Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1995, Blaðsíða 32
36
LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995
Trimm
íþróttafélag kvenna:
Einhverjum fmnst kannski stungin
tólg í fyrirsögninni hér að ofan en
þetta háfleyga markmið er að finna
í 2. grein laga íþróttafélags kvenna
sem stofnað var 7. október 1934 og
lifir góðu lífi enn þrátt fyrir ýmsa
tímans tískustrauma og sviptingar.
Ekki aðeins er félagið sprellifandi og
meðalaldur félagskvenna mun lægri
en aldur félagsins sjálfs gefur til
kynna heldur hefur fjöldi félaga
margfaldast á nýliðnu afmæhsári en
þá fjölgaði félagskonum um ríflega
300%.
í téðri 2. grein félagslaga kemur
fram að því markmiði sínu að efla
hreysti, heilbrigði og fegurð ís-
lenskra kvenna hyggst félagið ná
með því að iðka fimleika, sund og
aðrar íþróttir, svo sem knattleiki,
hlaup, skíða- og skautaferðir, fjall-
göngur o.s.frv.
Trimmsíðan hitti þær Guðbjörgu
Pétursdóttur, formann íþróttafélags
kvenna frá 1985, og Jórunni Rothen-
borg gjaldkera og spurði þær hvernig
þetta sextuga félag starfaði.
„Starfið snýst talsvert í kringum
skíðaskálann Laugarhól sem félagið
á í Skálafelli og var reistur árin
1936-38. Þar rúmast um 30 manns í
gistingu í kojum. Þetta er eina eign
félagsins og af sjálfu leiðir að mikil
orka hefur farið í að halda honum
við og gera nauðsynlegar endurbæt-
ur. Skáhnn er nú í mjög góðu ásig-
komulagi, með rafmagnskyndingu
og rennandi vatni,“ segja þær stöll-
ur. Skálinn hefur lengst af verið til
afnota fyrir félagskonur og áhang-
endur þeirra en síðustu ár hefur
hann verið leigður þeim sem vilja.
Lyklavörður sér um útleigu og það
er Fríður Guðmundsdóttir sem hefur
það embætti með höndum.
Fríður hefur starfað með félaginu
frá stofnun þess og var formaður í
35 ár, frá 1950-1985. Síminn hjá Fríði
er 16048.
Leikfimi, blak
oggöngur
Auk þessa hefur íþróttafélag
kvenna í fimmtán ár haldið úti leik-
fimitímum í Austurbæjarskólanum.
Þar er leikfimi, fimleikar og blak fyr-
ir félagskonur. Tveir blakhópar
starfa en einn leikfimihópur. Þar er
einnig að hefjast barnastarf á vegum
félagsins í samstarfi við Austurbæj-
arskólann.
Þeir sem hafa áhuga á að komast
í leikfimihópana eða komast í sam-
Guðbjörg Pétursdóttir, formaður íþróttafélags kvenna, og Jórunn Rothenborg gjaldkeri, tilbúnar með gönguskiðin.
DV-mynd Sveinn
band við félagið þar sem seinni hluti
vetrarstarfs er að hefjast fá nánari
upplýsingar hjá Guðbjörgu í síma
666736.
Auk þessa hefur íþróttafélag
kvenna starfrækt gönguhóp sem hef-
ur hist reglulega undanfarin ár í Ell-
iöaárdal á laugardögum, klukkan 11,
og stikað um dahnn undir stjórn
Þrúðar Pálsdóttur. Hópurinn hittist
jafnan við félagsheimili Rafveitunn-
ar. Guðbjörg og Jórunn segja að til
standi að breyta þessu í vetur og í
stað þess að ganga í Elliðaárdalnum
verði hist við Laugarhól í Skálafelli
á laugardögum í vetur þegar veður
leyfir og gengið saman á skíðum. Það
eru allir velkomnir í gönguhópinn,
hvort sem gengið er á fótum eða skíð-
um.
íþróttafélag kvenna hefur alltaf
lagt mikla áherslu á gönguskíðaiðk-
un og mikill hluti starfsins farið fram
á vetuma í Skálafelli. í kringum
páskana hyggst félagið koma á sér-
stökum skíðagöngudegi fjölskyld-
unnar í Skálafelli, væntanlega í sam-
vinnu við hin félögin sem iðka skíða-
íþróttir þar í brekkunum, en það em
KR og Skíðafélagið Hrönn.
