Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1995, Blaðsíða 34
38
LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995
Sviðsljós
John Thaw í nýju hlutverki:
Langaði ekki til að
bera asnalega hárkollu
Þrátt fyrir aö leikaranum
John Thaw væru boðnar 35
milljónir fyrir aö leika lög-
fræðing í fjögurra þátta sjón-
varpsmyndaflokki tók það
hann átján mánuði að ákveða
sig. Thaw, sem er þekktastur
fyrir hlutverk sitt sem lögre-
glufulltrúinn Morse, kveðst
hafa verið hikandi áður en
hann sá handritið auk þess
sem hann langaði ekki til að
bera asnalega hárkollu.
Hann sló þó til og hófust
sýningar á myndaflokknum
Kavanagh QC í janúarbyrjun
í Bretlandi. „Kavanagh er allt
önnur manngerð en Morse,“
segir Thaw. „Hann er fjöl-
skyldumaður að norðan og þó
að hann sé hluti af dómskerf-
inu hefur hann lítil eða engin
bein samskipti við lögregl-
una.“
Til að undirbúa sig undir
hlutverkið eyddi Thaw mikl-
um tíma í réttarsölum og seg-
ist nú skilja hvers vegna dóm-
arar eigi það til að tilkynna
frest á réttarhaldi þó klukkan
sé ekki orðin nema 15.30.
„Þeir halda ekki út lengur.
Við vorum við tökur að sum-
arlagi og það varð hræðilega
heitt í réttarsölunum. Það var
engin loftræsting og við vor-
um í miklum fatnaði og meö
hárkollur."
Thaw í hlutverki verjandans Kavanagh.
Haldið verður áfram framleiðslu þátta um lögreglufulltrúann Morse.
Thaw er ekki oröinn þreytt-
ur á Morse og hefur samþykkt
að leika í fleiri þáttum um
lögreglufulltrúann. Hann seg:
ist þó hafa verið orðinn
hræddur um að áhorfendur
væru orðnir þreyttir auk þess
sem honum fannst að að-
standendur þáttanna væru
famir að endurtaka sig.
Thaw hefur verið kvæntur
leikkonunni Sheila Hancock í
21 ár. Þau kynntust þegar þau
léku elskendur í leikritinu
What about Love. Þau hafa
viðurkennt að upp hafi komið
örðugleikar í hjónabandinu
fyrir nokkrum árum. Þau
leystu hins vegar úr vandan-
um með því að verja meiri
tíma saman og flytja út á
landsbyggðina.
Thaw og Sheila eiga þrjár
dætur og eru tvær þeirra leik-
konur. Þriðja dóttirin er við
nám í Cambridge og hefur
ekki hug á að leggja leiklist
fyrir sig.
Eiga von
ábami
Daniel Day-Lewis er ægifagur í aug-
um margra kvenna.
Isabelle Adjani er frægasta leikkona
Frakka i dag.
Kvikmyndaleikararnir Isabelle
Adjani og Daniel Day-Lewis eiga von
á bami. Þar sem foreldrarnir þykja
báðir með afbrigðum faUegir þykjast
ýmsir vissir um að afkvæmiö geti
ekki orðið annað en gullfallegt. Og
hæfileikaríkt líka því Isabelle og
Daniel þykja bæði góðir leikarar og
hafa fengið stór hlutverk í kvik-
myndum.
íslenskir kvikmyndahúsagestir
muna sennilega eftir Daniel Day-
Lewis úr kvikmyndinni In the name
of the father. Isabelle, sem er fræg-
asta leikkona Frakka í dag, lék ný-
lega í kvikmyndinni Margot drottn-
ing sem enn er ekki fariö á sýna hér
á landi.
Isabelle og Daniel hafa verið saman
af og til undanfarin fjögur ár.
Olyginn
að hllðarspor kvikmyndaleik
arans Christians Slaters með fyr-
irsætunni Christy Turlington
hefði reynst honum dýrkeypt.
Christian er farinn aftur til kær-
ustunnar Ninu Huang sem er fyr-
irsæta eins og Christy. En Nina
hefur krafist þess að Christian
fjarlægi öll húsgögn ur íbúð sinni
sem voru þar á meðan Christy
dvaldi hjá honum.
... að umboðsmaður skauta-
drottningarinnar Nancy Kerrig-
an, Jerry Solomon, hefði fallið
fyrir henni. Eiginkona Jerrys full-
yrðir að Nancy hafi stoiið eigin-
manni hennar. Skautadrottningin
neitar því ekki að eitthvað sé á
milli sin og Jerrys en segir ástina
ekki hafa kviknað fyrr en eftir að
hann skildi við eiginkonu sína
siðastliðið sumar.
... að söngkonan Liza Minrteili
væri nú að jafna sig eftir að hafa
fengið nýjan mjaðmarlið. Liza,
sem hafði iengi verið sárþjáð,
skrapp nýlega á góðgerðarsam-
komu með Shirley MacLaine.
... að kvikmyndaleikarinn Andy
Garcia, sem iék eiginmann Meg
Ryan í myndinni When a Man
Loves a Woman, hefði lifaó sig
svo inn í hlutverkið að hann hefði
grátið bæði í upptökustúdiói og
þegar hann kom heim til konu
og bama.
... að fyrirsætan Linda Evange-
lista hefði falið magann á bak
við bangsa er hún dansaði ný-
lega á ís í New York. Orðrómur
er á kreiki um að hún eigi von á
barni með kærastanum Kyle
MacLachan.