Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1995, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995 Rætt um nýja kjarasamninga í Vestmannaeyjum: Látum loðnufrystingu ekki detta upp fyrir - segir Sighvatur Bjamason, forstjóri Vinnslustöðvarinnar Fréttir Mikiðum árekstra Mjög harður árekstur varö á Suðurlandsvegi viö Bláflallaaf- ieggjara síödegLs í gær ög þuríli að flytja ökumenn og farþega úr öðrum bílnum á slysadelld. Meiðsl reyndust hins vegar ekki alvarleg en híiana þurfíi að draga af vettvangi raeð dráttarbíl og er annar þeirra lfldega ónýtur. Slysið varð með þeim hætti aö fólksbíll í framúrakstri lenti framan á jeppa sem kom úr gagn- stæðri átt. Ökumaður fólksbíls- ins mun ekki hafa tekiö eftir jepp- anum þar sem skyggni var mjög slæmt. Samtals urðu 16 árekstrar í Reykjavík frá því laust eftir há- degi til klukkan 18 í gærkvöld. Engin siys urðu á fólki en eigna- tjón varð verulegt. Þá var ekið á stúlku á Sæbraut en hún slasað- ist ekki alvarlega. Vestfirðir: Umferðaróhöpp vegna veðurs Mjög mikið hvassviðri gekk yfir vestan- og sunnanvert landið í gær. Á fjallveginum yfir Hálfdán valt veghefill í gærmorgun en ökumaður hans slapp ómeiddur. Ekki tókst að rétta hefilinn við í gær vegna hvassviðris og var ætlunin að fara í dag til að koma honum á réttan kjöl. Á svipuðum tíraa í fauk fólks- bíll út af veginum í Mikladal milli I'atreksljaröar og Tálknafjarðar. Hvorki ökumann né farþega sak- aöi en bíllinn er talsvert skemmd- ur. Siðdegis í gær valt svo skólp- dælubíll í ísafjaröardjúpi vegna hálku og hvassviðris. Engan sak- aðiíþvíóhappi. -pp Eignatjón í slæmu skyggni Alls urðu 8 árekstrar í Kópa- vogi í gær enda akstursskilyrði afleit. Engin slys urðu á fólki i þessum óhöppum en eignatjón varð verulegt. Um klukkan 16 var bíl ekið á fjósastaur á Kringlumýrarbraut og meiddist ökumaður lítillega en billinn, sem hann ók. skemmdist verulega. Hálftíma síöar var ekið á annan flósastaur en hann stóð viöHafnarfjarðarveg. -pp Félagsmálaráðherra: Leitarálits ríkislögmanns Rannveig Guðmundsdóttir fé- lagsmálaráðherra hefur sent rík- islögmanni, Jóni G. Tómassyni, bréf þar sem óskaö er eftir áliti hans um hæfi hennar til að ijalla um kæru núverandi meirihluta í Haíharfirði vegna viðskipta Hafnarflarðarbæjar við Hag- virki-Klett í tið fyrrum meiri- hluta alþýðufiokksmanna. Óskað er eftir svari ríkislögmanns hiö fyrsta. í kærunni er þess krafist aö Rannveig víki sæti í málinu og skipaður verði annar ráðherra til aö fjalla um kæruna. DV hefur fyrir því öruggar heim- ildir aö þeir Sighvatur Bjarnason, forstjóri Vinnslustöðvarinnar í Vest- mannaeyjum, og Jón Kjartansson, formaöur Verkalýösfélags Vest- mannaeyja, hafi rætt þann mögu- leika sín í milli aö Vinnslustöðin geri nýjan kjarasamning við verkalýðsfé- lagið til að bjarga loðnufrystingunni, sem gæti hafist á næstunni. „Við Jón Kjartansson, formaður „Ég byrjaði fiögurra ára gamall í barnastarfi Grensáskirkju hjá Gylfa Jónssyni. Ég varð strax mjög hrifinn af