Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1995, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1995, Side 17
MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 1995 17 Ákall til Menriiiig móður jarðar - Þórdls Elín Jóelsdóttir í Stöðlakoti Á undanförnum misserum hefur verið mikil gróska í grafíklistinni hér á landi. íslensk grafík er að koma á laggirnar myndarlegri aðstöðu í Tryggvagötunni og tugir grafíklistamanna sameinast um verkstæði víða í höfuðborginni og gera út sýningar, ýmist í samein- ingu eða hver fyrir sig. Þórdís Elín Jóelsdóttir, sem nú hefur sett verk sín upp í Stöðlakoti, er meðlimur í myndlistarhópi er nefnist Áfram veginn og hefur haldið nokkrar samsýningar. Sjálf hefur Þórdís haldiö eina einkasýningu, í Kaffi Króki í ágúst á liðnu ári. Sýningin í Stöðlakoti er hins vegar hennar stærsta sýning til þessa. Þórdís fór tiltölulega seint í myndlist- arnám - var komin á fertugsaldur er hún innritaðist á listasvið Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Að því námi loknu stundaði Þórdís’ nám í grafíkdeild Myndlista- og handíðaskólans og útskrifaöist þaðan árið 1988. Rómantískt og goðsagnakennt Á sýningu Þórdísar í Stöðlakoti eru sautján verk, allt vatnslitaðar koparætingar. Verkin hafa yfir sér rómantískt og goðsagnakennt yfirbragð. Þar ber mikið á samsömun kvenlíkamans og náttúrunnar og er Þór- dís þar greinilega að vísa til goðsagnalíkingarinnar um móður jörð. Á neðri hæð eru fimm stór verk sem bera ljóðræn nöfn á borð við: „Rekur tröf úr rauða- gulli röðull yfir dal og fjörð“. Þar, sem í flestum hinna verkanna, notar Þórdís ætinguna einungis sem hráa teikningu til að byggja á vatnslitamálverk. Verk eins og númer 2, 3 og 7 hefðu ekki mikla útgeislun ef ekki hefði komið til dýpt vatnslitarins. Líkamspartur og kennileiti Þannig stendur Þórdís í þeim sporum að vera grafík- Ustamaður sem er e.t.v. færari vatnslitamálari en vill hafa grafíkina til að njörva niður hið ljóðræna mynd- efni. Að mínu mati mætti Þórdis íhuga að leyfa vatns- litnum að njóta sín einum og sér, eða a.m.k. að láta hann ekki alltaf þjóna grafíkinni sem eins konar undir- tylla. Fróðlegt væri að sjá þessa miðla kaliast á í verk- um hennar fremur en að þeir virki hvor um sig eins og lagfæringar á takmörkunum hins. Verk númer fimm er um margt athyglisvert. Þar er um að ræða bókverk í anda mýtunnar um móður jörð. Þar lætur MyndJist Ólafur J. Engilbertsson Þórdís samnefndan líkamspart og kennileiti í lands- lagi sameinast í lítilli handlitaðri náttúruætingu. Breitt yfir tæknilega vankanta Við stiga gefur að líta íjórar útgáfur af sömu mynd í mismunandi litum. Þar kemur í ljós að Þórdís er ekki nægilega gagnrýnin á hinn grafíska þátt verka sinna og horfir um of á möguleika vatnslitarins til að breiða yfir tæknilega vankanta i teikningu. Slíkir van- kantar koma víöa fram á þessari sýningu. Þórdísi tekst þó bærilega að fela slæma módelteikningu með vel útfærðri vatnslitadýpt á réttum stööum. Á efri hæð gefur að líta níu smámyndir er sýna einfaldar brjóst- myndir. Þar vatnslitar Þórdís á grófgeröan pappír. í myndum númer 11, 15 og 17 er að finna útgeislun og gott samspil í grafík og vatnsht. í heildina er hér um að ræða persónulega og ljóðræna sýningu sem hefur ýmsa tæknilega vankanta sem gagnrýnna hugarfar og markvissari úrvinnsla gætu fært til betri vegar í framtíðinni. Sýningin stendur til 22. janúar. Notaðir bílar Subaru Legacy GLi 2000 station 1992, ek. 32 þús. km, 4WD, ssk., útvarp, segulband, beige, metallic. Toppeintak Verð 1.690.000 kr. hjá Brimborg Mazda 323 station 1992, ek. 28 þús. km, 4WD, 5 gíra, út- varp, segulband, Ijósblár, metallic. Verð 1.060.000 kr. MMC Lancer GLXi 1992, ek. 18 þús. km, rauður, sjálfskiptur, útvarp, segulband. Verð 1.150.000 kr. Daihatsu Rocky EL-II dísil, turbo, 1990, 4WD, 5 g., ek. 76 þús. km, svartur og grár, útvarp, segulband. Verð 1.580.000 kr. - 6 mán. ábyrgð. Volvo 850 GL station ’94, ek. 10 þ. km, ssk., m/econ-, sport- og vetrarst., ABS og spólvörn, vínr., metal. V. 2.650.000 kr. - 6 mán. áb. AMC Cherokee Laredo 1990, ek. 89 þús. km, 5 gíra, 5 dyra, 4WD, grár, metallic. Verð 1.750.000 kr. Allt að 36 mán. greiðslukjör og skipti á ódýrari Visa - Euro raðgreiðslur Opið laugardag 12-16 FAXAFENI 8 • SIMI 91- 685870 Svæðameðferðog létt rafmagnsnudd ásamt acupunchturmeðferð með lacer Sérhæfing við bólgu í herðum, baki og höf- uðverk. ELSA HALL, Langholtsvegi 160, síml 68-77-02. (rtjncxiAnc; Skjalaskápar . s < > , á góðu verði! Nýjar gerðir! 20% afsláttur j j í- N _ ■ÆiÍK.:: i l - 1 Kr. 21.999 Kr. 16.415 Kr. 19.254 Nú kr. 17.599 Kr. 13.132 Kr. 15.403 SHEER PRIDE (ÉþAMB & ©@ Sundaborg 5 104 Reykjavík Sími: 684800 Gítarnám Vorönn hefst 23. janúar ■ Rokk, blús, klassík, metal, jazz o.fl. Alhliða grunnnámskeið fyrír byrjendur ■ Kassagítar (raðað I hópa eftir aldrí og getu) ■ Dægurlög (fyrír fólk á öllum aldri - spil og söngur) ■ Tónfræðitímar ■ Rafbassi (fyrir byrjendur) ■ Nýtt og vandað kennsluefni ■ Góðaðstaða ■ Eingöngu réttindakennarar ■ Tónleikar í lok annar ■ Allir nemendur fá 10% afslátt afhljóðfærum hjá ZZ'M 1 'XVSSmSSS" fyrir nemendur skólans Grensásvegi 5, síml 81-12-81 Skiptistöð SVR við hliðina! Skólinn hefst 23. janúar en skráning hefst 9. janúar í síma 81-12-81 kl. 19-21 alla virka daga Kennarar: Torfi Olafsson og Tryggvi Hiibner Þorvaldur Þorvaldsson /TnWmnFwTo _ Tii,I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.