Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1995, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995
11
Júlíus á hópslysaæfingu i Noregi áður en haldið var til Bosniu.
Læknamir stungu at
Júlíus segir að sjúkrahúsið hafi
ekki hðið fyrir skort á starfsfólki,
a.m.k. ekki til að byrja með í upp-
hafi stríðsins. „Hins vegar voru
menn farnir að nota þau tækifæri
sem gáfust til að láta sig hverfa og
ef þeir sáu möguleika að komast yfir
til Króatíu og þaðan eitthvað lengra
í friðarskjól. Á þeim 6 mánuðum sem
ég dvaldi þarna hurfu t.d. tveir
taugaskurðlæknar af þremur sem
störfuðu við sjúkrahúsið.
Að sjálfsögðu sá ég þarna verri til-
felli en ég er vanur í starfi mínu hér
heima. í stríði lifa þeir sjúklingar
oftast sem hafa hlotið úthma- eða
hryggjaráverka og þeir eru geyshega
margir í Bosníu eftir þetta stríð. Um
er að ræða fólk á öllum aldri. Þetta
er ekki þaö sem kalla má hreint stríð
og það gildir ekki gamla reglan um
riddaramennsku. Við fréttum t.d. oft
að ef Serbum fannst halla á sig, þá
gerðu þeir gjarnan árásir á miðborg-
ina, skotmarkið var þá ekki her-
menn, heldur almennir borgarar.“
„Terrorismi"
„Terrorisminn" kemur ekki síst
fram í athöfnum leyniskyttna en
þeirra skotmörk eru oftar en ekki
börn. Ég man t.d. eftir 14 ára stúlku
sem skotin hafði verið á heimili sínu,
leyniskytta hæfði hana inn um
íslenski fáninn blaktir við hún í búð-
um friðargæsluliða skammt utan
Tusla ásamt fánum Noregs og Sam-
einuðu þjóðanna.
glugga og skotið fór í gegnum háls-
hrygg hennar og olh lömun neðan
við háls. Þetta er óhugnaður."
Júhus segir að afstaða hans til
stríðsaðilanna hvers um sig hafi ekki
breyst við veruna í Bosníu. „Ég átta
mig htið betur á stöðunni en áður
því þetta stríð er mjög flókið. Ég hef
því ekki meiri samúð með múslímum
en Serbúm þótt ég hafi verið á mús-
límasvæði. Staðreyndin er sú að sá
sem hefur yfirhöndina hverju sinni
og aðstæður til er sá sem beitir
grimmdinni. Það er þó alveg ljóst að
það er ekki vilji fólksins að þessu
stríði sé framhaldið, það er vilji og
verk fámennra hópa sem stjórna."
Læturengan
ósnortinn
Þeirri spurningu hvað sú lífs-
reynsla að dvelja í hringiðu afleið-
inga stríðsins skilji eftir sig, segir
Júlíus að erfitt sé að svará. „Ég átta
,mig þó betur á hversu mikhl óhugn-
aður fylgir stríðsátökum og hvað við
eigum gott hér á landi að vera laus
við þennan óhugnað. En auövitað
lætur þetta mig ekki ósnortinn frek-
ar en aðra. Maður kynnist grimmd-
ariegum afleiðingum striðsátaka á
ýmsan hátt. Ég get sem dæmi um þá
grimmd nefnt að ég framkvæmdi
aðgerð á múslímakonu sem var með
þriggja mánaða gamalt ökklabrot.
Lögregla Serba hafði heimsótt þessa
konu í skipulögðum „hreinsunum"
þar sem farið er hús úr húsi og íbú-
unum gert að koma sér í burtu. Fólki
er gert að skrifa undir afsal eigna
sinna og ekki endilega boðið að ganga
út úr húsum sínum. Þessi kona haíði
t.d. hreiniega verið neydd til að
stökkva út um glugga á íbúð sinni
og hún ökklabrotnaði við fallið. Síð-
an er hópum þessa fólks smalað að
víglínunni og tilkynnt að yfir víglín-
una sé að koma hópur flóttamanna.
í Tusla orkuðu menn því t.d. að taka
við slíkum 800 manna hóp á einum
degi og gátu komið fólkinu fyrir í
búðum með aðstoð hjálparstofnana.
Þannig birtast afleiðingar þessa
grimmilega stríðs á ýmsan hátt.“
r
THAILAND
Vetrartilboð
3 vikur á íslensku hóteli á Pattaya
Brottför 8. febrúar og 4. mars
Litríkt ævintýri á lágmarksverði
fyrir vana og óvana ferðamenn.
Fjölbreyttar skoðunarferðir. Frábærir golfvellir.
Verð kr.
89.600
á mann í tvíbýli
Innifalið: Flug og hótel, ferðir til og frá flugvelli í Bangkok,
flugvallarskattar, morgunverðarhlaðborð.
V
S4J
fciélmr
Aðalstræti 2 (Geysishús)
Simi 62 30 20
LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA
VALDA ÞÉR SKAÐA!
yjjmo*
Kvöldverðartilboð 13.-19. janúar
Koníaksbætt humarsúpa með piparrjómasósu
Rauðsprettu- og silungsflétta á grænmetisbeði með
sinnepsrj ómasósu
eða
rósasteiktur lambavöðvi í jurtahjúp, með smjör-
steiktum sveppum, blaðlauk og villisósu
Sacherterta að hætti Vínarbúa, með þriggja laga
ís og ferskum ávöxtum
Kr. 1.950
Nýr spennandi a la carte matseðill
Opið í hádeginu mánud.-föstud.
Opið á kvöldin miðvikud.-sunnud.
Nánari upplýsingar um
matseðil helgarinnar í síma 991700, auginr. 3502
# ____ aðeins 39,90
D HmintÐ mínútan
JAPISS
BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI
n r!i \|
A \. J.