Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1995, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995
9
Fréttir
Fimmtíu ný störf við
f ulMnnslu á rækju
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Samheiji hf. á Akureyri og dóttur-
fyrirtækin Strýta hf. og Söltunarfé-
lag Dalvíkur hf. hafa gert samkomu-
lag viö Royal Greenland um samstarf
á sviöi markaðsmála og vöruþróun-
ar. Samkomyulagið þýðir að rækju
verður framvegis pakkað í neytenda-
pakkningar á Akureyri og Dalvík og
er gert ráð fyrir aö fullvinnsla þess-
arar framleiðslu muni skapa á bihnu
30-50 ný störf til viðbótar í fyrirtækj-
unum.
Royai Greenland sem hefur höfuð-
stöðvar í Nuuk á Grænlandi er risa-
fyrirtæki í heimsviðskiptum með
sjávarafurðir. Það er í eigu heima-
stjórnarinnar á Grænlandi og er með
um 25% heimsviðskipta á kaidsjáv-
arrækju innan sinna vébanda.
Samningurinn tryggir verulega
verðmætaaukningu við fullvinnslu
vörunnar og skapar betri tengsl við
neytendamarkað sem einkum er í
Englandi, Japan og á Norðurlöndum.
Heildarframleiðsla íslensku fyrir-
tækjanna af rækju á síðasta ári nam
um 3 þúsund tonnum, að verðmæti
tæplega 1,5 milljarðar króna. Saman-
lögð velta Samherja, Strýtu og sölt-
unarfélagsins á síðasta ári nam um
4 milljörðum króna.
SUMARTÍSKAN ’95
Sparið og pantið
fötin á alla
íjölskylduna o.fl.
PÖNTUNARSlMI
555 2866
Fjórhjóladrifinn Opel Vectra er
kynntur um helgina.
Bílheimar hf.:
Frumsýning á
Opel Vectra 4x4
Bílheimar hf., umboðsaðili Opel á
íslandi, kynna nú um helgina Opel
Vectra með sítengdu aldrifi, en auk
fjórhjóladrifsins er staðalbúnaður
einstaklega ríkulegur.
Af helsta staðalbúnaði má nefna
tveggja lítra vél, ABS-hemlalæsi-
vörn, loftpúða í stýri, vökvastýri,
sportsæti og innréttingu, 15 tomma
álfelgur, rafdrifnar rúður og samlæs-
ingar með þjófavörn, útvarp og seg-
ulband, 6 hátalara og vindskeið.
Að sjálfsögðu er Vectra einnig bú-
inn öllum þeim öryggisþáttum, sem
er staðalbúnaður í Opel, eins og ör-
yggisbeltastrekkjurum, tvöföldum
styrktarbitum í hurðum og stillan-
legri hæð öryggisbelta bæði að fram-
an og aftan.
Opel Vectra 4x4 er vel búinn og á
ágætu verði því tilbúinn til aksturs
með íslenskri ryðvörn og fullum
bensíntanki kostar bíllinn 2.280.000
krónur. Á sýningunni um helgina
má einnig sjá aðrar gerðir af Opel
Vectra á verði frá kr. 1.639.000.
Opið er í dag, laugardag, frá klukk-
an 12 til 17 og á morgun, sunnudag,
frá kl. 14 til 17.
Yfirlýsing
DV barst í gær eftirfarandi yfirlýs-
ing frá Steingrími Þormóðssyni fyrir
hönd eigenda Gýmis, Hinriks Braga-
sonar og Huldu Gústafsdóttur:
Vegna fréttar í DV þann 12. janúar
sl., þar sem tryggingamál eigenda
Gýmis eru gerð tortryggileg og skýrt
er frá því a&Rannsóknarlögregla rík-
isins hafi verið með það mál til at-
hugunar, skal eftirfarandi tekið
fram.
Hesturinn Gýmir var tryggöur fyr-
ir kr. 250.000,00. Hefur ekki verið
gerð krafa um greiðslu trygginga-
fjárins, enda eðlilegt úr því sem kom-
ið er að það bíði niðurstöðu þeirrar
rannsóknar sem væntanlega fer að
ljúka.
í sömu frétt er gefið í skyn að Hin-
riki Bragasyni, eiganda Gýmis, sé
það mjög í mun að niðurstaða fáist
ekki í máhnu.
Hér er um að ræða getgátur, sem
ekki eiga sér stoð. Máhð hefur verið
th rannsóknar hjá Rannsóknarlög-
reglu ríkisins og saksóknara síðan í
sumar. Hefur ofangreindur eigandi
Gýmis á engan hátt reynt að hindra
þá rannsókn og veitt þær upplýs-
ingar sem hann hefur verið beðinn
um.
Hins vegar hafa verið gerðar at-
hugasemdir varðandi ýmsa þætti
rannsóknarinnar, eins og kunnugt
er.
EUROCARD
raðgreiðslur
TIL ALLT AÐ 36 MANAÐA
T||r RAÐGREIÐSLUR
TIL ALLT AÐ 24 MÁIMAOA
i MUh ix -o ÁN Tl l_ ALLT AÐ 30 MÁNAÐA
Hraðþjónusta víð landsbyggðina:
(Kostar innanbœjarsímtal og
vörumar eru sendar samdœgurs)
msásvegi 11
Sími: 886 886 Fax: 886 888
58.900,-
TeleTech CTV-2857 NTX 28" sjónvarpstœki með
Nicam Digital Stereo, Philips-myndlampa, þráðlausri
fjarstýringu, textavarpi, 40 stöðva minni, sjálfvirkri
stöðvaleit, aðgerðastýringum á skjá, tímarofa, Scart-
tengi og mörgu fleira. Ath. Framleidd í Evrópu!