Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1995, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995
15
Kvennalistinn hefur verið í sviðsljósinu að undanförnu vegna þess hvernig staðið hefur verið að framboðsmálum hans á Reykjanesi. Frá félagsfundi Kvennalistans í Reykjavik i fyrrakvöld
en þar eru einnig mjög skiptar skoðanir um framboðslistann. DV-mynd ÞÖK
Hnignun Kvennalistans
í byrjun vikunnar sendi Kristín
Ástgeirsdóttir, þingkona Kvenna-
listans, Heimi Steinssyni útvarps-
stjóra kvörtunarbréf og mótmælti
pistli sem Hrafn Jökulsson flutti í
útvarpinu síöastliðinn laugardag.
Kristínu fannst Hrafn sneiða ó-
maklega að sjálfri sér og Kvenna-
listanum og vildi að útvarpsstjóri
kynnti sér málið.
í viðtali við Morgunpóstinn á
fimmtudaginn kveðst Kristín ekki
hafa óskað eftir því að Hrafni yrði
vikið úr starfi sem pistlahöfundi.
Slík krafa af hennar hálfu væri líka
ansi neyðarleg þegar hafðar eru í
huga áhúðarmiklar ræður hennar
á Alþingi um málfrelsið í tengslum
við brottvikningu Illuga, bróður
Hrafns, frá útvarpinu í sumar. En
viðbrögð hennar sýna engu að síð-
ur vissan tvískinnung í afstöðu til
málfrelsis og lýðræðislegrar um-
ræðu. Málfrelsið er gott meðan það
bitnar ekki á mér! Hvað átti út-
varpsstjóri eiginlega að skoða í
pisfii Hrafns?
Álitshnekkir
Hugaræsingur Kristínar Ást-
geirsdóttur í þessu máh þarf svo
sem ekki að koma á óvart. Atburð-
irnir innan Kvennalistans á
Reykjanesi, sem Hrafn Jökulsson
gerði að umtalsefni, hafa líklega
orðið þessum rúmlega tíu ára
gömlu samtökum til meiri álits-
hnekkis en nokkur annar einstak-
ur atburður í sögu þeirra. Og fyrir
því finna Kristín og stallsystur
hennar. Þær svíður undan gagn-
rýninni. Sú ákvörðun að ógilda
prófkjör af því að niðurstaða þess
hentaði ekld valdaklíkunni hefði
einhvem tíma þótt til marks um
karlapóUtík af versta tagi. TUraun-
ir forystu KvennaUstans til að rétt-
læta þennan gjöming em afar ó-
sannfærandi. Kristin viðurkennir
raunar sjálf í samtali við Alþýðu-
blaðið í vikunni að um klúður sé
að ræða.
Um árabU hefur verið eins konar
þagnarmúr um KvennaUstann. Ut-
anaðkomandi hafa fengið litlar sem
engar fréttir af umræðum innan
samtakanna. Yfir ágreining hefur
verið breitt með markvissum
hætti. Þessu er sem kunnugt er
ólíkt fariö í öðrum stjórnmála-
flokkum. Varla koma þar saman
fleiri en þrír menn til skrafs og
ráðagerða án þess að það sé orðið
blaðaefni!
„Grasrótarlýðræði"
Utan KvennaUstans hefur verið
lítíl vitneskja um það hvernig kon-
urnar í samtökunum komast að
niðurstöðu. Þær hafa sjálfar talað
mikið um „grasrótarlýðræði" og
umræður þar til niðurstaða fáist
sem allar konur í samtökunum séu
sáttar við. Nú er að koma á daginn
að þarna hefur í reynd verið um
að ræða einræði eða fáveldi hinna
sterku og freku. Þurfti svo sem
ekki að koma neinum á óvart sem
velt hefur fyrir sér hvernig „gras-
rótarlýðræði" án formbundinna
leikreglna hlýtur að virka.
Og það er líka aö koma á daginn
að skoðanamunur innan Kvenna-
listans er miklu meiri en menn
ímynduðu sér og viðurkennt hefur
verið. Það virðist t.d. vera nokkurt
bil á milli frumherjanna, sem hafa
tögl og hagldir í samtökunum, og
yngri kvenna, s.s. í afstöðu til Evr-
ópumála. Þessi ágreiningur birtist
m.a. í átökum um framboðslistann
í Reykjavík.