„Við sjáum þetta fyrir okkur sem
fjölskyldudag á gönguskíðum og ef
næg þátttaka fæst verður boðið upp
á tilsögn," segir Guðbjörg formaður.
„Þetta er ekki endanlega ákveðið,
kannski verða þetta tveir dagar með
leiðsögn og fyrri daginn yrði lögð
áhersla á tilsögn en létta keppni
Umsjón
Páll Ásgeir Ásgeirsson
seinni daginn. Þetta verður nánar
auglýst síðar.“
Uppákoma af þessu tagi hefur verið
fastur liður í starfsemi félagsins um
páska undanfarin ár. Það hefur stað-
iö félaginu fyrir þrifum að engin lyfta
er til staðar í nágrenni við skála fé-
lagsins og nú verða, að sögn for-
manns, allar áætlanir um skíðalyftu
lagðar á hilluna. „Hér eftir verður
þetta félag hreinræktað gönguskíða-
félag,“ segir Guðbjörg. „Það er alveg
ómögulegt fyrir fólk að fara upp í
Skálafell og standa allan daginn í
biðröð og komast kannski fjórar ferð-
ir yfir daginn."
Karlmenn eru
styrktarmeðlimir
Er hægt að segja að félagið byggist
á markvissri feministahugsjón? „Já,
það er þannig," segir formaöurinn
ákveðinn á svip. „Tillaga um að opna
félagið og gera það að blönduðu
íþróttafélagi er borin upp á aðalfund-
um með reglulegu millibih en hefur
ekki enn fengið nægilegt brautar-
gengi tíl þess að verða samþykkt.
Auðvitað era karlamlr verðugir
styrktarmeðlimir og án þeirra væri
félagið sjálfsagt ekki til. En þeir fá
ekki að vera félagar í því. Karlarnir
hafa ákveðin áhrif innan þess.“
Er þetta ekki íhaldssamt félag?
„Það hafa verið sveiflur í starfsemi
félagins og undanfarið ár hefur verið
ágæt þátttaka í því sem félagið býður
upp á. Við kynntum félagið nokkuð
innan íþróttahreyfingarinnar á
þessu afmæhsári og félögum hefur í
kjölfarið fjölgað um 300% svo við
erum gífurlega bjartsýnar á framtíð-
ina. Fyrir nokkrum ámm áttum við
erfitt uppdráttar en þau mjúku gildi
sem félagið stendur fyrir með
áherslu á fjölskyldu, samvera og
holla útivist frekar en keppni eiga
hljómgrunn í hjörtum fólksins nú
um stundir."
Borgarljósin
blasavið
í Skálafelh eru frábærar göngu-
brautir og fagurt landslag. Jórann
og Guðbjörg fullyrða að þar sé jafnan
veðursæha en í Bláfjöllum og útsýnið
og umhverfið sé fegurra en þar.
Þangað er kjörið fyrir fjölskylduna
að stefna með gönguskíðin, börnin,
hundinn og kakóbrúsann. „Það er
ógleymanlega fagurt að gista í Laug-
arhóh á vetrum, sitja í hlýjum skála
í myrkrinu og horfa út um gluggann
á borgarljósin sem blasa við með öllu
sínu fjölmenni og ys og vera einn
með kymðinni og snjónum."
Lífið í tölum:
12,7 milljónir
Bandaríkja-
manna segjast
vera græn-
metisætur
Tahð er að 1,6 inilljónir séu það
í raun og veru. Breska göngukon-
an Ffyona Campbell lauk göngu
umhverfis jörðina í október 1994.
Hún gekk um 36 þúsund kíló-
metra og sleit 100 pörum af skóm
á leiðinnL 64% fólks lesa á kló-
settinu. 60% hlaupara hugsa um
kynlif meðan þeir hlaupa. 8%
hlaupara hugsa úm hlaup meðan
þeir stunda kynlíf.
(Health).
