Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1995, Blaðsíða 20
20
LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995
KRIPALUJOGA
eins og það gerist best.
HUGLEIÐSLUNÁMSKEIÐ
hefstmánud. 23. janúar kl. 16.30
Leiðb. Helga Mogensen
Jógastöðin Heimsljós
Skeifunni 19, 2. hæð
Sími 889181 kl. 17—19 virkadaga
Einnig símsvari
Heilsa
Áhugi á líkamsrækt
alltaf að aukast
- segir Hallgrímur Jónsson hjá Ræktinni
Brautarholti 22 • Sími 14003
„Það er búið að vera með ólíkind-
um mikið að gera hjá okkur nú í jan-
úar. Ég man ekki eftir öðru eins. Við
erum komnir með mjög góða aðstöðu
_Q/5\SHA*^
Pvj
m
Námskeiðin eru að hefjast
Skipt er í flokka eftir aldri og getu.
Karate eykur styrk, eflir sjálfstraust,
bætir einbeitingu og agar andann
sem og líkamann.
KarateffétoQÍd
Wmmmm
hér í Ræktinni. Við vorum að taka
inn hlaupabönd, bakvél, handlóð,
lóðarekka og nýbúnir að taka inn
stóran tækjahring og ár er síðan við
endurnýjuðum allar fótavélar," segir
Hallgrímur Jónsson hjá Ræktinni í
Frostaskjóli 6.
í Ræktinni er boöið upp á fitu-
brennslunámskeið, sem eru að hefj-
ast, alla almenna leikfimi, læri, maga
og rassæfingar, vaxtamótun, palla-
tíma, þrekhringi, þrektíma og sér
karlatíma í hádegi, svo að eitthvað
sé nefnt.
Sex leikfimikennarar starfa í
Ræktinni, tveir í tækjasal og svo er
læknir með fyrirlestra ásamt því að
vera í salnum.
Unglingarnir eru
byrjaðir aö koma
„Áhugi á líkamsrækt er alltaf að
aukast. Mestu álagstímarnir eru í
september og nú strax eftir áramótin.
Breytingin sem ég finn núna er að
unglingarnir eru byrjaðir að koma
og ég hef til að mýnda sett upp ungl-
ingaþolfimi fyrir þá. Við erum því
alltaf aö bæta einhverju við hjá okk-
ur,“ segir Hallgrímur.
„Ég mæli með því að sá aðili sem
er að koma í fyrsta skipti til okkar
og hefur ekkert stundað líkamsrækt
byrji í tækjasalnum. Þar kemur hann
sér í gang og síöan getur hann farið
að hugsa um að fara í leikfimi enda
er það innifalið í kortinu. Ég mæli
með því að menn taki einn og einn
leikfimitíma þó svo að þeir ætli að
vera í tækjasalnum.
Það eru mjög góðir leiðbeinendur
hjá okkur og við hugsum vel um
okkar fólk. Fólk hefur kvartað yfir
því að fá ekki leiðsögn en við leggjum
mikla áherslu á að fylgja okkar fólki
í fyrstu tímunum," segir Hallgrímur.
Karlar og konur á fullu við æfingar i Ræktinni i Frostaskjóli
11
ÚtlVISTARBUQIINTVIÐ
,|MFERÐARMIÐSTÖÍ)INA
tmvur
'ébto* la /f ia /f la
mmwi
.
Stúdíó Ágústu og Hrains:
Bónus-
klúbbur
Að vanda verður dagskráin fjöl-
breytt hjá Stúdíói Ágústu og Hrafhs
í vetur og ættu flestir að geta fund-
iö eitthvað við sitt hæfi. Sérsviö lík-
amsræktarstöðvarinnar er þolfimi
enda býður stööin upp á mest úrval
af þolfimitimum af öllum stöðvun-
um eða 104 tíma í viku. Þessir tímar
eru fyrir alla, jafnt byrjendur sem
og þá sem lengra eru komnir.
, Nýjungin í starfsemi Stúdíós
Ágústu og Hrafhs er sértakur bón-
usklúbbur sem stofnaöur var i
haust og í dag eru meðlimir hans
um 300. Svona klúbbar eru alls
staðar erlendis en eru nýjung hér
á landi. Fólk getur innritaö sig með
því aö binda sig i ákveðinn tíma
og þá fær það iægra verð fyrir kort-
ið og alls kyns fríðindi eru í boði
„Það er ekkert áberandi nýtt sem
við bjóöum upp á. Stöðvaþjálfunin
hefur verið að ryðja sér til rúms
og er hjá okkur. Þar er átt viö
tröppur, tæki og tröppuhringi og
þar fær fólk svona eítthvað af öllu.
Við bytjuöum með nýja töflu á
mánudaginn og viðbrögðin hafa
verið mjög góö. Við stílum upp á
það að allir geti fengið eitthvað við
sitt hæfi enda úrval tíma það mik-
ið,“ segir Hrafn Friðbjömsson í
Stúdíói Ágústu og Hrafns.
Hrafn segir að fólk, sem stundi
æfingar í stúdíóinu, sé blandaður
aldurshópur en flestir séu á aldrin-
um 20-30 ára. Hann segir að enginn
sé yngri en 16 ára en fólk allt að
sextugu sé að æfa. Aðstaðan i
stúdíóinu er mjög góð en þar eru
fjórir salir og einn af þeim er tækja-
salur. Tröppur eru í þeim öllum.
Þá eru fjórir ljósabekkir og gufu-
baö. Þá er nýbúiö aö stækka mót-
tökuna og í stúdíóinu er verslun
þar sem selt er flest það sem lýtur
að líkamsrækt.
Þá er boðið upp á „slide" sem
hefur náð miklum vinsældum vest-
anhafs. Þá klæðist fólk sérstökum
sokkum og rennir sér á bretti eftir
kúnstarinnar reglum. Þetta er líkt
skíöaæíingum og er góð æfing fyrir
lærin og rassinn.