Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1995, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1995 Fréttír Prófkjör Framsóknarflokksins á Norðurlandi vestra: Stef án orðinn þreytt- ur og yf irspenntur - segir Páll Pétursson og vísar ásökunum um brot á leikreglum á bug Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Mínar yfirlýsingar um að ég taki niðurstööum prófkjörsins og það sæti sem ég hafna í hafa byggst á því að leikreglur prófkjörsins væru haldnar, og bæði ég og mínir stuön- ingsmenn munum vinna samkvæmt þeim leikreglum," segir Stefán Guð- mundsson alþingismaður sem keppir um 1. sætið á lista framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi vestra. Próf- kjörið stóð yfir í gær og fýrradag og vegna óveðurs á Norðurlandi í gær hefur verið ákveðið að kjósa einnig í dag kl. 17-22 og útlit fyrir að niður- stöður talningar liggi ekki fyrir fyrr en undir helgi. Stefán Guðmundsson er óspar á þær yfirlýsingar aö Páll Pétursson og stuðningsmenn hans hafi unnið ódrengilega í prófkjörinu. „Það er rangt sem haft hefm- verið eftir Páli og Þorsteini Ásgrímssyni, formanni kjörnefndar, að reglur prófkjörsins hafi ekki verið brotnar. Ég mun rökstyðja það á kjördæmisþingi að Stefán Guðmundsson greiðir atkvæði í prófkjöri Framsóknarflokksins á Sauðárkróki sl. laugardag. Síðar i vikunni kemur í Ijós hvort hann nær 1. sæti framboðslistans af Páli Péturssyni. DV-mynd örn Þórarinsson báðir þessir menn hafa vitað það lengur en flestir aðrir að reglumar hafa verið freklega brotnar af stuðn- ingsmönnum Páls,“ segir Stefán. „Það hlýtur að standa eitthvað illa loftvogin hjá Stefáni og þetta lýsir því helst að hann sé orðinn þreyttur og yfirspenntur. Hann hefur lýst því yfir að hann vilji leiöa listann í kjör- dæminu en það er ekki gáfulegt ef hann fer á taugum strax í undanrás- unum,“ segir Páll Pétursson um yfir- lýsingar Stefáns. Þær ávirðingar sem Stefán er tal- inn eiga við snúa að framkvæmd utankjörstaðaratkvæðagreiðslu, en Páll segir að þar hafi verið farið að reglum flokksins og þeim sem kjör- nefnd ákvað. Þá segir Stefán að stuðningsmenn Páls hafi lagt á það áherslu viö fólk að hafa Stefán alls ekki með á listanum. „Ég hef sagt að ég telji heppilegast að Stefán skipi 2. sætið en auðvitað get ég ekki stjórnað öllu sem stuðningsmenn mínir taka sér fyrir hendur," segir Páll. Komið f ram við okkur eins og af- brotamanneskjur - segir fyrrverandi yfirþema „Við vomm reknar fyrirvara- einnig var rekin úr starfi á Hótel laust og fengum hálfttma til aö Esju. Hún segir að það hafi ekki koma okkur út úr húsinu. Það var komið til neinna deilna þó ijóst komiö fram við okkur eins og af- væri að ágreiningur væri um brotamanneskjur og við fengum starfsaðferöir. ekki einu sinni aö klára daginn. „Viö uröum varar við leiðinlegt Þetta er mikil niðurlæging og andrúmsloft frá tveimur af þeim hreint óskiljanlegt með öllu. Við þremur þernum sem héldu sínum höfum ekkert af okkur brotið og störfum. Þær vom að piskra sín í þaö vom engar viðvaranir gefnar milli en að þaö væri rifist er af og áður en þessi ósköp dundu yfir. Það frá. Við erum búnar að ræða þetta var ekkert talað um nein vandamál mál við stéttarfélag okkar og ætl- á einn eða neinn hátt heidur bara um að fá niðurstöðu í þaö. Mér er gripið til brottreksturs,“ segir þetta óskiljanlegt. Það vom komn- Svava Biomsterberg, fyrrverandi ar þemur í okkar stað innan yflrþema á Hótel Esju, sem var ein tveggja tima, þar af þrjár filipps- fjögurra þerna á hótelinu sem fyr- eyskar konur,“ segir Dagný. irvaralaust vora reknar úr starfi á „Það hafa verið samstarfsörðug- fóstudaginn sl. Alls em sjö þemur leikar á milli kvennanna þama og starfandi á hótelinu og em þtjár eilíft skítkast. Ég er lengi búinn að enn í starfi. vita af þessu en var aö vonast til „Viö teljum okkur ekki eiga sök- að þetta lagaöíst. Ég ákvað að ótt við nokkra manneskju þarna bijóta þetta liö upp. Það er ekki innanhúss. Okkur var gefin upp sú brotið á þeim í einu eða neinu og ástæða að þama væri um að ræða þær fá sinn uppsagnarfrest greidd- samstarfsörðugleika en það fékkst an,“ segir Einar Olgeirsson, hótel- engin nánari skýring á því. Þetta sfjóri á Hótel Esju. Einar staöfesti kemur ákaflegailia viðmann,“seg- aö þegar væri búið að ráða x störf ir Dagný Gylfadóttir þema sem þeirrasemreknarvoru. -rt Visa-Island svarar auglýsingu Eurocard: Taka má út pen- inga með greiðslu- korti 18. janúar Greiðslukortafyrirtækin Visa- ísland og Eurocard á íslandi bjóða korthöfum aö taka út reiðufé úr hraðbönkum með notkun kredit- korta frá og með 18. janúar næstkom- andi. Mun þessi nýjung hafa staöið til um nokkurt