Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1995, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1995 Útlönd Saklausa Díana svaf rótt á meðan: Kalli Bretaprins naut Camillu í moldarf lagi - lét herbergisþjóninn þvo moldina úr náttfótunum Herbergisþjóni Karls Bretaprins til margra ára hefur verið vikið tíma- bundið úr starfi vegna lausmælgi. Hann sagði sunnudagsblaði einu í Bretlandi frá því í gær að hann hefði reglulega verið látinn þvo moldug náttfot krónprinsins en Karl hefði nefnilega oft læðst út af sveitasetri sínu að næturlagi til að njóta ásta með hinni giftu hjákonu sinni, Cam- illu Parker Bowles, á engjunum á landareigninni. „Náttfotin voru bll útðtuð í mold og skít. Karl og Camilla hðfðu greini- lega verið að gera það undir berum himni,“ sagði herbergisþjónninn Stronach. Hann sagði að Karl hefði reglulega farið út á flatirnar við Highgrove House í Gloucestershire á nóttunni til að hitta Camillu, jafnvel á meðan Díana dvaldi líka í húsinu. Þegar Díana var hins vegar ekki með í fðr fékk Camilla að gista í húsinu, en hún á sjálf heima í um 25 km fjar- lægð frá Highgrove. „Okkur var sagt að koma fram við Camillu eins og hún væri húsfreyjan. Það var eins og Díana væri ekki til,“ segir Stronach. Talsmenn Buckinghamhallar segja að fjðlmiðlafulltrúi prinsins muni skipuleggja rannsókn málsins en vildu annars ekkert segja. Herbergis- þjónninn Stronach mun áfram verða á fullu kaupi meðan á rannsókninni stendur. Eins og kunnugt er tilkynntu Cam- illa og eiginmaður hennar, Andrew Parker Bowles, um skilnað sinn í síð- ustu viku. Hófust þá miklar getgátur í bresku blððunum um hvort Karl myndi skilja við Díönu og giftast Camillu. i skoðanakönnun, sem dag- blaðið Sunday Express lét gera, sögð- ust aðeins 22% geta hugsað sér að Camilla yrði drottning og í könnun Sunday rrimes voru 47% á móti því að Karl yrði krýndur kóngur giftist hann Camillu. Einnig að meirihluti Breta vill að Vilhjálmur, eldri sonur Karls og Díönu, taki við af Elísabetu drottningu en ekki Karl. Meirihluti er einnig á því að Anna prinsessa yrði mun betri erfingi krúnunnar en Karl. 30% Breta vilja losna við kon- ungsfjölskylduna. Reuter Tsjetsjenía: Blóðugir bardagar um höllina Mjög harðir bardagar voru háðir í Grosní, höfuðborg Tsjetsjeníu, í gær. Rússar sóttu af mikilli hörku inn í miðborgina og höfðu náð á sitt vald Qölda mikilvægra bygginga. Upp- reisnarmenn Tsjetsjena vörðust hins vegar af mikilh hörku í byggingum kringum forsetahölhna og náðu að verjast stórskotahríð Rússa. Forseta- hölhn, sem orðin er tákn baráttuvilja og sjálfstæðisþrár Tsjetsjena, var því enn í höndum þeirra þegar DV fór í prentun í gærkvöld. Húsið var hins vegar í ljósum logum í ahan gærdag og mjög illa farið. Tsjetsjenar lögðu alla áherslu á að verja höhina en við ofurefli virtist að etja. Fregnir herma að sonur Dúdajevs, leiðtoga Tsjetsjena, hafi látist af sár- um sínum. Tahð er að yfir 500 rúss- neskirhermennhafilátist. Reuter Tsjetsjensk móðir huggar sex ára gamlan son sinn á meðan hjúkrunarkona setur umbúðir á handlegg hans. Strák- urinn var á hlaupum ásamt foreldrum sínum að bíl fjölskyldunnar, en þau hugðust flýja Grosní, er hann fékk sprengjubrot í handlegginn. Simamynd Reuter Stuttarfréttir Styöja Jeltsín Warren Christopher sagði í gær að Bandaríkin mundu áfram styðja Jeltsín meöan hann væri á réttri braut. Hann haföi hins vegar ýmislegt að at- huga við aðgerðimar í Grosni. Serbarógna Bosníuserbar stefha nú vopna- hléi, sem staðiö hefur frá ársbyrj- un, í hættu með þvi að neita að opna leiðir fyrir hjálpargögn inn í Sarajevo. Baristí Alstr Ríkisstjómin í Alsír, sem her- inn styður, hefur hafið undirbún- ing fyrir forsetakosningar. Stjómarherinn á enn í blóðugum bardögum við heittrúaða músl- íma. Páfa vel tekið Ferð páfa til Filippseyja hef- ur gengið mjög vel en henni lauk í gær. Þá dró hann að sér mesta fjölda fólks frá upp- hafi á 17 ára ferli sínum á páfastóli. Slepptúrhaldi Hópi starfsmanna Sameinuðu þjóðanna var sleppt úr haldi byssumanna í Sómalíu í gær eftir samningaviðræður. Slovojarðsettur Joe Slovo, formaður Kommún- istaflokks Suöur-Afríku, var jarð- settur í gær. Slovo, sem var hvít- ur, barðist alla ævi gegn aðskiln- aðarstefnunni og var mjög vin- sæll meðal svartra. Lestarslys í Bangladesh Talið er að yfir 100 hafi látist og 400 særst í einu versta lestar- slysi í sögu Bangladesh um helg- ina. Reuter *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.