi er
á því að Sjálfstæðisflokkurinn mun hagnast á þessari
stöðu í kosningunum í vor.
Þetta er því merkilegra þegar htið er til þess að því
var almennt spáð að Sjálfstæðisflokkurinn mundi aldrei
bera sitt barr eftir klofninginn sem upp kom í flokknum
við stjómarmyndun Gunnars Thoroddsen í byrjun síð-
asta áratugar. Sjálfstæðisflokkurinn galt afhroð þegar
Albert stofnaði Borgaraflokkinn og þá var aftur tahð að
Sjálfstæðisflokkurinri yrði aldrei samur aftur. Þá má
heldur ekki gleyma þeim einstæða atburði að Davíð
Oddsson felldi Þorstein Pálsson, sitjandi formann í
flokknum, og hrifsaði til sín völdin.
Sú upplausn sem orðið hefur í stjómmálum eftir hrun
kommúnismans hefur af eðlilegum ástæðum haft mest
áhrif á vinstri væng stjómmálanna, þar sem skilin milli
sósíahsta, jafriaðarmanna og félagshyggjufólks hafa orðið
óljósari en auðvitað hafa breyttar aðstæður á vettvangi
stjómmálanna einnig haft sín áhrif á hægri vængnum.
Kommagrýlan þjappaði andstæðingunum saman og löng-
umvar tahð að hún héldi líminu í Sjálfstæðisflokknum.
Á seinni árum hafa komið upp ágreiningsmál í stjóm-
málum sem bitnað hafa á Sjálfstæðisflokknum og tekist
hefur verið á um. Má þar nefna kvótamáhn, stefnuna í
landbúnaðarmálum, kjördæmamálin og hina sterku
hægri sveiflu sem fylgdi frjálshyggjuáróðrinum.
Ætla mætti að þessi átakamál gerðu forystu Sjálfstæð-
isflokkins erfitt að halda flokknum saman. Forystustíh
Davíðs Oddssonar var í upphafi með þeim hætti að ýfa
sárin frekar en að græða þau.
En kannske hggur galdurinn í því að Davíð hefur ein-
mitt breytt ímynd sinni. Hann verður 'landsföðurlegri
með hveijum deginum og raunar má segja að forysta
hans hafi breyst í andhverfu sína. í stað þess að ögra og
láta sverfa til stáls hefur formaður Sjálfstæðisflokksins
farið mjúku leiðina. í kvótamálum er bæði haldið og
sleppt, í landbúnaðarmálum er framsóknarleiðin valin,
í kjördæmamálinu og Evrópumálum er öhu slegið á frest.
Þessi póhtík eða „ekki póhtík“ hefur sannarlega borg-
að sig í því tilhti að Sjálfstæðisflokkurinn hefur aftur náð
vopnum sínum og gengur sameinaður til kosninga. En
Sjálfstæðisflokkurinn er heldur ekki líklegur til átaka
eða uppstokkunar. Hann er að sigla í það farið að vera
hagsmunagæsluflokkur par exceUence.
Það er afrek út af fýrir sig.
EUert B. Schram
Kf.Wtóflt
EFiTÞÚ
fflim'11,11-1 |
„... góður skóli er fyrst og síðast málefni þjóðfélagsins alls og er að hluta til pólitískt málefni," segir m.a.
í greininni.
Rökin fyrir
launakröfum
Kennarar hafa nú sett fram
kaupkröfur. Til stuðnings þeim
kröfum hafa þeir einkum haldið
fram tvennum rökum. Annars veg-
ar að kaupmáttur launa hafi rým-
að í kringum 18% frá árinu 1988,
og hins vegar aö góð laun séu for-
senda fyrir góðum skóla og að til
kennslu veljist hæft fólk. Lítum
nánar á þessi rök.
Efnahagslegt samhengi
Sé kaupmáttarþróunin almennt
skoðuö síðasta áratuginn kemur í
ljós að á árunum 1985 til 1987 jókst
kaupmáttur atvinnutekna um 45%
og kaupmáttur ráðstöfunartekna
um 48% á þessum þremur árum.
Magnaukning einkaneyslunnar
varð því hreint ótrúleg eða tæp 30%
á sama tíma.
Orsakir þessarar miklu kaup-
máttaraukningar voru að sjálf-
sögðu fjölmargar, en mikilvægast-
ar þeirra voru framleiðsluaukning
í sjávarútvegi, erlendar lántökur
og aðhaldsleysi í bankakerfmu. Á
þessum árum voru veidd allt að 300
þúsund tonn af þorski umfram ráð-
leggingar ílskifræðinga. Þá voru
erlendar skuldir þjóðarbúsins
auknar verulega en sem dæmi má
nefna aö á árinu 1987 jukust þær í
kringum 23% metið í SDR. Við vor-
um m.ö.o. að taka út innstæður úr
fiskiauðlindinni kringum landið og
út úr erlendum bönkum til að auka
kaupmáttinn hér innanlands.