Ég veit ekki fyrir víst hvort átök-
in á Reykjanesi snerust frekar um
menn (eða öllu heldur konur!) eða
málefni. Sú hugsun er þó áleitin
að ein ástæðan fyrir því að ekki var
hægt að sætta sig við Helgu Sigur-
jónsdóttur í 1. sæti listans sé hin
harða gagnrýni hennar á skóla-
kerfið og villigötur uppeldisfræð-
innar. Kvennalistinn hefur nefni-
lega tekið í fóstur margar grillur
sem áður áttu sér aðallega vígi í
Alþýðubandalaginu. „Vinstri upp-
eldisfræðin", sem svo hefur verið
nefnd, er ein slík grilla og hana
hefur Helga gagnrýnt með sann-
Laugardags-
pistillinn
Guðmundur Magnússon
fréttastjóri
færandi hætti. Kannski hafa þau
skrif ráðið úrslitum um það að ráð-
andi öfl í Kvennalistanum gátu
ekki sætt sig við hana sem þing-
mann sinn.
Frá feminisma
til hagsýni
Þegar Kvennalistinn kom fram
fyrir rúmum áratug var afdráttar-
laus hugmyndafræði feminisma
einkenni á boðskap hans. Kvenna-
listinn stefndi að róttækari þjóðfé-
lagsbreytingum en jafnvel Alþýðu-
bandalagið sem þó var enn á þeim
árum að burðast með sósíalisma í
farteskinu. Smám saman hefur
áherslan á hugmyndafræðina
minnkað og heimatilbúin speki,
kennd við hagsýna húsmóður, tek-
ið við. Um leið hefur Kvennalistan-
um gengið æ verr að halda sérstöðu
sinni á lofti og þar með réttiætingu
á tilveru sinni og áframhaldandi
framboði. Þingmál Kvennahstans
endurspegla þessa breytingu.
Stærsti sigur samtakanna í vetur
var að fá samþykkta tillögu um ein-
hverjar milljónir króna úr ríkis-
sjóði til kvennaráðstefnu sem þing-
konumar ætia að sækja í Kína síð-
ar á árinu.
Ósanngjarnt væri að halda því
fram að Kvennalistinn hefði engu
fengið áorkað á rúmum áratug.
Vafalaust hefur starfsemi samtak-
anna orðið til að vekja meiri at-
hygli og áhuga en ella á baráttu-
málum kvenna. Og tilvera Kvenna-
listans hefur skapað þrýsting á
aðra stj órnmálaflokka - þótt árang-
urinn sé nú kannski ekki mjög
glæsilegur.
En hafi einhvem tíma verið uppi
almennar efasemdir um gildi sér-
staks kvennaframboðs til Alþingis
þá eiga þær áreiðanlega hljóm-
grann nú. Þetta birtist meðal ann-
ars í dræmu fylgi Kvennalistans í
skoðanakönnunum að undan-
förnu. í síðustu könnun DV nú í
janúar mældist fylgi listans 6,4%
en var 8,3% í kosningunum 1991.
Til samanburðar er þess að geta
að í kosningunum 1987 fékk
Kvennalistinn 10,1% atkvæða og
sumarið 1988 rauk fylgiö upp í
hvorki meira né minna en 28,5%.
Þá var Kvennalistinn orðinn næst-
stærsti stjórnmálaflokkur lands-
ins. Meðfylgjandi graf, sem sýnir
sveiflurnar í fylgisþróun Kvenna-
hstans í rúman áratug, hlýtur að
vera forystukonunum umhugsun-
ar- og áhyggjuefni.
Áfram utan stjórnar?
Hnignun Kvennahstans er aug-
ljós. Hún birtist í dvínandi fylgi
samkvæmt könnunum, opinberum
ágreiningi innan samtakanna,
óvissu um hvert halda skuh og
álitshnekki fyrir ósæmileg vinnu-
brögð. Forystukonumár virðast
um hríð hafa gert sér vonir um að
hetri tíð tæki við ef þeim auðnaðist
að komast í ríkisstjórn. Á það virð-
ist Kvennahstinn leggja ofurkapp
um þessar mundir.
Síðasta könnun DV sýnir þó að
hægt væri að mynda starfhæfa
þriggja flokka vinstri stjórn án
þátttöku Kvennalistans eftir næstu
þingkosningar. Verði það niður-
staðan er ekki óraunsætt að ætia
að veralega taki þá að fjara undan
Kvennahstanum.
Fylgisþróun Kvennalistans 1983 til 1995
Jan. '85 Jan '87 Jún. '88 Mars '88 Des. '89 Des. "90 Sept. '92 Des. '93 Ágúst '94 Jan. '95
4E5X3=!