skeið í samvinnu við banka og sparisjóði. Eurocard reið á vaðiö og auglýsti þessa nýjung um helgina. Strax í kjölfarið kom svar frá Visa-ísland í formi fréttatilkynningar. í auglýs- ingu Eurocard segir að almennur korthafi geti tekið út allt að 10 þús- und krónur á viku en gullkorihafi allt að 20 þúsund króna úttekt á sama tíma. Úttektargjald verður 1,5 pró- sent og færslugjald 50 krónur. Visa-ísland hefur enn ekki opin- berað kjör vegna peningaúttekta fyr- ir sína korthafa. í fréttatilkynning- unni segir að peningaúttektir verði einungis leyfðar í mjög takmörkuð- um mæh, bundnar við ákveðið há- mark í einu lagi og alls á mánuði. Segir aö peningaúttektir jafngildi í raun bankaláni í allt að 45 daga og því verði korthafar aö greiða sérstakt úttektargjald auk vaxta af hverri fjárhæð. íslenskir korthafar hafa hingað til eingungis getað tekið út reiðufé með kreditkortum sínum erlendis, einir korthafa í heiminum. Bankarnir koma hér að máh þar sem um úttekt- ir upp á nokkur hundruð milijónir verður að ræða mánaðarlega. - Peningaúttektir með kreditkortum hafa tíðkast erlendis um langt skeið. Af hveiju erum við svona langt á eftir? „Það var í og með landlægur ótti við að menn færa sér að voða gætu þeir tekiö út peninga með kortxmum. Áður voru þessi viðskipti nær ein- göngu í pappírsformi og erfitt að fylgjast með hvað fólk var að gera. Nú em 90 prósent viðskiptanna hins vegar rafræn og auövelt að fylgjast með notkun kortanna." - Verður kostnaður meiri hér heima en vegna peningaúttekta erlendis? „Nei, mun minni. Sé Visa-kort not- að til að taka út reiðufé erlendis kost- ar það 2,5 prósent eða að lágmarki 4 dollara, um 270 krónur. Okkar gjöld verða lægri en gjöldin erlendis en við eigum eftir að stilla þau af.“ Staðgreiðsluafsláttur á móti kostnaði í sumum tilfeUum geta neytendur hagnast á þessu nýja fyrirkomulagi. Með því að taka út reiðufé með kred- itkortunum geta þeir notið staö- greiðsluafsláttar í verslunum en íjár- hæð innkaupanna ræður náttúrlega stærð hans. Kaupmenn fá peningana sína strax og greiða engin þjónustu- gjöld til kortafyrirtækjanna. Korta- fyrirtækin og bankarnir fá síðan vexti af peningaláni korthafans. Út- tektimar verða fjármagnaöar af bönkunum sem ávaxta þannig lausafé sitt. Hvað neytendur varðar geta þeir nú gert óbein kreditkortaviðskipti við aðila sem ekki hafa bojið slík viðskipti, t.d. Bónus og ÁT VR. Loðnan: Dreifð og ekki veiðanleg „Það er svoUtið af loðnu á svæðinu ur og leiöangursstjóri á Bjama Sæ- út af Glettingi og suður úr. Hún er mundssyni, sem er við loðnuleit út þó ekki í veiðanlegu standi," segir af Austíjöröum ásamt Áma Friöriks- Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðing- syni. -rt Bleikur f íll í stað svínsins „Bleikir fílar hafa verið þekktir í gegnum tíðina en ástandið á í'ólki hlýtur aö vera dáUtið alvar- legt þegar fólk heldur aö filar séu svín,“ sagði Bogi Jónsson, versl- unarmaður í Hafnarfirði, við DV í gær. Forsvarsmen Bónuss hafa farið fram á það viö Boga að hann skipti xxm merki verslunar sinn- ar, Sparifílsins, þar sem það líkist merki Bónuss - svini í bleikum og gulum litum. „Það er ekki spurning að þetta er mjöggróft brot á skráðum rétti Bónuss," sagðiKristín Jóhæmes- dóttir, lögmaður Bónuss. Að- spurð um bleika fílinn og svínið sagöi hún: „Það er ekki mikið að marka það þegar aðeins rani er settur á fílinn sem er jafnbleikur og Bónus-sviniö." Kristín gaf Boga sólarhrings- frest til að fjarlægja merkið sitt en Bogi sagöi við DV að hann ætlaði ekkert að gera. Hann sagð- ist ætla að „láta reyna á þetta". Kristín sagði í samtali viö DV í gær að lögbannsbeiöni yröi lögð fram i Héraðsdómi Reykjaness í dag og i framhaldi af þvi yrði mál höfðað þar sem fariö yrði fram á staöfestingulögbannsins. -Ótt/pp Stuttar fréttir Tryaainaahætiir á gf. Islendingar búsettir erlendis, sem fá bætur almannatrygginga, geta nú fengiö greíðslur frá Tryggingastoíhun beint inn á reikninga sína erlendis. Réttaníkiðíhættu Guðni Ágústsson segir réttar- ríki á íslandi í hættu komist Hvammstangamenn upp með kaup á Sigurbjörgu VE. Félagsfrmdur í Augnlæknafé- lagi Islands mótmælir harðlega fyrirhugaðri reglugerð um tilvís- unarskyldu til sérfræðinga. Hundumíhesthúsa- hverfumfjölgar Hundum í hesthúsahverfum Reykjavíkurborgar hefur fjölgaö mjög og verður hundabanni þar framvegis fylgt eftir af hörku. Kjarasamningar brotnir á Eskifirði Formaður Sjómannasam- bandsins segir aðgerðir útgerðar á Eskifirði í fiskverðsdefíunni við sjómenn forkastanlegar. Kjara- samningar séu brotnir á skipveij- um með því að útvega ekki hæsta fiskverð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.