Þaö segir sig sjálft að slík kaup-
máttaraukning stóðst ekki til
lengdar. Eitthvað varð undan að
láta því ekki gátum við veitt allan
fiskinn úr sjónum á einu bretti eða
tekið gegndarlaust erlend lán. Það
var því eðlilegur hlutur að kaup-
máttur, sem byggöur var á ofveiði
og erlendri skuldasöfnun, rýrnaði
um allt að 18% á árabilinu 1988 til
1993. Fjölskylda sem eitt árið eykur
ráðstöfunarfé sitt um 2 milljónir
króna með lántöku og ferðast í
kringum hnöttinn getur ekki búist
KjaUarinn
Jóhann Rúnar
Björgvinsson
hagfræðingur
við að halda þeim kaupmætti
næstu árin á eftir, nema með
áframhaldandi lántökum og kaf-
siglingu.
Af ofangreindu sést ljóslega að
hér veröa menn að gera betur og
horfa í efnahagslegt samhengi
hlutanna þegar leitað er að rökum
fyrir umtalsverðum kauphækkun-
um.
Pólitískt mat
Seinni rökin, að góð laun séu for-
senda fyrir góðum skóla og aö til
kennslu veljist hæft fólk, standast
eflaust út af fyrir sig. En góður
skóh er fyrst og síðast málefni þjóð-
félagsins alls og er að hluta póli-
tískt málefni. Hversu mikið vill
samfélagið greiða fyrir skólaþjón-
ustu og hvar eiga skóla- og mennta-
mál að vera í forgangsrööuninni?
Eins og málum er háttað hér á landi
er það fyrst og fremst Alþingi sem
speglar þann vilja og tekur ákvörð-
un um þá hhð málanna og for-
gangsraðar. Vettvangur fyrir bætt-
um skóla er því á Alþingi en ekki
við samningaborðið. í mörgum
öðrum löndum eru tíl einkaskólar
sem gefa hins vegar fólkinu sjálfu
færi á að forgangsraða með beinum
kaupum á þjónustu.
Flestar starfsstéttir hins opin-
bera geta eflaust með sama hætti
og kennarar talað um hversu mik-
ilvæg störf þeirra og þjónusta séu
fyrir samfélagið og því krafist
launahækkana byggðra á því mati,
en slíkt mat hlýtur undir flestum
kringumstæðum að vera pólitískt,
þ.e.a.s. þær eru að forgangsraða
hlutunum. Aörir geta haft allt aðra
skoðun á þeim málum.
Laun starfsstétta ráðast fyrst og
fremst af menntun þeirra, fram-
boði (fjölda) og vilja samfélagsins
fyrir þjónustuna. Þeim vilja má
eflaust breyta og margir hafa lagt
sitt á vogarskálarnar til að breyta
þeim vilja hvað menntun varðar
því góð menntun er undirrót ný-
sköpunar og framfara í þjóðfélag-
inu.
Jóhann Rúnar Björgvinsson
„Vettvangur fyrir bættum skóla er því
á Alþingi en ekki við samningaborðið.
í mörgum öðrum löndum eru til einka-
skólar sem gefa hins vegar fólkinu
sjálfu færi á að forgangsraða með bein-
um kaupum á þjónustu.“
Skoðanir annarra
Úrelt landbúnaðarkerfi
„Fram hefur komið að skársta kjötið, sem til var,
hafi verið sent til Ameríku... Hvað sitja íslenzkir
neytendur þá uppi með? Verðlagningarkerfi, sem
virðist á víxl stuöla aö offramboði og því, að ekki
fæst almennilegt nautakjöt í búðum. Utflutning á
bezta kjötinu, en innflutningsbann, sem útilokar að
hægt sé að bjóða upp á sæmilega vöru ef íslenzkir
bændur geta ekki útvegað hana. Samkeppnisleysi,
jafnt milli innlendra framleiðenda og frá útlöndum.
Allt ber þetta vitni úreltu landbúnaðarkerfi, sem
hefur fyrir löngu gengið sér til húðar."
Ur forystugrein Mbl. 6. jan.
Harðsæknari í sjóðina en á sjóinn
„Á Vestíjörðum hefur fólk hæstu meðaltekjur allra
landsmanna - rúmlega sjö prósentum hærri en
landsmeðaltalið og fjórtán prósentum hærri en þar
sem þau voru lægst - á Norðurlandi vestra.... En
einmitt þess vegna kemur það spánskt fyrir sjónir,
að þeir skuh jafnframt eiga greiðasta leið allra lands-
hluta að opinberum sjóðum og framlögum af ýmsu
tagi. Vestfirðingar eru jafnvel enn harðsæknari í
sjóðina en sjóinn.“
Úr forystugrein Morgunpóstsins 5. jan.
Þjóðlífið í uppnám
„Kosningabaráttan fer senn að hefjast, eða um þaö
bil sem þing kemur saman eftir jólafrí. Þá fara sam-
an kjarasamningar á öhum vígstöðvum með verk-
föllum og verkfallshótunum og hatrömm kosninga-
barátta, sem verður að mörgu leyti sérstæð.... Hér
er sem sagt veriö að reka allt í einn rembihnút. Þjóð-
lífið sett í uppnám og bendir sitthvaö til þess aö ekki
verði greitt úr fyrr en eftir næstu stjórnarmyndun,
hvenær sem hún kann að takast."
Úr forystugrein Timans 6. jan.