Gyífa og þykir vænt um hann. Ég hef einnig starfað með barnakór Grensáskirkju ásamt systrum mín- um og kynnst Gylfa enn betur þar,“ segir Birkir Jóhannsson, 11 ára, sem saknar sárt séra Gylfa Jónssonar úr Grensáskirkju. Eins og kunnugt er var Gylfi látinn víkja sem aðstoðar- þrestur séra Halldórs Gröndals í Grensáskirkju þegar vitnaðist um ástarsamband hans og séra Solveigar Láru Guömundsdóttur. „Ég hef haft mjög gaman af starfmu í kirkjunni. Gylfi hefur gert mikið fyrir okkur bömin og hka eldra fólk- verkalýðsfélagsins, tölum oft saman. En ég vil ekkert tjá mig um þetta mál að svo komnu né hvað okkur hefur farið á milli. Hitt er ljóst að ef loðnufrysting dytti upp fyrir yrði skaðinn mikill fyrir fyrirtækið. Hann yrði einnig mikill fyrir verkafólkið. Ég held að forystumenn verkalýðsfé- laganna geri sér alveg grein fyrir því. Ég held að hvorugur aðilanna myndi nokkru sinni láta það gerast ið. Það er heldur ekki bara ég einn sem sakna hans, það gerir allur kór- inn og margir fleiri. Barnastarfið er ekki svipur hjá sjón eftir að hann hætti enda hefur komum mínum í kirkjuna fækkað. Mér finnst ekki lengur eins skemmtilegt í messun- um,“ segir Birkir. „Mér fannst mjög óréttlátt aö reka hann svo ég ákvað að gera eitthvað í málunum og fékk afa minn, Eyþór Þórðarson, í lið með mér. Afi sagði mér hvað ég ætti að segja og studdi mig þegar við fórum á fund biskups- ins. Herra Ólafur Skúlason tók vel á móti okkur og lofaði að ræða viö sóknamefndina og séra Halldór. Hann sagðist reyndar hafa gert allt að loðnufrysting dytti upp fyrir,“ sagði Sighvatur Bjarnason. Jón Kjartansson, formaöur verka- lýösfélagsins, sagðist ekki vilja tjá sig um þetta mál. Hann sagðist ekki hafa það fyrir sið að greina frá tveggja manna tali í fiölmiðlum. DV hefur samt heimildir fyrir því að Jón hafi rætt þessa hugmynd við trúnaðar- menn sína. Líklegt má telja að ef Vinnustöðin sem í sínu valdi stæði. Síðan fórum við afi og hittum stjórn sóknarnefnd- arinnar og þar bar ég aftur fram er- indi mitt. Mér fannst stjórnin ekki taka erindi mínu jafn vel og biskup- inn. Hún spurði þó af hverju ég væri að biðja um þetta og ég sagði að mér þætti svo vænt um prestana og starfsfólkið í kirkjunni og allir störf- uöu svo vel saman þangað til Gylfi hætti en þá breyttist allt mikið. Ég hef líka spurt Gylfa hvort hann væri til í að koma aftur og hann sagði að það væri ein af sínum heitustu ósk- um,“ segir Birkir sem segist biðja til Guðs á hveiju kvöldi að Gylfi komi aftur til starfa. og Verkalýðsfélag Vestmannaeyja gera nýjan kjarasamning til að bjarga loðnufrystingu munu önnur fyrirtæki, sem fást við loðnufryst- ingu, fylgja í kjölfarið. Jón Kjartansson sagði aftur á móti aö félagið væri að hefia undirbúning kjarasamninganna og hefði boðað til fundar næstkomandi mánudag þar sem leitað verður eftir verkfalls- heimild. Stuttar fréttir Launavísttöhiút í ályktun BSRB-fundar í gær er þess krafist að þegar verði gengið til samninga viö aðildarfélög BSRB. Fundurinn