Að efla hreysti,
heilbrigði og fegurð
íslenskra kvenna
Fossavatnsgangan á ísafiröi á
sér 60 ára sögu og telst elsta
fjöldaganga á skiðum á íslandi en
gangan hófst árið 1935 að fram-
kvæöi Ólafs Guðmundssonar í
Vélsmiðjunni Þór. Ávallt hefur
verið farin svipuð leið frá Fossa-
vatni eða stutt þaðan, fyrir
Engidal og Nónhorn, yfir Fehs-
háls við Rembing, yfir Botns-
heiði, á milh Búrfehs og Miðfehs
í Gyltuskarð og þaðan yfir Mið-
fellsháls og níður Seljalandsdal
að Skíðheimum, alls um 20 kíló-
metra. Árið 1939 varð frávik á
þegar gangan var látin hefjast við
Sjónarhæð við Seljalandsveg, rétt
ofan við núverandi Framhalds-
skóla Vestfjarða, og gengið inn í
Engidal að Fossavatni og tíi baka
aftur. Eftir þessa breytingu lá
gangan niðri um 15 ára skeið en
var endurvakin 1955. Framan af
voru þátttakendur fáir en upp úr
1970 fór þeim að fjölga og flestir
urðu þeir 1993 þegar alls 92 tóku
þátt í göngunni. Þar af fóru 52
þátttakendur 20 kilómetra. Árið
1987 var fyrst boðið upp á „hálfa“
Fossavatnsgöngu og 1989 bættist
þriðji möguleikínn við sem er 7
km leið „heím brúnir". Fossa-
vatnsgangan er bæði hugsuð sem
keppni og trimmganga en frá 1985
hefur hún verið hluti af íslands-
göngumú sem þýðir að þar mæta
th leiks flestir snörpustu göngu-
menn Iandsins. Verðlaun eru
veitt fyrir efstu þrjú sætin í öhum
flokkum og allir þátttakendur fá
jafhframt þátttökupening. Fossa-
vatnsgangan verður gengin laug-
ardaginn 30. apríl á þessu ári sem
er sextugasta afmælisár
göngunnar. Það er að vísu langt
þangað th en ekki er ráð nema í
tíma sé tekiö. Nú er rétt fyrir þá
sem eru göngugarpar á skíðum í
andanum að setja sér dásamlegt
takmark og taka þátt í elstu al-
menningsgöngu landsins á skíð-
um á afmælisári. Fegurra um-
hverfi er vandfundið og veðrið
bregst aldrei. Þetta er ganga sem
er sannarlega öllum samboðin.
Metþátttaka
var í gamlárs-
hlaupi ÍR
Þar hljóp margur hraðar en
% > § « ■d § &'S <3 |I rir hægar. ora þungir
og mörvaðir innan ef anna. Einn þeirra tir attíð jól- sagði við
Trimmsíðuna að hc num hefði
fundist hann hlaup hangikjötslæri í spott Hvað um það. Svona árinu. í árslok gera i með tvö i á cftir sér. á að Ijúka samvisku-
samir trimmhundar i bókhald ársins en all sig aivarlega í skok dagbók yfir Það hv ípp hlaupa- ir sem taka kinu halda e langt er
hlaupið eða skokka ð í hverri
viku. í sömu bók skrá menn
gjarnan aha aðra hre iyfmgu, s.s.
líf og aðra líkamsþ jálfun sem
setja allt heha ldai skemmtileg gröf og k ibið upp í ökur á árs-
hyggju og nákvæmni ur, Góður meðalskok að baki ca 1200-1500 íæstárang- kari leggur kílómetra á
ári sem er ríflega hringvegurinn um ísland. Eðalskokkarar eða haröjaxlar hlaupa hiklaust meira
en 2000 kílómetra á ár um finnst ekkert til muogsum- iökumál að
skokkari og hvenær er raaður
hlaupari? Sumum fm nst að ekki
sé nóg að hlaupa h menn að lifa líka. Þ; eldur þurfi ið alfínasta
sem maðurgetur látið í skíðaferðum er ka ryðfríu stáli. Sá sem sjástgmeð kóbrúsi úr mætir með
uppiíSkálafelleðaál inu í Bláfiöhunum þ; íeiðarhorn- ir sem ailir
fá sér nesti verður umsvifalaust
að athlægi.