Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1995, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995
25
Anna Guðlaug Nielsen, 12 ára gamall bridgespilari:
Spilamennskan hefur
bætt árangur í skóla
- segja foreldramir
Anna Guðlaug Nielsen er aðeins 12 ára gömul en hefur stundað keppnis-
bridge i tvö ár. DV-mynd ÞÖK
Bridgeíþróttin hefur átt vaxandi fylgi
að fagna hér á landi og iðkendur
íþróttarinnar á keppnisvettvangi eru
á íjóröa þúsundið í dag. Fæstir byrja
þó að spila bridge fyrr en fer að halla
í tvítugt, öfugt við skákina því þar
byrja börnin að láta að sér kveða
jafnvel áður en þau læra að lesa og
skrifa.
Sjaldgæft er að rekast á verulega
unga bridgespilara en þó eru til und-
antekningar. Anna Guðlaug Nielsen
er aðeins 12 ára gömul en hefur nú
tekið þátt í keppnisbridge í hartnær
tvö ár.
Byrjaði lOára
Anna Guðlaug Nielsen kom í heim-
inn í febrúarmánuöi árið 1982 og nær
því 13 ára aldri í næsta mánuði. Þrátt
fyrir ungan aldur hefur hún þegar
náð tveggja ára reynslu í keppnis-
bridge.
„Ég hef nánast ekkert gert að því
að spOa bridge í heimahúsum enda
er það ekki jafn spennandi. Ég var
10 ára gömul þegar ég fór í mína
fyrstu keppni í Bridgefélagi Hafnar-
fjaröar og það var mestmegnis vegna
þess að ég hafði áhuga á því sjálf.
Pabbi kenndi mér fyrstu sporin í
íþróttinni en síðan fór ég á byrjenda-
námskeið í bridgeskóla Guðmundar
Páls Arnarsonar. Þá var ég 11 ára
gömul,“ sagði Anna Guðlaug.
„Anna Guðlaug er óvenjulegt efni
og alveg ótrúlega áhugasöm. Eg var
svolítið smeykur við að fá hana á
bridgenámskeið hjá mér því hún var
sú eina sem var undir tvítugu," sagði
Guömundur Páll Arnarson, skóla-
stjóri Bridgeskólans, við DV.
„En það var engin ástæða til þess,
hún var algerlega laus við aUa
krakkastæla, lagði á sig ómælda
vinnu við lærdóminn og stóð sig ekk-
ert verr en aðir, nema síöur væri.
Hún er óvenjuþroskuð miðað við
barn á hennar aldri,“ sagði Guð-
mundur.
„Ástæðan fyrir því aö ég fór út í
þetta í byrjun er að ég öfundaði
pabba af öllum bikurunum sem hann
á og mér fannst þetta nokkuð sniðug
íþrótt ef hægt var að vinna svona
bikara."
„Hún var reyndar ekki nema 6 ára
þegar hún fór fyrst að rella um að
spila bridge en ég vildi ekki leyfa
henni það svo ungri. Anna var mjög
feimin og hlédræg stúlka en hefur
alla tíð verið ágætur námsmaður. En
síðan hún fór að spila bridge, hefur
hún breyst mikið,“ sagði Rósa Guð-
mundsdóttir, móðir Önnu, í samtali
viðDV.
Hún er miklu opnari, er öll agaðri
og hefur bætt mikið við sig í námi.
Því er ekki annað hægt en að styðja
hana í þessu. Það er engin tilviljun
að skólayfirvöld í Hollandi og Frakk-
landi hafa tekið upp bridge sem skyl-
dufag í barnaskólum. Ástæðan er
einmitt þessi, að bridge hefur þro-
skandi áhrif á börn og bætir námsár-
angur þeirra," sagði Rósa.
„Ég var í ísaksskóla og var að von-
ast til þess aö Anton Sigurðsson
skólastjóri gæti hjálpaö mér eitt-
hvaö. Frá Isaksskóla hafa komið
margir efnilegir skákmenn en það
hefur gengið erfiðlega að koma
bridge af stað þar. Anton hefur reynt
það en það hefur ekki gengið hingað
til,“ sagði Anna.
Gleymir staó og stund
- Hvað segja þínir jafnaldrar um
áhuga þinn á bridge?
„Þeir vita nú fæstir um hann. Þeir
hafa að vísu tekið eftir því að ég hef
stundum fengið frí úr skólanum til
þess að horfa á keppni eða spila en
hafa að öðru leyti lítið talað um
þetta," sagði Anna Guðlaug.
- Finnst þér ekkert skrítið að vera
að keppa við fullorðið fólk sem sumt
hvert er á þeim aldri að það gæti
verið afi þinn eða amma?
„Stundum finnst mér þaö skrítið
en oftast tek ég ekki eftir því. Maður
gleymir þvi hreinlega í hita leiksins
að maöur er á öðrum aldri en þeir
sem maður keppir við. Oftast nær
hafa menn tekið mér vel þrátt fyrir
ungan aldur, þó að til séu undantekn-
ingar.“
„Auðvitað lendir hún í því að tapa
illa fyrir þeim bestu í íþróttinni en
hún stendur það allt af sér og lætur
það ekki hafa nein áhrif á sig,“ sagði
Guðlaugur Nielsen, faðir hennar,
sem hefur verið aðalspilafélagi henn-
ar. Hann byrjaði sjálfur að spila
bridge 15 ára gamall og hefur því
spilað í hálfan fimmta áratug.
Anna Guðlaug tók þátt í landství-
menningi með fóður sínum í haust
þar sem yfir 400 pör spiluðu. Þau
feðginin höfnuðu þar í 11. sæti.
- Þú stefnir á aö ná langt í íþróttinni?
„Jú, að sjálfsögðu en þá ekki í
kvennaflokki heldur fyrst og fremst
í opnum flokki."
Frönskunámskeið
Alliance Francaise
Byrjenda-, framhalds- og barnahópar
frá 16. janúar til 21. apríl
Innritun alla virka daga kl. 15-19
aö Vesturgötu 2, sími 23870
Alliance Francaise
JEPPADEKK
OPIÐ Ný Radiar
tiiki.i5ída9 Mudder
* Mýkri og betri hliðar hafa verið hannaðar fyrir
Radial Mudder
Dekk sem framleidd eru eftir 42. viku ’94.
BFGoodrich
dekk
Missið ekki af BFGoadrích dekkjaleiknum.
Dregið 25. febrúar.
5 gangar verða endurgreiddir ásamt aukavinningum.
Leitið upplýsinga á flestum hjólbarðaverkstæðum.
Verðmæti vinninga allt að 550.000 kr.
S. 587-0-587
Vagnhöfða 23
'Só\nePp'
^50
%
Útsalan er hafin
1 PiÍtteppP j Baömottur
L±30%J t 50%
Teppaflisar
f 25%
PiastparkeT
* 25%
Opið alla daga vikunnar frá 9-21.
Einnig opið laugardaga og sunnudaga.