krefst einnig þess að launavísitalan verði felld út úr lánskjaravísitölunni. Bústólpi bestur Samkvæmt úttekt Vísbending- ar á sérkjarareikningum í banka- kerfinu gaf Bústólpi, húsnæðis- sparnaðarreikningur Búnaðar- bankans, bestu ávöxtunina á síð- asta ári, eöa 5,15% raunávöxtun. Sjómenn á Eskífirði eru farnir að deila innbyrðis um hvaöa kröf- ur á að gera til hraðfrystihúss staöarins. Samkvæmt Bylgjunni var málamiðlunartiflaga felld á fundi sjómanna í gær. Landgræðslan gaf st upp Vegna hindrana í landbúnaðar- og heiibrigðiskerfinu gafst Land- græðsla ríkisins upp á því í gær að reyna að fá fóðurbætinn úr hollenska fraktskipinu Hendrik B. til nota við uppgræöslu. Fóöur- bætirinn var urðaður. Lager Iðunnar mæidur Tryggingamenn Skandia hafa lokið björgunarstörfum á bóka- lager Iðunnar sem varð fyrir vatnsskemmdum nýlega. Búist er við niðurstöðum rakamælinga á bókunum í næstu viku. Þá koma skemmdir endanlega í ljós. Súlnafetliðselt KEA hefur selt togarann Súlna- fell EA til Rifs hf. i Hrísey þar sem togarinn hefur eínkum lagt upp með afla. Samkvæmt Mbl. var kaupverðið 90 milljónir króna. KEA leitar að öðrum togara í staðinn. Stórkaup i ESSO Hlutabréf í Olíufélaginu aö söluvirði tæpra 60 milljóna króna skiptu um eigendur í gær. Gengi bréfanna hækkaði um fimmtung, fór úr 5,10 í 6,15. Birkir Jóhannsson, 11 ára, vill að séra Gylfi Jónsson komi aftur til starfa sem aðstoðarprestur í Grensáskirkju. DV-mynd Brynjar Gauti Séra Gylfi Jónsson á góðan ellefu ára vin í Grensássókn: Vil fá prestinn minn aftur - segir Birkir Jóhannsson sem leitaði til biskups og sóknamefndar með bón sína Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 99-16-00. 39,90 kr. mínútan. Já jJ Nei _2j r ö d d FOLKSINS 99-16-00 Var rétt að taka á móti kanadíska sjávarútvegsráðherranum? Alllr í stafræna kerfinu met ténvalsslma geta nýtt sér þcssa þjónustu. Undarlegt ástand á Húsavlk eftir lokun trésmiðju: Eigandinn í bænum en f innst ekki Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Okkur hefur ekki tekist að finna eiganda fyrirtækisins og það skilur bara enginn neitt í þessu máfi öOu saman,“ segir Aðalsteinn Baldurs- son, formaður Verkalýðsfélags Húsa- víkur, um lokun trésmiðjunnar Fjal- ars hf. um áramótin og það að Gunn- ar Salómonsson framkvæmdastjóri, sem á 87% í fyrirtækinu, hefur ekki fundist síöan þrátt fyrir aö vitað sé að hann sé í bænum. Fjalar hf. sagði upp öllum fiórtán starfsmönnum sínum um áramótin og þá var einnig skipt um allar læs- ingar í fyrirtækinu þannig aö starfs- menn hafa ekki komist inn til að ná í verkfæri sín og aðra persónulega muni. „Ég er búinn að reyna síðan í des- ember að finna frcimkvæmdastjór- ann en án árangurs. Fyrirtækið á eftir að greiða laun fyrir desember og hluta nóvembermánaðar. Þetta þarf aö komast á hreint og eins það aö starfsmennimir geti náð í verk- færin sín í fyrirtækið ef þeir ættu möguleika á að fá verkefni annars staðar," segir Aöalsteinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.